Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 2

Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 2
2 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR Er mikið álag í vinnunni? LGG+ er fyrirbyggjandi vörn! Oft koma fyrstu einkenni streitu fram sem stöðug þreyta og óþægindi í maganum og ónæmiskerfið starfar af minni krafti en áður. Rannsóknir sýna að LGG+ vinnur gegn þessum neikvæðu áhrifum og dagleg neysla þess tryggir fulla virkni. H V Í T A H Ú S IÐ / S ÍA Árni, ertu rúgbrauð eða franskbrauð? „Í stöðunni væri líklega vanþakk- læti að vera ekki franskbrauð, þótt íslenski þrumarinn standi fyrir sínu.“ Skáldsagan Tími nornarinnar eftir Árna Þórarinsson hefur verið að gera það gott á metsölulistum í Frakklandi, auk þess sem bókin er kennd í menntaskólum þar í landi. SAMFÉLAGSMÁL Konurnar í Stígamótum bregðast við kreppunni með óhefðbundinni fjáröflun. Þær hyggjast annars vegar selja og hins vegar bjóða upp töskur og veski hinn 13. desember næstkomandi. „Átakið hófst í byrjun vikunnar og erum við strax búnar að fá fullt af framlögum,“ segir Karen Linda Eiríksdóttir, fjölskylduráðgjafi hjá Stígamótum og forsprakki fjáröflunarinnar, en tekið er við tösku- og veskjaframlögum í hádeginu fram til 13. desember. - ve Stígamót taka til sinna ráða: Halda tösku- og veskjauppboð VIÐSKIPTI „Ég stefni að því að allt söluferli verði tilkynningaskylt, ferlið þarf að verða áður en sala gengur fram og allir fjárfestar eigi jafnan aðgang að því,“ segir Björgvin G. Sigurðsson við- skiptaráðherra. Hann ræðir í dag við Fjár- málaeftirlit, skilanefndir og bankaráð. „Það stendur upp á okkur að skýra þetta ferli og tryggja að það verði gagnsætt,“ segir Björgvin. Hann var spurður hvað yrði um það sem nú á sér stað. Greint hefur verið frá sölu TM til Kaldbaks. Heimildir Rúv herma að Nýi Landsbankinn taki yfir skuldir. Kaldbakur er í eigu manna sem áttu í Glitni. