Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 12

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 12
VELKOMIN Í HEIMINN Vísindamenn í Idaho uppgötvuðu á dögun- um áður óþekkta rækjutegund sem þeir hafa gefið nafnið álfarækja. Álfarækjan lifir í stöðuvötnum sem þorna upp yfir vetrar- tímann en á meðan geta egg þeirra legið í dvala. Ungviðið klekst síðan út með vorinu. 12 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Æ fleiri þjóðir kalla herlið sitt frá Írak: Bush segir banda- lagið ekki í hættu WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti kvaðst í gær skilja hvers vegna bandamenn sínir vildu kalla hermenn sína heim frá Írak en þvertók fyrir að bandalag hinna viljugu þjóða væri hrunið. Síðan Bandaríkjamenn gerðu innrásina í Írak fyrir um tveimur árum hafa fjórtán þjóðir dregið herlið sitt heim frá landinu. Í fyrradag boðaði svo Silvio Berlusconi, forsætisráðherra Ítalíu, brottflutning ítalskra her- manna frá Írak með haustinu en 3.000 Ítalir gegna herþjónustu í landinu. Ákvörðun Berlusconis kemur í kjölfar mikillar reiðiöldu á Ítalíu vegna morðsins á ítölsk- um leyniþjónustumanni sem tók þátt í að frelsa blaðakonuna Giuli- ana Sgrena á dögunum. Hollensk- ir og úkraínskir hermenn streyma nú einnig heim frá Írak. Bush sagði að Bandaríkjamenn yrðu í Írak þangað til Írakar væru sjálfir í stakk búnir til að taka við landvörnum og löggæslu landsins. Aðspurður neitaði hann því að bandalag hinna viljugu þjóða væri að hrynja þótt margar þjóðir drægju nú herlið sitt heim. ■ Bráðveikt fólk á biðlistum Þess eru dæmi að fólk sem er á biðlistum eftir hjarta- þræðingum hafi þurft að fara á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn sviðsstjóra á Landspítala. HEILBRIGÐISMÁL Þess eru allmörg dæmi, að fólk sem hefur verið á yfir 200 manna biðlista eftir hjartaþræðingu á Landspítala – háskólasjúkrahúsi hefur komið á bráðamóttöku og endað í aðgerð, að sögn Guðmundar Þorgeirsson- ar sviðsstjóra lyflækningasviðs LSH. Biðin getur nú orðið þrír eða fjórir mánuðir, ef taka þarf bráða- tilvik fram fyrir listann. Biðlistar eftir hjartaþræðing- um á spítalanum voru svo gott sem úr sögunni snemma árs 2004. Á þessu ári varð hins vegar ljóst að rekstur hjartadeildarinnar fór stigvaxandi fram úr settum kostn- aðarmarkmiðum, þannig að deild- inni var gert að skera niður og lengja sumarlokanir. Það varð til þess að biðlisti byggðist óðum upp aftur og á honum eru nú á þriðja hundrað manns. Guðmundur segir að einhver aukning hafi orðið á eftirspurn eftir hjartaþræðingum, pláss vanti fyrir sjúklingana og á niður- skurðartímum sé erfitt að mæta þeim mikla efniskostnaði sem hjartaþræðingar hafi í för með sér. „Í ár fengum við sérstaka fjár- veitingu, um það bil 23 milljónir, til að gera átak í þessum biðlist- um,“ sagði hann. „Hún nægir ekki til að ná niður þessum lista, en er þó skref í rétta átt.