Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 21

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 21
M hvernig góðar týpur ættu að vera. Margir álitsgjafanna nefhdu að þær yrðu að vera sterkir persónuleikar; „orginalar“, og gegn- heilar í því sem þær tækju sér íyrir hendur. Svo skipti marga miklu að týpan heíði eitthvert vit í kollinum, í það minnsta þyrfti einhver forvitnilegur þankagangur að fara þar fram. Þankagangur sem skini augljóslega í gegn. Þær eru allmargar týpurnar sem komust á blað í þessu vali. Þar varð efstur á lista Einar Snorri ljósmyndari, hinn andlegi tvíburi Eiðs Snorra. Skyldi nokkurn undra! Ef dæma má eftir hinu skondna andliti fer þama afar forvitnilegur einstaklingur, sem ekki síst klæðir sig öðmvísi en flestir aðrir. Og svo er hann líka áberandi. Það sama má kannski segja um Baltasar Kormák. Hann er ekki búinn að vera lítið áberandi að undanfömu út af Hárinu. Minna hefúr hins vegar farið fyrir Dóra Þórhallsdóttur útvarpsstjóraffú, en engu að síður mundu margir eftir henni. Þau eru í hópi tíu bestu týpanna á íslandi. Fjölmargir fengu svo umsögn og enn fleiri voru nefndir. En þótt margir hafi verið tíndir til tóku ekki allir undir það að sérstakar týpur væru margar á íslandi. Einn álitsgjafanna, sem dvalið hefur langdvölum erlendis, sagði einfaldlega erfitt að komast upp með týpuhlutverk hér á landi vegna fólksfæðar. Það væri öðru fremur fjarlægðin sem skapaði spennandi týpur; erlendis væri ekkert auðveldara en að hverfa í mannhafið eftir að hafa sett sig í stellingu vikunnar. Að hennar dómi er því hin svokallaða „týpumenning“ á Islandi óspennandi. Hún gat þó nefnt nokkrar. Alltént era týpur fólk sem hefur einhverja sér- stöðu og lyftir tilvera okkar á skemmtilegra plan. Og gerir okkur hinum lífið vonandi eilítið bærilegra. Einar Snorri ljósmyndari „Týpa Islands númer eitt.“ „Hann á íslandsmetið í týpu — jafnt innan- húss sem utanhúss.11 „Flottasta týpan í bænum í dag.“ „Fyndið andlit, fyndið outfit og fyndinn nán- ungi.“ „Ég held hann gangi meira að segja í krep- sokkum." „Svo er hann alveg sauðmeinlaus og ofsalega mystískur en ég held að það sé vegna þess hve feiminn hann er.“ „Þótt varla sé hægt að gera upp á milli Snorr- anna hefur Einar vinninginn því hann hefur engan fegurðardrottningartitil hlotið.“ „Hugmyndaríkur fagmaður fram í fingur- góma og hreint frábær náungi.“ þær flottustu í bænum DOMINO’S FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ 1994 PRESSAN 21 4^

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.