Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 16

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 16
ÁBÚÐARFULLIR Ali Khamenei erkiklerkur (til vinstri) og Mahmoud Ahmadinejad for- seti hafa töglin og hagldirnar í Íran. Þeir hafa nú skipað enn einn harðlínumann- inn, Gholamreza Aghazadeh, formann við- ræðunefndar um kjarnorkumál og er því ekki búist við miklum tilslökunum úr þeirri áttinni. 16 1. september 2005 FIMMTUDAGUR Gerhard Schröder kanslari reynir að snúa vörn í sókn: Vandar kristilegum ekki kve›jurnar LÖGREGLUFRÉTTIR HÚSBÍLL ÚT AF Í ROKI Húsbíll fauk út af veginum við Hof í Öræfasveit um hádegisbil í fyrradag. Þrennt var í bílnum, er- lendir ferðamenn sem sluppu með smávægilegar skrámur. Samkvæmt vindmælum Vega- gerðarinnar fór vindhraði þarna upp í um 34 metra á sekúndu. Bifreiðin er talin ónýt. DÓMSTÓLAR NÝR DÓMARI SKIPAÐUR Ragn- hildur Bragadóttir héraðsdóms- lögmaður hefur verið skipuð hér- aðsdómari við Héraðsdóm Aust- urlands. Skipunin gildir frá og með 15. september. H V Í T A H Ú S I ‹ / S Í A BURÐARÁS HF. – HLUTHAFAFUNDUR BUR‹ARÁS Sigtúni 42 • 105 Reykjavík • Sími 578 7800 • www.burdaras.is Á dagskrá fundarins verða eftirtalin mál: 1. Tillaga í eftirfarandi liðum: a. Að samþykkt verði kaup félagsins á hlutum í Keri hf. og Eglu hf. af Fjárfestingarfélaginu Gretti hf. b. Að hlutafé félagsins verði hækkað um 385.677.837 kr. að nafnverði með útgáfu 385.677.837 nýrra hluta sem afhentir skulu sem greiðsla vegna kaupa félagsins á hlutum í Keri hf. og Eglu hf. af Fjárfestingarfélaginu Gretti hf. Lagt er til að hluthafar falli frá forgangsrétti sínum vegna hlutafjárhækkunarinnar skv. 34. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög. c. Að samþykkt verði skipting félagsins og samruni þess við annars vegar Straum Fjárfestingarbanka hf. og hins vegar Landsbanka Íslands hf. í samræmi við skiptingar- og samrunaáætlun, dags. 1. ágúst 2005. 2. Önnur mál, löglega upp borin. Tillögur frá hluthöfum, sem bera á upp á hluthafafundi, skulu vera komnar skriflega í hendur stjórnar félagsins eigi síðar en sjö dögum fyrir hluthafafund. Samruna- og skiptingaráætlun, ásamt ársreikningum allra samruna- félaganna síðustu þrjú árin, endurskoðuðum efnahags- og rekstrar- reikningum þeirra fyrir fyrri hluta ársins 2005, greinargerðum stjórna félaganna, sameiginlegum efnahags- og rekstrarreikningum Burðaráss og Landsbanka Íslands annars vegar og Burðaráss og Straums Fjárfestingarbanka hins vegar, sem og skýrsla matsmanna og yfirlýsing samkvæmt 122. gr. laga nr. 2/1995 um hlutafélög, liggja frammi á skrifstofu Burðaráss, Sigtúni 42. Dagskrá fundarins og endanlegar tillögur verða lagðar fram hluthöfum til sýnis á sama stað viku fyrir fundinn hið skemmsta og samtímis sendar sérhverjum skráðum hluthafa sem þess óskar. Ennfremur er hægt að nálgast fundargögn á vefsíðu félagsins, www.burdaras.is. Fundargögn verða afhent hluthöfum eða umboðsmönnum þeirra á fundarstað frá kl. 12.00 á fundardegi. Umboðsmenn eru beðnir um að framvísa gildu umboði við hluthafaskrá á fundarstað. Hluthafafundur í Burðarási hf. verður haldinn á Hótel Sögu þann 15. september 2005 og hefst hann kl. 13.00. FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P BERLÍN, AP Ger- hard Schröder Þ ý s k a - landskans lar i réðist harkalega á frambjóðendur K r i s t i l e g a demókrataflokksins í ræðu í gær. Forskot kristilegu flokkanna er enn mjög mikið og ólíklegt þykir að jafnaðarmönnum takist að vinna það upp. Schröder flutti níutíu mínútna langa ræðu sína á flokksþingi Jafnaðarmannaflokksins í gær og hlaut dynjandi lófatak fyrir vikið. Hann ásakaði kristilegu flokkana um að ætla að koma á þjóðfélagi þar sem ekkert rúm verði fyrir samstöðu og réttlæti. „Það sem þeir vilja er kalt sundrungarsam- félag.