Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 8

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 8
1. september 2005 FIMMTUDAGUR Erfitt að fá fólk í vinnu segir eigandi Nýja kökuhússins: Ekki gengi› jafnilla í flrjátíu ár MANNEKLA „Ég er búinn að vera í þessum bransa í þrjátíu ár svo ég veit það vel að oft er erfitt að fá starfsfólk á þessum tíma en ég man ekki eftir því að þetta hafi nokkur tíma verið svona slæmt,“ segir Birgir Páll Jóns- son eigandi Nýja kökuhússins í Kringlunni. Hann sinnir nú af- greiðslustörfum þar sem ekki hefur tekist að manna þau störf hjá fyrirtækinu. Birgir segir mikið álag á aðra starfsmenn. „Ég er til dæmis ekki með neitt afgreiðslufólk í bakaríinu svo bakarar bæði af- greiða og baka eins og stendur.“ Hann segir að nú vanti fimm til sex starfsmenn í fulla vinnu hjá fyrirtækinu en um tuttugu og fimm manns starfa þar venju- lega svo fimmta hver staða er nú ómönnuð. „Við sem sinnum þjónustu- störfum getum ekki ráðið út- lendinga nema þeir tali þokka- lega íslensku svo við stöndum svolítið verr hvað þetta varðar en mörg önnur fyrirtæki,“ út- skýrir Birgir. Hann segir að víðast hvar sé svipað ástatt á matsölustöðum. Í veitingasal Kringlunnar er til dæmis auglýst eftir starfsfólki við annan hvern matsölustað. - jse Vandræði vegna manneklu á sambýlum: Vaxandi óánægja starfsfólks ATVINNUMÁL „Það getur verið mjög erfitt að halda í starfsfólk þegar það býr við þessa óvissu sem manneklan veldur,“ segir Sæunn Njálsdóttir forstöðumaður á sam- býli fyrir fjölfatlaða í Hafnar- firði. Stöðugar breytingar á vakta- töflum valda óánægju starfsfólks sem vill geta gengið að vöktum sínum vísum minnst einn mánuð fram í tímann, að sögn Sæunnar. Hún segir enn fremur að álag hafi aukist vegna þess að sambýl- in séu oft undirmönnð og því standi starfsmenn í ströngu við að sinna frumþörfum íbúanna. „Starfmannavelta er líka allt of miklil, maður er heppinn að halda starfsmanni í eitt ár,“ bætir Sæunn við og segir lágum launum um að kenna hvernig komið sé fyrir þessum málaflokki. Árni Stefán Jónsson, fram- kvæmdastjóri stéttarfélagsins SFR, tekur undir það að launin séu of lág en segir enn fremur að starfsmenn eigi von á kjarabótum á næstu tveimur árum vegna kjarasamninga sem samþykktir voru í vor. - jse ATVINNUMÁL „Við höfum tekið saman fjölda starfsmanna og á síðasta ári vorum við með 1.036 manns sem er nokkuð mikið mið- að við það að við höfum rétt um þrjú hundruð stöðugildi,“ segir Sigríður Kristjánsdóttir, fram- kvæmdastjóri Svæðisskrifstofu málefna fatlaðra á Reykjanesi. Það þýðir að Svæðisskrifstofan þarf að meðaltali rúmlega þrjá menn til að fylla hvert stöðugildi. Sigríður og Sæunn Njálsdóttir, forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða, segja að mannekla hafi þegar sett mark sitt á starf- semina og komið niður á lífsgæð- um fatlaðra en nú vantar um það bil þrjátíu og sex starfsmenn á sambýli og starfsstöðvar fatlaðra á Reykjanesi. Sæunn segir að hún hafi leitað eftir aðstoð aðstand- enda vegna manneklunnar. „Það er ekki svo einfalt mál því það getur þurft að flytja heilu sjúkra- rúmin og hjálpartækin með ein- staklingnum og svo hefur þetta eðlilega mikil áhrif á líf aðstand- endanna,“ segir hún. Hún segir enn fremur að ýmis félagsleg þjónusta við skjólstæðinga sína falli niður meðan staðan er svona. „Starfið snýst að mestu um það að sinna frumþörfum og svo bíður fólkið bara því ekki er nægur mannskapur til að sinna félags- legu þáttunum sem er mjög slæmt því okkar starf felst einnig í því að koma fötluðum út í samfélagið en það starf situr á hakanum þeg- ar svona er,“ segir Sæunn. Ýmsar leiðir eru reyndar til úr- bóta í manneklunni. Til dæmis segir Sigríður að til umræðu hafi komið að lækka lágmarksaldur þeirra sem ráðnir eru til starfa úr 20 árum niður í 19. Mikill skortur er á fagmennt- uðu fólki í þessum málaflokki að sögn Sigríðar en hún segir að störfum við umönnun fatlaðs fólks hafi fjölgað síðustu ár en ekki hafi verið hugað að því að mennta fólk til starfanna að sama skapi. „Það er ekki svo að fólk vilji ekki mennta sig til þessara starfa,“ segir Sigríður og bendir á að færri komist að en vilji til þess að læra þroskaþjálfun í Kennara- háskólanum. jse@frettabladid.is BIRGIR PÁLL JÓNSSON Eigandi Nýja köku- hússins í Kringlunni þarf nú að taka upp svuntuna og sinna störfum sem erfiðlega gengur að manna. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /H EI Ð A H EL G AD Ó TT IR fiurftu yfir flúsund manns í 300 störf Á sí›asta ári sinntu 1.036 starfsmenn um 300 stö›ugildum hjá Svæ›isskrifstofu málefna fatla›ra á Reykjanesi. Erfitt er a› fá fólk til starfa vi› umönnun fatl- a›ra og hafa samb‡li flurft a› leita eftir a›sto› a›standenda. Í STARFSÞJÁLFUN Þessir herramenn vinna hjá Örva þar sem manneklan hefur lítið gert vart við sig en lífsgæði fjölmargra fatlaðra eru minni nú en endranær vegna manneklu á sambýlum og starfsstöðvum. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /V AL LI SÆUNN NJÁLSDÓTTIR Sæunn er forstöðumaður á sambýli fyrir fjölfatlaða en þar er skort- ur á starfsfólki farinn að gera starfið afar erfitt.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.