Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 26

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 26
Mörgum bregður skiljanlega í brún við að þurfa nú að borga 113 til 120 krónur fyrir hvern bensínlítra, sem kostaði 70 krón- ur ekki alls fyrir löngu. Sunnu- dagsbíltúr frá Reykjavík austur á Þingvöll getur hæglega kostað 2.000 krónur bara fyrir bensínið. Hvernig bregzt fólk við svo mik- illi verðhækkun? Hvað er til ráða? Sagan bregður birtu á málið. Olíuverðshækkunin mikla fyrir þrjátíu árum kallaði á hörð við- brögð í Bandaríkjunum og öðr- um olíuinnflutningsríkjum. Það var ekki við öðru að búast, enda margfaldaðist heimsmarkaðs- verð á bensíni og olíu til upphit- unar 1973-1974. Langar biðraðir mynduðust við bensínstöðvar þar vestra, leyfilegur hámarks- hraði á vegum var lækkaður úr 70 mílum á klukkustund í 55, bílaframleiðendum í Detroit var einnig uppálagt með lögum að auka sparneytni ökutækja, jap- anskir smábílar ruddu sér til rúms í Bandaríkjunum og um all- an heim og Carter Bandaríkja- forseti klæddist lopapeysu og bað landsfólkið að venja sig við minni hita í heimahúsum og á vinnustöðum í orkusparnaðar- skyni. Biðraðirnar við bensín- stöðvarnar hurfu eftir skamma hríð, og lífið færðist aftur í fyrra horf. Sagan endurtók sig 1979-1981, nema nú voru menn reynslunni ríkari og áttu enn auðveldara með að laga sig að hærra orku- verði en áður. Viðbrögðin voru ekki jafnhörð í Evrópu, þess gerðist ekki þörf, því að þar var bensínverð mun hærra fyrir vegna gjaldheimtu frá gamalli tíð, svo að hlutfallshækkun olíu- verðs var minni þar en í Amer- íku og olli þeim mun minna raski. Eigi að síður brugðust Evrópumenn einnig vel við olíu- verðshækkuninni í bæði skiptin, t.d. með því að auka sparneytni evrópskra bíla og bæta almanna- samgöngur. Evrópskir bílar ruddu sér nú braut inn á Banda- ríkjamarkað við hlið japanskra bíla í áður óþekktum mæli. Bandarískir bílar hurfu að heita má af götum evrópskra borga á árunum eftir 1980: þeir þóttu einfaldlega of dýrir í rekstri. Toyota hefur æ síðan selzt allra bíla mest á Íslandi. Olía lækkaði þó smám saman aftur í verði eftir 1981 miðað við ýmislegt annað, svo að bensín vó þá ekki lengur jafnþungt í út- gjöldum heimilanna vestan hafs, og þá sáu bandarískir bílafram- leiðendur sér leik á borði: þeir byrjuðu að framleiða jeppa. Hvers vegna jeppa? Það stafaði m.a. af því, að vinveittir stjórn- málamenn skilgreindu jeppana í lögum sem landbúnaðartæki, og þeir voru því undanþegnir þeim kröfum, sem gerðar eru til fólks- bíla um sparneytni og útblástur úrgangsefna. Þannig tókst þeim í Detroit að stilla verðinu á þess- um nýju tryllitækjum svo í hóf, að þau hafa selzt eins og heitar lummur bæði heima og erlendis og gerbreytt ásjónu t.a.m. Reykjavíkur og annarra byggða (og óbyggða, svo sem hjólför á hálendi Íslands vitna um). Meira en helmingur nýrra bíla í Banda- ríkjunum er nú jeppar og svipuð tæki. Jepparnir brenna um 40 prósent af öllu eldsneyti í Banda- ríkjunum og blása út röskum fimmtungi þess koltvísýrings sem Bandaríkjamenn sleppa út í andrúmsloftið og mestu veldur um hlýnun loftslags um heiminn. En nú er mörgum jeppamann- inum brugðið. Bílaframleiðend- um í Detroit er ekki heldur skemmt, því að hækkun bensín- verðs á heimsmarkaði hefur dregið úr jeppasölu um víða ver- öld. Verðhækkunin stafar m.a. af aukinni eldsneytiseftirspurn í Kína, þar sem meira en milljarð- ur manna er sem óðast að skipta út ryðguðum reiðhjólum fyrir nýja bíla, einkum japanska, þýzka, kóreska og kínverska bíla. Mörg erlend fyrirtæki framleiða bíla í Kína. Þeir í Detroit sitja eftir með síminnkandi markaðs- hlutdeild – og sárt ennið. Hvernig gat þetta gerzt? Ein skýringin er sú, að bílaverk- smiðjurnar í Detroit – General Motors, Ford og Chrysler – van- mátu hættuna á hækkun bensín- verðs og nýttu sér nýja tækni til að auka vélarafl nýrra bíla frek- ar