Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 46

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 46
17. mars 2005 FIMMTUDAGUR HANDBOLTI Á blaðamannafundi HSÍ í gær var tilkynnt um 19 manna landsliðshóp Íslands sem spilar þrjá æfingaleiki hér heima við Pólverja um páskana, en leikirnir eru liður í undirbúningi liðsins fyrir leikina við Hvít-Rússa í sumar, þar sem farmiðinn á EM í Sviss er í húfi. Landsliðshópur Íslands skipuðu leikmönnum undir 21 árs var einnig tilkynntur á fundinum í gær. Þegar A-landsliðshópurinn er skoðaður vekur strax athygli end- urkoma Snorra Steins Guðjóns- sonar og Jaleski Garcia, en Ólafur Stefánsson fær að hvíla vegna mikilla anna með félagsliði sínu Ciudad Real á Spáni. Einnig eru í hópnum þrír nýliðar, þeir Ólafur Gíslason úr ÍR, Árni Sigtryggsson úr Þór Akureyri og Ólafur Örn Víðisson úr HK. Fréttablaðið ræddi við Viggó Sigurðsson lands- liðsþjálfara og spurði hann fyrst út í nýliðana í hópnum. „Ef ég hef tök á því mun ég leyfa Árna Sigtryggssyni úr Þór að leika sinn fyrsta A-landsleik. Hann verður að leika með undir 21 árs liðinu þessa helgi en hann er sá leikmaður hérna heima sem hefur vaxið mest á síðasta ári að mínu mati og því langar mig að leyfa honum að spreyta sig aðeins með aðalliðinu. Landsliðið hefur verið í markmannsvandræðum undanfarið og þar kemur Ólafur Gíslason inn sem framtíðarmaður. Hann hefur verið að verja hvað best af þessum markvörðum hérna heima í vetur. Ólafur Víðir Ólafsson er líka búinn að vera leika vel með HK og er svona spútnikleikmaður, ég er að vona að hann geti gert svipaða hluti með landsliðinu“, sagði Viggó, sem telur að leikirnir við Pólverja verði góð æfing í undirbúningn- um fyrir leikina við Hvít-Rússa. „Pólverjarnir eru að vísu dá- lítið óskrifað blað, rétt eins og Rússarnir, en við vitum bara að þeir eru með mjög sterkt lið sem er að miklu leiti skipað leikmönn- um sem spila í Þýskalandi og því verða þessir leikir kjörinn undir- búningur fyrir okkur og við för- um í þá með því markmiði að vinna þá alla“, sagði landsliðs- þjálfarinn, sem segir áherslur ís- lenska liðsins svipaðar taktískt séð og í Túnis. baldur@frettabladid.is Breyttur hópur mætir Pólverjum Viggó Sigurðsson hefur tilkynnt landsliðshópinn sem mætir Pólverjum um páskana og þar eru tals- verðar breytingar frá HM í Túnis og þrír nýliðar munu fá sitt fyrsta tækifæri með liðinu. Einar Þorvarðarson sætti stríðandi fylkingar: Garcia í landsliðið á ný HANDBOLTI Á blaðamannafundi hjá HSÍ í gær tilkynnti Viggó Sig- urðsson að Jaliesky Garcia væri kominn í landsliðshóp Íslands á ný, eftir að hafa verið látinn sitja eftir þegar liðið tók þátt á HM í Túnis í janúar, vegna þess að hann lét ekki í sér heyra í fimm daga þegar hann var viðstaddur útför föður síns í heimalandi sínu. Einar Þorvarðarson mun hafa tekið að sér að leysa málið í eitt skipti fyrir öll og Garcia er kom- inn aftur í íslenska hópinn. Fréttablaðið ræddi við Einar og spurði hver staðan væri í mál- inu. „Þetta mál lenti í leiðinlegum farvegi þarna í janúar og ég tók að mér að leysa það. Ég tel að Garcia sé það sterkur leikmaður að íslenska landsliðið hafi ekki efni á að vera án hans. Ég ræddi við Garcia og fékk málið á hreint og tilkynnti landsliðsþjálfaran- um það að Garcia gæfi kost á sér í íslenska landsliðið. Nú er kominn mars og ný verkefni uppi á borðinu. Menn hafa slíðrað sverðin og eru tilbúnir að horfa fram á við,“ sagði Einar. ■ JALIESKY GARCIA Hefur samið frið við þjálfara íslenska landsliðsins og er kom- inn í hópinn á ný. LANDSLIÐSHÓPURINN Markverðir Birkir Ívar Guðmundsson Haukum Hreiðar Levy Guðmundsson ÍR Ólafur Gíslason ÍR Roland Eradze ÍBV Aðrir leikmenn Alexander Peterson Düsseldorf Árni Sigtryggsson Þór Bjarni Fritzson ÍR Dagur Sigurðsson Bregenz Einar Hólmgeirsson Grosswallstadt Guðjón Valur Sigurðsson Essen Ingimundur Ingimundarson ÍR Jaleski Garcia Göppingen Logi Geirsson Lemgo Markús Máni Mikaelsson Düsseldorf Ólafur Víðir Ólafsson HK Róbert Gunnarsson Aarhus GF Snorri Guðjónnsson Grosswallstadt Vignir Svavarsson Haukum Þórir Ólafsson Haukum LANDSLIÐSHÓPUR U-21 ÁRS Markverðir Björgvin Gústafsson HK Davíð Svansson Aftureldingu Pálmar Pétursson Val Aðrir leikmenn Andri Stefan Haukum Arnor Atlason Magdeburg Árni Björn Þórarinsson Víkingi Ásgeir Örn Hallgrímsson Haukum Daníel Berg Grétarsson Gróttu/KR Einar Ingi Hrafnsson Aftureldingu Ernir Hrafn Arnarsson Aftureldingu Hrafn Ingvarsson Aftureldingu Ívar Grétarsson Selfossi Jóhann Gunnar Einarsson Fram Kári Kristjánsson ÍBV Magnús Stefánsson KA Rúnar Hjaltested Víkingi Ragnar Njálsson KA VIGGÓ SIGURÐSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI Tilkynnti 19 manna hóp sinn gegn Pól- verjum á blaðamannafundi í gær. » BETRI SJÓNVARPSDAGSKRÁ Á FIMMTUDÖGUM
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.