Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 4

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 4
KAUP Gengisvísitala krónunnar Bandaríkjadalur Sterlingspund Evra Dönsk króna Norsk króna Sænsk króna Japanskt jen SDR USD GBP EUR DKK NOK SEK JPY XDR 58,63 58,91 112,75 113,29 78,27 78,71 10,51 10,57 9,58 9,63 8,61 8,66 0,56 0,57 90,05 90,59 GENGI GJALDMIÐLA 16.03.2005 GENGIÐ Heimild: Seðlabanki Íslands SALA 107,00 -0,15% 4 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Fundur í allsherjarnefnd Alþingis: Fjallað um mál Fischers í dag ALÞINGI Ríkisborgararéttur skák- meistarans Bobbys Fischer verður tekinn fyrir á fundi alls- herjarnefndar Alþingis nú fyrir hádegi og vonast stuðningsmenn hans til þess að Fischer fái nú loksins íslenskan ríkisborgara- rétt með hraði. Sæmundur Pálsson, Sæmi rokk, og fleiri stuðningsmenn hafa verið kallaðir fyrir nefnd- ina og munu þeir gefa skýrslu um ferð sína til Japans. Sæ- mundur segir að fullreynt sé að frelsa Fischer úr prísundinni. Það eina sem dugi sé íslenskur ríkisborgararéttur. „Ég trúi því illa að Íslending- ar hætti við hálfklárað verk,“ segir hann. Guðrún Ögmundsdóttir þing- maður telur að Alþingi ætti að geta afgreitt ríkisborgararétt til Fischers á einum sólarhring. Í framhaldi af því ætti utanríkis- þjónustan að geta frelsað Fischer. Sæmundur gerir ráð fyrir að fara til Japans að sækja vin sinn. „Ég vona að Japanir geri eins og þeir eiga að gera en það er ekkert treystandi á það,“ seg- ir hann. Bjarni Benediktsson, formað- ur allsherjarnefndar, svaraði ekki skilaboðum í gær. - ghs Spilling af áður óþekktri gráðu Spilling er svo mikil í Írak að uppbyggingarstarfið er talið geta orðið eitt mesta spillingarhneyksli sögunnar. Mútugreiðslur og spilling eru vandamál alls staðar í heiminum. Framferði Bandaríkjanna í Írak sagt slæm fyrirmynd. SPILLING Uppbyggingarstarfið í Írak gæti orðið mesta spillingar- hneyksli sögunnar að mati samtak- anna Transparency International. 24.000 milljarðar króna glatast á hverju ári um allan heim vegna spillingar og mútugreiðslna. Transparency International eru óháð samtök sem rannsaka og berjast gegn spillingu um allan heim. Ársskýrsla samtakanna kom út í gær og kennir þar ýmissa grasa. Spilling og mútugreiðslur eru landlæg í flestum löndum heims og áætla samtökin að 24.000 milljarðar króna renni í slíka hít á hverju ári. Verst er ástandið í iðn- aðar- og byggingargeiranum, mun verra en í vopna- og olíugeiranum. Af þessu leiðir að spilling er meira vandamál í fátækum löndum en ríkum þar sem svo stór hluti þjóð- artekna fer í uppbyggingu á innviðum samfélagsins. Transparency International sér sérstaka ástæðu til að vara við ástandinu í Írak eftir að Saddam Hussein var steypt af stóli fyrir tveimur árum. Er kveðið svo fast að orði að verði ekki gripið til aðgerða sé stærsta spillingar- hneyksli sögunnar í uppsiglingu. Afleiðingar þess eru mun hægari og kostnaðarsamari uppbygging landsins. Spilling var hluti af írösku þjóð- lífi á tímum Saddams en ástandið hefur lítið batnað eftir her- námið að mati Transparency International. Bandarísk stjórn- völd eru sérstaklega gagnrýnd fyrir að veita fáum útvöldum fyr- irtækjum leynilega verktakasamn- inga án útboðs, eins og til dæmis Halliburton. „Í uppbyggingar- starfinu hafa bandarísk stjórnvöld verið slæm fyrirmynd um hvernig á að uppræta spillingu,“ segir í skýrslunni. Samtökin kalla eftir tafarlaus- um aðgerðum frá írösku ríkis- stjórninni, hernámsliðinu og er- lendum lánardrottnum. Að mati forsvarsmanna þeirra ættu erlend- ir verktakar að vera bundnir af lögum sem banna spillingu. Enn fremur þyrfti meðferð olíutekna Íraka að vera mun gagnsærri. „Róttækar aðgerðir gegn spillingu