Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 31

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 31
FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 Laugavegi 82 544 4036 Full búð af nýjum vörum Laugavegi 100, S. 561 9444 Ofin belti Hagkaupum Smáralind • Hagkaupum Kringlunni • Hagkaupum Skeifunni Litir: silfur, gull, svart og hvítt Verð 1.989.- Tískuhúsið Lanvin er eitt það elsta í París ef ekki það elsta, með langa sögu að baki. Það var árið 1889 sem Jeanne Lanvin hóf rekstur sinn á rue Faubourg St. Honoré og var frumkvöðull á sínu sviði. Sagan var reyndar orðin svo löng að Lanvin var al- veg að lognast út af, gamaldags og klassísk. En í október 2002 kom upp á dekk nýr hönnuður, Alber Elbaz. Þessi Ísraeli fædd- ur 1961 hafði verið um tíma hjá Guy Laroche og fengið góðar viðtökur. 1998 tók hann við kvenlínunni hjá Yves Saint Laurent en var rekinn þaðan þegar Gucci keypti YSL í árslok 1999 og Tom Ford tók þar við. Elbaz tók við hönnun kvenlínu Lanvins og hefur á örfáum árum komið tískuhúsinu svo rækilega aftur á kortið að tískublaða- menn halda vart vatni og segja tískusýningar Lanvin með þeim bestu. Reyndar fékk síðasta sýn- ing ekki alveg eins góða dóma og þær fyrri. Elbaz byrjaði snemma að blanda saman glæsi- leika og hráu útliti hjá Lanvin – án þess að falda eða fóðra – silki, snáksskinn og loðfeldir, með endunum út úr og rennilásum sem gáfu nútímalegt útlit á klassíska hönnun. Fortíð og nú- tíð í bland. Hönnun hans er kvenleg heldur uppfull af litlum smáatriðum sem setja punktinn yfir i-ið. Hjá Lanvin hafa verið notað- ar aldagamlar aðferðir til dæmis við plíseringar sem tekur fleiri daga að sauma þar sem hver fell- ing er handsaumuð og efnið í hverja flík getur farið upp í þrjá- tíu metra. Fyrir vikið er ekki um að ræða fatnað sem kallast tilbú- inn til fjöldaframleiðslu (Prét-á- porter), heldur sem nálgast há- tísku (Haute couture), þar sem hver flík er saumuð fyrir sig. Elbaz hefur í raun fundið upp nýtt form sem er þarna á milli. Hann notar einnig arfleifð for- tíðar og lítur óspart í teikninga- safn Jeanne Lanvin. Á tískusýningunni fyrir veturinn 2005-6 var sýndur stutt- ur kjóll úr tjulli með víðu pilsi og á efrihlutanum var útsaumað fiðrildi með pallíettum tekið beint úr teikningum Jeanne Lan- vin frá 1920. Perlurfestar sem eru notaðar margar saman hafa verið meðal fylgihluta Lanvins um árabil eru vafðar í tjull eða silki. Þær koma sömuleiðis beint úr arfleið tískuhússins. Nú sjást þess merki að hönn- uðurinn er aðeins að færa sig í þá átt að ganga endanlega frá fötunum, ekki skilja þau eftir eins og hætt hafi verið í miðju verki. Alber Elbaz hefur hins vegar ástæðu til að sýna eitt- hvað alveg nýtt á næstu sýn- ingu, annars gæti hann farið að staðna (www.lanvin.fr). ■ Úr háborg tískunnar BERGÞÓR BJARNASON SKRIFAR FRÁ PARÍS Gamalt vín á nýjum belgjum eða nýtt á gömlum DÝRAVERNDUNARSINNAR ERU Á MÓTI LOÐFELDUM JENNIFER LOPEZ. Dýraverndunarsamtökin PETA hafa endanlega opinberað hatur sitt á söngkonunni Jennifer Lopez með því að opna vefsíðuna jlodown.com gegn henni. PETA hefur nú þegar sett Lopez á lista yfir verst klæddu stjörnurnar því söngkonan hefur sést klæðast loð- feldi við alls konar uppákomur og við kynningu á nýjustu fatalínu hennar, Sweetface. PETA hefur oft og mörgum sinnum sent Lopez myndbönd og bréf. „Í gegnum árin hefur Lopez klæðst skinni af næstum því hvaða dýri sem er. Mörg af þessum dýrum eru drep- in bara fyrir feldinn. Flestir eru sam- mála um að fólk sem klæðist loð- feldi er slæmt. Ekki styðja Jennifer Lopez og hennar blóðuga bransa,“ segir talsmaður PETA. Fær Bono Nóbelsverðlaun? ROKKARINN GERIR SITT TIL AÐ HJÁLPA FÁTÆKUM ÞJÓÐUM. Söngvari hljómsveitarinnar U2, Bono, og kona hans Ali Hewson hafa sett á stokk nýja tískulínu, EDUN, til að styðja við efnahaginn í þriðja heiminum. Með þessu hefur írski rokkarinn aukið líkur sínar á að vinna Friðarverðlaun Nóbels í ár með því að velja þriðja heiminn til að framleiða fötin og þar af leiðandi bæta efnahaginn í fátækum löndum. Bono fékk innblástur fyrir fatalínuna eftir fjölmargar heimsóknir til Afríku þar sem innfæddir útskýrðu fyrir honum að þeir þurftu á iðnaði að halda en ekki ölmusu. „Þetta fólk hefur stolt og vill vinna. Fólk í þróunarlöndum myndi hagnast meira, bæði fjárhagslega og tilfinningalega, ef það yrði partur af heimsefnahagnum í staðinn fyrir að fá stórar ölmusuávísanir,“ segir Bono. PETA pirruð út í J-Lo Bono skoðar nýju fatalínuna. VERSLUNIN FAT FACE VERÐUR OPNUÐ Í DAG Á FYRSTU HÆÐ KRINGLUNNAR ÞAR SEM VERSLUNIN JÓN INDÍAFARI VAR ÁÐUR. Í versluninni Fat Face eru seldar lífsstíls- vörur af ýmsu tagi og vörur fyrir þá sem hafa gaman af að vera úti í náttúrunni. Það verður mikið um dýrðir á opnunar- daginn. James Herrity mætir á svæðið en hann er svokallaður Team Rider hjá Fat Face, sem sýnir listir sínar við ýmis tækifæri. Hann er 29 ára keppandi í þrí- þraut, sem þýðir að hann syndir, hleypur og hjólar og er hann sá sjötti besti í sín- um aldurshópi í Bretlandi. Hann mun keppa við alla þá sem hafa áhuga á að reyna að fá betri tíma á sérstöku hjóli sem verður hjá versluninni. Verðlaun verða veitt fyrir tíu bestu tímana. James verður einnig á svæðinu föstudaginn 18. mars á milli klukkan 15 og 18. Starfsmenn Fat Face munu einnig dreifa eyðublöðum sem áhugasamir geta fyllt út og skilað inn til verslunar- innar. 2. apríl klukkan 16 verða dregnir út fimm vinningar en fyrstu verðlaun eru fimmtíu þúsund króna úttekt í versluninni. Svo má ekki gleyma öllum fötunum og fylgihlutunum sem gestir og gangandi geta kynnt sér. Hér sést einn af starfsmönnum verslun- arinnar leika listir sínar. Húllumhæ og hjólakeppni
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.