Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 53

Fréttablaðið - 01.09.2005, Blaðsíða 53
Greinarhöfundur hefur seinustu árin bent á möguleika þess að búa til gervisker úr notuðum trollvír, úrgangs bíldekkjum og mest sandi. Er ný hugmynd greinarhöfundar. Nota mætti þessi gervisker til að stoppa ár- legt strandrof upp á 5 til 10 metra við Jökulsá á Breiðamerk- ursandi á suðurströnd Íslands. Verja þannig Hringveginn. Hugmyndin er einföld. Búinn er til netkassi úr trollvír sem aflagður hefur verið. Möskvarn- ir eru nægilega þröngir til að halda dekkjunum í kassanum í brimi. Svo halda megi dekkjun- um enn betur föstum í kassanum þá eru þau bundin saman svona 10 stykki í knippi. Kassinn úr trollvírunum er til dæmis á stærð við bílskúr og þá 100 rúmmetrar. Kassinn getur verið minni eða stærri að vild. Oft eru hundruð tonna fullir af sandi og stendur stöðugur í ofsabrimi á sandbotni. Svona kassi getur staðið úti á sandbotninum og fyllist fljótt af sandi úr briminu sem mokar sandi stöðugt í hann. Verður 1000-2000 tonn eða meira. Lík- lega myndast fljótt stórt sandrif út frá gerviskerinu eins og við þekkjum þegar skip strandar í sandi við Suðurströnd Íslands. Skipið myndar stóra sandhrúgu allt í kringum sig. Greinarhöfundur skrifar þessa grein vegna mikilla sjáv- arflóða á leir og sandströnd við New Orleans þessa daga eins og sagt er frá í blöðum. Risa felli- bylur flæðir núna upp á land með brimi og sjávarflóði sem grandar fjölda manns þarna sunnarlega í Bandaríkjunum. Gervisker mitt gæti hjálpað. Það myndi verja ströndina. Greinarhöfundur er sann- færður um að hugmynd hans um mörg gervisker úr trollvír, ónýt- um hjólbörðum og aðallega sandi sem kæmi úr briminu og byggði upp ströndina sunnan við New Orleans myndi standa vel á móti stórbrimi í fellibyl. Gervi- skerið brýtur upp þá reglulegu sveiflu sem er í miklu brimi. Lækkar með því öldurnar og dregur úr krafti þeirra. Náttúru- leg sandrif sem kassarnir og gerviskerin mynda við ströndina standa líka á móti öllu brimi. Draga jafnvel úr ofsabrimi í fellibyl. Þetta er sett fram þar sem sjór gengur í dag víða á land um allan heim með meiri lofthita og hærri sjávaröldum og brimi. Finna þarf nýjar leiðir til þess að verja sjávarstrendur meiri og meiri ágangi sjávar með hærri sjávarstöðu á jörðinni. Höfundur er hæstaréttarlögmaður. 29FIMMTUDAGUR 1. september 2005 Stærri sólgleraugu? Það er ekki auðvelt fyrir mann eins og Yao [Ming] að fela sig á bak við sól- gleraugu eins og annað frægt fólk þar sem hann er vel á þriðja metra og sést því vel úr fjarlægð. Erla Ósk Ásgeirsdóttir - deiglan.com Marxismi, frjálshyggja og gull- gerð Ástæða þess að hagfræðispár missa oft marks er kannski sú að hugmynd hagfræðinnar um eðli mannsins er ekki tæmandi lýsing, og skýrir ekki all- ar þær ákvarðanir sem við tökum í okkar daglega lífi. Þess vegna mis- heppnast allar tilraunir til að gera ein- tómar hagfræðikenningar að uppi- stöðu pólitískra hugmyndafræða, eins og hinn gamli marxismi og hin nýja frjálshyggja eru dæmi um. Finnur Dellsén - murinn.is Innsigluð rjúpa Önnur leið til að skilgreina eignarrétt