Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 2
2 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Héraðsdómur Reykjavíkur: Dæmdur fyrir 30 brot LÖGREGLUMÁL Rúmlega tvítugur maður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsis fyrir ítrekuð þjófnaðar- og fíkniefnabrot en maðurinn hefur setið inni frá því í janúar á síðasta ári og kemur sá tími til frádráttar dómi Héraðs- dóms Reykjavíkur. Maðurinn var fundinn sekur um margvísleg brot tengd innbrotum, þjófnuðum og fíkniefnum. Maðurinn játaði sök sína fúslega. Dómurinn komst að þeirri niður- stöðu að vegna langs brotaferils og fyrri skilorðsdóma kæmi skilorðs- binding ekki til greina. Þó tók dóm- urinn tillit til ungs aldurs mannsins sem og vilja hans til að taka á fíkni- efnavanda sínum. Hefur viðkom- andi þegar setið í varðhaldi þann tíma sem dómurinn tekur til og losnar úr fangelsi í þessum mánuði. Félagi mannsins sem einnig tók þátt í einu innbroti fékk fjögurra mánaða skilorðsbundinn dóm en sá hefur þrisvar áður hlotið dóm fyrir samsvarandi brot. - aöe Leikskólagjald á Akureyri: Lækkar um fjórðung LEIKSKÓLAR Skólanefnd Akureyr- arbæjar hefur lagt til við bæjar- ráð að gjaldskrá leikskóla verði einfölduð og allir greiði sama gjald. Samhliða breytingunni mun almenn gjaldskrá lækka um 25% en nefndin leggur einnig til að tekin verði upp föst greiðsla til allra foreldra vegna vistunar barna hjá dagmæðrum. Kostnaður Akureyrarbæjar vegna breytinganna mun aukast um 25 til 30 milljónir króna á ári. Kristján Þór Júlíusson, bæj- arstjóri á Akureyri, segir breyt- inguna á gjaldskrá leikskólanna mikið réttlætismál fyrir stóran hóp foreldra um leið og gjald- skráin sé gerð gegnsærri. „Á leikskólum bæjarins eru um 1000 börn og eftir breytinguna mun kostnaður foreldra rúm- lega 650 barna minnka um tæp- ar 5.700 krónur á mánuði sem jafngildir 100 þúsund króna kauphækkun á ári,“ segir Krist- ján. Engin gjaldskrárbreyting verður hjá 117 börnum í leik- skólum Akureyrar. Gjaldskrá 170 barna mun hækka en þau verða tímabundið áfram á lægra gjaldi og 55 börn, sem verið hafa á lægsta gjaldi, útskrifast úr leikskólunum í vor. - kk Stóru sveitarfélögin vilja sérsamninga Reykjavíkurborg ætlar að gera sérsamning við kennara í Norðlingaholti. Garðabær hefur þegar lagt drög að sérsamningi fyrir samstarfsnefnd KÍ og launanefndar. Fimm grunnskólar í Reykjavík sýna sérsamningum áhuga. SKÓLAMÁL Sérkjarasamningur í Sjálandsskóla í Garðabæ er til- búinn og í höndum Kennarasam- bandsins og launanefndar sveit- arfélaganna. Einkaskóli Ísaks Jónssonar lauk við gerð einstak- lingssamninga við átta af tíu kennurum í vikunni og í Tjarnar- skóla, sem einnig er einkaskóli, er hugað að breytingum. Reykjavíkurborg ætlar að semja sér við kennara og stjórn- endur nýs skóla í Norðlingaholti. Allir vilja skólarnir semja í takt við fimmtu bókun í kjarasamn- ingi grunnskólakennara og launa- nefndarinnar. Þar stendur að hægt sé að taka upp hliðstæð vinnutímaákvæði og gilda hjá öðrum háskólamenntuðum starfs- mönnum sveitarfélaga í tilrauna- skyni til eins árs. Stefán Jón Hafstein, formaður fræðsluráðs, segir um fimm aðra skóla í Reykjavík hafa sýnt því áhuga að gera sérsamninga innan sinna veggja: „Við teljum þó nauðsynlegt að frumkvæði að breytingum innan rótgróinna skóla komi sameiginlega frá kennurunum og skólastjórnend- um.“ Edda Huld Sigurðardóttir, skólastjóri Ísaksskóla, segir laun kennara þar verða í grunninn 240 þúsund en aukist um tíu þúsund fyrir umsjónarkennara. Kennar- arnir semja síðan sér um um- framlaun hvers. Edda vill ekki gefa upp hver þau séu en segir kennarana mjög ánægða. Laun grunnskólakennara við Sjálandsskóla verða minnst 290 þúsund á mánuði, samkvæmt Morgunblaðinu. Gunnar Einars- son, forstöðumaður fræðslu- og menningarmála Garðabæjar, staðfesti það ekki í gær en hann hafði ekki tíma til viðtals. Margrét Theodórsdóttir, skóla- stjóri Tjarnarskóla, segir lengi hafa tíðkast að greiða kennurum einkaskólans hærri laun en sveit- arfélögin geri: „Okkur finnst svo margt spennandi að gerast í kjaramálum og því tel ég að við hugsum okkar gang varðandi samninga fyrir næsta vetur.“ Kristinn Kristjánsson situr í samstarfsnefnd Kennarasam- bandsins og launanefndarinnar en undir hana þarf að bera sér- samninga: „Eina erindið sem hefur komið fyrir nefndina er frá Sjálandsskóla. Við stefnum að því að afgreiða það á næsta fundi en á hvorn veginn þori ég ekki að segja til um.