Fréttablaðið


Fréttablaðið - 17.03.2005, Qupperneq 44

Fréttablaðið - 17.03.2005, Qupperneq 44
Háspenna í Grafarvogi 28 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR > Við gleðjumst yfir því ... ... að Viggó Sigurðsson skuli hafa brotið odd af oflæti sínu og samið frið við Jaliesky Garcia. Þar setti Viggó hag landsliðsins á oddinn enda ljóst að íslenska liðið getur illa verið án leikmanns á borð við Garcia. sport@frettabladid.is > Við skiljum ekki ... ... þá ákvörðun Viggós Sigurðssonar, landsliðsþjálfara í handbolta, að velja frekar Ólaf Víði Ólafsson, leikstjórnanda HK, heldur en Jónatan Magnússon, leikstjórnanda KA, í landsliðshópinn fyrir leikina þrjá gegn Pólverjum um páskana. Jónatan er einn albesti varnarmaður deildar- innar og maðurinn sem Viggó vantar til að stoppa í hripleka vörnina. Aðal frétt dagsins Allt klárt fyrir undanúrslitin Nú er ljóst hvaða lið mætast í undanúrslitum úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfubolta. Keflavík mætir ÍR og Snæfell mætir Fjölni í undanúrslitunum sem byrja á laugardaginn. Knattspyrnumaðurinn Rúnar Kristinsson var ekki á sólarströnd þegar Íslendingar léku gegn Japönum og Englendingum á Manchester-mótinu í júní í fyrra líkt og haldið var fram í pistli í Fréttablaðinu í gær. Rúnar var í sumarfríi á Íslandi og fór meðal annars út til Englands og horfði á félaga sína í íslenska landslið- inu leika gegn enska liðinu. Þetta sagði hann við Fréttablaðið í gær og kvaðst verulega ósáttur við að ekki væri rétt farið með staðreyndir. Hann sagði líka að það væri mikil ein- földun að stilla dæminu upp þannig að það væri fáránlegt fyrir hann að treysta sér ekki til að spila leikinn gegn Króöt- um eftir ellefu daga vegna veikinda og meiðsla. „Ég spilaði leik á laugardaginn en þurfti að fá sprautu á sunnudags- morguninn. Ég gat ekkert æft á mánu- daginn en náði síðan einni æfingu fyrir bikarleikinn í kvöld,“ sagði Rúnar í sam- tali við Fréttablaðið í gær. Hann sagði að það væri síðan deildar- leikur fram undan á laugardaginn og því væri ekki eins og hann lægi með tærnar upp í loft þar til leikurinn gegn Króötum fer fram. „Ef ég hefði spilað með landsliðinu hefði ég spilað á laugardegi og miðvikudagi og síðan þurft að mæta hjá mínum vinnuveit- endum á fimmtudegi til að gera mig kláran fyrir leik á laugardegi. Ég þekki líkama minn og veit að hann hefði ekki þolað þetta. Þess vegna tók ég þessa ákvörðun – ekki vegna þess að ég hafi ekki leng- ur áhuga á því að spila með íslenska landsliðinu. Allir sem sáu mig spila gegn Ítölum hljóta að hafa séð að ég hef enn metnað fyrir lands- liðinu.“ Snæfell, Keflavík og Fjölnir tryggðu sér sæti í undanúrslitum í úrslitakeppni Intersportdeildarinnar í körfuknattleik í gærkvöldi. KNATTSPYRNUKAPPINN RÚNAR KRISTINSSON: ENN MEÐ METNAÐ FYRIR ÍSLENSKA LANDSLIÐINU Var ekki á sólarströnd heldur á Íslandi KÖRFUBOLTI Oddaleikir fjórðungs- úrslitanna í Intersportdeildinni í körfuknattleik unnust allir á heimavelli. Snæfell bar sigurorð af KR, Fjölnir marði Skallagrím í háspennuleik og Keflavík vann nágranna sína, Grindvíkinga. Það var sannkallaður há- spennuleikur í íþróttamiðstöðinni í Grafarvogi þar sem nýliðarnir tveir, Fjölnir og Skallagrímur, mættust í hreinum úrslitaleik um þátttökurétt í undanúrslitunum. Gestirnir byrjuðu betur og fór leikstjórnandi þeirra, Clifton Cook, á kostum í fyrsta fjórðung, skoraði þá 13 stig og náði Skalla- grímur 10 stiga forystu í lok leik- hlutans, 26-16. Heimamenn voru ekki af baki dottnir og