Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 6

Fréttablaðið - 21.06.2007, Blaðsíða 6
Miklar endurbætur standa yfir á húsnæði Vísis hf. á Þingeyri og hugbúnaður og vinnslu- kerfi fyrirtækisins hafa verið end- urnýjuð síðastliðin tvö ár. Mikil bjartsýni er á meðal starfsfólksins sem sér vart fram úr verkefnum. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir pólitískan óróleika í kringum sjávarútveginn að undanförnu valda meiri ólgu innan greinarinn- ar en fréttir af þorskstofninum. Pétur H. Pálsson, framkvæmda- stjóri Vísis, segir að uppbyggingin á Þingeyri sé hluti af endurnýjun allra starfsstöðva fyrirtækisins. „Á Þingeyri erum við að laga húsnæð- ið að breyttum aðstæðum og nýjum framleiðsluháttum. Við stefndum að því að vinna þrjú til fjögur þús- und tonn fyrir vestan en svo bíða menn bara með krosslagða fingur eftir því sem gerist í júlí.“ Pétur segir engar ákvarðanir hafa verið teknar um að hætta uppbygging- unni sem áformuð er á næstunni. „Ákvörðun um uppbyggingu var tekin áður en veiðiráðgjöf Hafrann- sóknastofnunar barst. Við bíðum bara eftir stóra dómi eins og aðrir en við erum bundnir af samningum og iðnaðarmennirnir eru byrjaðir.“ Pétur segir að íslenskur sjávar- útvegur hafi þurft að þola sveiflur í áratugi af mörgum ástæðum. Nið- urskurður aflaheimilda núna falli einfaldlega undir það og við því sé hægt að bregðast. „Ef við vitum að við fáum aukninguna eftir fimm ár þá hægjum við á og bíðum rólegir. En það sem ruglar menn í greininni meira núna en nokkuð annað er pól- itískur óstöðugleiki. Stjórnmála- menn eru farnir að gæla við það að ákveða hvar fiskvinnsla verður og hvar ekki auk þess að niðurskurð- urinn skili sér ekki til baka. Þetta tal ruglar menn meira en niður- skurður, aflabrestur eða hvað annað. Ég man aldrei eftir svona dimmum tóni í reynslumiklum mönnum og það er komið til vegna pólitískrar umræðu frekar en vondra frétta af þorski.“ Arngrímur Friðgeirsson, verk- stjóri hjá Vísi á Þingeyri, segir ríkja mikla bjartsýni meðal starfs- fólksins, sem er rúmlega fimmtíu talsins. „Við trúum því að fréttir af niðurskurði hafi ekki neikvæð áhrif á fyrirtækið hérna. Við vinnum á vöktum, svo mikið hráefni berst okkur hingað.“ Arngrímur segir að Vísir sé burðarstólpinn á Þingeyri í atvinnulegu tilliti. „Hér er bullandi uppsveifla og við erum bjartsýn á framhaldið vegna þess að það hefur verið svo mikill kraftur í atvinnu- lífinu.“ Ég man aldrei eftir svona dimmum tóni í reynslumiklum mönnum og það er komið til vegna pólitískrar umræðu frekar en vondra frétta af þorski.