Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 45

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 45
Vatn er allra meina bót. Hvort sem þú villt léttast eða ná úr þér leiðinlegri pest – stórt glas af vatni nokkrum sinnum á dag er næstum því allra meina bót.[ ] RopeYoga ROPE YOGA Bæjarhraun 22 / 220 Hafnarfjörður / 3. hæð Skráning er hafin í síma 555-3536 ropeyoga@internet.is • www.ropeyoga.net stöðin Bæjarhrauni 22 BYRJENDANÁMSKEIÐ AÐEINS 8 MANNS Í HVERJUM HÓPI margir tímar í boði, kennari ÓSK Tímar þriðjud. og fimmtud. kl. 10.15 – 11.30 Lótus Jógasetur Borgartúni 20 4. hæð Tímar þriðjud. og fimmtud. kl. 16.00 – 17.15 og kl. 17.25 – 18.40 Mecca Spa Nýbýlavegi 24 Kópavogi Með fullkominni jógaöndun dýpkar svefninn sem leiðir til bættrar heilsu. Upplýsingar í síma 821 7482, netfang: yogamedmaggy@simnet.is Heimasíða: lotusjogasetur.is Rólegir og mjúkir tímar - hentar vel einstaklingum með vefjagigt og síþreytu. BYRJAR 13. SEPTEMBER Engin inntökuskilyrði eru hjá Görpunum. Sundgarparnir stinga sér ELDRI SUNDÁHUGAMENN HALDA SÉR Í FORMI Í VESTURBÆJARLAUGINNI. Sunddeild KR stendur fyrir æfingum tvisvar í viku fyrir fólk á miðjum aldri sem vill halda sér í sundformi. Hópur- inn kallast Garparnir og í honum eru um tuttugu einstaklingar á aldrinum 25 til 50 ára sem hafa áhuga á að synda sér til gagns og gamans. Ekki er skilyrði að hafa verið afreksmaður einhvern tímann heldur eru þetta æfingar sem henta öllum. Æft er á mánudags- og miðvikudags- kvöldum og er æfingagjaldið 1.700 krónur á mánuði, auk laugagjalds. Frekari upplýsingar má finna á vef sunddeildar KR. Clinton er sólginn í skyndibita. Clinton berst gegn offitu Bill Clinton, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hef- ur skorið upp herör gegn offituvandamáli banda- rískra barna og unglinga. Bill Clinton hefur löngum ver- ið þekktur fyrir dálæti sitt á skyndibita. Í nýlegu viðtali við CNN viðurkenndi hann að óhollt mataræði frá unga aldri hefði án efa leitt til hjartaveik- inda hans en Clinton gekkst undir fjórfalda hjáveituaðgerð í september á síðasta ári. Sú aðgerð opnaði augu Clintons og hann ákvað að leggja sitt af mörkum í baráttunni við offitu barna í Bandaríkjunum. Clinton var feitur krakki og þess vegna segist hann vita vel hvaða áhrif slæmt mataræði getur haft á börn. Í samstarfi við ýmis bandarísk heilsu- verndarsamtök vonast hann nú til þess að geta gert gagn en markmiðið er að reyna að stöðva þessa ógnvænlegu offituþróun fyrir árið 2010. Bandarískir sérfræðingar hafa reiknað út að offituvand- inn einn og sér hafi aukið heil- brigðiskostnað um 25 prósent á síðustu fimmtán árum. Með því að fræða ungu kynslóðina betur um rétt mataræði og heilbrigða lífshætti vonast menn til þess að upp vaxi heil- brigð kynslóð, laus við alla þá sjúkdóma sem fylgja offitu. Hætta á sólbrunum er ekki eina ástæðan fyrir því að krabbamein er algengara hjá rauðhærðum en öðrum. Lengi hefur verið vitað að rauð- hært fólk er í miklum áhættuhóp með að fá húðkrabbamein. Ástæða þessa hefur löngum verið talin sú að rauðhausar eru líkleg- ir til þess að vera með ljósa húð og húðkrabbameinið stafi af sól- brunum. Nú virðist þó vera sem svo að sólbruninn sé ekki eina ástæðan fyrir sólbrunanum. Fyrstu niðurstöður vísinda- manna í Duke-háskólanum í Bandaríkjunum benda nú til að krabbameinsvaldurinn sé í raun galli í melaníni rauðhærðs fólks, en það eru frumur sem meðal annars framleiða litarefni í hár- inu. Eftir að hafa safnað rauðu hári af nemendum Duke-háskól- ans og baðað það í útfjólubláu ljósi komust rannsóknarmenn að því að phoemelanin, sem er litar- efni rauðhærða fólksins, er við- kvæmara fyrir því að sólin skemmi DNA-samsetningu þess. Þess vegna þurfa geislarnir ekk- ert endilega að framkalla bruna til að vera skaðlegir. Sólbruni ekki sökudólgurinn Rauðhærðir eru með galla í melaníni sem veldur krabbameini. Alltaf á Föstudögum
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.