“ Guðmundur segir að umrædd þjónusta sé dýr og hafi vaxið mikið á undanförnum árum, án þess að fjármunir komi þar á móti. Spurður um hvað hver hjartaþræðing kostaði að meðal- tali, sagði hann að inni í þeirri tölu yrði að gera ráð fyrir því að um 40-50 prósent þeirra sem færu í slíka rannsókn færu í kransæða- víkkun í beinu framhaldi. Ef reiknað væri með að tíu manns færu í þræðingu og fjórir þar af í kransæðavíkkun með tilheyrandi kostnaði, þá væri jafnaðarverð hverrar þræðingar um 250-300 þúsund krónur. Heildarkostnaður við rekstur þræðingarstofunnar næmi 300-400 milljónum á ári. „Við erum að vona að við fáum fleiri rúm fyrir hjartadeildina í byrjun næsta árs, svo og betra skipulag svo ekki þurfi að flytja inniliggjandi sjúklinga milli hæða,“ sagði Guðmundur. „Það mun tvímælalaust bæta afköstin. Þá þarf fjármagn sem nægir til að reka hjartaþræðingastofuna svo unnt sé að anna eftirspurn. En ferlið sem slíkt gengur hratt og vel fyrir sig og bráðaþjónustan er skjót og örugg.“ jss@frettabladid.is KRÓKÓDÍLL ÉTUR MANN. Lík af manni fannst í tjörn í Flórída. Var greinilegt að krókódíll hafði gætt sér á honum því handleggur mannsins fannst í maga dýrsins. Talið er að maðurinn hafi reynt að gefa honum að éta en teygt sig of langt. AÐSTOÐAÐI FÖÐUR SINN VIÐ SJÁLFSMORÐ Fjórtán ára gömul stúlka hefur verið handtekin í Boulder í Colorado fyrir að hafa banað föður sínum. Hún segir að hún hafi verið að aðstoða hann við sjálfsvíg. ■ BANDARÍKIN ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Óteljandi möguleikar Auglýsingar um fréttastjórastöður RÚV: Deilt um starfslýsingu RÍKISÚTVARPIÐ Auglýsingar um störf fréttastjóra Útvarps og Sjónvarps hafa verið til umræðu vegna ráðningar fréttastjóra hjá RÚV. Greinir menn á um hvort í síðari auglýsingunni hafi falist endurskilgreining á starfinu eða ekki. Elín Hirst var ráðin frétta- stjóri Sjónvarps á grundvelli fyrri starfslýsingarinnar, en Auðun Georg Ólafsson fréttastjóri út- varps á grundvelli hinnar síðari. BUSH Á BLAÐAMANNAFUNDI Í GÆR Bandaríkjaforseti kvaðst skilja bandamenn sína en sagði engin áform uppi um brottflutn- ing bandarískra hermanna. M YN D /A P FRÉTTASTJÓRI SJÓNVARPSINS Starfssvið: - Daglegur rekstur frétta- stofu Sjónvarpsins. - Ábyrgð á fjármálum fréttastofunnar. - Eftirfylgni með áætlun- um og markmiðum hennar. - Faglegt eftirlit og gæðamat. - Forsvarsmaður fréttastofu innan lands sem utan. Menntunar – og hæfniskröfur: - Háskólamenntun nauðsynleg og / eða umtalsverð starfsreynsla við fjölmiðla og sjónvarp. - Reynsla af stjórnunarstörfum. - Þekking á fjármálum og rekstri. - Skipulags – og samstarfshæfileikar. FRÉTTASTJÓRI ÚTVARPSINS Starfssvið: - Daglegur rekstur frétta- stofu Útvarpsins, verkstjórn og ritstjórnarleg ábyrgð. - Ábyrgð á fjármálum fréttastofunnar. - Eftirfylgni með áætlunum og markmiðum í starfsemi fréttastofunnar. - Faglegt eftirlit og gæðamat. Menntunar – og hæfniskröfur: - Háskólamenntun er nýtist í starfi og/ eða umtalsverð starfsreynsla við fjölmiðla nauðsynleg. - Góðir skipulags- og samstarfshæfileikar. - Frumkvæði. - Reynsla af stjórnunarstörfum og þekk- ing á fjármálum og rekstri æskileg. ELÍN HIRST AUÐUN GEORG ÓLAFSSON HJARTADEILD Mósa bakterían varð til þess að loka varð rúmum á hjartadeild og taka deild sem notuð var fyrir hjartaþræðingar undir bráðasjúklinga. Það varð enn til að lengja biðlistann. LÝST EFTIR STOLNUM BÍL Lög- reglan í Kópavogi auglýsir eftir bifreiðinni YK-564, Subaru Impreza 2WD, ljósblárri að lit, sem stolið var frá Marbakka- braut 10 í Kópavogi 15. septem- ber 2004. Tekið er við upplýsing- um hjá varðstjóra í síma 560- 3040.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.