Pressan - 14.07.1994, Síða 11

Pressan - 14.07.1994, Síða 11
Eitt sinn skal hver deyja — en einatt klofna Sjálfseyðingarhvöt Alþýðu- flokksins er verðugt rann- sóknarefni fyrir sálfræðinga. Flokkurinn klofnaði 1930, 1938, 1954 og 1982, og hefur þannig séð á bak flestum glæsilegustu boðber- um jafnaðarstefhunnar sem ffam hafa komið á öldinni: Héðni Valdi- marssyni, Hannibal og Vilmundi. Og Alþýðuflokkurinn er kannski íslenskastur allra flokka í þeim skilningi að forlagatrú virðist runn- in honum í merg og bein: Eitt sinn skal hver deyja en einatt klofha, mælir Alþýðuflokkurinn og leggst einu sinni enn undir öxina. Jóhanna Sigurðardóttir leggur nú land undir fót til þess að skrafla við þá kynlegu skepnu sem kölluð er „fólkið í landinu“. Flest bendir til þess að ein af afleiðingum ferða- lagsins verði sú að kontóristar Al- þýðuflokksins þurfi að taka niður myndirnar af Jóhönnu sem prýtt hafa veggi Alþýðuhússins undan- farin ár. Jóhanna hefur tæpast verið komin upp Ártúnsbrekku þegar henni bárust kveðjur Sighvats Björgvinssonar, samansúrraður fúkyrðaflaumur um að henni hefði nú verið nær að byrja fýrr að iflusta á „fólkið í landinu“. Look who’s talking! Ef Sighvatur hefði sýnt þá háttvísi að hlusta á fólk væri hann löngu orðinn sendi- herra í Ytri-Mongólíu. Og leiðarahöfundar Alþýðu- blaðsins virðast hafa fengið sólsting í veðurblíðu síðustu vikna: Þar á bæ eru menn búnir að koma sér upp þráhyggju í rnynd Jóhönnu Sigurðardóttur. í hverjum leiðar- anum á fætur öðrum er klifað á því að í Alþýðuflokknum (hinum besta allra flokka) sé öldungis eng- um ágreiningi fyrir að fara, það sé barasta tilbúningur og „lýðskrum“ í Jóhönnu Sigurðardóttur. Jóhanna Sigurðardóttir svaraði þessari leiðaraseríu á föstudaginn og sýndi af sér sjaldgæfa gaman- semi þegar hún dró leiðarahöfunda Alþýðublaðsins sundur og saman í háði. En viðbrögð Sighvats og Alþýðu- blaðsins eru einmitt til marks um áðurnefnda sjálfseyðingarhvöt Al- þýðuflokksins. Á hinn bóginn heyrist ekki mikið í nýkjörinni for- ystu flokksins um yfirvofandi klofning. Guðmundur Árni Stef- ánsson varaformaður er trúlega enn að prísa sig sælan yfir að hafa sloppið úr heilbrigðisráðuneytinu. En hvað gerir Jóhanna? Hún virðist eiga um þrjár leiðir að velja. I fyrsta lagi getur hún stofnað pól- itísk samtök utanum sjálfa sig. í öðru lagi getur hún gengið til liðs við annan stjórnmálaflokk. Og í þriðja lagi getur hún farið gegn Jóni Baldvini í prófkjöri í Reykja- vík. • Lítum örlítið nánar á þessa kosti. í Alþýðublaðsgreininni sagði Jó- hanna að „úti í sólinni... biði fjöldahreyfing fólksins síns tíma. Eftir jafnaðarmannaflokknum sem mun koma“. Þessi orð hljóma eins og undanfari mikilla tíðinda. Það er athyglisvert að flestar tilraunir ís- lenskrar stjórnmálasögu til þess að stofna „í]öldahreyfingu“ hefjast einmitt á þvf að kljúfa litla Alþýðu- flokkinn. Fái Jóhanna hæft fólk með sér getur hún vitaskuld náð inná Alþingi með dálitla fjölda- hreyfingu. En í ljósi þess