ættu í raun að hafa hafist áður en uppbyggingarstarfið byrjar fyrir alvöru,“ segir í skýrslu Transparency International. sveinng@frettabladid.is Norska stjórnin: Evrópumálin valda deilum NOREGUR Ágreiningur er enn kom- inn upp á milli stjórnarflokkanna um Evrópumál. Í síðustu viku sagði Erna Solberg, leiðtogi Hægri flokksins, að sækja bæri um aðild að Evrópusambandinu árið 2007. Í gær sagði Einar Steensnæs, leiðtogi Kristilega þjóðarflokksins á stórþinginu, að flokkurinn tæki ekki þátt í samsteypustjórn sem hefði slíkt á dagskránni. Hann sagði í við- tali við norska útvarpið að stjórnar- sáttmálinn kvæði á um að ef annar stjórnarflokkanna hefði frumkvæði að því að setja aðildarviðræður á oddinn væru forsendur samstarfs- ins brostnar. ■ Landlæknir: Líknarskrá á lokastigi HEILBRIGÐISMÁL Vinna við líknar- skrá er á lokastigi, að sögn Sigurð- ar Guðmundsson- ar landlæknis. Er gert ráð fyrir að hún verði tilbúin á allra næstu vikum. Líknarskráin er til þess gerð að fólk geti skráð og undirritað hinsta vilja sinn varð- andi læknismeð- ferð. Þar er hægt að taka fram að fólk vilji ekki láta endurlífga sig eða hnoða sig í gang ef hjartað stoppar. Jafnframt, að það vilji ekki fara í öndunarvél við tilteknar aðstæður, að það vilji ekki fara í blóðskilun, vilji ekki láta gefa sér sýklalyf sé það komið með krabbamein á loka- stigi og svo má áfram telja. Líknar- skráin tekur einnig til líffæragjafa að sögn landlæknis. - jss TÖLVUTÆKNIN Georgía sem tilheyrði fyrrum Sovétríkjum er neðst Evrópulanda í 94. sæti lista Alþjóðaefnahagsráðsins. Ísland í öðru sæti: Toppar í tækni TÆKNI Ísland stekkur úr tíunda sæti í annað á lista Alþjóðaefna- hagsráðsins yfir 104 þjóðir heims sem nýta nýja upplýsinga- og fjar- skiptatækni vel. Ísland stendur öðrum Norður- landaþjóðum framar. Finnland skipar þriðja sæti, Danmörk fjórða og Svíþjóð það sjötta. Noregur er í þrettánda sæti í ár- legri skýrslu ráðsins. Singapúr er efst á listanum í ár en var í öðru sæti í fyrra. Bandaríkin missa toppsætið og falla í það fimmta. Þrjú neðstu löndin á listanum eru Afríkuríkin Chad og Eþíópía. Milli þeirra er hið mið-ameríska Níkaragúa. - gag Viðgerð á varðskipum: Sex milljón króna sigling IÐNAÐUR Áætlað er að það muni samtals kosta 5,8 milljónir að sigla með Tý og Ægi til Póllands til viðgerða, að sögn Guðmundar I. Guðmundssonar yfirlögfræð- ings ríkiskaupa. Segir hann að útreikningurinn komi frá Land- helgisgæslunni og sé byggður á reynslu hennar við siglingar úr landi. Innifalið í kostnaðinum er sigling skipanna báðar leiðir, með eldsneytiskostnaði, flug með áhafnir heim og út aftur auk dag- peninga. Hvað varðar kostnað við eftirlit segir Guðmundur að sami kostnaður sé við eftirlit á Akur- eyri og í Póllandi. - ss Ráðherraráð ESB: Viðræðunum slegið á frest ESB Utanríkisráðherrar Evrópu- sambandsríkja ákváðu á fundi sín- um í Brussel í gær að fresta aðild- arviðræðum við Króata um óákveð- inn tíma en þær áttu að hefjast í dag. Ráðherraráðið telur að yfirvöld í Zagreb hafi ekki sýnt stríðsglæpa- dómstólnum í Haag nægilegan sam- starfsvilja þar sem Ante Gotovina hershöfðingi gengur enn laus en hann er grunaður um ýmis voða- verk í stríðinu við Serba fyrir rúmum áratug. ■ SÆMUNDUR PÁLSSON Sæmundur vonast til þess að Bobby Fischer fái nú ríkisborgararétt hjá Alþingi með hraði. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /T EI TU R LANDLÆKNIR Sigurður Guð- mundsson segir drög að líknarskrá nær tilbúin. ÞÓTT SADDAM SÉ FARINN ER SPILLINGIN LANDLÆG Bandarísk stjórnvöld eru gagnrýnd fyrir að hafa ekki ráðist gegn vandanum heldur aukið á hann með því að veita fyrirtækjum feita samninga án útboðs M YN D A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.