Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 20
Framför Íslands undangengin ár er ótvíræð. Landið hefur skipt um ásjónu: það er engu líkara en land- ið hafi einnig skipt um ábúendur, en svo er þó ekki nema að litlu leyti. Í þessum dálki og tveim öðr- um langar mig að velta upp ýmsum hliðum þeirrar þróunar, sem hér hefur átt sér stað að und- anförnu og heldur áfram, og stikla á stóru. Skoðum forsöguna fyrst. Ísland var bláfátækt um aldamótin 1900: þjóðin hafði varla neitt til neins, hér stóð varla steinn yfir steini. Ís- land var eymdartákn að bók- menntum landsins einum undan skildum, ekki aðeins í augum út- lendinga, heldur einnig í augum Íslendinga sjálfra – líkt og Afríka er eymdartákn á okkar dögum. Ís- lendingar voru um aldamótin 1900 hálfdrættingar á við Dani, og nú stöndum við jafnfætis Dönum. Tekjur á mann á Íslandi hafa tólf- faldazt síðustu hundrað ár, tekjur á mann í Danmörku hafa sexfald- azt. Þessi árangur er markverður m.a. fyrir þá sök, að Íslendingum voru lengi eins og Írum mislagðar hendur í efnahagsmálum, að ekki sé meira sagt. Landið var reyrt í víðtæka viðskiptafjötra frá 1930 til 1960 og losnaði ekki nema til hálfs úr viðjunum í viðreisnar- byltingunni 1960 og hefur ekki enn náð fullum frelsisþroska. Viðjarnar skertu kjör þjóðarinnar og kölluðu á skuldasöfnun í út- löndum til að vega á móti kjara- skerðingunni af völdum vondrar hagstjórnar. Önnur afleiðing var mikil verðbólga, einkum frá 1970 til 1990 – næstmesta verðbólga á OECD-svæðinu á eftir Tyrklandi. Verðbólgan bitnaði á arðsemi fjár- festingar og gróf undan efnahags- lífinu með því móti og ýtti um leið undir óhóflega skuldasöfnun í út- löndum. Af hverju stafaði óstjórnin? Sumpart helgaðist hún af kjör- dæmaskipan, sem tefldi völdum og áhrifum í hendur dreifbýlis á kostnað þéttbýlis. Viðskipta- viðjarnar 1930-1960 voru skilgetið afkvæmi þeirrar skoðunar, að dreifbýli væri æðra þéttbýli og nauðsyn bæri til að hefta straum fólksins úr sveitunum og þau öfl, sem knúðu strauminn áfram – markaðsöflin. Það lifir enn í þess- um gömlu glæðum. Þrálát stað- setning Reykjavíkurflugvallar á rándýru byggingarlandi í miðri Reykjavík er t.a.m. byggðamál, enda berjast nokkrir þingmenn utan af landi gegn því með oddi og eggju, að Reykjavík verði leyst af klafanum og fái að dafna í friði. Þessir þingmenn hegða sér eins og menn, sem hafa tjaldað í tún- inu heima hjá öðrum – nei, inni í stofu! – og bregðast ókvæða við, ef eigandinn biður þá að gera svo vel að færa sig um set. Það hefur verið landsbyggðarslagsíða á kjördæmaskipaninni frá fyrstu tíð, eins og Hannes Hafstein lýsti strax á fyrstu árum heimastjórn- ar og varaði við. Alþingi hefur brugðizt við vandanum smám saman með því að tryggja jöfnuð á milli flokka, en það er falskur jöfnuður, af því að útkoman er landsbyggðarslagsíða á flokkun- um öllum. Kjördæmaskipanin var samt ekki eini fúni burðarásinn í innviðum efnahagslífsins á öld- inni sem leið. Vinnumarkaðsskip- anin frá 1938 bauð upp á þráfelld- an ófrið milli verkalýðs og vinnu- veitenda, og ríkisrekstur banka- kerfisins bauð upp á sóun, sukk og spillingu. Átökum á vinnumarkaði lyktaði iðulega með kjarasamn- ingum, sem engin leið var að efna, svo að stjórnvöld töldu sig þá nauðbeygð til að leysa vinnuveit- endur úr snörunni með því að fella handa þeim gengi krónunnar eða prenta peninga, og afleiðingin var mikil verðbólga. Umbjóðend- ur verklýðsfélaganna litu þó svo á, að þeir væru að reyna að endur- heimta fyrri kaupmátt, sem hafði verið hafður af þeim með verð- bólgu: menn köstuðu sökinni hver