Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 4

Pressan - 14.07.1994, Blaðsíða 4
Hvernig fer heimsmeistarakeppnin? BRASSARNIR LANGLÍKLEGASTIR ® PRESSAN leitaði álits um áhugamanna — og áhugalausra — um úrslit heimsmeistaramótsins sem verða á sunnudag. Nær helmingur spáir Brasilíu sigri. Rétt er að taka fram að könnunin var gerð skömmu áður en undanúrslitin hófust á miðvikudagskvöld. Áslaug Dóra Eyjólfsdóttin „Italir verða heimsmeistarar, vinna Búlgari 2-1 í undanúrslitum og lenda á móti Svíum í úrslitaleikn- um en Svíamir vinna Brasilíu 1-0.“ Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttin „Brasilía vinnur keppnina, þeir leika við ítali í úrslitum og ég þori ekki að spá meira en eins marks mun.“ Ami Páll Ámason: „Brasilía spilar gegn Búlgaríu og vinnur3-l.“ Guðmundur Malmquist: „Brasilia.“ Auður Eir Vilhjálmsdóttin „Ég spái Svíþjóð.“ Gunnar Þorsteinsson: „Ég er nú einn af fáum íslending- um sem fylgjast ekkert með. Eigum við ekki að segja Brasilía.“ kvaldfrettunum. beinar útsending- ar frá HM? „pao er mikil reiði og sársauki á spítulunum með að missa af fréttunum. Það er ógurlegt að fréttirnar skuli teknar af okkur og það er mikil reiði meðal fólks, ekki síður yngra fólks- ins. Ég hef gaman af að horfa á fótbolta svolitla stund og mað- urinn minn, sem er 85 ára, er sólginn í þetta. En við viljum hafa fréttirnar á venjulegum tíma. Þetta verður að vera í föstu formi. Þótt þetta sé holl og skemmtileg íþrótt má ekki taka fréttirnar frá okkur og þetta lýsir stjornleysi á háu stigi hjá Heimi Steinssyni. Og maður þolir nú ekki lengi frétt- irnar á Stöð 2. Við viljum frek- ar missa af kvöldmatnum en Ragnhildur Vigfúsdóttir: „Ég giska á Brasilíu.“ SIGURÐUR PÁLSSON: „Italía vinnur Búlgaríu á endanum, eftir vítaspyrnukeppni. Brasilíu- menn vinna Svía og svo ítalina í úrslitum og verða heimsmeistarar. Ég þori ekki að spá um nákvæmar tölur.“ Margrét Erimannsdóttrn „Ég kemst ekki hjá því að fylgjast með þessari keppni því allir aðrir á heimilinu eru á kafi í HM. Ég veit meira að segja að fallegasta mark vikunnar var númer 62. Ég veðja á Brasilíu.“ SAN FIMMTUDAGURINN 14. 1994 Friðrik Ólafsson: „Mér líst skást á Brasilíumennina.“ HELGI HJÖRVAR: „Ítalía-Búlgaría 2-1, Brasilía-Sví- þjóð 2-0. Svíþjóð vinnur Búlgari, segjum 2-1, og Brasilía vinnur Ital- íu í úrslitum 3-2.“ Höskuldur Jónsson: „Ég fylgist ekkert með og veit varla hverjir taka þátt, en ég sá leik Svía og Rúmveija fyrir tilviljun og spái því að Svíar vinni.“ Guðlaugur Þorvaldsson: „Ég spái og vona að Búlgaría vinni Ítalíu og að Svíþjóð vinni Brasilíu, en ég held nú samt að Brasilía verði sterkari og spili við Búlgaríu í úr- slitum. Brasilía vinnur þann leik 3-1.“ SVAVAR GESTSSON: „Ég veðja á að Búlgaría vinni Ítalíu með einu marki og Svíar vinni Brasilíu, en það verður knappt. ítalir vinna þá Brasilíu í leiknum um þriðja sætið og Búlgarir vinna Svíþjóð. Þú heyrir að ég ligg yfir þessu en ég er ekki alveg viss um að ég horfi á þetta.“ KRISTÍN HALLDÓRSDÓTTIR: „Búlgaría vinnur Ítalíu 2—1. Gegn betri vitund segi ég að Svíþjóð vinni Brasilíu mjög óvænt 3-2. Búlgaría er komin svo skemmtilega langt að ég held að þeir vinni í úr- slitaleiknum 4—2. Þessi þarna Hristo verður stjama leiksins." Magnús L. Sveinsson: „Italimir syngja svo asskoti vel. Ég veðja á þá.“ Ólafúr Davíðsson: „Ég spái því að Ítalía og Brasilía keppi til úrslita og Ítalía vinni.“ Jóhannes Nordal: „Ég hef ekki myndað mér neina skoðun á því.“ Tómas R. Einarsson: „Ég vona að það verði Brasilíu- menn, engin spuming.“ Valgerður H. Bjamadóttin „Þótt mér þyki gaman að spá hef ég bara ekkert spáð í þetta. Ég vona bara að þeir sem tapa fari ekki að drepa einhvem og misþyrma kon- unum sínum. Ég treysti eiginlega Svíum best til þess að tapa.“

x

Pressan

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Pressan
https://timarit.is/publication/298

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.