að Vil- mundur Gylfason (sem Jóhanna studdi reyndar aldrei innan Al- þýðuflokksins) náði ekki nema fjórum mönnum á þing 1983 er þess tæpast að vænta að hin nýja fjöldahreyfmg yrði annað eða meira en eitt smáblómið enn í fjöl- skrúðugri flóru íslenskra vinstri- flokka. En Jóhanna getur líka gengið í annan stjórnmálaflokk. Hún hefur reyndar verið orðuð við Kvenna- listann í meira en heilt ár, þótt sú umræða hafi farið furðu hljótt. Kvennalistinn er vængbrotinn á Alþingi eftir að Ingibjörg Sólrún settist í stól borgarstjóra og ætla mætti að kvennalistakonur tækju Jóhönnu tveim höndum. Á hinn bóginn yrði náttúrlega dálítið erfitt að sannfæra „fólkið úti í sólinni“ um að Kvennalistinn sé hinn lang- þráði íslenski jafnaðarmannaflokk- ur. Og þá er það þriðja leiðin: Ein glíma enn við Jón Baldvin. Ein- hverjum kann að finnast að þessi mál hafi verið gerð upp í Keflavík um daginn. En Albert Guðmunds- son tapaði fyrir Geir Hallgrímssyni í formannsslag í Sjálfstæðisflokkn- um, en sneri aftur og gersigraði hann í prófkjöri. Rætur Jóhönnu standa djúpt í Alþýðuflokknum, einsog glöggir pólitískir eldhúskrókaffæðimenn benda iðulega á, og vandséð að hún þrífist í öðrum jarðvegi. Og hvað sagði ekki Jón Baldvin í sögulegu viðtali í Þjóðviljanum 1987: „Hjörðin mun að lokum snúast gegn mér.“ Forlagatrúin á sínum stað, einsog vera ber. Falla nú öll vötn til Dýrafjarðar. Höfundur er blaöamaður og rithöfundur. „Hvað sagði ekki Jón Baldvin ísögulegu viðtali íÞjóðviljanum 1987: „Hjörðin mun að lokum snúast gegn mér. “ Forlagatrúin d sínum stað, einsog vera ber. Falla nú öll vötn til Dýrajjarðar. “ Tíminn í stað Þjóðviljans Þú sem ert félagshyggj umaöur. Afhverju að kyssa á vöndinn? Hefur Mogginn haldið uppi vör n i fyrir skoðanir þínar? I - félagshyggjublaðið. Sími 631-600 „Þetta eru vond blöð og lesendur erufyr- ir löngu búnir að hajha þeim. “ Oj, bara áróður í bíó,“ sagði stelpa fýrir aftan mig á níu-sýningu. Hún hafði nefhilega komið til að sjá ein- hverja poppmynd, en ekki auglýs- ingaseríuna ffá dagblaðinu Títnan- um sem helltist yfír okkur á undan. Hún var um að við ættum ekki að kyssa á vönd Morgutiblaðsins, sem ætti ekki lesendur eins og hefði sýnt sig í borgarstjórnarkosningun- um, að Mogginn hefði ekki haldið uppi vömum fýrir skoðanir okkar og að við ættum í staðinn að gerast áskrifendur að félagshyggjublaðinu Tímanum. Það er nebblega það. Ég lái aum- ingja stúlkunni ekki þótt það hafi komið á hana. Þessi nýja auglýsingaherferð Tímans missir gersamlega marks. Fyrir utan að það er aldrei traust- vekjandi að hafa það eitt sér til betrunar að keppinauturinn sé vondur er þessi gagnrýni á Morg- unblaðið röng. Auk þess hef ég aldrei skilið þörfina á sérstöku „fé- lagshyggjublaði“ á íslandi. Morgunblaðið stóð sig nefnilega hreint ágætlega í fféttaflutningi fyr- ir kosningarnar í vor — í það minnsta miðað við það sem maður er vanur og hafði búizt við. Svo til á hverri einustu fféttasíðu mátti sjá ritstjórana og