Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 6
6 17. mars 2005 FIMMTUDAGUR Langþráður áfangi: Settu þingið í skugga árása BAGDAD, AP Stjórnlagaþing Íraka var sett í gær en þetta er í fyrsta sinn í hálfa öld sem þjóðkjörið þing kem- ur saman eftir frjálsar kosningar. Þótt mikill fögnuður hafi ríkt á meðal þingmanna varð samkoman að fara fram á græna svæðinu svo- nefnda undir afar strangri öryggis- gæslu. „Við verðum að muna að á meðal okkar eru hvorki sigurvegar- ar né taparar. Annað hvort vinnum við öll eða töpum öll,“ sagði Ghazi al-Yawer, forseti bráðabirgða- stjórnarinnar, við þetta tækifæri. Þingsetninguna bar upp á sama dag og efnavopnaárásina á kúrd- íska bæinn Halabja fyrir sautján árum en þá dóu 5.000 manns. Stjórnarher Íraks stóð fyrir árásinni. Hlé hefur verið gert á stjórnar- myndunarviðræðum Kúrda og sjía vegna málefnaágreinings en gert er ráð fyrir að þær hefjist á ný í dag. Sprengjur sprungu víða í Bagdad í gær en ekki er vitað um manntjón af þeim sökum. Hins vegar létust fjórir í sjálfs- morðsárás í bænum Baqouba, skammt frá höfuðborginni. Sjá síðu 18 RÍKISÚTVARPIÐ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra segir að með nýja frum- varpinu um Ríkisútvarpið hafi hlutverk þess sem almannaútvarp verið skilgreint. „Skyldur Ríkisút- varpsins eru fyrst og fremst í al- mannaþágu, að leggja rækt við ís- lenska tungu, efla innlent dag- skrárefni, standa að öflugri fréttaþjónustu og uppfylla örygg- ishlutverk þess,“ segir Þorgerður Katrín. „Við höfum skilgreint al- mannaþjónustuhlutverkið og sam- kvæmt því er Ríkisútvarpinu allt leyfilegt, þar með talið auglýsing- ar. Ríkisútvarpið getur í raun sinnt öllu, við skilgreinum almannaþjónustuhlutverkið þannig,“ segir Þorgerður Katrín. Hún segir að það sé löndunum sjálfum í sjálfsvald sett hvað felist í almannaþjónustuhlutverk- inu. Pólitísk öfl innan Evrópusam- bandsins, þar á meðal ráðherra- ráð sambandsins, leggja einnig mjög ríka áherslu á rétt ríkjanna til þess að reka útvarp í almanna- þágu og rétt einstakra ríkja til þess að skilgreina hlutverk þess, að því er segir í skýringum með frumvarpinu. „Við erum ekki að takmarka svigrúm Ríkisútvarps- ins til að ná inn fé með auglýsing- um,“ segir Þorgerður Katrín jafn- framt. - sda Ágreiningur um rekstrarformið Lögfræðingar segja það ekki standast lög um eignarrétt og félagarétt að Ríkisútvarpið verði sameignarfélag í eigu ríkisvaldsins eins. Stjórnarflokkana greindi á um rekstrarform stofnunarinnar. RÍKISÚTVARPIÐ Í nýju frumvarpi Þorgerðar Katrínar Gunnars- dóttur menntamálaráðherra um Ríkisútvarpið er gert ráð fyrir því að það verði gert að sameignar- félagi. Fram hefur komið gagn- rýni á þetta fyrirkomulag og hafa lögfræðingar bent á að Ríkisút- varpið, sem er í eigu eins aðila, fellur ekki undir hugtakið sam- eignarfélag í eignarréttarlegum og félagaréttarlegum skilningi. Ríkisútvarpið sé einfaldlega ríkis- fyritæki en ekki sameignarfélag. Þorgerður Katrín hefur ekki dregið dul á það að vilji Sjálfstæð- ismanna stóð til þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. „Það var ekki vilji innan Framsóknar- flokksins til þess en við komumst að þessari niðurstöðu. Ég er sann- færð um það að með þessu erum við að bæta og styrkja það rekstr- arumhverfi sem Ríkisútvarpið býr við,“ segir Þorgerður Katrín. Spurð um fram komna gagnrýni á sameignarfélagsfyrir- komulagið segist hún skilja vel at- hugasemdir lögfræðinga. „Sérlög ganga hins vegar framar almenn- um lögum og ef skýrt er kveðið á um það að Ríkisútvarpið er sam- eignarfélag í eigu ríkisins þá gengur það að sjálfsögðu, við höfum dæmi um það. Ég vil líka benda á það að það má túlka þetta þannig að Ríkisútvarpið sé sam- eign íslensku þjóðarinnar,“ segir Þorgerður Katrín. Pétur Blöndal, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í umræðum um Ríkisútvarpið á Alþingi 10. mars: „RÚV er eign ríkisins en ekki þjóðarinnar og það er mikill munur þar á. [...] Tal um það að menn eigi RÚV, að það sé eign þjóðarinnar, er út í hött því ef menn eiga eitthvað þá geta þeir gert eitthvað við það og þeir geta selt það eða veðsett það. Og það geta þeir ekki með Ríkis- útvarpið.