Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 24

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 24
■ HVAÐ KOSTAR... Í BÍÓ? Hádegi um helgar borgar sig Hver miði í kvikmyndahúsin kostar alla yfir sex ára aldri 800 krónur. Börn yngri en það greiða 450 krónur. Annað slagið bjóða kvikmyndahúsin sérstaka afslætti. Til að mynda eru allir miðar á fyrstu sýningar hvers dags hjá Regnboganum á hálfvirði, 400 krónur, og sama verð er í hádeginu um helgar á sýningum í Kringlubíói. Þriðju- dagstilboðin eru heldur ekki alveg horfin en undanfarin ár hefur verið ódýrara að sækja kvikmyndahúsin þá. Einhver húsanna bjóða slík tilboð ennþá og eru þau auglýst í blöðunum á þriðjudögum. Um þrjú þúsund Íslend- ingar fara í tannréttingar á ári og greiða fyrir það að meðaltali um hálfa milljón króna. Styrkir Trygginga- stofnunar nema að meðal- tali um 150 þúsund krón- um. Meðalkostnaður við tannréttingar er metinn frá 450 til 600 þúsund krónur en getur farið yfir eina milljón króna í verstu tilvikunum. Tryggingastofnun tekur aðeins þátt í kostnaði að því gefnu að um alvarlegri tilvik sé að ræða og þá aðeins upp að vissu marki. Á landinu eru starfandi átta tannlæknar sem sérhæfa sig í tannréttingum og er nóg að gera hjá þeim öllum. Kemur það að hluta til af því að rösklega fjórð- ungur allra einstaklinga í hverj- um árgangi leitar til tannréttinga- sérfræðinga en síðari ár hefur þeim farið mjög fjölgandi sem vilja tannréttingar. Árni Þórðarson, sérfræðingur í tannréttingum, segir erfitt að áætla hver meðalkostnaður sjúk- lings sé í tannviðgerðum. „Það fer eftir mörgum þáttum og einnig er frjáls samkeppni milli tannrétt- ingasérfræðinga en ég held að 450 til 600 þúsund á hvern einstakling að meðaltali sé nærri lagi. Auðvit- að getur upphæðin orðið hærri í alvarlegustu tilvikunum.“ Það er öllu hærri upphæð en allflestir geta vonast til að fá niðurgreitt af ríkinu en sé ekki um mjög alvarleg tilvik að ræða nemur styrkur Tryggingastofnun- ar aðeins 150 þúsund krónum og er þá miðað við að viðkomandi hefji meðferð með spöngum fyrir 21 árs aldur. Á síðasta ári fengu alls tæplega 2.800 þann styrk og nam kostnaður TR vegna þessa tæplega 150 milljónum króna. Hefur styrkþegum fjölgað um tæplega hundrað á hverju ári frá aldamótum en ekki liggur fyrir hvort um eðlilega þróun er að ræða sem búast má við áfram. Sækja þarf sérstaklega um alla slíka styrki beint til TR og er lítið um synjanir þar sem tannrétt- ingasérfræðingar sækja um fyrir hönd skjólstæðinga sinna og þeir þekkja reglurnar vel. Hjá Tryggingastofnun fengust þær upplýsingar að miklu geti munað á gjaldskrám þeirra átta tannréttingasérfræðinga sem þjónustu sína bjóða. Getur borgað sig að gera verðsamanburð milli þeirra áður en framhaldið er ákveðið. Árni Þórðarson segir að þótt nóg sé að gera hjá tannréttingasér- fræðingum séu átta sérfræðingar nægilegur fjöldi til að anna aðsókn- inni. „Við vorum fleiri hér áður og auðvitað má segja að hægt sé að bæta við einum eða tveimur til við- bótar en staðan í dag er viðunandi.“ albert@frettabladid.is STEINUNN VALDÍS BORGARSTJÓRI: MYNDI HELST VILJA BÚA Í HAFNAR- FIRÐI 24 1. september 2005 FIMMTUDAGUR NEYTANDINN: LOGI ÓLAFSSON LANDSLIÐSÞJÁLFARI ÚTGJÖLDIN > MEÐALTAL HEILDARLAUNA FULLVINNANDI Á VINNUMARKAÐI 2004 hagur heimilanna 25 6. 50 0 26 1. 50 0 26 5. 50 0 27 2. 50 0 4. ársfj. 3. ársfj. 2. ársfj. 1. ársfj. 1.-4. ársfjórðungur 2004 H ei ld ar la un „Bestu kaup sem ég hef gert um ævina er hestur sem ég keypti ellefu ára gam- all og Volkswagen-Bjalla sem ég pungaði út fyrir á þrítugsaldri,“ segir Logi Ólafsson, landsliðsþjálf- ari í knattspyrnu. Logi var ekki lengi að kveða upp dóm sinn um sín bestu kaup hingað til á ævinni, sem hann segir ekki hafa verið ýkja mörg. „Fyrst er til að telja að á ellefta aldursári keypti ég mér hest og fékk þann gæðing á afar góðum kjörum enda vann ég þá talsvert í kringum hesta við hirðingar og annað því tengt. Hesturinn sá reyndist mér afar vel og stendur enn þann dag í dag mér fyrir hug- skotssjónum sem einhver bestu kaup mín alla tíð þó ekki hafi hann kostað mig mikið fé. Síðan er til að telja Bjöllu eða Fólksvagn sem ég eignaðist þrítugur að aldri og gerði þar kjarakaup í stórgóðum grip. Þann bíl átti ég heillengi og hann óx bara í verði þangað til ég seldi hann og fékk fúlgur fjár fyrir. Það var vissulega góð fjárfest- ing en einnig var afskaplega gaman að þessum bíl á sínum tíma og ég geymi hann fast í minningunni. Slíkir bílar koma líklega seint aftur og víst er að þrítugur verð ég ekki aftur í ná- inni framtíð.