Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 59

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 59
■ KVIKMYNDIR Ég hef lengi átt í ástar-haturssam- bandi við Daft Punk. Oft fundist þeir of vélrænir og sálarlausir til þess að heilla. En svo þegar þetta sekkur inn, þá eru það einmitt þeir þættir sem eru mest heillandi við þá. Eins og tilfellið virðist vera með flesta raftónlist er hún hætt að hljóma ný í eyrum okkar. Eftir síðustu fjóra áratugi af hljóð- gervlum og haf sveifluhljóða eru eyru okkar byrjuð að kannast við flest skúmaskot sem gervlarnir geta leitt okkur í. Þar sem fá tæknileg atriði geta fengið okkur til að hoppa hæð okkar er eins gott að rafsveitirnar skili af sér lögum sem eitthvað er varið í. Daft Punk gerir það. Það sem meira er, Daft Punk er búin að þróa sinn eigin auðþekkj- anlega stíl. Fáar aðrar sveitir myndu þora að nota ELO-legar raddir, einfalda takta og effekta sem aðalverkfæri sín í dag. Ég ber virðingu fyrir þessu. Ég ber líka virðingu fyrir kald- hæðni plötutitilsins. Það virðist einnig vera þema í gegnum plöt- una að gera grín að því hversu mikil vélmennatónlist þetta er. Á upphafslagi plötunnar syngur ein- manaleg vélræn rödd orðið Emotion, aftur og aftur. Ekki ann- að hægt en að finna til með því. En á endanum er það náttúr- lega bara staðreynd að jafnvel þótt þessi tónlist væri gerð alfarið af tölvum eða vélmennum væri hún bara skrambi góð. Birgir Örn Steinarsson Vélmenni með tilfinningar DAFT PUNK: HUMAN AFTER ALL NIÐURSTAÐA: Daft Punk náði loksins að sann- færa mig að hér séu tilfinningaríkir og skapandi menn á ferð. Bráðskemmtileg plata sem renn- ur þægilega í gegn frá upphafi til enda. [ TÓNLIST ] UMFJÖLLUN Með ADSL-væðingu ofangreindra bæjarfélaga hefur Síminn gefið íbúum þeirra kost á að horfa á SkjáEinn og fjölda erlendra sjónvarpsstöðva í stafrænum gæðum. Síminn sendir þeim hamingjuóskir! Við hjálpum þér að láta það gerast Bolungarvík – Patreksfjörður – Hvammstangi – Stykkishólmur – Ólafsvík – Grundarfjörður – Ólafsfjörður – Vopnafjörður – Fáskrúðsfjörður – Djúpivogur – Hellissandur – Rif – Kirkjubæjarklaustur – Suðureyri – Flateyri enska boltann og stjörnur SkjásEins Síminn færði þeim E N N E M M / S ÍA / N M 15 6 3 0 – hefur þú séð DV í dag? Snæfríður Ingadóttir ritstjóri kærði Ástþór til lögreglu – málið fyrir héraðsdóm í gær Ástþór mölbraut myndavél ritstjóra Iceland Express Leikstjórinn George Lucas segir að sjötta og síðasta Star Wars- myndin, Revenge of the Sith, verði sú myrkasta og ofbeldis- fyllsta af þeim öllum. Talið er líklegt að myndin verði sú fyrsta í seríunni til að verða bönnuð börnum. „Ég myndi ekki taka 5 eða 6 ára barn með mér á hana,“ sagði Lucas í þættinum 60 mínútur. „Hún verður örugglega bönnuð innan 13 ára.“ Að sögn Lucas verður lítið um skondnar persón- ur í þessari mynd á borð við Ewok-stríðshnoðrana í Return of the Jedi eða Jar Jar Binks í Phantom Menace. Revenge of the Sith segir frá umbreytingu Anakin Skywalker í Svarthöfða. „Við munum sjá hann gera samning við djöful- inn,“ sagði Lucas og bætti því við að myndin væri einnig sorglegri en þær fyrri. Stjörnustríðið er væntanlegt í kvikmyndahús í maí. ■ Sú myrkasta og ofbeldisfyllsta DARTH VADER Anakin Skywalker um- breytist í Svarthöfða í nýjustu Star Wars- myndinni. Rokkveisla á Gauknum Hljómsveitirnar Future Future, Days of Our Lives, Ask the Slave og Reykjavík! leiða saman hesta sína á Gauki á Stöng í kvöld. Future Future er framsækin p o s t - h a r d c o r e rokkhljómsveit sem hefur vakið töluverða athygli að undanförnu. Fyrsta plata sveitarinnar er væntanleg í sum- ar. Hljómsveitin skartar nýjum bassaleikara sem er að leika á sínum þriðju tónleikum með sín- um nýju félögum. Days of our Lives hefur verið með nokkur lög í spilun í útvarpi að undanförnu og ætlar að gefa út EP-plötu á næstunni. Tónleikarnir í kvöld hefjast klukkan 22.00 og er 18 ára aldurs- takmark. ■ FUTURE FUTURE Rokksveitin Future Future verður á Gauknum í kvöld.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.