Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 26

Fréttablaðið - 21.06.2007, Síða 26
[Hlutabréf] Nærri tuttugu milljóna króna hagn- aður, um tvö hundruð þúsund evrur, varð á rekstri Eimskipafélagsins hf. á öðrum ársfjórðungi rekstrar- ársins eftir skatta. Alls nam tap fé- lagsins 450 milljónum króna á fyrri hluta ársins. Rekstarhagnaður fyrir afskriftir (EBITDA) var 33 milljón- ir evra, um 2,8 milljarðar króna. Velta félagsins á fjórðungn- um var 33 milljarðar króna og ríf- lega tvöfaldaðist frá fyrra ári. Þó er varla hægt að bera reksturinn saman milli ára þar sem félagið hefur tekið algjörum stakkaskipt- um. Baldur Guðnason, forstjóri fé- lagsins, segir að afkoma annars árs- fjórðungs og fyrri árshelmings hafi verið í takt við væntingar. Velta var um 800 milljónir evra sem var um- fram áætlaða veltu 2007 og þá var EBITDA helmingur af settu marki fyrir rekstrarárið. Hf. Eimskipafélagið hefur blásið út á síðustu mánuðum í kjölfar mik- ils ytri vaxtar. Skuldsetning félags- ins hefur þar með aukist talsvert en áætlanir eru uppi um að lækka hana með eignasölu, til dæmis hluta af fasteignum Atlas Cold Storage í Kanada. Aukinn fjármagnskostn- aður skýrist einkum af yfirtökunni á Atlas. Eigið fé Eimskipafélagsins nam 535 milljónum evra, um 44,7 milljörðum króna, í apríllok og var eiginfjárhlutfall 29 prósent. Um 6.200 íslenskir fjárfest- ar skráðu sig fyrir hlutabréfum í einkavæðingu Føroya Banka. Um tuttuguogsexföld eftirspurn reynd- ist vera eftir hlutabréfum í bank- anum en yfir fimmtán þúsund fjár- festar tóku þátt í hlutafjárútboðinu, þar af níu þúsund frá Færeyjum. Í boði voru 12,7 milljarðar króna en kaupendur óskuðu eftir 330 millj- örðum. Fíggingargrunnurin frá 1992, sem er í eigu færeysku landsstjórn- arinnar, seldi um 60 prósent hluta- fjár í bankanum til almennra fjár- festa í Danmörku, Færeyjum og á Íslandi og til fagfjárfesta um nær allan heim. Sjóðurinn hefur falið Handelsbanken í Kaupmannahöfn að selja sex prósent til viðbótar. Um fimmtungur hlutafjárins rennur í skaut smærri fjárfesta í löndunum þremur en Færeyingar fá helming fyrir sinn snúð. Janus Petersen, forstjóri Før- oya Banka, er afar sáttur með við- tökurnar og þann mikla áhuga sem fjárfestar um allan heim sýndu. „Fjárfestar á Íslandi og Færeyjum sýndu útboðinu mikinn áhuga og það sama má segja um fjárfesta í Skandinavíu og frá meginlandi Evr- ópu.“ Bankinn, sem er með um fjörutíu prósenta markaðshlutdeild í inn- og útlánum á Færeyjamarkaði, verð- ur skrásettur með pomp og prakt í Kauphöll Íslands og Kauphöllina í Kaupmannahöfn í dag. „Við settum fram áætlanir um vöxt bankans fyrir tveimur árum og erum á góðri leið með að ná þeim markmiðum. Við horfum til vaxtar á markaði fyrir utan eyjarnar,“ segir Petersen. „Það kemur svo síðar í ljós hvert stefnan verður sett.“ Mikil skerðing kemur til í al- menna hluta útboðsins. Fjárfest- ar sem skráðu sig fyrir 60 hlutum eða minna fá allt það sem þeir ósk- uðu eftir. Sextíu hlutir eru um 127 þúsund krónur miðað við útboðs- gengið 189 danskar krónur á hlut og gengi dönsku krónunnar í gær. Þeir sem skráðu sig fyrir fleiri hlut- um en sextíu fá aðeins tvö prósent af því sem þeir báðu um umfram. Hámarkshlutur almennra fjár- festa getur því orðið um 550 þúsund krónur. Hlutum til stofnanafjár- festa, sem skráðu sig í áskriftasöfn- un (book building), verður úthlutað samkvæmt ákvörðun umsjónarað- ila útboðsins. Íslensku lífeyrissjóð- irnir eru meðal kaupenda, en sam- kvæmt upplýsingum Fréttablaðsins lögðu seljendur á það áherslu að fá inn langtímafjárfesta. Hjá Landsbankanum, sem ann- aðist útboðið á Íslandi, fengust þær upplýsingar að greiðsluseðl- ar muni berast fjárfestum á allra næstum dögum. Gjalddagi verð- ur 26. júní en eindagi lá ekki fyrir. Tuttuguogsexföld