á veiðirétti á rjúpunni gæti falist í því að úthluta kvóta til þeirra veiðimanna sem stundað hafa veiðar undanfarin ár. Þessir 5.000 veiðimenn fengju þá til dæmis rétt til að veiða 4 rjúpur fyr- ir hvert þeirra 5 ára undangenginna ára sem þeir hafa stundað veiðina. Þessi leið er flóknari en á henni eru ýmsar tæknilegar útfærslur eins og að senda veiðiréttarhöfum innsigli sem þeir þyrftu að setja á rjúpuna um leið og hún lægi í valnum. Vefþjóðviljinn - andriki.is Réttmæt ábending Það er réttmæt ábending að það er ekki við hæfi að líkja því ágæta fólki sem nefnt er til sögunnar sem mögu- legir stjórnmálamenn framtíðar hjá VG við Turkmenabasha. Ég fletti þeim kalli betur upp og hann er heldur ófélegur. Og alls ekki við Talebana einsog við vorum einu sinni skammaðir fyrir í den. Össur Skarphéðinsson - althingi.is/ossur Svolítið óskiljanlegt Ögmundur Jónasson stingur upp á því að vinstri flokkarnir ákveði fyrir kosn- ingar að vinna saman eftir þær – myndi semsagt einhvers konar kosn- ingabandalag. Katrín Jakobsdóttir talar um „samsteypustjórn fjölbreyttra afla sem hafa þó sýnt það í verki árum saman að þau geta vel unnið saman“. Er þetta ekki svolítið óskiljanlegt? Hví var þá ekki bara haldið áfram með R- listann ef hugmyndin er að sömu flokkar verði áfram í bandalagi? Egill Helgason - visir.is SENDIÐ OKKUR LÍNU Við hvetjum lesendur til að senda okk- ur línu og leggja orð í belg um málefni líðandi stundar. Greinar og bréf skulu vera stutt og gagnorð. Eingöngu er tek- ið á móti efni sem sent er frá Skoðana- síðunni á visir.is. Þar eru nánari leið- beiningar. Ritstjórn ákveður hvort efni birtist í Fréttablaðinu eða Vísi eða í báðum miðlunum að hluta eða í heild. Áskilinn er réttur til leiðréttinga og til að stytta efni. Risa fellibylur flæ›ir núna upp á land me› brimi og sjávar- fló›i sem grandar fjölda manns flarna sunnarlega í Bandaríkjunum. Gervisker mitt gæti hjálpa›. LÚÐVÍK GIZURARSON UMRÆÐAN VARNIR GEGN STRANDROFI OG FELLIBYLJUM ENNÞÁ AÐ VANDA SIG EFTIR 90 ÁR SAAB er glæsilegur bíll sem heldur fast í sína arfleifð. Einföld, nútímaleg hönnun skapar látlausa fágun og gefur bílnum sitt eigið útlit og sitt eigið sérstaka yfirbragð. Þrátt fyrir að allar línur séu nútímalegar og stílhreinar má glögglega sjá einkennandi útlitið sem ber vott um áratuga langa sögu og þróun. Nú þegar allir bílar virðast vera eins, er SAAB bíll sem heldur sínum sérkennum. Hann er þróaður í Skandinavíu þar sem mikið var lagt í að tryggja öryggi í akstri að vetrarlagi og hentar því sérlega vel fyrir íslenskar aðstæður. SAAB hefur alltaf farið sínar eigin leiðir og gerir enn. Verð frá 2.675.000,- Langlífið ku vera ættgengt Hrísmýri 2a 800 Selfoss 482-3100 Sæmundargötu 3 550 Sauðárkróki 453-5141 Eyralandi 1 530 Hvammstanga 451-2230 Holtsgötu 52 260 Njarðvík 421-8808 Óseyri 5 603 Akureyri 461-2960 Sindragötu 3 400 Ísafirði 456-4540 Dalbraut 2b 300 Akranesi 431-1376 Víkurbraut 4 780 Höfn í Hornafirði 478-1990 Búðareyri 33 730 Reyðarfirði 474-1453 N‡leg risafló› á strönd New Orleans og gervisker mitt AF NETINU
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.