“ Schröder beindi því næst spjótum sínum að Paul Kirchof, fjármálaráðherraefni kristilegu flokkanna, sem á dögunum lagði til að 25 prósenta flatur tekju- skattur yrði lagður á landsmenn. „Þessi maður hefur ekki hugmynd um kjör venjulegs fólks,“ þrum- aði kanslarinn. Angela Merkel, kanslaraefni kristilegra demókrata, hefur raunar sagt að hún hafi engin áform um slíkan skatt. Enda þótt kristilegu flokkarnir hafi umtalsvert forskot á jafnað- armenn í skoðanakönnunum bind- ur Schröder vonir við að óákveðn- ir fylki sér um sinn flokk, eins og gerðist árið 2002. Stjórnmála- skýrendur telja það hins vegar ólíklegt. - shg HEITT Í HAMSI „Það sem þeir vilja er kalt sundrungarsamfélag,“ sagði kanslarinn um hug- myndir kristilegu flokkanna um hækkun virðisaukaskatts og breytingar á vinnumálalöggjöf. PRÓFKJÖR Kjartan Magnússon, borgar- fulltrúi Sjálfstæðis- flokksins, gefur kost á sér í þriðja sætið í prófkjöri sjálfstæð- ismanna fyrir kom- andi borgarstjórnar- kosningar. „Ég vil bara taka þátt í því verkefni að bæta vinnubrögðin í borgarmálum eftir ellefu ára valdatíð R-listans þar sem stöðnun hafi verið ýmsum sviðum í Reykjavík og aftur- för á öðrum. Þrátt fyrir stórauknar tekjur borgarinnar hafa skuldir marg- faldast og skattar á borgarbúa stöðugt hækkað og til að snúa þessu við þarf að tryggja að borgar- stjórn verði frjór akur nýrra hug- mynda.“ - hb Kjartan Magnússon vill upp um tvö sæti: Stefnir á flri›ja sæti KJARTAN MAGNÚSSON Var í fimmta sæti á lista sjálfstæðismanna fyrir síðustu kosningar. fi‡sku ÞINGKOSNINGARNAR ÞUNGT HALDINN Heilabólgu fylgir mikill hiti og uppköst og stundum falla sjúklingarnir í dá. Auðveldlega má koma í veg fyrir veikina með bóluefni en engir fjármunir eru til í Uttar Pradesh fyrir slíku. 41 barn dó í gær af völdum óhugnanlegs sjúkdóms: Ríflega flrjú hundru› látnir úr heilabólgu SVEITARSTJÓRNARMÁL Svandís Svav- arsdóttir, framkvæmdastjóri Vinstrihreyfingarinnar - græns framboðs, ákvað í gær að gefa kost á sér í fyrsta sæti V-listans í forvali flokksins sem fram fer 1. október næstkomandi. „Margir flokksmenn hafa hvatt mig til þess að bjóða mig fram. Eftir að Árni Þór Sigurðsson, odd- viti Vinstri grænna í borginni til margra ára, sýndi þá djörfung og stórlyndi að bjóða sig fram í ann- að sæti listans hafa enn fleiri orðað þetta við mig. Því hef ég nú ákveðið að taka þátt í forvalinu og þar með er það undir félögunum komið að ákveða hvort ég sé vel til þess fallin að leiða listann,“ segir Svandís. Svandís hefur í kjölfar þessa ákveðið að losa sig frá þeim trún- aðarstörfum fyrir Vinstri græna sem tengst geta undirbúningi for- valsins. „Ég vinn meðal annars með félagaskrá Vinstri grænna og verð að vera hafin yfir allan vafa. Gæta þarf jafnræðis gagnvart öðrum sem taka þátt í forvalinu.“ Svandís segist vilja stefna að vinstra samstarfi með grænum áherslum eftir borgarstjórnar- kosningarnar næsta vor. - jh LUCKNOW, AP 41 barn dó í gær í Uttar Pradesh-héraði á Indlandi af völdum heilabólgufaraldurs sem þar geisar. Veikin leggst einkum á börn en síðan hún kom upp í héraðinu í júlílok hafa 308 látist af hennar völdum, þar af þrír fullorðnir. Sjúkdómnum fylgja uppköst og hár hiti og algengt er að fórnar- lömbin falli í dá og deyi í kjölfar- ið. Moskítóflugur valda sjúk- dómnum en krökkt er af þeim á þessum árstíma þegar monsún- rigningarnar standa yfir. Yfir 1.100 sjúklingar eru nú til meðhöndlunar á sjúkrahúsum héraðsins. „Látnum fjölgar hratt og sjúklingarnir streyma hingað inn,“ sagði D.P. Misra, embættis- maður í Uttar Pradesh, í samtali við AP-fréttastofuna. Hægt er að koma í veg fyrir veikina með bólusetningu en Uttar Pradesh-hérað er svo fátækt að engir peningar eru til fyrir bólu- efni. Þar búa 180 milljónir manna en fæstir þeirra hafa aðgang að viðunandi læknisþjónustu. - shg Svandís Svavarsdóttir sækist eftir fyrsta sæti: Vill vinstra samstarf me› grænu ívafi SVANDÍS SVAVARSDÓTTIR „Ég vil stefna að vinstra samstarfi með grænum áherslum í borginni.“ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P FR ÉT TA B LA Ð IÐ /A P
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.