Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 15

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 15
BARA T 0 T J 0 LVU RNU KOMPLEXAR, R 0 G TAUMLAUS S KÖ PUW... Tölvupopparar íslands 1994 Nýjustu hljómsveitir landsins eru ekki fjölmennar. Þær eru ekki nema einn strákur að dunda sér inni í herbergi með allt vaðandi í tölvum og búnaði. Eins manns tölvuhljómsveitir eru kannski ekki það „sem koma skal“, en þessi „hljóðfæraskipan“ verður stöðugt algengari. Fyrir nokkrum árum hefði strákur sem lægi öllum stundum inni í herbergi og semdi tónlist á tölvur verið litinn horn- auga og kallaður skrítinn. Með þessu áffamhaldi verða síðhærðir strákar spilandi rokk í bílskúr kannski álitnir bilaðir eftir nokkur ár — hver veit? Nýlega kom út geisladiskurinn „Egg ’94“ sem verður að teljast best heppnaði rafeindapoppdiskur ís- landssögunnar. Þar er á ferð tónlist sem hægt er að klína jafnólíkum merkimiðum á og „ambient“, „danstónlist“ og „trans“, ef ekki fleirum, því í þessari tegund tón- listar úir allt og grúir af allra handa merkimiðum og þarf mikla kunn- áttumenn til að greina á milli stíl- brigðanna. Ef við gleymum ffum- kvöðulsstarfi Sonus Futurae var ís- lensk tölvupopptónlist — en svo einfaldan merkimiða leyfi ég mér að nota — fyrst kynnt á plötunni „Icerave“ sem kom út 1992. Þar var Þórhallur Skúlason í hlutverki skipuleggjandans. Þótt platan væri góður homsteinn var byrjenda- bragurinn mikill. Safnplöturnar „Trans-dans“ númer eitthvað, sem Skífan stendur að, og „Reif-eitt- hvað“, sem Spor gefa út, hafa kom- ið nokkrum íslenskum rafungling- um á ffamfæri, þó að megninu til sé tónlistin á þessum plötum er- lend og af léttustu tegund. Nokkrir rafvirkjar fengu útrás á plötunni „Núll og nix“, sem kom út í fyrra- sumar. Þar var þó misjafii rafsauð- ur á ferð. Nú hefúr Smekkleysa gef- ið út „Egg ’94“, sem Þórhallur Skúlason safhaði aftur á. Þórhallur, sem verður að teljast helsti rafgúrú landsins, er þessa dagana úti í London og er víst við það að meik- aða. Á „Eggi ’94“ eru þrettán lög með ellefu flytjendum. Hér á effir verður kastljósinu beint að þremur hljómsveitum, sem allar eiga það sameiginlegt að vera aðeins skipað- ar einum meðlimi. Gaman að geta skapað Hinn sautján ára Birgir Sigurðs- son er á bakvið hljómsveit- ina/nafhið Bix. Hann var með eitt besta lagið á „Núll og nix“-safn- disknum í fyrra og spilaði þá undir nafninu Secret Agent. Hann hefur verið að bauka við þetta í rúm tvö ár. Hvaðan kotna fyrirmyndimar? „Úff. Ég veit það eiginlega ekki. Þetta byrjaði af sjálfu sér. Ég fór að búa til hard-core-tónlist, eins og hún kallaðist, og síðan hefur þetta þróast smátt og smátt út í vandaðri stíl, house-músík og ambient. Þetta sem ég er að gera núna er aðallega hugsað fyrir klúbbana.“ Fer tónlistin helst eftir grœjunum sem maður er með? „Hún getur gert það. Ég er bú- inn að sanka að mér græjum í rúmt ár og það er alltaf að bætast við. Þó verða allir að vera skapandi sem semja tónlist. Það þýðir ekki að vera eins og allir hinir, — það þarf að vera einhver frumleiki í hveiju lagi.“ Er einhver markaður fyrir þessa tónlist á íslandi? „Hann er lítill enn sem komið er en er kannski eitthvað að stækka, en þetta er rosalega stórt úti í Bret- landi og Bandaríkjunum.“ Hvert er draumaverkefnið? „Draumaverkefnið? Vá. Ég hef aldrei spáð í neina drauma.“ Þú stefhir þá ekki á neitt sérstakt? „Maður stefhir bara að því að reyna að koma einhverju efhi út. Það yrði þá einna helst heil plata.