“ Mikill uppgangur hjá Vísi á Þingeyri Uppbygging fiskvinnslu á Þingeyri hefur verið mikil að undanförnu. Starfsfólk- ið er bjartsýnt þrátt fyrir óvissu í sjávarútvegi. Framkvæmdastjóri segir um- ræðu stjórnmálamanna valda meiri áhyggjum en niðurskurður á þorskkvóta. NÝJAR OG BETRI JÚMBÓ HYRNUR Í NÆSTU VERSLUN Íbúafundur í Vogum á Vatnsleysuströnd samþykkti með miklum meirihluta atkvæða að veita bæjarstjórninni umboð til að ganga til viðræðna við Alcan um byggingu álvers á Keilisnesi. „Það voru skiptar skoðanir en meirihlutinn var á því að við ættum að ræða við þá um upp- byggingu á Keilisnesi,“ segir Róbert Ragnarsson, bæjarstjóri Voga. Hann telur að um 140 manns hafi komið og um þrjátíu farið í pontu. Róbert býst við að ræða við Alcan á næstu dögum. Í Hafnarfirði er annað hljóð í strokknum. „Við lítum svo á að málinu sé lokið og gerum ekki ráð fyrir að fjallað verði meira um þetta,“ segir Pétur Óskarsson, tals- maður Sólar í Straumi. Pétur hitti Lúðvík Geirs- son, bæjarstjóra í Hafnar- firði, í gær og túlkar orð hans þannig að Lúðvík sé sömu skoðunar. „Bæjar- stjórinn hefur sagt að þetta verði ekki tekið upp á kjörtímabilinu og við göngum út frá því að hann standi við það. Hins vegar sagði hann að ef Alcan kæmi með nýja tillögu þá gæti fjórðungur íbúa krafist að afstaða verði tekin til þess. En hann mun ekki taka það upp að eigin frumkvæði að gengið verði til kosninga.“ Fulltrúar Alcan funduðu með Lúðvík bæjarstjóra um þetta á þriðjudaginn. Í gær fóru þeir svo á fund iðnaðarráðherra og ræddu hugsanlega stækkun álversins í Straumsvík eða tilfærslu þess til Voga eða Þorlákshafnar. Einnig ræddu erindrek- ar Alcan við forsvarsmenn Lands- virkjunar í gær. Til umræðu var viljayfirlýsing fyrirtækjanna um raforkusölu Landsvirkjunar til Alcan. Sú yfirlýsing fellur úr gildi hinn 30. júní. Forsvarsmenn Alcan funda í dag með bæjarstjóra Þorláks- hafnar, Ólafi Áka Ragnarssyni. Ræddar verða hugmyndir um að allt að 460 til 480 þúsunda tonna álver rísi í sveitarfélaginu. Ólafur segir málið á frumstigi og hefur engar fastmótaðar hugmyndir um staðsetningu hugsanlegs álvers. Ólafur segir að álverið yrði rekið með áður lofaðri orku af Þjórsár- og Hengilssvæðunum. Ekki séu fyrirhugaðar nýjar virkjanir í Ölfusi vegna þessa. „Við komum ekkert að því, við erum bara með landið,“ segir hann. Fundar með Ölfusingum Ættu framhaldsskólakennarar að fá hærri laun? Finnst þér úrskurður siðanefnd- ar Blaðamannafélags Íslands í Jónínumálinu sanngjarn? Ísraelsher skaut flugskeytum á tvo eldflauga- skotpalla á Gaza í gær í fyrstu loftárásinni frá því að Hamas- samtökin lögðu undir sig Gaza í síðustu viku. Engar fréttir bár- ust af mannfalli eða meiðslum í árásinni sem var svar við eld- flaugaárás á Ísrael. Fyrr um daginn fóru ísraelsk- ir skriðdrekar inn á Gaza og fjór- ir létu lífið í skothríð. Margir íbúar Gaza-strandar- innar eru fullir ótta um að yfir- taka Hamas-samtakanna á Gaza muni hafa í för með sér aukið ofbeldi á svæðinu. Mahmoud Abbas, forseti Palestínumanna, gagnrýndi Hamas harkalega í sjónvarpsávarpi til þjóðarinnar í gær. Sakaði hann samtökin um að vilja stofna eigin ríki á Gaza. Hundruð Gaza-búa bíða við Erez-landamærastöðina að Ísra- el eftir að verða hleypt í gegn. Varnarmálaráðherra Ísraels fyr- irskipaði hernum í gær að hleypa í gegn þeim flóttamönnum sem þyrftu nauðsynlega á læknisað- stoð að halda. Abbas fordæmir Hamas
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.