Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 56

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 56
Burðarás og Landsbankinn ráða mestu í sænska inn- heimtufyrirtækinu. Burðar- ás er tilbúinn að selja í Skandia fyrir rétt verð. Burðarás og Landsbankinn eiga orðið samanlagt um sautján pró- sent í sænska innheimtufyrirtæk- inu Intrum Justitia eftir kaup fé- laganna á stórum hlut af Industri Kapital í gær. Burðarás er þar með orðinn þriðji stærsti hluthaf- inn í Intrum, með níu prósenta eignarhlut, en Landsbankinn kem- ur þar á eftir með 7,6 prósent. Einnig hefur fjárfestirinn Christer Gardell, sem hefur starf- að við hlið Burðaráss, stækkað stöðu sína í Intrum í gegnum fjár- festingarfélagið Cevian Capital og er orðinn annar stærsti hlut- hafinn. Burðarás, Cevian og Landsbankinn ráða samanlagt um 27 prósenta hlut í Intrum en stærstur er Bo Göransson með rúmlega tíu prósent hlutafjár. Cevian Capital, fjárfestingar- félag í eigu Gardells, og Burðarás eru einnig meðal stærstu hluthafa í Skandia. Financial Times greinir frá því að félögin tvö, ásamt líf- eyrissjóðunum A1 og A2 AP- Fonden, leggist ekki gegn því að tryggingarfélagið Old Mutual taki yfir Skandia og bíði því eftir formlegu tilboði. Blaðið telur að verð ráði úrslit- um um hvort viðkomandi hluthaf- ar styðji áform Old Mutual. Það er talið líklegt að Old Mutual sé til- búið að borga 42 sænskar krónur fyrir hvern hlut í Skandia en greiðsla samanstæði af peningum og hlutabréfum í Old Mutual. Hvorki Burðarás né Cevian Capi- tal hafi sagt hvaða verð þau sætti sig við. Samkvæmt upplýsingum, sem Dagens Industri hefur undir höndum, er Burðarás hluthafi í sautján félögum sem eru skráð í Svíþjóð. eggert@frettabladid.is Umsjón: nánar á visir.is Kátt í Landsbankanum Þeir sem fylgjast með hlutabréfamarkaðnum hafa ekki farið varhluta af miklum hækkunum að und- anförnu. Ekkert félag hefur hækkað jafn mikið á þessu ári og Landsbankinn. Frá áramótum nemur hækkun hans um 85 prósentum. Stærsti eig- andinn í Lansanum er Samson, eignarhaldsfé- lag Björgólfsfeðga. Mestallur hluturinn var keyptur af ríkissjóði á meðalgenginu 3,91 í árs- byrjun 2003. Seinna sama ár var fallist á að veita Samson 700 hundruð milljóna króna af- slátt af kaupverðinu. Nú er gengi Landsbankans í 22,5 krónum á hlut og hefur því hækkað nær sexfalt frá því að ríkissjóður seldi bankann. Það verður því allt að gulli í höndum Björgólfs- feðga. Gæðunum misskipt Hlutabréfaeign starfsmanna KB banka í sjálfum bankanum hefur hækkað um fimm milljarða frá áramótum en bankinn hefur rokið upp eins og aðrar fjármálastofnanir. Um 1.500 manns störfuðu hjá bankasamsteypunni um síðustu áramót. Ef milljörðunum fimm er deilt nið- ur á hvern starfsmann bankans þá er gróðinn rétt um 3,3 milljónir króna á mann en fyrir þá upphæð fæst bærilegur jeppi. En þessi jöfnuður á ekki við frekar en í gamla Austur-Þýska- landi eða í Bandaríkjum nútímans. Um fjórtán stjórnendur bankans fá um 2,5 milljarða í sinn hlut eða um 180 millj- ónir á haus. Forstjórinn og stjórnarfor- maður hafa þar af grætt um sjö hund- ruð