Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 68

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 68
44 1. september 2005 FIMMTUDAGUR Stórtónleikar á Players Sport Café í Kópavogi í kvöld kl. 20.00. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Siglfirðingnum Rósu Björnsdóttur sem hefur lent í slæmum slysum og átt við mjög erfið veikindi að stríða síðastliðin ár. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins koma fram og gefa þau öll vinnu sína! Meðal þeirra eru: Halli og Laddi - Birgitta Haukdal Stefán Hilmars - Eyjólfur Kristjáns - Páll Rósinkranz Bogomil Font - Regína Ósk - Einar Júlíusson Idol-stjörnurnar Davíð Smári og Heiða Helgi Sv. Helgason ásamt hljómsveit Kynnir á tónleikunum verður Theódór Júlíusson Aðgangseyrir er aðeins kr. 2.000 og vonum við að sem flestir mæti og njóti góðrar skemmtunar. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0538-14-100263 í Íslandsbanka ef einhverjir vilja veita henni frekari stuðning. Með fyrirfram þökk Aðstandendur Hvað eiga Pamela Anderson og Jennifer Garner sameiginlegt? Í fljótu bragði virðist það ekki vera mikið en þær töluðu báðar um brjóstin sín í nýlegum viðtölum. Pamela Anderson sagðist drekka espresso-kaffi vegna þess að það gerði geirvörturnar hennar stinnar. „Eins langt og kaffi nær myndi ég segja að espresso kláraði verkið – það fer beint í geirvörturnar,“ sagði Pamela í viðtali við tímaritið Elle. Jennifer Garner, sem ber barn sitt og leikarans Ben Affleck undir belti, sagði í viðtali við tíma- ritið In Style að hún kallaði brjóst- in sín „smákökurnar“ og sagðist hún vera stolt af brjóstunum sínum. Þá sagði hún enn fremur frá því að við tökur á þáttunum Alias hefði hún oft spurt. „Er þetta smákökuskot?“ og þá vissu allir hvað hún ætti við. ■ Brjóstgla›ar leikkonur Svör við öllum spurn- ingum um tísku og útlit Þær konur sem hafa einhverjar spurningar varðandi haust- og vetrartískuna eða útlit almennt geta nú fengið þeim öllum svarað. Dagana 1. til 11. september verða haldnir tískudagar í Smáralind en á meðal þess sem boðið er upp á er tísku- og útlitsráðgjöf frá sér- fræðingum sem hafa innsýn og reynslu í faginu. „Ráðgjöfin er fyrir konur á öllum aldri,“ segir Margrét Ein- arsdóttir, einn ráðgjafanna. „Hún verður tvískipt, en á efri hæðinni, milli Levi’s og Zöru, verður ráð- gjöf fyrir ungar stelpur og ung- linga. Á neðri hæðinni, fyrir fram- an Debenhams, verður ráðgjöf fyrir konur.“ Margrét átti tískuvöruverslun með Dýrleifi Örlygsdóttur og hefur unnið sem stílisti. „Ég er búin að vera í þessu frá örófi alda,“ segir Margrét og hlær. Hinir ráðgjafarnir eru heldur ekki af verri endanum: Elma Lísa Gunnarsdóttir, leikkona og tísku- drottning með meiru, Jóna Ágústsdóttir sem fengist hefur við hár, förðun og stíliseringu, Dagbjört Guðmundsdóttir textíl- hönnuður og Jómbi stílisti. „Hver og einn fær hálftíma ráðgjöf og það er hægt að panta tíma á þjónustuborðinu í Smára- lind. Virka daga erum við frá fjögur til sex en um helgar erum við frá eitt til sex,“ segir Mar- grét. „Við miðum viðtölin bara við óskir hvers og eins, til dæmis hvaða litir henti, hvaða stærðir og hvaða búðir. Svo förum við í gegn- um það sem verður í tísku í vetur og hvað fæst í hverri búð fyrir sig því það nenna ekki allir eða hafa tíma til þess að fletta í tískublöð- unum.“ Ýmislegt fleira verður í boði á tískudögum Smáralindar því auk þessara fimm sérfræðinga verða stílistar Debenhams einnig með ráðgjöf og svo verða alls kyns skemmtilegar kynningar sem ættu enn frekar að skerpa á til- finningu viðskiptavina fyrir stefnum og straumum komandi veturs. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SÉRFRÆÐINGARNIR sem veita viðskiptavinum Smáralindar góð ráð á tískudögum, 1. til 11. september. Skipti um stíl Söngkonan Ciara var ekki mikil tískudrottning áður en frægðin bankaði á dyrnar hjá henni. Hún var það sem kallað er stráka- stelpa og setti þau skilyrði þegar hún byrjaði í bransanum að hún yrði ekki látin ganga í pilsum eða kjólum og alls ekki háum hælum. Hún hefur þó þurft að sætta sig við örlitlar breytingar á þeim hugsunarhætti og er farin að leyfa stílistanum sínum, Rosie Philidor, að ráða. Fellibylurinn Katrín hefur haft töluverð áhrif á kvikmyndageirann í Hollywood. Vinsælt er að taka upp myndir á svæðinu þar sem hamfarirnar voru verstar því Lou- isiana er með gott skattaumhverfi. Árið 2004 voru 27 kvikmyndir og þættir gerðir í Louisiana-ríki. Þegar Katrín skall á var verið að undirbúa tökur á myndinni Deja Vu með Denzel Washington og The Guardian með Kevin Costner í New Orleans og samkvæmt Los Angeles Times leigði Disney flugvél til þess að flytja upptökulið myndanna úr borginni. Tökur voru þegar hafnar á tveimur myndum í borginni, The Last Time með Michael Keaton og Vampire Bats með Lucy Lawless, svo ekki er víst hvað gert verður í framhaldinu. Einnig var verið að taka upp The Reaping með Hilary Swank í Baton Rouge í nágrenni New Orleans, sem varð mjög illa úti í hamförunum, og áætlað var að hefja tökur í nágrenninu á nokkrum myndum til viðbótar svo áhrifin eru gífurleg. Ekki er vitað hvað framleiðslu- fyrirtæki myndanna hafa tapað miklum peningum vegna hamfar- anna en þær hafa einnig áhrif á áhorf nýrra kvikmynda enda hefur almenningur á svæðinu sjálfsagt lítinn áhuga á bíómynd- um þessa stundina. ■ MICHAEL KEATON Ekki er ljóst hvað verður um myndina The Last Time sem hann leikur í en tökur voru hafnar í New Orleans. Katrín nær til Hollywood JENNIFER GARNER Kallar brjóstin sín „smákökur“ og er mjög stolt af barminum sínum. Hún á von barni með leikaranum Ben Affleck. PAMELA ANDERSON Drekkur espresso og segir það gera geirvörturnar sínar stinn- ari.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.