“ gag@frettabladid.is ■ LÖGREGLUFRÉTTIR VITNI ÓSKAST Karlmaður sem slasaðist í árekstri við ungan dreng á skautasvellinu í Skauta- höll Reykjavíkur í lok mars óskar eftir vitnum að atburðin- um en hann var fluttur brott í sjúkrabíl. Óskar hann eftir þeim sem sáu slysið og eru tilbúnir að vitna um það. Sími mannsins er 693 7301. VIÐ KÖGUR Þykk ísbreiða liggur að landi fyrir norð- vestan og telja veðurfræðingar að enn eigi eftir að bæta í. Hafísinn á hægri ferð: Gæti lokað Grímsey af HAFÍS Hafísinn fyrir norðan land er á hægri ferð vestur á bóginn og gera veðurfræðingar ráð fyrir að siglingaleiðin fyrir Horn verði áfram lokuð næstu daga. Íslaust er orðið að heita fyrir austan landið en samfelld ís- breiða nálgast Grímsey og gæti lokað eyjuna af breytist haf- og vindáttir ekki næstu daga. Ísjakar hafa sést í mynni Ísa- fjarðar og fór þeim fjölgandi í gær en ekki er talin hætta á að fjörðurinn lokist. Hins vegar bætist stöðugt í ísbreiðuna við Horn enda hafstraumar verið vestur á bóginn síðasta sólar- hringinn. Engar tilkynningar höfðu borist um skip eða báta í vandræðum vegna þessa. - aöe FORSETINN Í INDLANDI Þegar forseti og sendinefnd fóru til Ind- lands flugu ferðamenn út og heim í sömu vél og forsetinn. Kínaferð: Flogið með forsetanum FERÐALAG Ferðaskrifstofan Úrval- Útsýn auglýsir nú vikuferð til Kína þar sem flogið verður með Ólafi Ragnari Grímssyni forseta sem fer þangað í opinbera heim- sókn um miðjan maí. „Forsetinn og sendinefnd munu að öllum líkindum ferðast með þessu leiguflugi til Kína og frá Kína,“ segir Örnólfur Thors- son, skrifstofustjóri á skrifstofu forseta. Hann segir Úrval-Útsýn hafa haft samband við skrifstofu forseta en forsetaembættið komi ekki að ferðinni sem Úrval-Útsýn auglýsir að öðru leyti en því að báðir hóparnir, ferðamenn og sendinefnd forseta, fljúgi saman í breiðþotu Atlanta. - bþg ÁFENGISSKATTAR LÆKKAÐIR Formælandi sænsku ríkisstjórn- arinnar í áfengismálum leggur til að skattar á bjór og víni verði lækkaðir um þrjátíu prósent. Með þessu mætti draga stórlega úr smygli á áfengi frá löndum á borð við Danmörku. Hann vill einnig að áfengiskaupaaldur á vínveit- ingahúsum verði tuttugu ár. SPURNING DAGSINS Gaui, ertu ekki að standa þig í stykkinu? „Til að fást við offitu þarf að takast á við sálræn vandamál og íslenskir karl- menn eru ekki mikið fyrir að flíka þeim“ Ný könnun sýnir að karlmenn í Evrópu eru orðn- ir feitari en konur. Gaui litli hefur lengi barist við offitu, bæði sína eigin og annarra Íslendinga. ■ SVÍÞJÓÐ HÉRAÐSDÓMUR Síbrotamaður var í gær dæmdur til fjórtán mánaða fangelsisvistar fyrir rúmlega 30 lögbrot.FJÓRTÁN MÁNAÐA FANGELSI FYRIR: A) Þjófnað á tveimur bifreiðum B) Nytjastuld á tíu bifreiðum C) Nytjastuld og þjófnað úr fjórtán bifreiðum D) Nytjastuld og eignaspjöll á þremur bifreiðum E) Fíkniefnabrot F) Innbrot og þjófnað úr iðnaðarhúsi Sameiningarkosningar: Frestað til næsta hausts ALÞINGI Árni Magnússon félags- málaráðherra lagði fram frumvarp á Alþingi í gær þar sem lagt er til að kosningum vegna sameiningu sveit- arfélaga verði frestað til 8. október. Þær áttu að fara fram hinn 23. apríl. Ástæðan fyrir frestuninni er fyrst og fremst sú að illa gekk að ná samkomulagi í tekjustofnanefnd um breytingar á tekjustofnum sveitar- félaga og því dróst að sameiningar- nefnd kynnti endanlegar tillögur sínar. Er því nú ljóst að ekki er nægur tími til stefnu til að tillögurn- ar geti fengið nægilega kynningu og umfjöllun í viðkomandi sveitarfé- lögum fyrir kjördag. - sda LEIKSKÓLABARN Á FLÚÐUM Um 100 börn á Akureyri eru í umsjón dag- mæðra en kostnaður foreldra mun lækka verulega vegna 60 barna og lækka lítils- háttar vegna 40 barna ef kostnaður vegna fæðis er ekki tekinn með. Í FRÍMÍNÚTUM Krakkarnir í Ísaksskóla bregða á leik í frímínútum. Ísaksskóli er einkarekinn og hafa tíu af sextán kennurum samið um önnur kjör en tíðkast meðal kennara í grunnskólum sveitar- félaganna. Hinir sex eru æviráðnir. Sérsamningurinn hefur ekki verið borinn fyrir sam- starfsnefnd Kennarasambandsins og launanefndarinnar. M YN D LA N D H EL G IS G Æ SL AN
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.