en að auka sparneytni þeirra. Og nú hefur Toyota sett á mark- að nýjan bíl, sem gengur jöfnum höndum fyrir bensíni og raf- magni. Bíllinn sá virðist líklegur til að fara sigurför um heiminn. Allir helztu bílaframleiðendur í Japan (Honda, Mazda, Nissan og Toyota), DaimlerChrysler og General Motors vinna nú að þró- un vetnisbíla. Miklar vonir eru bundnar við slíka bíla. Banda- rísku bílafyrirtækin virðast þó einna helzt reiða sig á lækkun olíuverðs á heimsmarkaði, til- slakanir löggjafans frá fyrri við- miðum um mengunarvarnir og olíuvinnslu í friðlöndum í Alaska. ■ Cherie Booth Blair, lögfræðingur og eiginkona Tonys Blair for-sætisráðherra Breta, sem var hér í vikunni á ráðstefnu í til-efni af 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, gerði börn og barnauppeldi að umræðuefni í viðtali við Fréttablaðið. Þar lagði hún áherslu á barnagæslu og hve mikilvæg hún væri til þess að ná jafnrétti kynjanna. Það má ætla að kona í hennar stöðu hafi nóg af barnfóstrum, en engu síður var þetta eitt aðalumræðuefni hennar í viðtalinu. „Það er sannarlega einhver stífla í gangi, sérstaklega hvað varðar launajafnrétti. Við erum búin að berjast svo lengi fyr- ir launajafnrétti en það virðist sem okkur takist ekki að ná full- komnu samræmi milli meðallauna karla og meðallauna kvenna. Ég er sannfærð um að skýringarnar á því er meðal annars að finna í barnagæslu. Ekki að fullu, en stórum hluta,“ sagði Cherie Booth Blair. Barnagæsla getur verið mikill höfuðverkur fyrir margt foreldr- ið, ekki síst þá sem eru einstæðir. Þess vegna þarf að leggja bæði vinnu og fjármuni í að bæta fyrirkomulag þeirra mála. Mikið hef- ur áunnist á undanförnum árum en betur má ef duga skal. Margar mæður kjósa að vera heima hjá börnum sínum fyrsta árið, og þurfa þá kannski að færa fórnir á vinnumarkaðnum og ekki síst hvað varðar starfsframa. Hvað sem hver segir þá er barnauppeldið yfir- leitt meira í höndum kvenna en karla þótt sjá megi breytingar þar á nú á allra síðustu tímum. Það má í dag oftar sjá karlmenn með barnavagna eða kerrur úti á götu um hábjartan daginn á virkum dögum. Þetta er sjón sem var óþekkt fyrir nokkrum árum, nema í undantekningartilfellum. Ástæðan fyrir þessu er feðraorlofið hér, þar sem Íslendingar standa Bretum langtum framar. Þar í landi er orlof feðra tvær vikur, en hér þrír mánuðir sem kunnugt er. Cherie minntist á þennan samanburð í viðtalinu og talaði þá um hve orlof- ið væri rausnarlegt hér. Hún minntist líka með aðdáun á jafnréttis- mál hér og annars staðar á Norðurlöndum. Það er alltaf gott að fá einhverja utan frá til að greina stöðuna á heimavelli í ýmsum málum, því oft vill það verða svo að stjórnar- andstæðingar bæði á Alþingi og í sveitarstjórnum gera meiri og meiri kröfur með samanburði við hin og þessi lönd, en neita jafn- framt að viðurkenna það sem vel hefur verið gert. Við Íslendingar erum oft fljótir að taka við okkur varðandi góða hluti, en það vant- ar kannski að ræða þá til hlítar og gera sér grein fyrir afleiðingun- um áður en þeir eru negldir niður, því stjórnmálamenn vilja oft skreyta sig með litríkum fjöðrum og drífa ýmsa hluti í gegn, sem þeir telja að verði sér til framdráttar. Heimsókn Cherie Booth Blair var því ágæt kennslustund fyrir marga, og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra á hrós skilið fyrir framtak sitt fyrir með hvaða hætti hún hélt upp á 75 ára afmæli Vigdísar Finnbogadóttur, fyrrverandi forseta Ís- lands, fyrr á þessu ári. ■ 1. september 2005 FIMMTUDAGUR SJÓNARMIÐ KÁRI JÓNASSON Cherie Booth Blair segir erfitt að ná fullkomnu launajafnrétti án betri barnagæslu. Launajafnrétti og barnagæsla FRÁ DEGI TIL DAGS „fia› er sannarlega einhver stífla í gangi, sérstaklega hva› var›- ar launajafnrétti. Vi› erum búin a› berjast svo lengi fyrir launa- jafnrétti en fla› vir›ist sem okkur takist ekki a› ná fullkomnu samræmi milli me›allauna karla og me›allauna kvenna. Ég er sannfær› um a› sk‡ringarnar á flví er me›al annars a› finna í barnagæslu. Ekki a› fullu, en stórum hluta.