Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 1

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 1
MEST LESNA DAGBLAÐ Á ÍSLANDI FIMMTUDAGUR DJASS Á BORGINNI Djasskvintettinn Steinarnir kemur fram á tónleikum djass- klúbbsins Múlans í gyllta sal Hótels Borgar klukkan 21 í kvöld. VEÐRIÐ Í DAG 17. mars 2005 – 74. tölublað – 5. árgangur Bað fyrir nýráðnum fréttastjóra Hljómsveitin Trabant: SÉRSAMNINGAR VIÐ KENNARA Reykjavíkurborg ætlar að gera sérsamning við kennara í Norðlingaholti. Garðabær hefur þegar lagt drög að sérsamningi fyrir samstarfsnefnd KÍ og launanefndarinnar. Fimm grunnskólar í Reykjavík hafa sýnt sér- samningum áhuga. Sjá síðu 2 SPILLINGARHNEYKSLI Spilling er svo mikil í Írak að uppbyggingarstarfið er talið geta orðið eitt mesta spillingarhneyksli sög- unnar. Mútugreiðslur og spilling eru vanda- mál alls staðar í heiminum. Sjá síðu 4 UMDEILT FORM Ágreiningi sjálfstæðis- manna og framsóknarmanna um rekstrar- form RÚV lauk með því að stofnunin verður gerð að sameignarfélagi. Lögfræðing- ar segja það ekki standast lög um eignarrétt og félagarétt. Menntamálaráðherra segir sér- lög ofar almennum lögum. Sjá síðu 6 Kvikmyndir 30 Tónlist 26 Leikhús 26 Myndlist 26 Íþróttir 22 Sjónvarp 32 ● heimili ● tíska ● ferðir ● í beinni á talstöðinni Gengur í skóm af ömmu sinni Elma Dögg Gonzales: ▲ Í MIÐJU BLAÐSINS HÆGT HLÝNANDI Á LANDINU Talsvert hvasst víða um land í kvöld. Snjó- koma eða slydda syðra en stöku él norðan til. Sjá síðu 4 Veffang: visir.is – Sími: 550 5000 154.000 111.000 *Landið allt skv. fjölmiðlakönnun Gallups, feb. 2005. Fjöldi lesenda á fimmtudögum* Tekur aðeins á skammtímavanda Samkomulag það sem náðst hefur í tekjustofnanefnd ríkis og sveitar- félaga er óásættanlegt að mati Lúðvíks Geirssonar bæjarstjóra í Hafnar- firði sem skilar séráliti. Félagsmálaráðherra kynnir samkomulagið í dag. SVEITASTJÓRNARMÁL „Þó að einhverjir sveitarstjórnarmenn séu tilbúnir að skrifa upp á þennan samning þá er mikil almenn óánægja með þessa niðurstöðu,“ segir Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafnar- firði. Lúðvík er einn fulltrúa sveit- arfélaga í tekjustofnanefnd ríkis og sveitarfélaga en félagsmálaráð- herra kynnir niðurstöður hennar á Alþingi í dag. Lúðvík segist óhress með þær bráðabirgðalausnir sem felist í tillögunum og skilar séráliti. „Að mínu viti ganga þessar hugmynd- ir alls ekki nógu langt. Stefna sveitarfélaganna var sú þegar gengið var til borðs að ná fram réttlæti og eðlilegri tekjuskipt- ingu milli ríkis og sveitarfélaga. Bæta þannig slæman hag sveitar- félaganna þannig að máli skipti til framtíðar en ekki til bráðabirgða. Hér horfa menn aðeins til næstu tveggja til þriggja ára.“ Lúðvík segir fleiri vera von- svikna með störf nefndarinnar enda hafi verið meira kapp en for- sjá í mörgum þeim sveitarstjórn- armönnum sem skrifuðu undir samninginn. „Þegar menn horfa til uppstokkunar á sveitarstjórnar- stiginu, fækkun sveitarfélaga, til- færingu enn fleiri og stærri verk- efna til sveitarfélaganna þá verður að byggja grunninn í upp- hafi með þeim hætti að auðvelt sé að stíga næstu skref. Þessi litli áfangi sem nú er samkomulag um breikkar ekki að mínu viti almenn- an tekjustofn sveitarfélaganna.