“ Þorgerður Katrín segir að með því að gera Ríkisútvarpið að sam- eignarfélagi sé verið að skipta yfir í rekstrarform sem er ekki ósvipað hlutafélagi. „Ríkisútvarp- ið fær með breytingunum tæki- færi til að taka á ákveðnum rekstrarþáttum, sem oft er erfitt að taka á þegar stofnunin heyrir beint undir ríkið,“ segir hún. sda@frettabladid.is PAUL WOLFOWITZ Styr mun eflaust standa um skipun hans. Alþjóðabankinn: Wolfowitz bankastjóri WASHINGTON, AP George W. Bush Bandaríkjaforseti mun sam- kvæmt heimildum AP-fréttastof- unnar mæla með að Paul Wolfowitz aðstoðarlandvarnaráð- herra verði skipaður bankastjóri Alþjóðabankans. James Wol- fensohn, núverandi bankastjóri, mun senn láta af embætti. Wolfowitz hefur staðið í eld- línunni í ráðherratíð sinni en hann þykir með herskárri mönnum í ríkisstjórn Bush. Alþjóðabankanum er jafnan stýrt af Bandaríkjamanni enda hefur sú þjóð mest áhrif allra innan stofnunarinnar. Helstu verkefni bankans eru lánveit- ingar til efnahagsuppbyggingar í þróunarlöndunum. ■ BRUNI Á ÍSAFIRÐI Tilkynnt var um eld í herbergi íbúðarhúsnæð- is í Fjarðarstræti á Ísafirði upp úr hádegi í gær. Viðkomandi hús er gegnt slökkvistöð bæjarins og voru því hæg heimatökin að kom- ast á staðinn. Tókst að slökkva allan eld á tíu mínútum en nokkr- ar skemmdir urðu af völdum reyks og sóts. Fiskistofa: Fiskafli eykst milli ára SJÁVARÚTVEGUR Heildarafli íslenska fiskiskipaflotans í síðasta mánuði var 30 þúsund tonnum meiri en á sama tíma í fyrra. Veiddust þá tæp 270 þúsund tonn en aflinn í febrúar á þessu ári varð tæp 300 þúsund tonn. Samanlagt er aflinn fyrstu tvo mánuði þessa árs um 160 þúsund lestum meiri en í fyrra. Munar mest um aukingu á botnfiskafla og sérstaklega loðnu- afla en aukning varð á afla í flest- um þeim tegundum sem Fiski- stofa mælir. - aöe ■ LÖGREGLUFRÉTTIR ■ LÖGREGLUFRÉTTIR Átti að velja Þórð Guðjónsson í landsliðshópinn í fótbolta? SPURNING DAGSINS Í DAG: Á að veita Bobby Fischer ríkisborgararétt? Niðurstöður gærdagsins á visir.is 45,4% 54,6% Nei Já Farðu inn á fréttahluta visir.is og segðu þína skoðun KJÖRKASSINN ÁREKSTUR Á ESKIFIRÐI Jeppi og flutningabíll rákust saman skammt fyrir utan Eskifjörð um hádegið í gær. Taldi lögregla að áreksturinn mætti rekja til hálku en engin slys urðu á ökumönnum eða farþegum. ALMENNINGSÚTVARP Hlutverk Ríkisútvarpsins hefur verið skilgreint og útvarp í almannaþágu er meðal annars sagt fela í sér eftirfarandi: Að leggja rækt við íslenska tungu, sögu þjóðarinnar og menningararfleifð. Að senda út til alls landsins og næstu miða að minnsta kosti eina hljóðvarps- og sjónvarpsdagskrá árið um kring. Að framleiða og dreifa hvers konar útvarpsefni fyrir sjónvarp og hljóðvarp á sviði fréttamiðlunar, fræðslu, lista og afþreyingar. Að veita almenna fræðslu og gera dagskrárþætti er snerta málefni lands og þjóðar sérstaklega. Að halda í heiðri lýðræðislegar grundvallarreglur og mannréttindi. Að flytja fjölbreytt skemmtiefni við hæfi fólks á öllum aldri. Að veita víðtæka, áreiðanlega, almenna og hlutlæga fréttaþjónustu um innlend og erlend málefni líðandi stundar. Að flytja efni á sviði lista, vísinda, sögu, íþrótta og annars tómstundastarfs. Að miða útvarpsefni við fjölbreytni íslensks þjóðlífs, þar á meðal að sinna eðlileg um þörfum minnihlutahópa. Að halda uppi nauðsynlegri öryggisþjónustu á sviði útvarps. Frumvarp um RÚV: Almannaþjónustuhlutverkið skilgreint FALLIST Í FAÐMA Youdaam Youssef Kanna, kristinn Assyríumaður (t.v.), og Abdul-Karim Mahmoud al-Mo- hammedawi sjíi féllust í faðma á þingsetningunni. Þorri Íraka bindur vonir við að lýðræð- isþróunin færi þeim langþráðan frið. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P RÍKISÚTVARPIÐ EFSTALEITI. Þorgerður Katrín hefur ekki dregið dul á það að vilji Sjálfstæðismanna stóð til þess að gera Ríkisútvarpið að hlutafélagi. „Það var ekki vilji innan Framsóknarflokksins til þess en við komumst að þessari niðurstöðu ÞORGERÐUR KATRÍN Segir sérlög æðri almennum lögum. Frumvarp um RÚV: Umræðu frestað RÍKISÚTVARPIÐ Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráð- herra hefur fallist á beiðni stjórnar- andstöðunnar að mæla ekki fyrir frumvarpi um Ríkisútvarpið fyrr en nefnd á vegum ráðherrans hefur lokið við skýrslu um fjölmiðlaum- hverfið á Íslandi. Samkvæmt upp- lýsingum frá menntamálaráðuneyt- inu er gert ráð fyrir því að að nefnd- in skili skýrslunni 4. eða 5. apríl. Nefndinni var meðal annars falið að fjalla um markaðsstöðu og hlut- verk Ríkisútvarpsins þótt henni væri ekki ætlað að koma með til- lögur um breytingar á lögum um Ríkisútvarpið, heldur að kanna hvaða áhrif Ríkisútvarpið hefði á samkeppnismarkaði. - sda
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.