Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 58

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 58
ANDLÁT Hörður Guðmundsson, fyrrverandi bóndi á Kverngrjóti, Fannafold 185, Reykjavík, lést mánudaginn 29. ágúst. Jóhannes Ásbjörnsson, Stöð, Stöðvar- firði, andaðist á Landspítalanum, Foss- vogi, þriðjudaginn 30. ágúst. JAR‹ARFARIR 13.00 Bryndís Ingvarsdóttir, Sólvangi, Hafnarfirði, áður Móabarði 22b, Hafnarfirði, verður jarðsungin frá Hafnarfjarðarkirkju. 13.00 Sigurður Guðmundsson, Hamra- borg 30, Kópavogi, verður jarð- sunginn frá Fossvogskirkju. 15.00 Ella Halldórsdóttir, frá Kirkju- hvoli, Vestmannaeyjum, verður jarðsungin frá Dómkirkjunni. 15.00 Jóhanna Kristín Sigurjónsdóttir Ellerup verður jarðsungin frá Frí- kirkjunni í Reykjavík. AFMÆLI Ketill Larsen leikari er 71 árs. Harald G. Haralds leikari er 62 ára. Ólöf Nordal myndlistarmaður er 44 ára. Ruth Reginalds söngkona er fertug. Ágústa Sigrún Ágústsdóttir er fertug. „Það er óneitanlega svolítið skrítið að ganga yfir landamærin aftur,“ segir Páll Magnússon sem tekur við starfi útvarpsstjóra Ríkisút- varpsins í dag. Hann starfaði hjá fyrirtækinu fyrir nítján árum, meðal annars sem varafréttastjóri, en hefur síðan þá yfirleitt starfað í samkeppni við það. Páll er þó bjart- sýnn og hlakkar til að takast á við verðugt verkefni. Páli finnst lítið hafa breyst frá því hann hætti hjá RÚV. „Af því sem sést svona á ytra byrðinu hef- ur starfsemin ekki breyst neitt óg- urlega hvorki að eðli né inntaki,“ segir Páll og telur það bæði já- kvætt og neikvætt. „Það er ágætt að stofnanir af þessu tagi séu svo- lítið íhaldsamar í eðli sínu en að hinu ber að gæta líka að þær verða að geta endurnýjast í ljósi breyttra tíma,“ segir Páll sem finnst skorta á að hlutverk útvarpsins sé skil- greint upp á nýtt í ljósi þess að að- stæður á markaðnum hafi gjör- breyst. Páll hefur ekki ákveðið hvaða breytingar hann vill gera þegar hann tekur við sem útvarpsstjóri. „Það verða auðvitað breytingar en ég á eftir að máta ýmsar hugmynd- ir sem ég hef um hlutina við þær hugmyndir sem eru innan stofnun- arinnar og hjá starfsmönnum þar,“ segir Páll sem hefur verið í fríi all- an ágústmánuð. „Þetta er lengsta samfellda frí sem ég hef tekið,“ segir hann hlæjandi en Páll nýtti tímann til að sinna áhugamálum sínum. Veiðiskapur er þar ofarlega á blaði, hvort sem það heitir lax- veiði, fuglaveiði eða lundaveiði. „Nú má aftur skjóta rjúpu í haust,“ segir Páll staðráðinn í því að ná í jólamatinn. „Ætli maður fái ekki einhverja útrás fyrir frummanninn í sér,“ segir Páll hugsi um hvað sé svona heillandi við veiðiskapinn. „Þegar maður er kominn einn út í á með veiðistöng er ekkert annað sem truflar mann á meðan.“ Páll er í seinni tíð farinn að sleppa laxi við veiðiskapinn en þó ekki öllum. „Ef maður kæmi ekki með neitt heim eftir veiðiferðir þá held ég að það væri farin einhver fullnægja úr þessu,“ segir Páll sem les talsvert og teflir í frístundum. „Meira af vilja en getu,“ bætir út- varpsstjórinn við og hlær. ■ 34 1. september 2005 FIMMTUDAGUR EDGAR RICE BURROUGHS (1875-1950) fæddist þennan dag. PÁLL MAGNÚSSON TEKUR VIÐ STARFI ÚTVARPSSTJÓRA RÍKISÚTVARPSINS: Fær útrás fyrir frummanninn í sér „Því meira sem hlustað er á venjulegar samræður því augljósara verður að sá hluti heilans sem snýr að rökhugsun hefur litla tengingu við málbeinið.“ Edgar Rice Burroughs var bandarískur rithöfundur og frægastur fyrir verk sín um Tarsan, konung apanna. timamot@frettabladid.is Á þessum degi árið 1969 steyptu uppreisnarmenn, undir forystu hins 27 ára Muammar al-Gaddafi, Idris Líbíukonungi af stóli. Gaddafi hefur síðan þá verið við völd. Gaddafi er bedúini og fæddist árið 1942. Hann út- skrifaðist frá Háskóla Líbíu árið 1963 og frá Herskóla Líbíu tveimur árum síðar. Hann var ákafur þjóðernis- sinni og þótti konungurinn of íhaldssamur og skeyta lítt um að efla pólitíska samstöðu arabaríkjanna. Hann hóf því, ásamt öðrum, að skipuleggja valda- rán, og lét til