Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 23

Fréttablaðið - 17.03.2005, Side 23
23FIMMTUDAGUR 17. mars 2005 SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okkur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stund- ar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tekið á móti efni sem sent er frá Skoðanasíðunni á visir.is. Þar eru nánari leiðbeiningar. Rit- stjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leið- réttinga og til að stytta efni. Æska landsins í gíslingu bankanna Mesta aðför að heilsu og fjárhags- legu öryggi íslenskrar æsku, frá einokunartímum og afnámi átthaga- fjötra, stendur nú sem hæst. Fyrst var fiskiauðlindin gefin útvöldum, svo var stór hluti víðernanna lagður í rúst með hræðilega fyrirsjáanleg- um afleiðingum, sem skelfa þá sem skilja. Í kjölfarið kemur ógnvænleg- ur erlendur skuldabaggi, sem gefur óvinum þjóðarinnar færi á að skaða hana. Þar á ég við þegar stefnt er að einkavæðingu Landsvirkjunar til að bjarga sviksamlegu klúðrinu. Sala bankanna og annara arðgefandi eigna þjóðarinnar á gjafverði er í pakkanum. Og þá eru það mánuðirn- ir frá því að KB banki gerði aðför að bestu og öruggustu lánastofnun al- mennings. Með því að hækka lánin og niðurbjóða vexti bauð hann fast- eignasölum með sér í darraðardans græðginnar um heimili fjölda fólks. Aðrir bankar fylgdu strax á eftir. Ógnvænlegur ferill hófst. Þeir sem seldu eignir sínar fyrst, án þess að fjárfesta strax, töpuðu mest en kaupendur græddu, en bara í fyrstu. Fasteignasalar og bankar græða þó mest á óðagoti fólks og hækkunum sem eru langt umfram það sem áður hefur gerst. Gróði þeirra magnaðist við skelfilegan hraða hækkunar á fasteignum. Ennþá er verð að hækka þó afleiðingarnar ættu að blasa við hverjum hugsandi manni. Formælendur banka og fasteigna- sala reyna að beina athygli fólks á blekkjandi hátt að kostum láns- hækkunar og vaxtalækkunar. Nú er svo komið að fólk greiðir 5 til 7 milljónum meira fyrir góða íbúð en í haust, sem þýðir að afborganirnar hækka og greiðslutíminn lengist um mörg ár. Það nægir til að festa marga í ævilanga ánauð, bönkunum til framdráttar. Gróðinn af rausn bankanna mun um langa framtíð fara í þeirra eigin vasa. Því að sjálf- sögðu voru þeir ekki að vinna fyrir fólkið, eins og öllum ætti nú að vera ljóst þegar ekki verður aftur snúið. Fjöldi fólks hefur látið blekkjast af fagurgala lánafyrirtækja og situr svo í súpunni. Verst þykir mér hvernig bankarnir véla unglinga og æskufólk í skuldafjötra. Bankar hvetja ungmenni til eyðslu og þau gangast upp í því að hafa fullar hendur fjár og læra um seinan að fara með peninga. Fasteignasalar þvo hendur sínar af hækkunum íbúðaverðs og þykjast hvergi ná- lægt sukkinu koma. Þó er í fréttum að þeir kaupi heilu blokkirnar til að selja aftur á okurverði. Græðgin hefur ekki talist til dyggða, en svíf- ur þó sem aldrei fyrr yfir öllu ís- lenska samfélaginu. Gylliboð lána- stofnana og fagurgali um lystisemd- ir sem auðfengin peningalán þeirra geta veitt fara verst með ungmenn- inn. Þeim er sagt að ekkert sé auð- veldara en að eignast margra millj- óna bíl og fara í heimsferðalög og það þó þau eigi varla fötin utan á sig. Ungmenni sem festast í skulda- neti bankanna eiga sér vart við- reisnar von og geta orðið þrælar þeirra. Nú er engin fyrning skulda og hægt að rukka fólk til æviloka og afkomendur ef með þarf. Bankarnir hafa ekki verið gráðugri og hættu- legri alþýðunni en nú og kannski aldrei voldugri. Ég skora á fólk að skipta við Íbúðalánasjóð og láta ekki blekkjast af viðsjárverðum áróðri talsmanna bankanna. Ef þeim tekst að losna við Íbúðalánasjóðinn hækka þeir vextina umsvifalaust. ■ Borgin fái bensín- skattana Ef ekið er út úr Reykjavík í upphafi dags má sjá endalausar bílaraðir á leið í bæinn. Þarna er fólk á leið inn í Reykjavík, mest til vinnu sinnar. Bílafjöld- inn er slíkur á mesta annatíma að vegakerfið tekur ekki við fleiri bílum. Þeir komast ekki fyrir. E k k e r t pláss er lengur eftir. Finna verð- ur lausn. Ein leið- in er sú að ríkisskattar á sölu á b e n s í n i , sem eru m i k l i r , renni þess í stað til Reykja- víkurborgar og næstu sveitar- félaga til að laga vegakerfið út úr bænum. Bæta þarf vegina ofan Reykjavíkur ef allt á ekki að fara í meira óefni. Nægt byggingarland er ofan Reykjavíkur og með stærra og betra vegakerfi borguðu af bensínskattinum myndi verða nóg af ódýrum byggingalóðum. Allir gætu fengið lóð til að byggja á sem vildu. Fleiri nýjar hraðbrautir vantar út úr bæn- um inn á auð svæði í dag þar sem byggja má. Vilja menn t.d. bora jarðgöng út í Viðey og byggja þar? Nauðsyn ber til að huga einn daginn að landi fyrir nýjan Landspítala. Gæti hann ekki verið þar sem ríkið á núna stórt land að Keldum rannsóknar- stöð. Einn daginn kemur að því að byggja þarf nýjan spítala. Okkur hefur verið lofað einum slíkum í stað Símans, sem meirihlutinn vill samt ekki selja. Annars er rétt að benda aftur á að ríkið verður að af- henda bensínskatta sína borg- inni alla eða að hluta til að laga strax umferð inn og út úr Reykjavík. Þá koma nægar nýj- ar lóðir með nýju aðgengi að þeim. Kosta þá lítið. Fólk og verktaka vantar ódýrar lóðir. Setjum bensínskattana í um- ferðina hér í Reykjavík og ná- grenni sem borgar þá að mestu daglega hvort sem er við kaup á bensíni. ■ Gefðu rétta tóninn! eða = 26.900 kr. Nokia 3220 iPod mini + 300 SMS*, 50 Myndskilaboð og 5 Java-leikir, hringitónar og veggfóður. *Þú færð 500 kr. inneign á símanúmerið þitt mánaðarlega í 6 mánuði. Komdu í Og Vodafone verslun, smelltu þér á www.ogvodafone.is eða hringdu í 1414 fyrir nánari upplýsingar. iPod shuffle ÍS LE N SK A A U G LÝ SI N G A ST O FA N /S IA .I S O G V 2 75 44 03 /2 00 5 LÚÐVÍK GIZURARSON HRL. ALBERT JENSEN UMRÆÐAN FASTEIGNALÁNIN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.