Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 8
1Hversu margir eru taldir hafa látistúr hungri og sjúkdómum í Darfur síð- asta hálfa annað árið? 2Hversu margar bækur seldust á bóka-markaði Félags íslenskra bókaútgef- enda í Perlunni? 3Hvað heitir forseti Kosovo sem lifði afbanatilræði? SVÖRIN ERU Á BLS. 46 VEISTU SVARIÐ? 8 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Skíðafæri næstu daga: Ágætt veður en blautt færi SKÍÐI Spáð er hlýnandi veðri um allt land eitthvað fram í næstu viku. Um helgina verður milt veður og hægur vindur. Því eru líkur á ágætis veðri en blautu færi fyrir skíðamenn samkvæmt upp- lýsingum frá Veðurstofu. Erfitt er að spá fyrir um veður um páska- helgina sjálfa og verða spenntir skíðaiðkendur því að bíða fram í næstu viku til að sjá hvert skuli halda í fríinu. Páskarnir eru stærsta vertíð skíðasvæðanna á landinu og eru því ýmsar uppákomur skipulagð- ar. Skíðavika Ísfirðinga verður haldin í sjötugasta skipti í ár og er búist við allt að 2.000 gestum til Ísafjarðar. Dagskrá skíðasvæða höfuð- borgarsvæðisins er ekki ljós en eitthvað verður um uppákomur. Skíðasvæðin eru opin núna og nægur snjór að sögn kunnugra. Spá næstu daga er þó ekki mjög hagstæð skíðamönnum sunnan- lands. Unglingalandsmót verður á skíðasvæði Siglfirðinga um helg- ina og fjölskylduhátíð um pásk- ana. Þar eru allar lyftur og skíða- leiðir opnar. Nægur snjór er í Hlíðarfjalli að sögn Guðmundar Karls Jónsson- ar, forstöðumanns á svæðinu, og spáin þeim hagstæð næstu daga. ■ Háskólinn mun sprengja vegakerfið Bæjarfulltrúi í Garðabæ telur að flytji Háskólinn í Reykjavík í Vatnsmýrina muni það sprengja vegakerfi miðbæjarins. Formaður skipulagsráðs Reykja- víkurborgar telur þetta furðulegan málatilbúnað. SAMGÖNGUR Ef Vatnsmýrin verður fyrir valinu sem framtíðarstaður Háskólans í Reykjavík mun það að öllum líkindum sprengja vegakerfi miðborgarinnar, segir Einar Sveinbjörnsson bæjarfull- trúi Framsóknar og óháðra í Garðabæ. Reykjavík og Garðabær bítast um að veita Háskólanum í Reykja- vík framtíðaraðstöðu. Annars vegar býðst skólanum lóð í Vatns- mýrinni og hins vegar landsvæði við Urriðaholt í Garðabæ. Stjórn skólans tekur ákvörðun í apríl um hvor kosturinn verður fyrir valinu. Einar telur að vegakerfið anni ekki þeim tugum þúsunda sem munu vinna og starfa á svæði sem er einn kílómetri í radíus. Urriða- holtið sé því skynsamlegri kostur fyrir Háskólann í Reykjavík þar sem það muni dreifa umferðinni verulega. Þá bendir Einar á að líklega þurfi að ráðast í samgönguúr- bætur fyrir miðbæinn, flytjist Háskólinn þangað. Til að mynda Fossvogsbraut sem var í umræð- unni fyrir nokkrum árum og var mjög umdeild, eða brú yfir Skerjafjörð frá Bessastöðum. Dagur B. Eggertsson, formað- ur skipulagsráðs Reykjavíkur segir þetta furðulegan málatil- búnað hjá Einari. Þá sé sérkenni- legt að menn treysti sínum kosti ekki betur en svo að þeir leggist í skotgrafarhernað án þess að hafa kynnt sér málin. Dagur segir samgöngumál á Vatnsmýrarsvæðinu vera í mjög góðum málum. Svonefndur Hlíð- arfótur tengi svæðið við Hring- braut og nýverið hafi verið gengið frá samkomulagi við samgöngu- ráðherra um að hraða þeirri fram- kvæmd og verði hún sett inn á samgönguáætlun næsta árs. Þá séu göng í gegnum Öskjuhlíð, einnig á langtímaáætlun. Þetta verði því eitt best tengda svæði höfuðborgarsvæðisins. solveig@frettabladid.is – hefur þú séð DV í dag? Lífeyriskóngur látinn fjúka með 43 milljóna starfsloka- samning STJÓRN SJÓÐSINS VISSI EKKI AF SAMNINGNUM fermingargjöf Flott hugmynd að Smáralind Sími 545 1550 Glæsibæ Sími 545 1500 Kringlunni Sími 575 5100 www.utilif.is ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S U TI 2 74 76 12 /2 00 5 Jamis Ranger SX Frábært fjallahjól. 6061 álstell. SR M300 framdempari. Shimano Tourney TX30 afturskiptir. Til í rauðu og svörtu. 25.990 kr. Einnig til án dempara (stálstell) 19.990 kr. HRINGBRAUT OG VATNSMÝRI Umferðin við Hringbrautina getur oft verið þung, en bæjarfulltrúi í Garðabæ segir að hún verði enn þyngri ef Háskólinn í Reykjavík flyst þangað. SKÍÐAVIKA Ýmsar uppákomur verða á skíðasvæðum landsins um páskahelgina. Á Ísafirði verður meðal annars keppt í aldagamalli tví- keppni. Góður afgangur af rekstri Akureyrarbæjar: Hreinar eignir skipta milljörðum króna ÁRSREIKNINGUR Tæplega 240 millj- óna króna afgangur varð af rekstri Akureyrarbæjar og und- irfyrirtækja á síðasta ári en fjárhagsáætlun gerði ráð fyrir rúmlega 146 milljóna króna rekstrarafgangi. Gjaldfærðar lífeyrisskuldbindingar sveitar- félagsins jukust verulega á ár- inu og voru 439 milljónir króna en aukning þeirra kom í veg fyrir enn betri afkomu. Kristján Þór Júlíusson bæjar- stjóri segir reksturinn hafa gengið mjög vel á síðasta ári og fjárhagur sveitarfélagsins sé afar traustur. „Ég þakka þennan góða árangur hæfu starfsfólki. Bæjarfélagið veitir mikla þjón- ustu en við sýnum aðhald í rekstrinum og spilum vel úr þeim fjármunum sem okkur er trúað fyrir,“ segir Kristján. Bókfærðar eignir sveitarfé- lagsins eru rúmir 20,7 milljarð- ar króna en skuldir og skuld- bindingar rúmir 13,3 milljarðar króna. Þar af eru skammtíma- skuldir rúmir tveir milljarðar króna. Launagreiðslur bæjarsjóðs og undirfyrirtækja námu rúm- um fjórum milljörðum króna í fyrra og stöðugildi voru að með- altali 1420 talsins. - kk BÆJARSTJÓRINN Á AKUREYRI Kristján Þór hefur ástæðu til að kætast enda afkoma Akureyrarbæjar betri í fyrra en fjár- hagsáætlun gerði ráð fyrir.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.