Fréttablaðið


Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 47

Fréttablaðið - 21.06.2007, Qupperneq 47
FIMMTUDAGUR 21. JÚNÍ 2007 9gott á grillið fréttablaðið Eitt af því sem gott er af grillinu er nýbakað brauð. Því hefur Hadda Björk Gísladóttir fyrir löngu áttað sig á. Fyrir utan að skella degi á grillið heima í garði hefur hún gjarnan hveiti- lúku og ger með sér í útileg- ur. „Það er einfalt að baka brauð á ferðalögum,“ segir hún. „Ég blanda bara í það að morgni, set það í plast og leyfi deiginu að hefast í far- teskinu yfir daginn. Þá er það tilbúið þegar að kvöld- máltíðinni kemur. Ég passa að hnoða ekki alla lyfting- una úr deginu þegar ég móta brauðin í litlar kökur. Síðan bregð ég þeim á grillið og sjaldan bragðast þau betur en í útilegum.“ Hadda kveðst gera brauð- in eftir hendinni en hér er samt uppskrift sem má styðjast við. 3 dl mjólk 2 dl vatn 1 bréf þurrger 1 tsk. salt 1 tsk. sykur 1/2 dl olía 500 g hveiti 3 tsk. piparblanda Mjólk og vatn er yljað aðeins, gerið og sykurinn sett út í áður en öllu hinu er blandað saman við. Glóðað piparbrauð Hadda þarf ekki rándýrt gasgrill til að búa til góðan mat. Hér hefur hún útbúið ágætis hlóðir milli steina og stundar þar brauðbakstur. MYND/GUN Stærsta grillhátíð heims var haldin í Kansas City í Banda- ríkjunum árið 1975. Risastór hola var grafin sérstaklega fyrir viðburðinn en fimm naut voru grilluð. Grillhátíð- in tók þrjá daga og þrjú lið grillmeistara vöktuðu grillið öllum stundum. Grill var upprunalega notað í eyjum Karíbahafinu þar sem indjánar notuðu trékurl á litlum eldi til að elda kjöt- ræmur. Bandaríkjamenn elska grill sérstaklega mikið. Grill er til á þremur af fjórum am- erískum heimilum og eru þau notuð að meðaltali fimm sinnum í mánuði. Alþjóðlegt orð yfir grill er „barbecue“ en enginn veit uppruna orðsins. Spán- verjar kalla það barbacoa, Frakkarnir tala um barbe à queue og Rúmenar hafa búið til orðið barbec. Stærsta grillpartíið var hald- ið í New Orleans árið 1997 þegar um það bil átján þús- und manns komu saman í til- efni fimmtugsafmælis. Ekki hafði öllum sem komu í af- mælið verið boðið og sumir vissu ekki einu sinni hvert afmælisbarnið var. Grillstaðreyndir FJALLAKRYDDLÖGUR Hrærið saman dijonsinnepi, olíu, balsamediki og smá hunangi. Smyrjið þessu á lambalæri sem bíður þess að fara á grillið, eða ofan í holu með kolum í botninn. Dreif- ið íslenskum kryddjurtum yfir lærið, til dæmis birki- laufi, kúmeni og blóðbergi. SALT Á VATNAFISK Eigin veiði bragðast einkar vel af glóðum. Ekki þarf að krydda silung eða lax mikið enda best að hið náttúrulega bragð njóti sín. Saltið er samt nauðsynlegt á vatna- fisk. BAKAÐ ÚTI Hægt er að baka brauð á dauðum greinum yfir eldi og það er einkar vinsælt hjá börnum að leita að þeim. Deigi úr mjöli, salti, geri, bræddri smjörklípu og vatni er vafið um greinina sem snúið er yfir eldinum eftir þörfum. Fjallabrauð bragð- ast vel með öllum mat. ÚR VILLTRI NÁTTÚRU Villisveppir geta verið mesta lostæti, ekki síst ef þeir eru borðaðir úti í nátt- úrunni. Gott er að fylla þá með smurosti og bregða á hlóðirnar. Útileguráð
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.