“ Í DAG BENSÍNVERÐ OG BÍLAR ÞORVALDUR GYLFASON Sunnudagsbíltúr frá Reykjavík austur á fiingvöll getur hæg- lega kosta› 2.000 krónur bara fyrir bensíni›. Hvernig bregzt fólk vi› svo mikilli ver›hækk- un? Hva› er til rá›a? Heimsferðir bjóða frábært tilboð á síðustu sætunum til Portúgal. Þú bókar sæti og 4 dögum fyrir brottför færðu að vita hvar þú gistir. Síðustu sætin Stökktu til Portúgal 7. eða 14. sept. frá kr. 34.995 Verð kr. 34.995 í viku / 44.995 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. hjón með 2 börn, 2-11 ára, í íbúð í viku. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 7. og 14. september. Verð kr. 39.990 í viku / 49.990 í 2 vikur Netverð á mann, m.v. 2 í herbergi/stúdíó/íbúð í 2 vikur. Flug, skattar, gisting og íslensk fararstjórn. Stökktu tilboð 7. og 14. september. Skógarhlíð 18 • s. 595 1000 • Akureyri s. 461 1099 • Hafnarfjörður s. 510 9500 www.heimsferdir.is Olíuver› í upphæ›um Kristnihald í Garðabæ Á safnaðarfundi í Garðabæ á þriðjudag var fjölmennara en margir áttu von á. Allt að sjö hundruð manns sátu fund- inn en ekki var boðið upp á veitingar af sama tagi og í Kristnihaldi undir Jökli þar sem aldrei var veitt undir sautján sortum. Sérstaka athygli vakti ræða prófastsins á Reynivöllum, dr. Gunnars Kristjánssonar, en hann lýsti deilum í sókninni á mjög áþekkan hátt og Laxness gerði í einni þekktustu sögu sinni en Gunnar mun vera mikill aðdáandi hans og stjórnmálaskoð- anir hans munu hafa mótast mjög af skáldinu. Kveðjubréf útvarpsstjóra Markús Örn Antonsson, fráfarandi út- varpsstjóri, sendi starfsmönnum Ríkis- útvarpsins tölvuskeyti í gær þar sem hann minntist verka sinna í stofnuninni undanfarin fjörutíu ár. Fór Markús yfir feril sinn og verk og hvernig honum hefur tekist að gera Ríkisútvarpið að þeirri stofnun sem það er í dag, hvaða skilning svo sem hægt er að leggja í það. Segir Markús meðal annars: „Árin mín í útvarpsráði á tímabilinu 1978- 1985 einkenndust af linnulausri bar- áttu fyrir hækkun afnotagjalda.“ og ekki er síðri setning hans um stöðu starfs- fólksins: „ Flestum eru ljós þau sann- indi, að það er gott að vera í vinnings- liðinu.“ Ekkert er minnst á Auðun Georg Ólafsson í bréfinu. Júlíus Vífill í fyrsta Stuðningsmenn Júlíusar Vífils Ingvars- sonar, fyrrum borgarfulltrúa Sjálfstæðis- flokksins, skora nú mjög á hann að gefa kost á sér í efsta sæti prófkjörs sjálfstæðismanna. Gæti því allt eins far- ið að þrír myndu keppa um efsta sætið eða jafnvel fleiri enda hefur Guðlaugur Þór Þórðarson ekkert gefið enn út um hvað hann hyggist fyrir. Beðið verður eftir því út þessa viku eða jafnvel leng- ur að þessir frambjóðendur ákveði sig en spennan magnast í baráttunni um borgarstjórastólinn. hjalmar@frettabladid.is ÚTGÁFUFÉLAG: 365 – prentmiðlar RITSTJÓRI: Kári Jónasson FRÉTTARITSTJÓRI: Sigurjón M. Egilsson AÐSTOÐARRITSTJÓRI: Jón Kaldal FRÉTTASTJÓRI: Arndís Þorgeirsdóttir VARAFRÉTTASTJÓRI: Trausti Hafliðason FULLTRÚI RITSTJÓRA: Guðmundur Magnússon RITSTJÓRNARFULLTRÚI: Steinunn Stefánsdóttir RITSTJÓRN OG AUGLÝSINGAR: Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík AÐALSÍMI: 550 5000 SÍMBRÉF Á FRÉTTADEILD: 550 5006 NETFÖNG: ritstjorn@frettabladid.is og auglysingar@frettabladid.is VEFFANG: visir.is UMBROT: 365 – prentmiðlar PRENTVINNSLA: Ísafoldarprent- smiðja ehf. DREIFING: Pósthúsið ehf. dreifing@posthusid.is Fréttablaðinu er dreift ókeypis á heimili á höfuðborgarsvæðinu, Suðurnesjum og Akureyri. Einnig er hægt að fá blaðið í völdum verslunum á landsbyggðinni. Fréttablaðið áskilur sér rétt til að birta allt efni blaðsins í stafrænu formi og í gagnabönkum án endurgjalds. ISSN 1670-3871 LESTU GREININA Á VISIR.IS OG SEGÐU SKOÐUN ÞÍNA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.