á annan. Þessi vinnumarkaðsskip- an stendur enn, en eigi að síður hafa róstur á vinnumarkaði verið minni en áður, og kjarasamningar hafa jafnan verið hóflegir síðan 1990 borið saman við fyrri tíð. Þessi umskipti eru yfirleitt kennd við þjóðarsáttarsamninga 1990, en það er rangnefni, því að þjóð- arsáttin var innsigluð með vald- boði – bráðabirgðalögum – um kjör háskólamanna skömmu síðar. Og þá vaknar þessi spurning: hvers vegna byrjuðu menn allt í einu að semja um hóflega hækkun kauplags? Menn virðast margir hafa litið svo á, að verklýðsforust- an og vinnuveitendur hafi skyndi- lega skipt um skoðun og ákveðið upp á sitt eindæmi að fara nýjar leiðir. Gylfi Zoëga prófessor and- mælir þessari skoðun í grein, sem mun birtast fljótlega í Fjármála- tíðindum, og það hefur Guðmund- ur Ólafsson hagfræðingur einnig gert á fundum og í útvarpi. Þeir færa rök að því, að breyttar að- stæður – gjaldþrot, aukið atvinnu- leysi – hafi neytt verklýðsforust- una til að skipta um aðferð. Þess- ar breyttu aðstæður spruttu svo aftur af breyttri stjórn efnahags- mála – vaxtafrelsi, verðtryggingu o.fl. – árin næst á undan. Af hverju stafaði stefnubreytingin? Sinnaskiptum eða hrakningum? Meira næst. ■ Þ að er ekki aðeins að háskólastarf standi með miklumblóma hér á landi um þessar mundir og að hver há-skólinn verði til á fætur öðrum, heldur virðist sem aldrei hafi fleiri íslenskir stúdentar verið í læknanámi. Í grein í Fréttablaðinu í gær skrifar Ingólfur Ingólfsson, læknanemi í Danmörku, að um eitt hundrað Íslendinga stundi nám í læknisfræði við þrjá háskóla þar í landi – í Árósum, Óðinsvéum og Kaupmannahöfn. Ingólfur segir námið vera að uppbyggingu mjög áþekkt læknanáminu við læknadeild Háskóla Íslands. Læknanám í einu Norðurland- anna er viðurkennt annars staðar á Norðurlöndum, þannig að íslenskir læknastúdentar í Danmörku ættu ekki að þurfa að óttast að þeim verði hafnað hér þótt þeir hafi stundað námið erlendis. Það er löngu þekkt að eftir nám í læknadeild Háskóla Íslands fer stærstur hluti þeirra sem ljúka hér prófi til útlanda til framhaldsnáms. Þannig eru hundruð ís- lenskra lækna nú í framhaldsnámi erlendis. Margir íslensk- ir læknar hafa stundað framhaldsnám sitt annars staðar á Norðurlöndum og síðan komið hingað heim til starfa í heil- brigðisgeiranum. En hvers vegna eru svona margir íslenskir lænanemar við nám í Danmörku? Gera má ráð fyrir að það sé að hluta til vegna þess að þeir hafa ekki komist að í nám við lækna- deild HÍ. Þá ber þess að geta að það hefur oft verið auðvelt fyrir Íslendinga að komast að í dönskum háskólum og á dönskukennsla í skólum hér áreiðanlega sinn þátt í því. Þá er á það að líta að engin skólagjöld eru við danska háskóla og íslenskir námsmenn þar njóta sömu kjara hvað varðar námslán og væru þeir hér. Þessi mikla ásókn íslenskra læknastúdenta til Danmerkur kallar ef til vill á einhver við- brögð frá dönskum yfirvöldum, því töluverður kostnaður hlýtur að hljótast af því fyrir danska skattborgara að vera með eitt hundrað íslenska læknanema í háskólum þar í landi. Það er reyndar ekkert nýtt að Íslendingar flykkist í nám til Danmerkur nú á síðari árum, að ekki sé nú minnst á Hafnar- ár gömlu stúdentanna. Íslenskir tækniskólanemar hafa löngum verið fjölmennir í Danmörku, enda í sumum til- fellum verið sérstakir samningar í gildi þar að lútandi. Í grein sinni segir Ingólfur: „Ætla má að læknanemar við Læknadeild Háskóla Íslands séu um 300 talsins. Hundrað manna viðbót við þann fjölda er töluverð aukning. Að auki fjölgar íslenskum læknanemum í Ungverjalandi jafnt og þétt.