Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 20

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 20
Á annað hundrað manns eru látn- ir, New Orleans-borg marar í hálfu kafi og ríflega milljón íbúa Louisiana, Mississippi og Ala- bama er án rafmagns. Fregnir berast af líkum fljótandi í vötnum sem myndast hafa á ham- farasvæðunum og enn er fólk fast á háaloftum og húsþökum. Lögleysa hefur einnig gripið um sig og eru gripdeildir orðnar alvarlegt vandamál í New Orleans og Biloxi. Heyrst hefur af fólki stelandi byssum, skartgripum og áfengi úr verslununum, jafnvel beint fyrir framan nefið á lögregluþjónum. Óvíst er hvenær íbúar ham- farasvæðanna fá að snúa aftur til síns heima enda velta margir því fyrir sér hvort nokkuð sé eftir til að snúa aftur til. Óttast er að flóðasvæðin séu orðin pestarbæli vegna spilliefna sem farið hafa út í umhverfið og skólpmengunar. Sjúkdómar sem alla jafna eru tengdir við hitabeltið, eins og kólera, gætu breiðst út. Ofan á þetta bætist svo fjárhagstjónið sem fellibylurinn hefur valdið. Talið er að það geti numið 1.700 milljónum króna og orðið þar með það mesta sem fellibylur hefur valdið í sögu Bandaríkjanna. Bandarískar hús- eigendatryggingar ná sjaldnast yfir tjón vegna flóða og því munu margir húseigendur standa eftir slyppir og snauðir nema hið opin- bera komi þeim til hjálpar. Áhrif olíunnar veigamest Enda þótt fellibylurinn sé fyrst og fremst persónulegur harmleik- ur fólksins sem varð fyrir honum er vitað mál að áhrif Katrínar á þjóðarbúskapinn, og raunar efna- hagskerfi heimsins, verða tals- verð. Meðal annars vegna þess að stór hluti inn- og útflutningsvara Bandaríkjanna fer um hafnir hamfarasvæðanna – einkum olía og gas en einnig landbúnaðarvör- ur – eru hagfræðingar þegar farn- ir að endurskoða hagvaxtarspár sínar fyrir þennan ársfjórðung. Áhrifin á olíuiðnaðinn eru sjálfsagt sá þáttur sem mest vægi mun hafa í efnahagslegu tilliti. Tíu prósent allrar olíu sem Banda- ríkjamenn nota koma úr Mexíkó- flóa enda voru verðhækkanir á mörkuðum ekki lengi að koma fram. Ekki virðist hafa orðið mikið tjón á olíuborpöllum, höfn- um og olíuhreinsistöðvum í óveðr- inu en tafir á olíuflutningum hafa hins vegar þýtt að framleiðsla olíuhreinsistöðva hefur stöðvast. Keðjuverkun Þegar olíuverð er eins hátt og nú er, í kringum sjötíu dali fatið, minnkar kaupmáttur neytenda verulega. Í grein á vefútgáfu The Economist í gær um áhrif hamfar- anna segir frá rannsókn þar sem því er haldið fram að fyrir hvert sent sem gallonið af bensíni hækkar í Bandaríkjunum minnki kaupgeta almennings um hundrað milljarða króna. Þetta er sagt geta valdið samdrætti í verslun sem nemur rúmu prósenti, sem mun aftur hafa veruleg áhrif á þjóðar- framleiðslu ársins. Áhrif slíks samdráttar ná langt út fyrir landsteinana. Stærstu út- flutningsmarkaðir margra ríkja Asíu eru í Bandaríkjunum og minnkandi spurn eftir vörum þessara landa kemur ofan á tjónið sem hækkandi olíuverð hefur valdið. Áhrif olíuhækkananna gætu orðið svipuð á ríki Evrópu, sem þá að sama skapi munu vænt- anlega draga úr innflutningi sín- um. Þótt Ísland sé ekki eins háð bandarískum fiskmörkuðum og fyrir nokkrum árum má þannig gera því skóna að hamfarirnar hafi áhrif hér líka. HULDA KATRÍN STEFÁNSDÓTTIR Framkvæmdastjóri Iðnnemasambands Íslands. Engar undanflág- ur frá nemaleyfi HVAÐ ÞARF TIL ÞESS AÐ NÁM SÉ RÉTTINDAHÆFT TIL SVEINSPRÓFS? SPURT & SVARAÐ 20 1. september 2005 FIMMTUDAGUR Mikil umræða hefur átt sér stað um byggða- kvóta undanfarin ár og hefur þá oft verið kveð- ið fast að orði enda miklir hagsmunir í húfi þegar kemur að því að úthluta honum. Oftast hefur hart verið deilt um úthlutanir og forsend- ur fyrir þeim. Nú síðast brugðust útgerðar- menn í Vestmannaeyjum harkalega við þegar þeim fannst þeir bera lítið úr býtum og sögðu að um hreina eignaupptöku væri að ræða og ætla með málið fyrir dómstóla. Hvað er byggðakvóti? Sjávarútvegsráðherra hefur heimild til að út- hluta allt að tólf þúsund tonnum af botnfiski til