Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 44

Fréttablaðið - 21.06.2007, Page 44
 21. JÚNÍ 2007 FIMMTUDAGUR6 fréttablaðið gott á grillið Erna Kaaber grillar fisk og gerir lífræna gosdrykki. „Það er auðvelt að elda nánast hvað sem er í álumslagi á grilli en fiskurinn er þó líklega eitt það allra auðveldasta,“ segir Erna Kaaber á veitingahúsinu Icelandic Fish & Chips, sem jafnframt því að vera sérlega góður kokkur er áhugakona um lífræna fram- leiðslu og næringargildi matvæla. „Í álumslaginu fara engin næring- arefni til spillis heldur umfaðma ólíkar bragðtegundir hver aðra og þannig má smella nánast hverju sem er í umslagið með fiskinum,“ bætir hún við. Erna féllst á að grilla fiskrétt fyrir Fréttablaðið og gefa líka uppskrift að einstaklega ferskum og góðum gosdrykkjum sem hún blandar sjálf en hún segir gos- drykkjaneyslu landans vera fram úr hófi. „Gosdrykkjaneysla Ís- lendinga hefur náð nýjum hæðum og það er áhyggjuefni, enda fjöldaframleiddir gosdrykkir yf- irleitt fullir af alls kyns ófögnuði eins og kornsírópi og gervisykri sem hefur vafasöm áhrif á manns- líkamann.“ RAUÐSPRETTA MEÐ KÓRÍANDER OG MYNTU 1/2 búnt kóríander 1/2 búnt mynta 1 þumlungur engifer 4 hvítlauksrif 1 chili 2 lime 1 sítróna 300 ml ólívuolía 1/2 dl hvítvínsedik Maldon-salt sesamfræ Kóríander- og myntublöðin eru slitin af stilkunum og sett til hlið- ar. Engiferrótin er afhýdd og chili- ið fræhreinsað. Lime-ávextirn- ir eru skafnir með rifjárni og saf- inn kreistur úr þeim báðum sem og sítrónunni. Svolítið af olíunni er sett í bland- ara og engifer og hvítlauk bætt við. Best er að nota Vita Mix því hann tætir niður hvítlauksrifin og engi- ferbútana án vandræða og skil- ur ekki eftir sig hálftætta stubba. Vita Mix-blandarinn er stilltur á minnsta hraða en gott er að gefa aðeins í öðru hverju í um 30 sek. Þegar engifer og hvítlaukur hefur saxast vel er chili-inu bætt saman við, berkinum af báðum lime- ávöxtunum og safanum af sítru- sávöxtunum. Hafið stillt á lægsta hraða og gætið þess að chili-pip- arinn maukist ekki. Því sem eftir er af olíunni er nú bætt saman við ásamt hvítvínsedikinu. Best er að láta blönduna standa í svolitla stund áður en hún er notuð. Álpappír er lagður á borð og fyrir miðju eru settar tvær matskeið- ar af olíublöndunni og svo búnt af myntu og kóríanderblöðum. Ofan á þau eru lagðir rauðsprettubitar u.þ.b. 150 gr. í hvert umslag. Stráið yfir Maldon-salti og sesamfræjum. Gætið þess að brjóta vel upp á um- slögin svo ekki leki úr þeim niður í grillið. Umslögin eru sett á grillið á meðalhita. Eftir að þau bólgna upp er best að taka þau af eftir um 3- 4 mínútur. Þau eru svo opnuð með hníf og borin fram með kartöflum eða salati. Olían geymist í kæli í nokkra daga svo hún er tilvalin til að pensla kjúklingaspjótin með dag- inn eftir. HEIMALAGAÐ GOS Erna segir það auðveldara en margur heldur að blanda eigin gos- drykki. „Það eina sem til þarf í gos- drykkjaframleiðsluna er góð safa- pressa. Fyrir berjadrykki er best að nota þessar gömlu handsnúnu en fyrir aðra ávexti er betra að nota nýju rafknúnu gerðina“. HINDBERJA OG MYNTUGOS: 1/2 kg. hindber 1 búnt mynta slatti af agave-sírópi (fer eftir sætu- smekk hvers og eins) sódavatn Fyrst er berjunum rennt í gegn- um safapressuna. Það er ágætt að gera það nokkrum sinnum því það tekur nokkrar umferðir áður en allur safinn er úr þeim kreistur. Þá er myntunni rennt í gegnum press- una. Bæði mynta og ber gefa frá sér sterkan lit sem erfitt getur reynst að ná úr fötum svo best er að vera með góða svuntu við verkið. Þá er agave-sírópi bætt út í blönduna þar til hún hefur náð réttu sætumagni. Blandan er svo hrist vel saman. Í 350 ml glas er ágætt að nota tvö- faldan skammt úr sjússamæli og fylla svo upp með sódavatni. Berjablandan geymist vel í kæli í viku. -mhg Fiskur í áli á bálið Erna Kaaber segir auðveldara en margan grunar að gera heimatilbúna gosdrykki. Girnileg rauðspretta, grillaðar kartöflur og heimagert gos. Á vefsíðu Skeljungs, skeljung- ur.is, er að finna ýmsar ráðlegg- ingar í sambandi við grill og gaskúta, þar á meðal nokkur ör- yggisatriði. Á síðunni kemur fram að gas- kúta skuli alltaf geyma á köld- um stað, þar sem loftræsting er jafnframt góð. Hins vegar er mælt gegn því að kútar þyngri en 11 kíló séu hafðir inni eða geymdir í kjöllurum eða niðurgröfnum geymslum. Þá er ráðlagt að hafa gaskúta vel skorðaða og upprétta þegar þeir eru fluttir á milli staða, til dæmis með bílum. Auðvitað þarf að hafa skrúfað fyrir og ör- yggistappa í skrúfgangi. -rve Loftræsting og kæling áríðandi Sérfræðingar í saltfiski Þjónustum verslanir, veitingahús o.fl. Fyrir verslanir: Til suðu: saltfiskbitar blandaðir gellur gollaraþunnildi Til steikingar: saltfiskbitar blandaðir saltfiskkurl saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) gellur Fyrir veitingahús – hótel – mötuneyti: saltfiskhnakkar tvær stærðir (lomos) saltfiskbitar blandaðir til suðu og steikingar saltfiskkurl Fyrir utan saltfiskinn þjónustum við sitthvað fleira, svo sem: ýsuhnakka rækjur þorskhnakka steinbítskinnar og bita Sími: 466 1016 ektafiskur@emax.is

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.