Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 2

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 2
2 1. september 2005 FIMMTUDAGUR Litháinn hef›i mátt sækja s‡runa sína Ófullnægjandi rannsókn lögregluyfirvalda á Keflavíkurflugvelli er har›lega gagnr‡nd í s‡knudómi yfir Litháa sem ákær›ur var fyrir smygl á brennisteins- s‡ru. Litháinn er farinn úr landi en hef›i í raun geta› sótt efni› aftur. DÓMSTÓLAR Litháískur karlmaður á fertugsaldri var í gær sýknaður af ákæru um að hafa smyglað hingað brennisteinssýru til fíkniefnagerð- ar. Þá var upptökukröfu ákæru- valdsins vísað frá dómi og sakar- kostnaður felldur á ríkissjóð. Sævar Lýðsson, fulltrúi sýslu- manns á Keflavíkurflugvelli, sagði eftir að dómurinn hafði verið skoðaður í gær að honum yrði ekki áfrýjað. Litháinn hafði þá fengið afhent vegabréf sitt og var á leið úr landi. „Ég bjóst nú frekar við þessari niðurstöðu,“ sagði Guðrún Sess- elja Arnardóttir, verjandi Lit- háans. Dómurinn telur ekki fullar sönnur hafa verið færðar á inni- hald flasknanna sem teknar voru af honum. „Álit dómsins er að sá vafi nægi einn og sér til sýknu, en bætir svo líka við að efasemdir séu um huglæg refsiskilyrði fyrir brotinu, það er að segja hvort ákærði hafi vitað eða mátt vita að hann væri að flytja brennisteins- sýru til landsins,“ bætti hún við. Dómurinn gagnrýnir rannsókn málsins harðlega og segir sókn þess öðru fremur hafa einkennst af „órökstuddum dylgjum um að ákærði sé bendlaður við alþjóð- lega glæpastarfsemi“. Þá er því hafnað að útskýringar mannsins á ferðum sínum hafi verið ótrú- verðugar. „Er og alþekkt að menn leggja í langferðir til að leyna framhjáhaldi fyrir maka sínum,“ segir dómurinn. „Dómurinn er náttúrlega mjög strangur og mikil vonbrigði. Hingað til hefur verið litið framhjá sögutilbúnaði burðar- dýra sem tekin hafa verið með ólögleg efni í tolli og því kemur þetta nokkuð á óvart,“ sagði Jóhann R. Benediktsson, sýslu- maður á Keflavíkurflugvelli, en hann var í gær staddur í útlönd- um. „Ég er ekki fyllilega búinn að kynna mér forsendur dómsins en við tökum til skoðunar og úrbóta aðfinnslur gagnvart okkar vinnu.“ Heimildir blaðsins herma að innan lögreglu velti menn því nú fyrir sér hvort farin hafi verið rétt leið í vali á ákæru í málinu, því ekkert hafi legið fyrir um tengingu við amfetamínframleiðslu. Þannig hefði ef til vill verið líklegra til sakfellingar að kæra Litháann fyrir að hafa stofnað lífi og limum fólks í hættu með því að vera með sýruna í handfarangri í flugvél. olikr@frettabladid.is FRÁ FUNDINUM Á ÞRIÐJUDAG Matthías G. Pétursson, formaður sóknarnefndar, ásamt sóknarbörnum í Garðasókn. Deilur í Garðasókn: Sta›a sóknar- prests augl‡st GARÐASÓKN Þrír voru kjörnir í sóknarnefnd Garðasóknar á aðal- safnaðarfundi sóknarinnar á þriðjudag en listi með stuðnings- mönnum Hans Markúsar Haf- steinssonar náði ekki kjöri. Hans Markús fékk í gær frest til 1. október til að ákveða hvort hann ætli að þiggja nýja stöðu héraðs- prests eða óska eftir lausn frá embætti. Staða sóknarprests í Garðasókn verður auglýst á næst- unni en sóknarnefnd mun í fram- haldinu skipa valnefnd. Sóknar- börn geta þó krafist þess að kosið verði milli umsækjenda ef til þess fást undirskriftir þrjátíu prósenta atkvæðisbærra sóknarbarna. - hb Sat inni í 22 ár: Fær ekki a› kæra ríki› FLÓRÍDA, AP Karlmaður sem sat 22 ár í fangelsi fyrir glæp sem hann framdi ekki getur ekki höfðað skaðabótamál á hendur Flór- ídaríki. Þannig hljóðar úrskurður dómara í máli Wilton Dedge, sem var dæmdur fyrir nauðgun sem hefur síðan verið sýnt fram á að hann var saklaus af. Dómarinn sagði mál Dedge sorglegt en að löggjöf Flórída verndaði ríkið frá lögsóknum sem þessari. Því gæti aðeins ríkisþing Flórída tekið á máli hans. ■ SPURNING DAGSINS Árni, flú vilt ekki vera í ein- hverju ö›ru sæti? „Jú, ég er til í að vera í hvaða öðru sæti sem er.