Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 36

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 36
Nýstárlegt verðlaunastell DISTINCTION HEITIR NÝTT DANSKT POSTULÍNSMATARSTELL SEM ER HVORKI FERKANTAÐ NÉ KRINGLÓTT. ÞAÐ ER VÆNTANLEGT Á MARKAÐ Í NÆSTA MÁNUÐI. Hönnuður Distinction-stellsins er danska leirlistakonan Bente Hansen og við fyrstu sýn gæti virst sem stellið hefði aflagast í höndunum á henni meðan postulínið var enn mjúkt og óbrennt. Það er framleitt af danska fyrirtækinu Stelton sem hlaut svo- nefnd Formland-verðlaun fyrir það en þau eru veitt á samnefndri sýningu búsáhalda og gjafavara sem haldin er í Herning á Jótlandi tvisvar á ári. Distinction er úr hágæða postulíni og í stellinu eru þrjár skálastærðir og þrír mismunandi diskar. Fimm ár liðu frá því hugmyndin að því kviknaði og þar til það var komið í framleiðslu. Hver einasti hlutur var formaður í höndun- um og síendurbættur þar til diskar og skálar féllu sem best hvert að öðru. „Með Distinction vildi ég vekja not- andann til umhugsunar um það hvernig bera má fram mat á skemmtilegan hátt og gefa um leið ímyndunaraflinu lausan tauminn,“ er haft eftir hönnuðinum. Stellið mun fást hjá Epal í Skeifunni. borðbúnaður } 8 1. september 2005 FIMMTUDAGUR 20-50% afsláttur í dag og á morgun. Vegna flutninga innan Smáralindar lokum við í nokkra daga frá laugardeginum 3. september. Smáralind ÚTSALAN Í FULLUM GANGI! Brúðargjafalistar TILBOÐSDAGAR 10 - 60% afsláttur rúmfatnaður - handklæði - rúmteppi gjafarvara - barnaefni 200 kr. meterinn www.bergis.is Glerkrukkur eru bæði fallegar og góðar til að geyma í ýmiss konar þurrmat svo sem pasta, sykur, hveiti eða jafnvel kryddjurtir. Í Epal í Skeifunni 6 rákumst við á nýjar glerkrukkur sem danski hönnuðurinn Ole Palsby á heiður- inn að en framleiðandinn er Ros- endahl. Krukkurnar fást í fjórum stærðum, frá hálfs líters til eins og hálfs og lokin falla þétt að. Hönnunin er einföld og stílhrein svo krukkurnar geta sem best notast líka til að bera fram mat í. Svo mega þær fara í uppþvotta- vélina. Önnur falleg glervara frá Ros- endahl er Grand Cru-kryddkvörin og kryddstaukarnir sem henta hvort sem er við grillið eða á mat- borðið árið um kring. Í Epal fást kryddstaukar með tíu mismun- andi kryddtegundum og auðvelt er að færa kryddkvörina á milli stauka eftir vild eða fylla stauk- inn sem fylgir kvörninni með nýju kryddi þegar hann tæmist. Kvörnina ná hreinsa með því að mala í henni gróft salt, bursta hana eða þvo. Kryddstaukur með kryddi kostar 480 kr. en staukur með kvörn kostar 1.980 kr. Sætur & mjúkur Gærukollur sem var hannaður um 1970 hefur slegið í gegn á ný. Kollar með litríkum íslenskum gærum voru vinsæl fermingargjöf á áttunda áratugnum. Nú hafa þessir kollar skotið upp kollinum aft- ur og hlotið verðskuldaða athygli fyrir fallega hönnun. Gærukollurinn var einn þeirra hluta sem fékk pláss á sýningunni Ómur í Þjóðminja- safninu og síðan hefur hönnuður hans Sigurður Már Helgason farið að framleiða hann aftur enda hef- ur gripurinn öðlast vinsældir á ný, nú undir nafninu Fuzzy. Kollurinn fæst í safnbúð Þjóðminjasafnsins og þar hefur hann selst vel, að sögn afgreiðslufólks. Hann þykir bæði nútímalegur og klassískur, svo tekur hann ekki alltof mikið pláss þótt hann prýði heimilið og sé góður til að tylla sér á. Sigurður Már vinnur nú að hönnum barstóls í sömu línu. Glerkrukkur og kryddstaukar Hentug ílát frá Rosendahl fyrir þurrmat og krydd. Glerkrukkurnar eru til í fjórum stærðum, frá hálfs lítra til eins og hálfs. Distinction-stellið gefur matarborðinu einstakt útlit. Kryddkvörnin fer vel á matborðinu. SJÓNVARPSDAGSKRÁ VIKUNNAR »
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.