byggðarlaga sem háð eru veiðum og vinnslu á botnfiski og lent hafa í vandræðum vegna samdráttar í sjávarútvegi eða orðið fyrir skakkaföllum vegna skerðingar á aflaheimild- um. Sjávarútvegsráðuneytið hefur samráð við Byggðastofnun í mati sínu á þessum þáttum en oftast er úthlutað til minni byggðarlaga. Bæjarstjórn þess sveitarfélags sem fær byggða- kvóta sér svo um að úthluta honum til útgerða á staðnum. Hvenær var byrjað að úthluta byggðakvóta? Byggðakvóta sem hér er lýst hefur verið úthlut- að frá árinu 2002 en sjávarútvegsráðherra hefur haft heimild til að úthluta sérstaklega til útgerða á stöðum sem lent hafa í skakkaföll- um frá því kvótakerfið var tekið upp árið 1984. Hverjir eru helstu ókostir hans? Flestir eru sammála um það að aldrei geti náðst full sátt um úthlutanir á byggðakvóta og oft hafa menn dregið forsendurnar fyrir úthlut- un í efa. Einnig hefur kastast í kekki milli útgerðarmanna innan sama sveitarfélags vegna ákvörðunar bæjaryfirvalda um það hver fær hversu mikið af þeim kvóta sem sveitarfélagið fékk í sinn hlut. Hefur alltaf valdi› deilum GREINING: BYGGÐAKVÓTI fréttir og fró›leikur SVONA ERUM VIÐ VERÐMÆTI ÚTFLUTTRA SJÁVARAFURÐA FRÁ JANÚAR TIL JÚLÍ. Heimild: HAGSTOFAN Til að nám sé réttindahæft til sveins- prófs þarf námið að vera kennt inn- an iðnskóla eða fjölbrautaskóla sem annað hvort er opinber stofnun eða einkarekinn skóli með starfsleyfi frá menntamálaráðuneytinu. Ekki er nóg að kenna eftir aðalnámskrá heldur þarf að vera starfsleyfi frá menntamálaráðuneytinu til að nemi fái réttindi til töku sveinsprófs í lög- giltri iðngrein. Hvenær geta fyrirtæki tekið nema á námssamning? Til að fyrirtæki geti tekið nema á námssamning í iðngreinum þarf við- komandi fyrirtæki að hafa nema- leyfi. Frá því eru engar undanþágur og eru starfandi sérstakar nema- leyfisnefndir sem sjá um úthlutun nemaleyfa. TJÓNIÐ ER GRÍÐARLEGT Lítið var eftir af heimili Madison James í Biloxi í Mississippi þegar hún kom á vettvang eftir að óveðrinu slotaði. SVEINN GUÐMARSSON sveinng@frettabladid.is FRÉTTASKÝRING Hönd Katrínar teygir sig ví›a Eftir flví sem dagarnir lí›a kemur tjóni› sem fellibylurinn Katrín olli á mánudaginn æ betur í ljós. Tala látinna hækkar dag frá degi, gripdeildir fara vaxandi og óttast er a› smitsjúkdómar geti brei›st út. Hagfræ›ingar reikna me› a› efnahagslegar aflei›ingar hörmunganna muni ná langt út fyrir Bandaríkin. 35 19 18 12 8 6 3 6 1 5 3 43 448 455 578 578 702 (á núvirði) 734 (á núvirði) 799 (á núvirði) 923 975 ÁR • STIG *Að minnsta kosti 25 dóu í fellibylnum Dennis og þegar Katrín gekk yfir Flórída. Tölurnar ná hins vegar ekki yfir mannfall af völdum Katrínar í þessari viku. ’05* Einn versti fellibylur í sögu Bandaríkjanna ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 Yfir 20 1-10 11-20 HEIMILD: National Oceanic and Atmospheric Administration; Insurance Information Institute - AP Fellibylurinn Katrín er einn sá skaðlegasti í sögu Bandaríkjanna. Enn er ekki nákvæmlega vitað hversu margir fórust í héruðunum sem verst urðu úti og er jafnframt búist við því að tjónið af völdum veðursins sé meira en það sem fellibylurinn Andrés olli á sínum tíma. 0 10 20 30 40 50 60 Andrés Charley Ívan Húgó Agnes Betsy Frances Kamilla Díana Jeanne Dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum fellibylja Fellibylur annars staðar en í Bandaríkjunum Fellibylur sem gekk á land í Bandaríkjunum Fjöldi fellibylja á Atlantshafi ’85 ’86 ’87 ’88 ’89 ’90 ’91 ’92 ’93 ’94 ’95 ’96 ’97 ’98 ’99 ’00 ’01 ’02 ’03 ’04 ’05 Stórir fellibylir (3.-5. stigs), sem gengið hafa á land 1851-2004 Aðeins 1.-2. stigs byljir 2.840 (á núvirði, 1.690 á sínum tíma)1992 • 5 2004 • 4 2004 • 3 1989 • 4 1972 • 1 1965 • 3 2004 • 2 1969 • 5 1955 • 1 2004 • 3 Þeir fellibyljir sem valdið hafa mestu tjóni í Bandaríkjunum, 1900-2004 í milljörðum króna FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P 70 .0 45 M IL LJ Ó N IR 66 .6 18 M IL LJ Ó N IR 2005 2004
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.