Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 22

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 22
Útlendingar fara fyrstir flegar vinnan bregst „Ég ætlaði bara að vera eitt eða tvö ár en nú eru þau orðin átta,“ segir Aleksandra, sem kom til Ísa- fjarðar árið 1997 og fór að vinna í fiskvinnslu til að byrja með en hún undi sér ekki í slorinu og því var hún fegin þegar hún fékk vinnu á Fjórðungssjúkrahúsinu. Damian kom hins vegar hingað til lands fyrir þremur árum til þess að vinna í fiskvinnsl- unni á Bíldu- dal. Þar voru fyrir allnokkrir Pólverjar, sem meðal annars voru kunnugir Aleksöndru, og í gegnum þá urðu þeirra fyrstu kynni. Damian var iðinn við að keyra frá Bíldudal til Ísafjarðar til að heimsækja sína heittelskuðu. Fyrir tæpu ári festu þau svo kaup á einbýlishúsi á Bíldudal. Damian vinnur í byggingarvinnu þar í bæ við góðan orðstír en Aleksandra er í fæðingarorlofi. Roxana litla dóttir þeirra er tæp- lega árs gömul. Pólverjar geta gert meira en að flaka fisk „Íslendingar eru gott fólk,“ segir Damian. „Það eina sem ég hef út á þá að setja er að stundum örlar á fordómum hjá þeim gagnvart Pól- verjum en það virkar bara hvetj- andi á mig til þess að sýna þeim hvað í mér býr. Eitt af því sem Ís- lendingar hafa bitið í sig og á ekki við nokkur rök að styðjast er sú trú þeirra að Pólverjar geti ekkert annað en flakað fisk. Ég er nú búinn að gera mitt til að afsanna þá vitleysu,“ segir Damian, sem er rómaður í allri Vesturbyggð fyrir handlagni. Damian læðist heldur ekki með veggjum þótt hann sé útlendingur og hefur hann þegar sýnt burði til þess að verða einn af athafna- mönnum bæjarins. „Ég er búinn að kaupa þetta einbýlishús hér og núna er ég að gera það upp, það fer allur minn frítími í það. Svo var ég næstum því búinn að kaupa blokkina hérna á Bíldudal en ég átti næsthæsta tilboðið. Hefði hún komið í minn hlut hefði ég stofnað verktakafyrirtæki sem hefði þá séð um að gera hana upp og síðan tekið að sér önnur verkefni en ekkert varð úr því að þessu sinni. Kannski læt ég þó verða af þessu seinna.“ Geta ekki flutt í burtu Þegar Damian kom til Bíldudals voru um það bil tuttugu Pólverjar í bænum. „Þeim fer nú hríðfækk- andi, enda eru útlendingarnir oftast fyrstir til þess að fara þegar harðna fer á dalnum, en ég held að það séu um fimmtán Pól- verjar sem eru fluttir frá því fisk- vinnslunni var lokað í júlíbyrjun,“ segir Damian. Aleksandra er frá borginni Gdansk og hún segir að dvölin á Bíldudal sé oft á tíðum erfið fyrir stórborgarbarnið. Einnig á hún tvær dætur á unglingsaldri frá fyrra hjónabandi, þær Camilu og Milenu, og eru þær farnar að ókyrrast þar sem fátt er til boða í litlu þorpinu sem unglingar sækj- ast eftir. „Þær vilja komast í dans, skreppa í bíó og svona,“ segir Aleksandra, „en það er ekki bara þær sem eru farnar að ókyrrast því mér finnst alveg ómögulegt að geta ekki keypt almennilega í matinn án þess að þurfa að leggja land undir fót svo ég vil endilega að við förum að flytja héðan.“ Damian er hins vegar alinn upp í litlu þorpi og unir hag sínum vel á Bíldudal þótt hann telji það fjöl- skyldunni fyrir bestu að þau fari að hugsa sér til hreyfings. Þó er einn hængur á; „Nú erum við búin að kaupa hús og ég er að verða búinn að gera það upp en hver ætti svo sem að kaupa það fyrir það verð sem því sæmir núna þegar ástandið hér í þorpinu er eins og það er? Við pökkum ekki niður og flytjum héðan bara si svona, það er alveg ljóst,“ segir Damian. Aftur til Póllands Þótt Pólverjar í Vesturbyggð, aðal- lega á Bíldudal og Patreksfirði, leggi sig í líma við að halda hópinn segja þau hjónin að Íslendingar og Pólverjar tengist engu síður vinaböndum. „Næstum því allir læra íslensku og eiga jafnt ís- lenska sem pólska vini og svo eru ófá hjónaböndin hér um slóðir pólsk-íslensk,“ segir Aleksandra. „Og krakkarnir fara í íslenskan skóla, læra íslensku og eru alveg eins og hver önnur börn í þessu landi.“ Þó gerir heimþráin oft vart við sig hjá þeim hjónum. „Pólland er dásamlegt land,“ segir Damian og tekst allur á loft við endurminn- ingarnar. Hann segir mestar líkur á því að þau flytji aftur til Pól- lands þegar rætist úr atvinnu- ástandinu þar en hann segir ekki langt í það. „Þó veit maður aldrei, ég færi nú ekki mikið ef ég væri búinn að kaupa heila blokk og kominn af stað með verktaka- fyrirtæki,“ segir hann. Hann segir ýmislegt líkt með Pólverjum og Íslendingum. „Það er náttúrlega ekkert launungar- mál að báðar þessar þjóðir eru þekktar fyrir að þykja sopinn góður,“ segir hann og hlær. „Fólkið er almennt duglegt í þessum tveimur löndum en þó er ýmislegt ólíkt með þessum þjóð- um líka. Til dæmis myndi enginn heilvita Pólverji líta við íslenska þorramatnum,“ segir Damian og skellihlær. 22 1. september 2005 FIMMTUDAGUR JÓN SIGURÐUR EYJÓLFSSON jse@frettabladid.is FRÉTTAVIÐTAL ALEKSANDRA, DAMIAN OG LITLA ROXANA Fjölskyldan er búin að koma sér vel fyrir enda rómuð í Vesturbyggð fyrir dugmennsku og handlagni. Þó virðist svo vera sem afrekstur erfiðisins sé þeim einnig fjötur um fót. VINKONA Í HEIMSÓKN Mikil samheldni er með Pól- verjum á Bíldudal en veru- legt skarð var höggvið í hóp- inn þegar fiskvinnslan lagði upp laupana í júlíbyrjun. Aleksandra Jancsynska og Damian Kulesza hafa búið og unnið á Vestfjörð- um síðustu ár. Þau láta vel af dvölinni hér og segja að þó að Íslend- ingum hætti til að álíta að Pólverjar kunni ekkert nema að flaka fisk séu þeir upp til hópa gott fólk. HÚSBÓNDINN AÐ RAKA Damian er hamhleypa til flestra verka og eftir erfiðan dag í byggingarvinnunni tekur hann til óspilltra málana heima við.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.