milljónir króna samanlagt. Þess ber þó að geta að hér er um pappírsgróða að ræða að mestu leyti. MESTA HÆKKUN ICEX-15 4.678 Fjöldi viðskipta: 438 Velta: 4.177 milljónir +0,56% MESTA LÆKKUN MARKAÐSFRÉTTIR... Stjórn Verslunarráðs Íslands tilkynnti formlega í gær að gamla nafnið yrði lagt til hliðar og ráðið héti hér eftir Viðskipta- ráð Íslands. Um leið voru kynntar áhersl- ur í starfi ráðsins fyrir komandi vetur meðal annars í skólamálum og hugmynd um framhaldsskólaþorp í kringum Verzl- unarskóla Íslands. Formlegt tilboð í verslunarkeðjuna Somerfield, sem Baugur Group sóttist eftir að kaupa, gæti borist á næstu viku sam- kvæmt frétt Financial Times 29. ágúst. Tveir aðilar berjast um hituna og hafa náð samningum við lífeyrissjóði um lífeyris- greiðslur til starfsmanna Somerfield. Í júlímánuði voru fluttar út vörur fyrir 13,7 milljarða króna og inn fyrir 23,9 milljarða króna. Vöruskiptin í júlí voru því óhagstæð um 10,2 milljarða króna en í júlí árið áður voru þau óhagstæð um 5,6 milljarða á föstu gengi. 32 1. september 2005 FIMMTUDAGUR Peningaskápurinn… Actavis 41,70 +0,50% ... Bakkavör 43,20 +1,20%... Burðarás 18,00 +0,60% ... FL Group 15,30 -1,30% ... Flaga 3,88 -2,50% ...HB Grandi 8,85 -0,60% ... Íslandsbanki 15,40 +0,00% ... Jarðboranir 20,50 -1,00% ... KB banki 603,00 +0,70% ... Kögun 56,90 -0,70% ... Landsbankinn 22,70 +1,30% ... Marel 62,80 +0,00% ... SÍF 4,80 +0,00% ...Straumur 13,40 +0,80% ... Össur 87,50 -0,80% Tryggingamiðstöðin 1,94% Landsbankinn 1,34% Bakkavör 1,17% Hampiðjan -5,63% Flaga -2,51% FL Group -1,29% HLUTABRÉF Í ÚRVALSVÍSITÖLU: Eimskip hefur tryggt sér eitt stærsta frysti- geymslufyrirtæki í Evr- ópu, Daalimpex í Hollandi. Stofnandi og forstjóri hollenska fyrir- tækisins segir framtíðar- sýn hafa skipt meira máli en peninga um það hverj- um hann seldi. Eimskip undirritaði í gær kaup á hollenska frystigeymslufyrirtæk- inu Daalimpex. Hollenska fyrir- tækið er eitt stærsta fyrirtæki sinnar tegundar í Evrópu. Baldur Guðnason, forstjóri Eimskipafélagsins, segir kaupin styrkja stöðu félagsins í frysti- og kæliflutningum. Kaupverðið er ekki gefið upp en Daalimpex á verðmætar lóðir á hafnarsvæðum í Hollandi sem metin eru 5,5 millj- arða króna. Daalimpex var stofnað af Pet- er Blankendaal árið 1976 og hefur sterka stöðu í miðlun kældrar og frystrar vöru. Frystigeymslurými fyrirtækisins nemur 220 þúsund tonnum en frystirými Eimskipa- félagsins á Íslandi er um sjö þús- und tonn. Baldur Guðnason segir kaupin hafa átt sér langan aðdraganda. ìVið höfum verið í viðskiptum og samstarfið við félagið um langt skeið og vitum að það hefur á að skipa frábærum stjórnendum.