Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 64

Fréttablaðið - 17.03.2005, Blaðsíða 64
SÍMANÚMER FRÉTTABLAÐSINS: 550 5000, fax: 550 5099 Ritstjórn: 550 5005, fax: 550 5006, ritstjorn@frettabladid.is DREIFING: dreifing@posthusid.is Auglýsingadeild: auglysingar@frettabladid.is Veffang: visir.is VI Ð S EG J U M F R É T T I R SM Á A U G L Ý S I N G AS Í M I N N E R 550 5000 Bæklingurinnfylgir blaðinu í dag NÝTT KORTATÍMABIL ÓKEYPIS LÖGFRÆÐIAÐSTOÐ á hverju fimmtudagskvöldi kl. 19.30 til 22.00 í síma 5511012. ORATOR, félag laganema við Háskóla Íslands. Átröskun Tvisvar sinnum fleiri börn greind-ust með átröskun á síðasta ári en árið áður. Átröskun er ástand þar sem matur og útlit fær óeðlilega mikla merkingu fyrir fólk svo að það verð- ur sjúkt. Fólk ýmist treður í sig mat eða sveltir sig. Svo er til fólk sem treður í sig mat og ælir honum jafn- óðum upp aftur. En þetta er bara birt- ingarformið. Á bakvið þetta er mann- eskja sem er hrædd og týnd, full sjálfsfyrirlitningar og ranghug- mynda, ein í guðlausum heimi. UNGAR stúlkur svelta sig til dauða. Enda fá þær þau skilaboð frá umhverfinu að þær verði ekki sam- þykktar nema þær séu mjóar. Hver vill verða eins og feitu og óham- ingjusömu kellingarnar í Vikunni? Viljum við ekki frekar vera eins og glaða fólkið sem missti kíló? Og á næstu blaðsíðu er svo kökuupp- skrift. Þetta er svo sjúkt. Við höfum afneitað mannslíkamanum. ÉG sá auglýsingu um daginn þar sem var verið að auglýsa Sims tölvuleik. Framan á hulstrinu er mynd af hamingjusamri stúlku með anorexíu sem á í samræðum við myndarlega stráka. Sims er vinsæll leikur á meðal unglingsstúlkna. Ég er ekki að segja að þetta sé tölvu- leikjum að kenna heldur er þetta bara eitt birtingarform sjúkleikans. ÆSKU- og líkamsdýrkun og útlits- kjaftæði veður uppi alls staðar. Mönnum er meira umhugað um hvernig þeir líta út að utan heldur en hvernig þeim líður að innan. Þetta heitir yfirborðsmennska. Og þar erum við. Við erum fangar okkar eigin yfirborðsmennsku og ótta. Hvað gleður það að fá fallegan pakka ef ekkert er í honum? Ég held að Djöfullinn ráði mikið meiru í heiminum en við gerum okkur grein fyrir. EN það er ekki nóg að efla heil- brigðisþjónustuna. Fólk þarf að vakna til meðvitundar um að þetta er andlegur sjúkdómur og verður aðeins læknaður eftir andlegum leiðum. Þetta er okkur öllum að kenna, lifnaðarháttum okkar og hugsunarhætti. Við þurfum að hætta að taka þátt í þessu, annars verða af- leiðingarnar hræðilegar. Hættum að hampa fólki sem hefur ekkert fram að færa annað en líkamlegt úlit. Ef fólk væri jafn duglegt að rækta and- ann eins og það ræktar líkamann þá mundi þetta vandamál minnka. Svarið er Guð. Maðurinn lifir ekki á brauði einu saman. JÓNS GNARR BAKÞANKAR
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.