“ Það sem maður getur hugsað sér að rokkarar fái út úr því að vera í hljómsveit er að vera með öðrum í hópi og einnig adrenalítikikkið þegar hávaðinn og krafturinn verður setn mestur. I hvetju er kikkið fólgið í þessari tónlist? „Það er bara svo gott og gaman að geta skapað eitthvað." Það eru aldrei neinir textar hjá þér. „Jújú, um daginn gerði stelpa sem heitir Sigurrós lag með mér. Hún las texta yfir tónlist og það kom mjög vel út. Það er líka á dag- skránni að gera lag með Svölu Björgvins, en ég veit ekki hvenær það verður.“ Fer tnikill tími íþetta hjá þér? „Þetta er helsta tómstundaiðjan og það fer mestur minn ffítími í þetta. Maður er þarna kannski frá sjö til eitt/tvö um nóttina. En mað- ur mætir ekki bara og segist ætla að gera lag heldur þarf maður að vera í filing til þess. Fílingurinn lýsir sér í útrás fyrir sköpunargáfuna." Hvernig gengur að fylgjast með helstu straumunum íþessu? „Það gengur ágætlega. Það hafa komið erlendir diskótekarar hing- að en annars reynir maður ekkert endilega að fylgja öllu því nýjasta. Maður reynir að fara sínar eigin leiðir." Er einmanalegt að vera einn með tölvunum? „Nei, alls ekki. Það getur verið mjög þægilegt að vera einn út af fýrir sig.“ Það eru engir stjörnudraumar í þessari tónlist? „Nei, maður reynir bara að koma sér einhvers staðar á ffam- færi. Þetta er frekar mikil neðan- jarðarstarfsemi, að minnsta kosti þessi lína. Svo eru fjarskyld bönd eins og 2 Unlimited, sem eru svona stjörnudæmi-eitthvað.“ Fólk er svo lengi að fatta tónlist Sigurbjöm Þorgrímsson er ný- byrjaður að nota naftiið Biogen. Hann er átján ára og hefur líka ver- ið í hljómsveitinni Ajax með Þór- halli Skúlasyni. Hann segist hafa fiktað við tónlist síðan hann var ell- efu ára en gert þetta af einhverju viti í 2-3 ár. „Rokkgrúppurnar eru alltaf með sömu hljóðfærin,“ segir hann, „en hljómborð og tölva geta skapað hvaða hljóð sem er. Möguleikarnir varðandi hljóð eru miklu fleiri.“ Verður það ekki frekar kraftlaust þegar þú ferð að kotna fratn opin- berlega? „Hljómsveitin Underworld, sem spilaði hérna, var rosakraftmikil. Vinur minn fór á Hróarskelduhá- tíðina og sá svona hljómsveitir þar og sagði að það hefði verið einna best, þótt hann sé nú hálfgerður rokkari sjálfur.“ Ertu bara með grcejurnar heitna hjá þér? „Já, þetta er í lágmarki ennþá. Maður er alltaf að byggja upp, spara og kaupa nýjar græjur.“ Eru grœjurnar fljótar að úreldast? „Nei, það er nú það fyndnasta við það, að græjurnar sem eru eft- irsóttastar núna era þær allra nýj- ustu og svo þær allra elstu. Græj- urnar marka danstónlistarstefn- una.“ Fara gœði tónlistarinnar alfarið eftir grœjunum setn hver og einn er með? „Nei, alls ekki. Það er aðallega hausinn sem skiptir máli. Það getur hver sem er átt fullt af græjum ef hann er nógu heppinn til að eiga pening fyrir þeim, en það getur ekki hver sem er samið góða og fal- lega tónlist.11 Hefurðu prófað að vera í rokk- hljómsveit? „Nei, ég hef engan áhuga á því. Það er mildu þægilegra að vinna bara einn. Þannig kemur maður skilaboðum best til skila.“ Hver eru skilaboðin? „Það er bara að reyna að tjá sig svo aðrir geti notið þess. Ég reyni að semja tónlist sem hefur áhrif á mig og fólk almennt. Ég ber virðingu fyrir allri tónlist sem hefur einhver áhrif á mig, hvort sem það er popp, rokk, am- bient eða danstónlist. Ef tónlistin kýlir mann niður ber ég virðingu fýrir henni þótt ég fili hana ekki endilega.“ Er minni stjörnudýrkun í þessari tegund tónlistar en rokkinu? „Já, sem betur fer. Það eru stjörnur innan sviga í þessu, en mér finnst miklu flottara að gera góða tónlist en eitthvað sem selst á almennum markaði. Megnið af því sem nær almannahylli er ekki nógu gott.