“ Árni Þór Sigurðsson sækist eftir öðru sæti á lista VG fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V IL H EL M GUÐRÚN SESSELJA ARNARDÓTTIR LÖGMAÐUR OG LITHÁÍSKUR SKJÓLSTÆÐINGUR HENNAR Lithái var sýknaður af broti á fíkniefnalöggjöf í Héraðsdómi Reykjaness í gær. Dómurinn taldi skýringar hans á ferð sinni hingað ekki hafa verið hraktar og það sama gilti um fyrri ferðir hans hingað. „Vart má útiloka að hann sé einfaldlega hrifinn af landi og þjóð,“ segir í dómnum. Langlundargeð starfsmanna hjúkrunar- og meðferðarheimila á þrotum: Verkfall yfirvofandi ef ekki semst ATVINNUMÁL „Við eigum fund í dag með ríkissáttasemjara og ef ekki næst samkomulag þar er ég ansi smeykur um að það þurfi að koma til verkfalls,“ segir Árni Stefán Jónsson, framkvæmdastjóri stétt- arfélagsins SFR, sem í sex mánuði hefur reynt að ganga frá kjara- samningum við Samtök fyrir- tækja í heilbrigðisþjónustu, SFH, en án árangurs. Starfsmenn samtakanna, sem eru jafnframt félagsmenn hjá SFR, vinna hjá meðferðar- og hjúkrunarheimilum eins og Hrafn- istu, Grund, SÁÁ og fjölda ann- arra. Því er ljóst að áhrifin yrðu gríðarleg ef til verkfalls kæmi. Starfsmennirnir héldu fund í gær og segir í ályktun fundarins að langlundargeð þeirra sé á þrot- um og því krefjist þeir þess að forsvarsmenn SFH gangi frá kjarasamningum við SFR án tafa svo ekki þurfi að koma til alvar- legra átaka. Einnig var stjórn SFR falið að undirbúa atkvæða- greiðslu um verkfall hjá stofnun- um innan samtakanna. „Í raun er það sárgrætilega lítið sem ber á milli og það er því alveg sorglegt að svo lítil þúfa ætli að velta svo stóru hlassi,“ segir Árni Stefán. - jse HRAFNISTA Í HAFNARFIRÐI Hrafnista er ein af þeim stofnunum sem yrðu fyrir miklum skakkaföllum ef til verkfalls kæmi hjá starfsmönnum Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu. Iceland Express fjölgar áfangastöðum frá og með maí á næsta ári: Flogi› til sex n‡rra áfangasta›a FERÐAMÁL Flugfélagið Iceland Express mun hefja áætlunarflug til sex borga í Evrópu frá og með maí á næsta ári, samkvæmt heimildum Fréttablaðsins. Þrír áfangastaðanna eru á Norðurlöndunum og þrír í Þýskalandi. Borgirnar sem flogið verður til á Norðurlöndunum eru Björgvin, Gautaborg og Stokkhólmur en þýsku áfangastaðirnir eru Ham- borg, Berlín og Friedrichshafen. Mun Iceland Express meðal annars ætla að reyna selja ferðir sínar er- lendum ferðamönnum á þessum slóðum auk þess sem áfangastaðirn- ir munu vera valdir þar sem ferðir Íslendinga til norrænu borganna eru tíðar. Iceland Express mun taka í notk- un þrjár nýjar vélar af sömu gerð og stærð og félagið notar í dag vegna hinna nýju áfangastaða. Má búast við að fargjöld verði á svip- uðu verði og þau eru til núverandi áfangastaða félagsins en félagið flýgur til Kaupmannahafnar, Lund- úna og Frankfurt í dag. Áætlað er að flug til þessara borga muni standa til boða fljótlega en fyrstu vélarnar halda utan í lok maí á næsta ári. - hb NÝJAR FLUGLEIÐIR Iceland Express ætlar að bæta þremur þotum í flota sinn. Fuglaflensa: Brei›ist líklegast ví›ar RÓM, AP Fuglaflensan, sem hefur gert vart við sig víða í Austur-Asíu, mun líklega dreifast til Evrópu, Mið-Austurlanda, Suður-Asíu og Afríku að mati Matvæla- og land- búnaðarstofnunar Sameinuðu þjóð- anna. Stofnunin hvetur ríkisstjórnir til að auka eftirlit og gera ráðstafan- ir ef neyðarástand skyldi skapast. Að mati stofnunarinnar berst veiran líklega langar leiðir með villtum fuglum. Flensan greindist nýlega í Síberíu og getur auðveld- lega borist að Kaspíahafi og Svarta- hafi og átt þaðan greiðan aðgang að Mið-Evrópu. ■ Eiturefnaleki við Krókhals: Saltpéturs‡ra lak hjá Össuri LÖGGÆSLA Töluvert magn af salt- pétursýru lak út við húsnæði Öss- urar við Krókháls á tíunda tíman- um í gærkvöldi. Verið var að vinna í húsnæðinu þegar starfs- menn urðu lekans varir og hringdu í Neyðarlínuna. Eiturefnakafarar frá Slökkvi- liði höfuðborgarsvæðisins voru sendir á vettvang og nærliggjandi götum var lokað. Ekki var talið að neinn hefði andað efninu að sér þannig að skaði hlytist af. - hb EITUREFNAKAFARAR AÐ STÖRFUM Eiturefnakafarar frá Slökkviliði höfuð- borgarsvæðisins við Krókháls í gærkvöldi. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.