skarar skríða árið 1969. Uppreisnar- mennirnir biðu þar til konungur var farinn til Tyrk- lands en réðust þá til atlögu og steyptu ríkisstjórn- inni af stóli án blóðsúthellinga. Konungsdæmið var lagt niður og Idris bjó í útlegð til æviloka. Hugmyndafræði Gaddafis var blanda af íslamskri bókstafstrú, sósíalisma og arabískri þjóðernishyggju. Hann var stækur andstæðingur Vesturlanda og kom sér fljótlega í ónáð þeirra, til dæmis með því að þjóðnýta olíu- lindir í eigu erlendra fyrirtækja. Hann kom þó á ýmsum umbótum til þess að bæta lífskjör fólks og rýmkaði rétt kvenna. Gaddafi einangraðist hins vegar æ meira á alþjóðavettvangi, jafnvel í arabaheiminum, meðal annars vegna stuðnings síns við fjölda hryðjuverka- samtaka. Síðan á 9. áratugnum hefur Gaddafi þó dregið úr einangrun landsins og gert ýmsar tilslak- anir til þess. Í kjölfarið hefur viðskiptabanni SÞ á Líbíu verið aflétt en Bandaríkjamenn banna enn öll viðskipti við landið. MUAMMAR AL-GADDAFI ÞETTA GERÐIST > 1. SEPTEMBER 1969 MERKISATBURÐIR 1689 Skeggskattur er settur á í Rúss- landi. 1914 Nafni Pétursborgar er breytt í Petrograd. 1923 Rúmlega 140 þúsund farast í Tókýó og Yokohama í Japan í jarðskjálfta sem mældist 7,9 stig. 1932 Jóhann Jónsson skáld andast. 1938 Mussolini leggur niður borgaraleg réttindi gyðinga. 1939 Seinni heimsstyrjöldin hefst þegar Þjóðverjar réðust inn í Pólland. 1958 Fiskveiðilögsagan við Ísland færð úr fjórum sjómílum í tólf. 1971 Katar lýsir yfir sjálfstæði frá Bret- landi. 1972 Fiskveiðilögsagan við Ísland er færð út í 50 sjómílur. 2004 Tsjetsjenskir hryðjuverkamenn ráðast inn í barnaskóla í Beslan í Rússlandi. Gaddafi kemst til valda í Líbíu PÁLL MAGNÚSSON Nýi útvarpsstjórinn stundar veiðimennsku af miklum móð og er staðráðinn í því að veiða rjúpu í jólamatinn. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ NElskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Jónína Vilhelmína Davíðsdóttir frá Möðruvöllum í Hörgárdal, verður jarðsungin frá Möðruvallakirkju laugardaginn 3. september kl. 14. Sigríður Valgerður Jósteinsdóttir Kristján Jósteinsson Sólveig Hrafnsdóttir Jónas Jósteinsson Hjördís Hrönn Hauksdóttir Svavar Jósteinsson Svava Jósteinsdóttir Hildur Jósteinsdóttir Bjarni Guðmundsson Barnabörn og barnabarnabörn. Elskuleg eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, DAGBJÖRT SIGURÐARDÓTTIR frá Stígshúsi, Stokkseyri, sem lést á Landspítalanum við Hringbraut aðfaranótt föstudagsins 26. ágúst, verður jarðsungin frá Stokkseyrarkirkju laugardaginn 3. september kl. 14.00. Blóm og kransar vinsamlegast afþakkaðir. Ágúst Guðbrandsson Hólmfríður Hlíf Steinþórsdóttir Einar Páll Bjarnason Ragnheiður Drífa Steinþórsdóttir Logi Hjartarson Kristín Steinþórsdóttir Jason Steinþórsson Hrönn Sturlaugsdóttir Guðbrandur Stígur Ágústsson Brynhildur Arthúrsdóttir Guðríður Bjarney Ágústsdóttir Sigríður Inga Ágústsdóttir Dagrún Mjöll Ágústsdóttir Aron Hauksson barnabörn og barnabarnabörn Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma, langamma og langalangamma, Steinunn Þórðardóttir frá Grund á Akranesi, sem lést á Dvalarheimilinu Höfða, mánudaginn 29. ágúst, verður jarðsungin frá Akraneskirkju föstudaginn 2. september kl. 10.30. Bjarni Ó. Árnason Áslaug Hjartardóttir Sigríður Árnadóttir Kristján Kristjánsson Þórður Árnason Sesselja Engilbertsdóttir Emilía Petrea Árnadóttir Guttormur Jónsson Ingibjörg Árnadóttir Sigurður Ingimarsson Sigrún Árnadóttir Elín Árnadóttir Steinunn Árnadóttir Þorkell Einarsson Guðmundur Árnason Sigrún Traustadóttir Hrafnhildur Jónsdóttir og fjölskyldur. 40 ára afmæli Í dag 1. september er Jóhannes Sigurðsson Birkihæð 14, Garðabæ framkvæmdastjóri fertugur. www.steinsmidjan.is Tilkynningar um merkisatbur›i, stórafmæli, andlát og jar›arfarir í smáletursdálkinn hér a› ofan má senda á netfangi› timamot@frettabladid.is. Augl‡singar á a› senda á auglysingar@frettabladid.is e›a hringja í síma 550 5000.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.