Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 72

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 72
48 1. september 2005 FIMMTUDAGUR „Kokkteilamenningin er að aukast hérna á Íslandi en það er svolítið nýjabrum á þessu. Fólk er mikið í sætum drykkjum. Það vex þó af fólki,“ segir Stefán Ólafsson, yfir- barþjónn á Salt barnum. Vinsæl- asti kokkteillinn á Salti er mojito og það sama má sennilega segja um flesta bari landsins. „Mojito- kokkteillinn sló í gegn í Bandaríkj- unum og Evrópu fyrir nokkrum árum síðan en náði aldrei jafn- miklum vinsældum og hér,“ segir hann. Íslendingar virðast því hafa uppgötvað kokkteilinn heldur seinna en aðrir en tekið þeim mun meira ástfóstri við hann. Mojioto er ekki sama og mojito. „Mér finnst merkilegt hvað mojito er mismunandi á stöðunum. Það eru til mjög marg- ar uppskriftir að kokkteilum og oft eru menn að reyna að spara hér og þar. Oft er sett Sprite, sem á alls ekki að vera, eða of mikið sódavatn,“ segir Stefán. „Stund- um hef ég séð að ávaxtabitanir eru settir út í glasið en það á ekki að vera því þá kemur of mikil beiskja í drykkinn.“ Mojito er svo- kallaður julep, sem er tegund af kokkteilum sem eiga það sameig- inlegt að innihalda myntu. „Mojito er í raun romm-julep. Hinn frægi myntu-julep er með búrbon í stað- inn fyrir romm en að öðru leyti eins og mojito.“ Í dag tala menn um mojito með mismunandi gerð- ir áfengis þó að upphaflega hafi mojito verið með rommi. ferskur límónusafi, úr einni meðalstórri límónu tvær eða þrjár skeiðar af hrá- sykri 6 cl Bacardi hvítt romm tveir til þrír stönglar af ferskri myntu og laufblöðin á þeim Vökvanum og sykrinum er hrært vel saman í glasinu. Mynt- an er sett út í og marin með kokk- teilhrærunni til þess að ná olíunni úr henni í drykkinn. Svo er settur mjög mulinn klaki yfir og glasið fyllt. Að lokum er hrært upp aftur í glasinu og sett skvetta af kol- sýrðu vatni ofan í, um það bil 1 cl, til að fá aukinn ferskleika. Mojito er ferskur og svolítið súr en á alls ekki að vera sætur. Hrásykurinn er nauðsynlegur því hann leysist ekki eins vel upp og hvítur sykur. „Ef manni finnst drykkurinn ekki nógu sætur er hægt að hræra í honum eða leyfa honum að standa aðeins og láta sykurinn leysast betur upp. Þetta er það góða við hrásykurinn, fólk getur stýrt því meira sjálft hversu sætur hann er,“ segir kokkteilsérfræðingurinn. Hann leggur áherslu á að oft verði að láta tilfinninguna ráða í kokkteil- gerð, rétt eins og í matargerð. Ekki kunna allir að meta mojito og þá mælir Stefán með einhvers konar martini-drykkjum. „Kokk- teilar eins og epla-martini, espresso-martini og Cosmopolitan eru að koma inn,“ segir hann. ESPRESSO-MARTINI: 4 cl vodka 2 cl Kahlua Rétt framan af teskeið af hrá- sykri Einn sterkur espresso, ný- lagaður Allt er hrist mjög vel saman með klaka til þess að kæla drykk- inn niður. Hellt út í martini-glas en klakinn síaður frá og ekki sett- ur í glasið. „Kúnstin er að nota ferskt kaffi. Ef hrist er nógu vel og kaffið er gott kemur espresso- froða ofan á af sjálfu sér,“ segir yfirbarþjónninn á Salti. rosag@frettabladid.is Mojito ekki sama og mojito STEFÁN ÓLAFSSON YFIRBARÞJÓNN Á SALTI „Við smökkum myntuna á hverjum morgni,“ segir Stefán og bendir á að erfitt sé að gefa nákvæmar uppskriftir að kokkteilum því ávextirnir séu missúrir og myntan ekki alltaf eins. Spergilkálið og blómkálið snyrt og skipt í kvisti. Soðið í saltvatni í 3-4 mínútur og síðan látið renna vel af því. Olía, hvítlaukur, rósmarín, pipar og salt sett í skál og hrært saman. Spergilkálið og blómkálið sett í skálina og blandað vel. Látið standa nokkra stund og hrært öðru hverju. Grillið hitað. Kálið sett í wok-pönnu fyrir grill (með götum), í vírgrind eða á grillbakka úr áli og grillað við góðan hita í nokkrar mínútur, eða þar til það er farið að brúnast og komið grillbragð af því. Hrært eða snúið nokkrum sinnum á meðan. Borið fram heitt með grilluðu kjöti, kjúklingi eða fiski. 