î Eimskip kaupir í byrjun 51 prósent í félaginu en Blankendaal, sem mun áfram starfa hjá félag- inu um skeið, á 49 prósent. Eim- skip hefur samningsbundinn rétt á að kaupa afganginn þegar hann lætur af störfum hjá félaginu. Eimskip er í eigu Avion Group sem áætlað er að fari á markað í upphafi næsta árs. Peter Blankendaal segir mögulegt að hann taki hlutabréf í félaginu sem hluta greiðslu fyrir félagið. Baldur segir að í samningavið- ræðum hafi skipt seljandann mestu að honum hugnist framtíð- arsýn félagsins og framtíð starfs- manna. „Það byggir enginn upp svona fyrirtæki án öflugra starfs- manna, þannig að það ásamt því að Eimskip hafði sömu sýn á upp- byggingu fyrirtækisins og trú á vöxt í flutingastarfsemi skipti mig miklu máli,“ segir Peter Blankendaal. Hann segir tilboð hafa borist frá fleirum í fyrirtæk- ið, en þar hafi verið aðilar sem ekki deildu þessari sýn. „Peningar voru ekki aðalatriðið í þessum samningum.“ Með kaupunum tvöfaldast það magn frystivara sem fer um hendur Eimskipafélagsins. Fer úr einni milljón tonna á ári í tvær. Áætluð velta í þessum flutingum er níu milljarðar króna. Magnús Þorsteinsson, stjórn- arformaður Avion Group, segir þessi kaup styrkja enn frekar markmið Avion Group um að verða leiðandi fyrirtæki í alþjóða- flutningum. „Við teljum að mikill vöxtur muni verða í vöruflutning- um í heiminum á næstu árum og kaupin nú styrkja okkur í því að verða öflugir þátttakendur í þeim vexti.“ haflidi@frettabladid.is Kaupir stórt hollenskt frystigeymslufyrirtæki KAUPHÖLL ÍSLANDS [Hlutabréf ] Dagskrá: Uppstilling til stjórnarkjörs samkvæmt 18. gr. laga félagsins Uppstillinganefnd Félagsfundur Laugardaginn 3. september kl. 14:00 Borgartúni 18, 3. hæð Erfi›leikar í Bandaríkjunum Taprekstur Icelandic Group. Birgðir færðar niður um hálfan milljarð. Afkoma verksmiðja Icelandic Group, áður Sölumiðstöðvar hrað- frystihúsanna, í Bandaríkjunum á fyrstu sex mánuðum þessa árs var verulega undir væntingum stjórnenda félagsins. Einnig hef- ur fallið á félagið kostnaður í tenglsum við sameiningu Iceland- ic Group og Sjóvíkur. Verðmæti birgða, sem að hluta til er byggt á mati nýrra stjórn- enda og stjórnar félagsins, var fært niður um 539 milljónir króna. Er að mestu um að ræða birgðir í Bandaríkjunum. Einnig var svokallaður umbreytingar- kostnaður vegna samþættingar fyrrgreindra félaga 272 milljónir króna. Þessir tveir kostnaðarliðir, sem nema samtals 811 milljónum króna, kallast í uppgjöri félagsins einskiptiskostnaður og á bara að falla á fyrirtækið einu sinni. Á öðrum ársfjórðungi tapaði Icelandic Group 502 milljónum króna. Það er meira en greining- ardeildir Íslandsbanka og Lands- bankans spáðu fyrir um. Helst er vísað til erfiðleika í Bandaríkjun- um í því sambandi. Tekjur félags- ins eru hins vegar taldar vera ásættanlegar miðað við spár og eins afkoman ef horft er fram hjá einskiptiskostnaðinum. - bg ÞÓRÓLFUR ÁRNASON FORSTJÓRI ICELANDIC GROUP Nýir stjórnendur fé- lagsins hafa kosið að færa niður verðmæti birgða um tæpar 540 milljónir króna. EFLAST Í FRYSTIFLUTNINGUM Magnús Þorsteinsson, stjórnarformaður Avion Group, Peter Blankendaal, stofnandi Daalimplex og Baldur Guðnason, forstjóri Eimskips, undirrit- uðu samninga um kaup Eimskips á Daalimplex sem rekur frystigeymslur sem rúma 220 þúsund tonn. Auka hlut sinn í Intrum Justitia STÓRIR Í SVÍÞJÓÐ Burðarás og Landsbankinn eru orðnir samanlagt stærstir í Intrum. Burðarás vill selja hlut sinn í Skandia fyrir rétt verð.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.