Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 8

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 8
EITTGATA 15 Steingrímur býr nú í húsnæði á vegum Félagsmálastofnunar. Það stendur við útivistarsvæði Árbæinga. Enn rísa íbúar upp gegn nærveru Steingríms Njálssonar Steingrímur Njálsson fékk inni hjá Félagsmálastofnun við Rauðavatn. íbúar Árbæjar eru óttaslegnir og hafa hafið undirskriftasöfnun vegna hess og varað öll barnaheimili við honum. íbúarnir ætla sjálfir að vakta lúsið, sem stendur við útivistarsvæði þeirra. Kerfið er ráðþrota gagnvart vandamálum Steingríms. Síðustu daga hefur talsvert borið á því að óttaslegnar mæður hafi hringt í lögregluna, Félagsmála- stofnun og reyndar inn til okkar og lýst áhyggjum sínum vegna nýs ná- granna í Árbæ. Um er að ræða Steingrím Njálsson, þekktasta kynferðisafbrotamann íslands. Uggur fólks virðist ekki með öllu ástæðulaus, því Steingrímur hefur þrettán sinnurn verið dæmdur fyrir kynferðisafbrot gagnvart drengjum á aldrinum sjö til fimmtán ára, flest mjög andstyggileg og eyðileggjandi fýrir þá sem urðu fýrir þeim. Frá 1963-1992 hlaut hann 26 refsi- dóma fyrir kynferðisafbrot, þjófn- að, líkamsárás, fjársvik, skjalafals ásamt ölvun og réttindaleysi við akstur. Samanlögð refsivist hans samkvæmt þessum dómum var ell- efu ár og þrír og hálfur mánuður. Þar að auki hefur hann verið sekt- aður sextán sinnum fýrir áfengis- og umferðarlagabrot. 8 PRESSAN FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ 1994 Óttaslegnir íbúar blása í herlúðra „Menn eru mjög óttaslegnir og tilbúnir að blása í herlúðra," segir Ársæll Már Gunnarsson, formað- ur foreldrafélags Árbæjarskóla, en hann er jafnframt formaður Fram- farafélags Seláss og Árbæjar. „Hann hefur mér vitanlega ekkert gert af sér enn sem komið er, en það er al- veg ljóst að það kemur mjög harð- orð yfirlýsing frá okkur. Þetta er ekki lausn á þeim vanda sem þjóð- félagið á að bjóða upp á — að færa menn á milli hverfa. Þetta er orðið alveg óþolandi með þessi gráu svæði í kringum Reykjavík sem ekki eru undir neinu eftirliti,“ segir Ársæll, en fýrir nokkrum árum var lögreglustöðin í Árbæ lögð niður og hverfastöð opnuð í staðinn uppi í Grafarvogi. Ársæll segir að henni hafi verið „rænt“. Undirskriftasöfnun og barnaheimili vöruð við Samkvæmt traustum heimildum PRESSUNNAR er ekki nema um hálfúr mánuður síðan Steingrímur fluttist upp í Árbæ og býr hann nú í húsnæði á vegum Félagsmála- stofnunar við Rauðavatn, sem nefnt er Eittgata 15. íbúarnir hafa þegar risið upp og eru tilbúnir til aðgerða, en Ársæll segir að eðlileg- ast sé að taka púlsinn fýrst og kanna málin. Foreldra- og hverfa- félögin í Árbæ eru orðin vel skipu- lögð og sagðist Ársæll þegar hafa haft samband við formenn annarra foreldra- og hverfafélaga, sem væru nú að ræða við sitt fólk. Þá vissi Ár- sæll til þess að undirskriftasöfnun væri hafin meðal fólks í húsunum næst Rauðavatni, en ekki náðist samband við aðstandendur þeirrar söfnunar. Einnig sagði Ársæll að kunningjakona sín hefði gengið í öll barnaheimili í grenndinni til að

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.