fféttastjórana dansa afar meðvitaðan línudans í því sem þeir vildu að væri jafnvægi í frétt- um úr kosningabaráttunni. Það tókst bara bærilega, jafnvel svo að það var hægt að hlakka til þess að opna Moggann sinn á morgnana af því að það voru stundum í honum alvörufréttir. Víst er Mogginn „hægra blað“ í gömlu skilgreining- unni, en það sást ekki í fréttum hans þegar mest reið á fýrir Sjálf- stæðisflokkinn. Það er hins vegar rétt, sem R- listafólk kvartaði undan í vor, að Mogginn tók harða afstöðu í leið- umm og Reykjavíkurbréfum með Sjálfstæðisflokknum, enda hefði annað verið stórundarlegt og fféttaefhi. Það er hins vegar mis- skilningur þeirra, sem fengu pólit- ískt uppeldi með flokksblaðinu sínu, að leiðarar Morgunblaðsins og Reykjavíkurbréf skipti stórpólitísk- um sköpum eða ráði jafnvel úrslit- um kosninga. Sú tíð er löngu liðin — ef hún var þá einhvern tíma. Ég hef ekki orðið var við að neinn lesi þessa pistla nema tiltölulega af- markaður hópur fólks, en það talar hins vegar stundum um þá sín á milli. „Venjulegu fólki“ stendur bara nákvæmlega á sama um hvað kemur upp úr strompunum hjá kardínálunum í Kringlunni 1. Ég gruna þá sem vilja „félags- hyggjublað“ á íslandi hins vegar sterklega um að vilja voðalega vont blað. Við höfum fýrir augunum Alþýðublaðið, Vikublaðið og Tím- ann. Um litla safnaðarbréfið þarf ekki að fjölyrða, en hafiði séð Viku- blaðið nýlega? Forsíðufféttirnar í síðustu viku: „ASÍ krefst réttlætis“, „VSÍ vill markaðsffelsi en hafnar ábyrgð“, „Engin kreppa, bara methalli á rík- issjóði, óbreytt atvinnuleysi og lítill hagvöxtur“ (ffétt eftir Ólaf Ragnar Grímsson), „Áskorun til stjóm- valda gegn hóprefsingum“ (mann- vonsku þessarar ríkisstjórnar eru engin takmörk sett) og loks ffétt um að „Rauðir þræðir" séu komnir út undir ritstjórn Birnu Þórðar- dóttur og fleiri. Ttminn er oft engu skárri, en reynir þó að setja upp svip alvöru- fréttablaðs með víðari skírskotun en til þeirra sem sakna Þjóðviljans. En getur einhver ímyndað sér sönginn sem heyrðist ef Morgun- blaðið birti viðlíka „fféttir“, jafrivel grafnar á innsíðum? Það gerir Mogginn auðvitað ekki og það er ein ástæðan fýrir að fólk nennir að lesa hann, en ekki Alþýðublaðið, Vikublaðið eða Tímann. Það er ekki þörf fýrir „félags- hyggjublöð" af þessu tagi á íslandi. Þetta eru vond blöð og lesendur eru fýrir löngu búnir að hafha þeim. Það er hins vegar þörf fýrir alvörudagblað sem veitir Morgun- blaðinu samkeppni með alvöru- fféttum, en án helgislepjunnar sem lekur of oft af síðum Morgunblaðs- ins. En það verður ekki til fýrr en forystumenn „félagshyggjunnar“ eru hættir að hugsa um „félags- hyggjublað“. Á meðan hafa þeir úr þremur að velja. Og öllum vond- um. Karl Th. Birgisson HINUMEGIN (The Fan Side) Eftir Gary Larson >'««• íik;&9«- by iMrwsstí ffrets Synðtcace sjá Kvací SVAhT FÓLR y.xy.-yy. mm f' JS'-v m m -Msf, m 7-22- m FIMMTUDAGURINN 14. JULI 1994 PRESSAN 11

x

Pressan

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.