Fréttablaðið - 01.09.2005, Side 68

Fréttablaðið - 01.09.2005, Side 68
44 1. september 2005 FIMMTUDAGUR Stórtónleikar á Players Sport Café í Kópavogi í kvöld kl. 20.00. Tónleikarnir eru haldnir til styrktar Siglfirðingnum Rósu Björnsdóttur sem hefur lent í slæmum slysum og átt við mjög erfið veikindi að stríða síðastliðin ár. Margir af bestu tónlistarmönnum landsins koma fram og gefa þau öll vinnu sína! Meðal þeirra eru: Halli og Laddi - Birgitta Haukdal Stefán Hilmars - Eyjólfur Kristjáns - Páll Rósinkranz Bogomil Font - Regína Ósk - Einar Júlíusson Idol-stjörnurnar Davíð Smári og Heiða Helgi Sv. Helgason ásamt hljómsveit Kynnir á tónleikunum verður Theódór Júlíusson Aðgangseyrir er aðeins kr. 2.000 og vonum við að sem flestir mæti og njóti góðrar skemmtunar. Einnig er hægt að leggja inn á reikning 0538-14-100263 í Íslandsbanka ef einhverjir vilja veita henni frekari stuðning. Með fyrirfram þökk Aðstandendur Hvað eiga Pamela Anderson og Jennifer Garner sameiginlegt? Í fljótu bragði virðist það ekki vera mikið en þær töluðu báðar um brjóstin sín í nýlegum viðtölum. Pamela Anderson sagðist drekka espresso-kaffi vegna þess að það gerði geirvörturnar hennar stinnar. „Eins langt og kaffi nær myndi ég segja að espresso kláraði verkið – það fer beint í geirvörturnar,“ sagði Pamela í viðtali við tímaritið Elle. Jennifer Garner, sem ber barn sitt og leikarans Ben Affleck undir belti, sagði í viðtali við tíma- ritið In Style að hún kallaði brjóst- in sín „smákökurnar“ og sagðist hún vera stolt af brjóstunum sínum. Þá sagði hún enn fremur frá því að við tökur á þáttunum Alias hefði hún oft spurt. „Er þetta smákökuskot?“ og þá vissu allir hvað hún ætti við. ■ Brjóstgla›ar leikkonur Svör við öllum spurn- ingum um tísku og útlit Þær konur sem hafa einhverjar spurningar varðandi haust- og vetrartískuna eða útlit almennt geta nú fengið þeim öllum svarað. Dagana 1. til 11. september verða haldnir tískudagar í Smáralind en á meðal þess sem boðið er upp á er tísku- og útlitsráðgjöf frá sér- fræðingum sem hafa innsýn og reynslu í faginu. „Ráðgjöfin er fyrir konur á öllum aldri,“ segir Margrét Ein- arsdóttir, einn ráðgjafanna. „Hún verður tvískipt, en á efri hæðinni, milli Levi’s og Zöru, verður ráð- gjöf fyrir ungar stelpur og ung- linga. Á neðri hæðinni, fyrir fram- an Debenhams, verður ráðgjöf fyrir konur.“ Margrét átti tískuvöruverslun með Dýrleifi Örlygsdóttur og hefur unnið sem stílisti. „Ég er búin að vera í þessu frá örófi alda,“ segir Margrét og hlær. Hinir ráðgjafarnir eru heldur ekki af verri endanum: Elma Lísa Gunnarsdóttir, leikkona og tísku- drottning með meiru, Jóna Ágústsdóttir sem fengist hefur við hár, förðun og stíliseringu, Dagbjört Guðmundsdóttir textíl- hönnuður og Jómbi stílisti. „Hver og einn fær hálftíma ráðgjöf og það er hægt að panta tíma á þjónustuborðinu í Smára- lind. Virka daga erum við frá fjögur til sex en um helgar erum við frá eitt til sex,“ segir Mar- grét. „Við miðum viðtölin bara við óskir hvers og eins, til dæmis hvaða litir henti, hvaða stærðir og hvaða búðir. Svo förum við í gegn- um það sem verður í tísku í vetur og hvað fæst í hverri búð fyrir sig því það nenna ekki allir eða hafa tíma til þess að fletta í tískublöð- unum.“ Ýmislegt fleira verður í boði á tískudögum Smáralindar því auk þessara fimm sérfræðinga verða stílistar Debenhams einnig með ráðgjöf og svo verða alls kyns skemmtilegar kynningar sem ættu enn frekar að skerpa á til- finningu viðskiptavina fyrir stefnum og straumum komandi veturs. ■ FR ÉT TA B LA Ð IÐ /S TE FÁ N SÉRFRÆÐINGARNIR sem veita viðskiptavinum Smáralindar góð ráð á tískudögum, 1. til 11. september. Skipti um stíl Söngkonan Ciara var ekki mikil tískudrottning áður en frægðin bankaði á dyrnar hjá henni. Hún var það sem kallað er stráka- stelpa og setti þau skilyrði þegar hún byrjaði í bransanum að hún yrði ekki látin ganga í pilsum eða kjólum og alls ekki háum hælum. Hún hefur þó þurft að sætta sig við örlitlar breytingar á þeim hugsunarhætti og er farin að leyfa stílistanum sínum, Rosie Philidor, að ráða. Fellibylurinn Katrín hefur haft töluverð áhrif á kvikmyndageirann í Hollywood. Vinsælt er að taka upp myndir á svæðinu þar sem hamfarirnar voru verstar því Lou- isiana er með gott skattaumhverfi. Árið 2004 voru 27 kvikmyndir og þættir gerðir í Louisiana-ríki. Þegar Katrín skall á var verið að undirbúa tökur á myndinni Deja Vu með Denzel Washington og The Guardian með Kevin Costner í New Orleans og samkvæmt Los Angeles Times leigði Disney flugvél til þess að flytja upptökulið myndanna úr borginni. Tökur voru þegar hafnar á tveimur myndum í borginni, The Last Time með Michael Keaton og Vampire Bats með Lucy Lawless, svo ekki er víst hvað gert verður í framhaldinu. Einnig var verið að taka upp The Reaping með Hilary Swank í Baton Rouge í nágrenni New Orleans, sem varð mjög illa úti í hamförunum, og áætlað var að hefja tökur í nágrenninu á nokkrum myndum til viðbótar svo áhrifin eru gífurleg. Ekki er vitað hvað framleiðslu- fyrirtæki myndanna hafa tapað miklum peningum vegna hamfar- anna en þær hafa einnig áhrif á áhorf nýrra kvikmynda enda hefur almenningur á svæðinu sjálfsagt lítinn áhuga á bíómynd- um þessa stundina. ■ MICHAEL KEATON Ekki er ljóst hvað verður um myndina The Last Time sem hann leikur í en tökur voru hafnar í New Orleans. Katrín nær til Hollywood JENNIFER GARNER Kallar brjóstin sín „smákökur“ og er mjög stolt af barminum sínum. Hún á von barni með leikaranum Ben Affleck. PAMELA ANDERSON Drekkur espresso og segir það gera geirvörturnar sínar stinn- ari.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.