“ - aöe Hestur og Bjalla bestu kaupin „Það hefur ekkert breyst hin síð- ari ár að fólk kemur ennþá til okkar með hin ýmsu föt og efni annars konar sem þarfnast lag- færingar,“ segir Jóhanna E. Harðardóttir, eigandi saumastof- unnar Saumsprettunnar í Veltu- sundi í Reykjavík. Jóhanna segir sífellt fleiri not- færa sér þjónustu fyrirtækisins og vísar því á bug að þeim fari fjölgandi sem henda fötum sínum þegar rennilás eyðileggst eða rifa kemur á buxurnar. „Aldeilis ekki. Þvert á móti fer okkar viðskipta- vinum fjölgandi og sérstaklega er mikið að gera á haustin þegar lag- færa þarf skólaföt eða annan fatnað fyrir veturinn. Það er mjög mikið af fólki sem hugsar afar vel um föt sín og er fljótt að koma til okkar til að fá eitthvað lagfært en hendir ekki fötunum. Það er vert að muna að góðar gallabuxur geta kostað fimmtán þúsund krónur eða meira og það er aldeilis ekki hægt að henda þeim þó ein og ein saumspretta finnist.“ En föt eru ekki það eina sem fólk kemur með til lagfæringar. Allt sem nöfnum tjáir að nefna í efnum og hægt er að laga með nál, tvinna og fimum höndum kemur á borð stúlknanna í Saum- sprettunni. „Við sinnum einnig þjónustu fyrir tvær verslanir, styttum föt og lengjum eftir þörf- um en nú er meira um að við sinn- um beint þeim sem koma til okkar af götunni.“ - aöe HÆGT AÐ LAGFÆRA ALLT Sé um efni af einhverju tagi að ræða má auðveldlega lag- færa flest sem aflaga fer. Hjá Saumsprettunni er enginn hörgull á fólki sem þangað sækir til þess arna. TANNRÉTTINGASTYRKUR Ár Fjöldi Meðalstyrkur 2000 2.323 36.865 2001 2.480 37.245 2002 2.400 44.124 2003 2.553 52.866 2004 2.748 53.441 Tannréttingar geta kosta› allt a› milljón Fyrirtækið Saumsprettan breytir og gerir við gömul föt: Bæta og breyta skólafötunum ✑■ VERSLUN OG ÞJÓNUSTA Drykkjarmjólk af markaði „Salan var undir vonum og það er nú tímabundið stopp meðan við ákveðum hvort við bjóðum hana aftur undir öðrum formerkjum,“ segir Baldur Jónsson hjá markaðssviði Mjólkursamsölunnar. Glöggir neytendur hafa tekið eftir að Drykkjarmjólk í flöskum sem seld var í verslunum um tíma er nú horfin úr hillum og er ástæð- an sú að framleiðslu á henni hefur tímabundið verið hætt. Bald- ur segir þó ekki loku fyrir það skotið að Drykkjarmjólk verði sett aftur á markaðinn innan tíðar. „Við erum að fara yfir stöðuna og hvað olli því að hún seldist illa. Verið getur að í staðinn komi svipuð vara sem verði meira í ætt við léttmjólkina, sem er okkar vinsælasta framleiðsla, en þær hugmyndir eru ekki fullmótaðar enn sem komið er.“ Netsímaskráin í andlitslyftingu ÓHREININDI Á STOFUHÚSGÖGNUM Setjið sítrónur í skálar og skiljið eftir í stofunni. Hún angar fljótlega af sítrónuilmi og sítrónan leysir upp öll minni óhreinindi sem loða vilja við stofu- húsgögn og stáss. VOND LYKT AF FÖTUM Leggið eða pressið við- komandi flík í edik í stutta stund. Öll lykt hverfur á nokkrum mínútum og engin þörf er á frekari þvotti. VERKIR Marga verki, þar með talda túrverki, er hægt að lina og lækna með því að hella upp á rótsterkt kaffi og svolgra í sig fyrstu dropana sem úr kaffivélinni koma. Sterkt koffínið er fljótt að hafa áhrif. GÓÐ HÚSRÁÐ ■ Kolbrún Sigurbjörnsdóttir, a›sto›ar- skólastjóri Hússtjórnarskólans á Hall- ormssta›. Símaskráin á netinu, www.sima- skra.is, fékk nýtt útlit í vik- unni en vefur hennar hefur verið endurbættur til muna og leit öll einfölduð. Er vefur- inn nýi laus við auglýsingar og að öllu leyti aðgengilegri en gamli vefurinn. Sérstakt undirfyrirtæki Símans, sem hlotið hefur nafnið Já, sér nú alfarið um alla þjónustu tengda vefsíma- skránni sem og síma- númerinu 118. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /G VA
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.