“ Samkomulagið felur meðal annars í sér að sveitarfélögin fá ekki að hækka útsvar umfram 13,03 prósent. Fram kemur á vef Halldórs Halldórssonar, bæjarstjóra á Ísa- firði, að þó útkoman standist ekki væntingar þær er sveitarfélögin hafi gert í upphafi hafi engu að síður tekjuaukning náðst og sér- staklega eigi það við um þau sveitarfélög sem glími við erfiðan rekstur. Ekki náðist í Árna Magnússon félagsmálaráðherra í gærkvöldi. -aöe/gag VIÐSKIPTI Ólafur Ólafsson, stjórnar- formaður Samskipa, hefur tryggt sér 56 prósenta hlut í Keri í gegnum eignarhaldsfélag sitt Kjalar. Seljandi er Vogun sem er í eigu Kristjáns Loftssonar og Árna Vilhjálmssonar. Ker er eignar- haldsfélag sem ræður för í Sam- skipum, olíufélaginu Essó og hefur ítök í KB banka. Eignarhaldsfélagið Grettir sem er í eigu Sjóvíkur, Lands- bankans og Tryggingamiðstöðvar- innar eignaðist ríflega þriðjungs hlut í Keri fyrir rúmri viku í tengslum við sameiningu Sölu- miðstöðvar hraðfrystihúsanna og Sjóvíkur við litla gleði ráðandi eigenda Kers. Með þessum leik er Grettir læstur inni sem minnihluta- eigandi í Keri. Ekki er mikill áhugi á samstarfi milli Lands- bankamanna og Ólafs. Samnings- staða Ólafs er eftir viðskiptin mun sterkari en hún var meðan hugs- anlegt var að reka fleyg í sam- starf hans við Vogunarmenn. Ekki er líklegt að Grettismenn hafi áhuga til langframa að vera áhrifslaus minnihlutaeigandi í Keri. Þeir geta kosið menn í stjórn Kers og hindrað breytingar á sam- þykktum félagsins, en ekki haft að öðru leyti áhrif á stefnu eða fjár- festingarákvarðanir félagsins.- hh MÓTMÆLTU HANDTÖKU FERÐAMANNS Nokkur ungmenni tóku sér stöðu fyrir framan Alþingi í gær til að mótmæla því að ungur ítalskur námsmaður var handtekinn fyrir nokkru vegna þess að öryggisvörðum Alþingis þótti hann grunsamlegur þar sem hann myndaði þinghúsið. Af látbragði fólksins í gær mátti lesa að því þætti handtakan til marks um að Ísland væri bananalýðveldi. Sigurbjörn Þorkelsson: DAGURINN Í DAG Stýrivextir Seðlabankans: Betra að hækka nú EFNAHAGSMÁL Seðlabankinn telur heppilegra að beita aðhaldssamri peningamálastefnu nú fremur en seinna til að sporna gegn ofþenslu í hagkerfinu. Arnór Sighvatsson, aðalhag- fræðingur Seðlabankans, segir hættu á því að ef stýrivextir hækki ekki nóg nú þegar efna- hagslífið ræður betur við afleið- ingarnar muni vextir að líkindum þurfa að verða enn hærri ef sporna eigi gegn verðbólgu við lok framkvæmda á Austurlandi. Þetta kom fram á morgunverð- arfundi Verslunarráðs, þar sem hagspekingar brutu heilann um hitastigið í íslensku efnahagslífi. - hh / Sjá síðu 24 FUNDUR VERSLUNARRÁÐS Fjölmenni var á fundi Verslunarráðs þar sem staðan í efnahagslífinu var rædd. Ný meðferð á Teigi: Geta valið um úrræði HEILBRIGÐISMÁL Áfengissjúklingar sem leita aðstoðar á Teigi, með- ferðardeild Landspítala-háskóla- sjúkrahúss, geta nú valið úr með- ferðarúrræðum sem þar standa til boða, að sögn Bjarna Össurar- sonar yfirlæknis. Húsnæði Teigs hefur verið flutt í geðdeildarbyggingu LSH við Hringbraut. Samfara flutn- ingnum hefur verið tekin upp ný og sveigjanlegri meðferð. Hún byggist meira á sálfræðilegum grunni heldur en áður var. Þá er 12 spora kerfið ekki lengur notað, heldur er fólk hvatt til að ganga í AA – samtökin. - jss / Sjá síðu 18 Krókur á móti bragði í hluthafahópi Kers: Ólafur nær meirihluta í Keri ▲ SÍÐA 47 FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.