“ Af hverju er það. Er fólk svona heimskt? „Ég segi það ekki. En það sem er að gerast í undirheimum tónlistar- innar er það sem listamenn eru meira og minna að skapa. Þú sérð t.d. myndlistarsnillinga. Þeir eru allir dauðir þegar fólk fattar loksins hvað þeir eru góðir. Fólk er svo lengi að fatta tónlist, það þarf að láta tónlistina vera fýrir eyrunum á sér í nokkur ár fýrst.“ Þannig að þegar þú verður orðittn vittsæll er tími til að hœtta? „Ef ég verð ennþá ánægður með það sem ég er að gera og tónlistin er án málamiðlana þá er allt í lagi að fólk njóti hennar.“ Flytjandinn skiptir engu máli Á „Eggi ’94“ er hljómsveitin Kusur með lagið „Tungl 12“. Kú- rekinn á bakvið nafhið er Finnur Bjömsson, en hann segist vera Kusur og segir að nafnið sé ekkert skylt beljum. Finnur var einu sinni í hljómsveitinni Islenskum tónum og þekkir því báðar hliðarnar: rokkið og rafrnagnið. Hvað fékk þig til að hætta í rokk- ittu og fara að hanga yfir tölvum inni í herbergi? „Það var bara slys. Ég slysaðist inn í tölvurnar. Þetta er allt annað. Maður fæst við allt aðra útgangs- punkta í þessu en í rokkinu. Maður er að vinna miklu meira með hljóð. Það er kominn tími til að farið sé að viðurkenna það að við eigum tæki sem hægt er að semja hljóð á rétt eins og tónlist. Píanóið og fiðl- an eru ekki til nema af illri nauð- syn. Hefði Jesús Kristur fundið upp hljóðgerfilinn hefði ekki þurff að finna upp píanóið.“ Ef það væri ekki til rafmagn þá vœri þessi tónlist ekki til? „Nei, nema fúndið væri upp vatnsdrifið hljóðfæri sem gæti gert sömu hluti. Rafbylgjur eða ekki rafbylgjur — æi ég nenni ekki að fara út í einhver vísindi með þetta, það yrði alltof djúpt.“ En þetta snýst allt um nýjustu tækni og vísindi. „Ekkert endilega. Menn eru IfflM þessa dagana að lofa fimmtán ára gömul vísindi. Gamla hljóðgerfla og svona.“ Er eitthver tilfmning íþessari tón- list? „Tilfinningin er sú að maður verður að treysta því sem maður hlustar á og setja sig inn í það í ró- legheitum. Fólk á íslandi er ekki vant þvi að hlusta á músík sem krefst rólegheita eða afslöppunar. Tilfinningin leynist í þeirri stemmningu sem maður nær ffarn með hljóðunum.“ Þannig að Kusur er frekar af- slöppunardæmi ett eitthvert svita- dæmi? „Þessi músík — hvort sem hún heitir dansmúsik, ambient, electro eða hvað... ég get ómögulega skil- greint mig — gengur aðallega út á að spila með hausinn á fólki, sem er svo sem ekkert ólíkt rolckinu." Hvernigfer æfing hjá hljómsveit- inni Kusurfram? „Það er stungið í samband og kveikt á græjunum. Svo er vaðið út í óvissuna. Eitt leiðir af öðru og lögin byggjast upp, verða til.“ Eru melódíur enn til staðar? „Þær eru ekki skilyrði, en það er dásamlegt að heyra allt í einu flotta melódíu í fallegu hljóðumhverfi.“ Þessi stefna er frekar andlits- og stjörnulaus... „Já, það er það seni er skemmti- legast við þetta. Þetta byggist allt á neðanjarðarútgáfú. Flytjandinn skiptir engu máli heldur það sem maður heyrir. Það er best að hafa sem minnst „hæp“ í kringum þetta. Um leið og farið er að búa til einhverjar glósur í kringum þetta fer það að vera bjánalegt allt sam- an.“ Samantekt: Gunnar Hjálmarsson FINNUR BJORNSSON: „Hefði Jesús Kristur fundið upp hljóðgerfilinn hefði ekki þurft að finna upp píanóið." BIRGIR SIGURÐSSON: „Það þýðir ekki að vera eins og allir hinir, — það þarf að vera ein- hver frumleiki í hverju lagi.“ SIGURBJÖRN ÞORGRÍMSSON: „Ef tónlistin kýlir mann niður ber ég virðingu fyrir henni þótt ég fíli hana ekki endi- lega.“ FIMMTUDAGURINN 14. JÚLÍ1994 PRESSAN 15

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.