400 g spergilkál 400 g blómkál (nota má eingöngu aðra tegundina) salt 4 msk. ólífuolía 1 hvítlauksgeiri, pressaður 2 tsk. ferskt rósmarín eða 1/2 tsk. þurrkað nýmalaður pipar Fleiri ljúffengar uppskriftir og fróðleikur á www.islenskt.is ÍS LE N SK A AU G LÝ SI N G AS TO FA N /S IA .I S G RA 2 85 65 06 /2 00 5 Grillaðspergilkál og blómkál Rjúpur, rjúpur og aftur rjúpur Suður-afríska vínið Table Mountain Cabernet Merlot er blanda af 80% cabernet sauvignon og 20% merlot-þrúgum, handtíndum á bestu vínekrunum í Stellenbosch, Paarl, Wellington og Robertson á Western Cape-svæðinu í Suður-Afríku. Auð- drukkið vín, ilmhöfugt og ávaxtaríkt. Hentar vel með pasta, hrísgrjónum og léttari kjöt- réttum. Víngerðarmaðurinn Michael Bucholtz lætur vínið þroskast í stáltönkum og eikartunnum til jafns. Kraftmikið vín á afar góðu verði. Konum líkar þetta vín afar vel með mat eins og sjá má í góðri umsögn nýlega í hinu þekkta danska blaði Hjemmet. Verð í Vínbúðum 990 kr. maturogvín@frettabladid.is MATGÆÐINGURINN HRAFNHILDUR HÁKONARDÓTTIR EINKAÞJÁLFARI > Náttúruleg snilld ... Maldon-saltflögurnar eru unnar náttúrulega úr sjó og algerlega lausar við öll aukaefni. Saltið er gott í nánast alla matargerð og svo er það svo girnilegt viðkomu. Nammi namm! Hvaða matar gætir þú síst verið án? Rjúpna, það er svo mikil nautn að borða rjúpur. Þær eru einfaldlega það besta sem ég fæ. Fyrsta minningin um mat? Ég held að það hafi verið kleinurnar hennar ömmu. Ég man alltaf eftir lyktinni, hún var svo góð. Einu sinni reyndi ég að búa til kleinur sjálf og þá heyrðist í ömmu: „Bíddu, af hverju eru tveir hnútar á þínum kleinum?“ Ég hef ekki bakað kleinur síðan. Er einhver matur sem þér finnst vondur? Svið finnst mér verst. Lyktin af heitum sviðum er hryllileg, eins og blautir vettlingar. Svo er ég heldur ekki mikið fyrir bjúgu, hrossakjöt og súr- mat. Nánast allt annað get ég borðað. Besta máltíð sem þú hefur fengið? Rjúpur, rjúpur og rjúpur. Leyndarmál úr eldhússkápnum? Salt, pipar og olía. Ég nota þessa hluti mjög mikið við eldamennskuna og því verð ég að eiga þetta. Hvað borðar þú þegar þú þarft að láta þér líða betur? Þá borða ég lambakjöt og salat. Það hressir mig alltaf við ef skapið er ekki í lagi. Hvað áttu alltaf til í ísskápnum? Rjóma á ég alltaf til og líka suðusúkkulaði. Ef ég á það ekki, þá er ekkert til. Svo á ég líka alltaf smjör og ost. Ef þú yrðir föst á eyðieyju, hvaða mat myndir þú taka með þér? Ég myndi nú reyna að taka með mér einhvern rjúpnalager bara. Svo myndi ég bara vona að það yxu rifs- ber á trjánum svo ég gæti búið til sultu. Hvað er það skrítnasta sem þú hefur borðað? Það skrítnasta sem ég hef borðað er kúamagi, sem var ógeðslegur, og marglytta. Framboð á áfengum gosdrykkjum eykst sífellt og fram koma ódýrari drykkir, en hingað til hafa drykkirnir verið í dýrari kantinum. Nú eru komnir í sölu í Vínbúðum bresku drykkirnir VK Kick. Þeir eru framleiddir af fyrirtækinu GBL á Bretlandseyjum og eru í hópi vinsælustu áfengu gosdrykkja á Englandi auk þess að hafa náð fótfestu á meginlandi Evrópu. VK Kick eru 4% að styrkleika og þykja teg- undirnar allar mjög bragðgóðar og njóta sín vel í fallega hönnuðum 275 ml glerflöskum. Hér eru á ferðinni ódýrustu áfengu gosdrykkirnir í Vínbúðum. Fást í Heiðrúnu og Kringlunni og kosta 197 kr. VK KICK: Ódýrasti áfengi gosdrykkurinn TABLE MOUNTAIN: Kraftmiki› á gó›u ver›i
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.