byrjuðu annan fjórðung með 11-2 áhlaupi. Leikur Skalla- grímsmanna riðlaðist töluvert á þessum tíma en stórleikur George Byrd, sem tók aragrúa af fráköst- um og var iðinn við stigaskor, kom gestunum yfir að nýju og staðan í hálfleik var 37-44, Skallagrím í vil. Úrslitin réðust á vítalínunni Jafnræði var með liðunum í seinni hálfleik og voru lokamínúturnar æsispennandi þar sem sigurinn hefði getað lent hvorum megin sem var. Jeb Ivey kom Fjölni yfir, 72-70, þegar 15 sekúndur voru til leiksloka. Hafþór Gunnarsson fékk tækifæri til að jafna á loka- sekúndum leiksins en Magnús Pálsson braut á honum í þriggja stiga skoti þegar 2 sekúndur voru til leiksloka. Hafþór fékk þrjú vítaskot, misnotaði fyrsta skotið, setti annað ofan í og glataði vísvit- andi síðasta skotinu til að freista þess að samherjar hans tækju frá- kastið og næðu að jafna leikinn. Hann skaut hins vegar of fast, beint í spjaldið sem er ekki leyfi- legt og Fjölnir dæmdur boltinn. Leikmenn Skallagríms náðu ekki að brjóta í tæka tíð og Fjölnir því sigurvegari. Vinnum alltaf á heimavelli Grindavík freistaði þess að slá út nágranna sína í Keflavík en sterkur heimavöllur Keflvíkinga gerði gæfumuninn í oddaleikn- um. „Þetta voru tvö frábær lið að spila, bæði lið spiluðu skynsam- lega, tóku réttar ákvarðanir og pössuðu þriggja stiga skotin hjá þeim. Það háir okkur ekki jafn mikið og þeim þegar skrúfað er fyrir þriggja stiga skotin. Við höfðum alltaf þennan heimavöll og við vinnum alltaf á heimavelli. Þetta er alveg ný keppni, staðan í deildinni skipti engu máli,“ sagði Sigurður Ingimundarson, þjálf- ari Keflavíkur. „Það var sárt að tapa þessum leik. Við gáfum allt í leikinn en hlutirnir duttu ekki okkar megin. Við vorum að klikka á litlum hlut- um í vörninni og það þarf örlitla heppni í þessu þótt að hún sé ekki til í íþróttum. Það vantaði að hlutir eins og fráköstin duttu okkar megin svo erum við að klikka á vítum, hlutir sem gengu betur í leiknum í Grindavík. Keflavík hefur ekki tapað hér í háa herrans tíð og refsar liðum fyrir minnstu mistök,“ sagði Einar Einarsson, þjálfari Grinda- víkur. Þetta bjargaðist KR-ingar bitu vel frá sér í Hólminum þar sem þeir mættu Snæfelli. Þeir keyrðu upp hraðann í fyrri hálfleik en þegar líða tók á leikinn tóku leikmenn Snæfells leikinn í sínar hendur og unnu að lokum ellefu stiga sigur. „Þetta var strögl. Við réðum ekkert við kanana til að byrja með. Þeir létu okkur hlaupa en svo í seinni hálfleiknum, þegar við skiptum yfir í svæði þá náðum við yfirhöndinni í leiknum. Í restina tók Herra Sigurður Þorvaldsson ásamt öðrum leikinn í sínar hend- ur. Þetta var einstök heppni hjá honum því allir boltarnir rúlluðu ofan í. Vörnin hjá okkur var skelfileg og merkilegt að við skyldum vinna leikinn miðað við hvað við fáum mörg stig á okkur. Við réðum ekkert við Echols í fyrri hálfleik. Þetta bjargaðist ein- hvern veginn. Ég held að við spil- um við Fjölni næst og það er frá- bært að fá nýtt lið inn í þetta. Það er ábyggilega best þjálfaða liðið á landinu, með frábæra útlendinga og Pálmar og Hjalti eru búnir að sanna að þeir eru alvöruleikmenn. Þetta verður hörkusería en við vinnum,“ sagði Hlynur Bærings- son, fyrirliði Snæfells eftir leikinn gegn KR. smari@frettabladid.is TROÐSLA AÐ HÆTTI HÚSSINS Fjölnismaðurinn William Coley sést hér troða með tilþrifum gegn Skallagrími í gær. Coley átti fínan leik og skilaði sínu hjá Fjölnismönnum sem eru komnir í undanúrslitin. Fréttablaðið/Valli
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.