“ Þeir munu vera á þriðja tug. Síðar segir hann: „Með tilkomu þessa stóra hóps læknanema er kannski komin sú heilbrigða samkeppni við Læknadeild Háskóla Íslands sem sumir telja að hafi vantað. Það hlýtur að teljast jákvætt fyrir heilbrigðismál á Íslandi að svo margir kjósi að mennta sig erlendis og komi þannig með vinnukraft, þekkingu og nýjar hugmyndir til landsins.“ Þarna er líklega komin lausnin á læknaskorti hér á landi og þá sérstaklega hvað varðar landsbyggðina, því þar hefur oft reynst þrautin þyngri að manna læknishéruð. ■ 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Eitt hundrað læknanemar við nám í þremur háskólum í Danmörku. Læknaskortur brátt úr sögunni FRÁ DEGI TIL DAGS Í DAG FRAMFÖR ÍSLANDS ÞORVALDUR GYLFASON Af hverju stafaði óstjórnin? Sumpart helgaðist hún af kjördæma- skipan, sem tefldi völdum og áhrifum í hendur dreif- býlis á kostnað þéttbýlis. ,, 128 bls. Verð aðeins 2.690 kr. Frábær bók fyrir fróðleiksfúsa og forvitna krakka! Glæný bók, full af ótrúlega spennandi fróðleik og frábærum myndum. Kort af öllum heiminum þar sem upplýsingar um landslag og mannlíf eru settar fram með skýrum og skemmtilegum hætti. Fyrsta heimsreisan 1. sæti Barnabækur Penninn Eymundsson og Bókabú›ir MM 9. – 15. mars Sinnaskipti eða hrakningar? Íhuga tilboð Innan skamms ræðst hvort Guðfinna Bjarnadóttir rektor og samstarfsfólk hennar í Háskólanum í Reykjavík (með Tækniháskólann innanborðs) ákveða að fara í viðræður við Garðabæ eða Reykja- vík um framtíðarstaðsetningu skólans. Hefur fyrrnefnda sveitarfélagið í nokkur ár unnið að skipulagi háskólaþorps í Ur- riðaholti og liggja fyrir vandaðar tillögur um hvernig skólanum yrði þar fyrirkom- ið með stúdentagörðum og annarri þjónustu. Reykjavíkurborg virðist hafa verið nokkuð sein að átta sig á því að hún væri hugsanlega að missa nokkurra þúsund manna háskóla úr borginni en brást við fyrir nokkrum dögum með tilboði um „bestu lóð á landinu“, austan við flugvöllinn í Naut- hólsvíkinni. Margir óttast að verði tillag- an að veruleika sé verið að eyðileggja eitt dýrmætasta útivistarsvæði höfuð- borgarinnar. Gagnrýnt Málið kom til umræðu á fundi borgar- stjórnar á þriðjudaginn og gagnrýndi minnihlutinn þá tillöguna harðlega þótt hann sé eðlilega hlynntur því að skólinn verði áfram innan borgarmarkanna. Björn Bjarnason rifjaði upp að borgar- yfirvöld hefðu á sínum tíma hreykt sér af gerð Ylstrandarinnar og sjóbaðsins í Nauthólsvík og oft rætt um nauðsyn þess að varðveita svæðið í kringum vík- ina sem sérstakan kyrrlátan unaðsreit borgarbúa. Nú væri hugmyndin hins vegar sú að breyta þessum reit í at- hafnasvæði mörg þúsund manna há- skóla með öllum þeim umsvifum sem slíkri starfsemi fylgdu. Fljótræði „Margt bendir því miður til þess, að hér séu menn í fljótræði á síðustu stundu að reyna að bjarga sér út úr vanda. Málið hafi í raun ekki verið hugsað til enda fyrir utan að alla almenna kynningu á því skortir,“ sagði Björn. Hann benti enn fremur á að hugmyndir um Háskólann í Reykjavík á flugvallarsvæðinu gengu gegn nýlegu svæðisskipulagi höfuðborg- arsvæðisins og gera þyrfti verulegar á því í samvinnu allra sveitarfélaga til að hug- myndin næði fram að ganga. gm@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRAR: Sigurjón M. Egilsson og Sigmundur Ernir Rúnarsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir AUGLÝSINGASTJÓRI: Þórmundur Bergsson RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐAL- SÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprentsmiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.