Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 62

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 62
1. september 2005 FIMMTUDAGUR38 HVAÐ? HVENÆR? HVAR? 29 30 31 1 2 3 4 Fimmtudagur SEPTEMBER ■ ■ LEIKIR  19.15 KR og Valur mætast í DHL- Höllinni í Reykjavíkurmóti karla í körfubolta.  19.15 ÍR og ÍS mætast í Seljaskóla í Reykjavíkurmóti karla í körfubolta. ■ ■ SJÓNVARP  07.00 Olíssport á Sýn. Þátturinn er endursýndur þrisvar sinnum til 9.00 og svo aftur klukkan 18.00.  14.00 Enskir leikir á Enska boltanum. Leikir Man. City–Ports- mouth, Fulham–Everton og Aston Villa-Blackburn sýndir.  16.40 Formúlukvöld á RÚV.  18.30 Íslandsmótið í golfi 2005 á Sýn.  19.45 Bandaríska mótaröðin í golfi 2005 á Sýn.  20.00 Liðið mitt á Enska bolt- anum. Stuðningsmannaklúbbar ensku úrvalsdeildarliðanna njóta sín.  20.10 Suðurnesjatröllið 2005 á Sýn.  20.40 Mike Tyson - Lennox Lewis á Sýn.  21.00 Enskir leikir á Enska boltanum. Leikir Newcastle–Man. Utd., Middlesbrough–Charlton og Wigan–Sunderland sýndir.  21.30 Breski bílaþátturinn Í fimmta gír á Sýn.  22.00 Olíssport á Sýn.  22.30 Strandblak á Sýn. Newcastle keypti Michael Owen á sautján milljónir punda frá Real Madrid: FÓTBOLTI Michael Owen var í gær kynntur sem nýr liðsmaður Newcastle United en gengið var frá kaupum á honum frá Real Madrid í fyrrakvöld. Mikill fjöldi lét sjá sig á St. James Park, heimavelli Newcastle, en það voru mest rúmlega 20 þúsund áhorfendur á leikvanginum þegar hann veifaði til áhorfenda af palli sem komið hafði verið komið fyrir á vellinum. Owen sagði samtöl sín við Alan Shearer, fyrirliða New- castle, hafa ráðið úrslitum um það að hann ákvað að fara til Newcastle. „Shearer er búinn að vera í stöðugu sambandi við mig síðustu vikur. Eftir mörg löng samtöl við hann ákvað ég að koma hingað þar sem allir hjá félaginu hafa mikinn metnað til koma félaginu aftur í fremstu röð. Það margir virkilega góðir leikmenn hjá Newcastle og ég er viss um að við náum að rétta úr kútnum í næstu leikjum.“ Newcastle hefur byrjað leik- tíðina illa og hefur leikmönnum liðsins ekki enn tekist að skora mark í deildinni. Owen vonast til þess að geta skorað mörg mörk í hvíta og svarta búningnum. „Ég hef unnið við það í nokkur ár að skora mörk. Ég fer ekki fram á neitt annað en að fá að spila og það er ástæðan fyrir því að ég kom hingað. Staða mín hjá Real Madrid var ekki nógu góð og eftir mikla umhugsun ákvað ég að fara til Newcastle. Núna byrjar nýtt tímabil í mínu lífi og ég hlakka til þess að takast á við það.“ - mh Michael Owen hylltur í Newcastle HK gæti fengi› 20 milljónir fyrir Rúrik Í anna› sinn á rúmu ári hefur HK grætt fúlgur fjár á flví a› selja hinn stórefnilega Rúrik Gíslason. FÓTBOLTI Lið HK í 1. deildinni, sem í fyrradag gekk frá sölu á hinum 17 ára gamla Rúrik Gíslasyni til Charlton, gæti fengið allt að 20 milljónir króna frá Charlton fari svo að Rúrik verði fastamaður í liðinu í framtíðinni. Ljóst er að HK hefur hagnast vel á því að selja Rúrik en hann kom til liðsins síðasta haust eftir að hafa verið í herbúðum Anderlecht í tæpt ár. Þar náði Rúrik sér aldrei á strik vegna meiðsla en hann er upp- alinn hjá Kópavogsliðinu og sneri því aftur á heimaslóðir. Heildarkaupverðið á Rúrik er háð því hvort hann nær að brjóta sér leið inn í aðallið Charlton, en þar á bæ hafa menn mikla trú á ís- lenska leikmanninum og segir Pet- er Varney, framkvæmdastjóri fé- lagsins, að með kaupunum á Rúrik hafi Charlton verið að tryggja sér þjónustu eins eftirsóttasta unga leikmanns Evrópu. Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins var Rú- rik gríðarlega eftirsóttur hjá lið- um af Norðurlöndunum en hann kaus sjálfur að fara til liðs í ensku úrvalsdeildinni. Líklegt er að vera Hermanns Hreiðarssonar hjá Charlton hafi ráðið miklu um ákvörðun Rúriks og þakkaði Varn- ey íslenska varnarmanninum sér- staklega fyrir aðstoðina. „Her- mann átti stóran þátt í því að fá Rúrik til okkar,“ sagði hann. Í viðtali við opinbera heima- síðu Charlton segir Steve Suther- land, meðlimur í leikmannanefnd félagsins, að koma Rúriks sé sem hvalreki á fjörur félagsins. „Hann á góða möguleika á að verða ein af helstu stjörnum ensku úrvals- deildarinnar í framtíðinni,“ segir Sutherland. - vig RÚRIK GÍSLASON Vakti athygli stórliða á borð við Bayern München, PSV og Ajax eftir stórkostlega frammistöðu með u-17 ára landsliði Íslands. Hann valdi að fara til Anderlecht á sínum tíma en er nú kominn til Charlton. FRÉTTABLAÐIÐ/PJETUR Félagsskiptaglugginn í fótboltanum lokaðist í gær: Miki› um kaup og sölur HYLLTUR Á ST. JAMES PARK Owen er nú án efa vinsælasti maðurinn í Newcastle og vonast stuðningsmenn félagsins eftir því að hann skori mikið af mörkum fyrir félagið. FÓTBOLTI Enski landsliðsmaðurinn Jermaine Jenas gekk í gær til liðs við Tottenham Hotspurs frá Newcastle United fyrir átta millj- ónir punda. Jenas hefur verið óá- nægður hjá Newcastle í langan tíma en hann hefur ekki náð að starfa vel með knattspyrnustjór- anum Graeme Souness. Búast má við því að Jenas styrki lið Totten- ham mikið en hann þykir vera einn af efnilegustu leikmönnum Englands. Meðal annara kaupa í gær má nefna að Tottenham festi einnig kaup á Suður-Kóreumanninum Lee Young-Pyo en hann leikur í stöðu vinstri bakvarðar. Totten- ham þurfti að greiða tæpar tvær milljónir punda fyrir Young-Pyo. Sænski landsliðsmaðurinn Erik Edman fór á sama tíma frá Tottenham til Rennes í Frakk- landi, en hefur ekki þótt standa sig nóg vel með liðinu síðan hann kom fyrir ári. Wigan Athletic keypti fram- herjann David Connolly frá Leicester City fyrir tvær milljón- ir punda en honum er ætlað að fylla skarðið sem Nathan Ell- ington skyldi eftir sig. Wigan hef- ur gengið erfiðlega að skora á leiktíðinni og ekki skánaði ástand- ið eftir að Ellington fór til West Bromwich Albion fyrir skömmu. Connolly hefur verið helsti markaskorari Leicester City í 1.deildinni á Englandi síðustu tvö tímabil. - mh JERMAINE JENAS Á eflaust eftir að verða mikill liðsstyrkur fyrir Totten- ham má búast við því hann verði orðinn lykilmaður liðsins áður en langt um líður.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.