umframeftirspurn var eftir bréfum í hlutafjárútboði Føroya Banka sem verður skráður í Kauphöllina í dag. Bankastjórinn fagnar áhuga Ís- lendinga. Þeir sem skráðu sig fyrir 127 þúsund kr. eða minna fá fullan skammt. Peningaskápurinn... Straumur-Burðarás tilkynnti í gær um kaup á fimmtíu pró- senta hlut í tékkneska fjárfest- ingabankanum Wood & Company. Höfuðstöðvar bankans eru í Prag en hann hefur einnig starfsemi í Slóvakíu og Póllandi. Þau skil- yrði fylgja kaupunum að Straum- ur hafi kauprétt að eftirstand- andi hlutum. Þau kaup munu fara fram í síðasta lagi á fyrri hluta ársins 2011. Kaupverð var ekki gefið upp. Greiðsla mun fara fram með reiðufé og hlutabréfum í Straumi. Á kynningarfundi vegna kaup- anna í gær sagði William Fall, forstjóri Straums-Burðaráss, þau hafa ótvíræða kosti. Mikið virði sé fólgið í kaupunum fyrir hluthafa félagsins, þótt þau muni hafa óteljandi fjárhagsleg áhrif á bankann. William sagði mikla vaxtar- möguleika felast í að sameina kosti bankanna tveggja. Straum- ur fái aðgang að ört stækkandi mörkuðum og auki hlutfall vaxta- og þóknunartekna af heildartekj- um. Wood & Company muni njóta góðs af sterkum efnahagsreikn- ingi Straums sem muni styðja við öran vöxt félagsins. Þá geti báðir bankar aukið verulega við vöru- framboð sitt. Meðal viðskiptavina Wood & Company eru fjárfestar og fyr- irtæki í Mið- og Austur-Evrópu. Þá hafa jafnframt alþjóðlegir stofnanafjárfestar og fjárfest- ingabankar leitað til bankans til að öðlast aðgang að mörkuðum í Austur- og Mið-Evrópu. Bank- inn hefur um þrjátíu prósenta markaðshlutdeild í kauphöllinni í Prag. Þá hefur hann einnig aðild að kauphöllunum í Búdapest, Varsjá, Búkarest og Ljúblíana, sem og kauphöllum Austurríkis og Þýskalands. Straumur-Burðarás stefn- ir að því að verða leiðandi nor- rænn fjárfestingabanki. Willi- am sagði kaupin á Wood & Comp- any vel samræmast þeirri stefnu. „Til að ná forystu á norræn- um markaði er okkur nauðsyn- legt að vera virk á mörkuðum sem hafa áhrif á Norðurlöndin.“ Straumur til austurs Miðafjöldi 118.000 – Vinninga ber að vitja innan árs – Upplýsingasími: 525 0000 – Vinningaskráin verður birt a heimasíðunni blind.is, Textavarpi sjónvarpsins á síðu 290 og í Fréttablaðinu, fimmtudaginn 21. júní. 3674 21256 37143 45003 54021 61277 71368 83150 93494 108688 3698 25599 42588 47882 55440 62202 72257 88416 98588 109422 13382 27436 44207 49743 59380 63094 74067 89016 99948 114108 16004 32071 44860 49752 59431 66630 79440 91107 106752 116324 16749 33067 44883 50583 60002 68535 80684 91866 107815 117556 Gistivinningur á einhverju Fosshótelanna fyrir tvo í tvær nætur með morgunverði og kvöldverði annað kvöldið kr. 48.200 941 19152 31170 38444 46996 60439 72611 80763 89584 101974 2408 25592 31865 39487 49684 61605 73113 81758 89909 103859 3335 26691 32535 40429 51801 61872 74789 83613 90021 104083 3348 26951 33336 40670 52134 63037 75773 84160 91063 106021 3952 27255 33398 43844 53309 63358 75988 84780 92158 106701 5077 27823 34080 45425 54655 64749 76619 84866 92463 113010 8476 28040 35666 45639 54690 66205 76681 86024 93279 114147 9198 28343 36384 45661 54844 67620 77728 86423 94161 115158 11964 29789 36559 46293 54905 70210 77841 88729 96987 116845 18628 31165 36813 46635 56323 71072 79264 89051 100950 117497 Ferðavinningur með leiguflugi Heimsferða kr. 160.000 3189 26803 44719 52719 77698 8681 31804 45124 56786 96869 13478 41652 45228 72961 104341 22355 44154 50272 74949 116955 Ferðavinningur með leiguflugi Heimsferða kr. 300.000 Happdrætti Blindrafélagsins - Útdráttur 15. júní 2007 Audi A3 Sportback 2.0, 5 dyra, 150 hö, 5 gíra sjálfskiptur frá Heklu kr. 3.295.000 59796 Kia Cee’d 1,4 EX Classic, beinsk. frá Heklu kr. 1.985.000 99947
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.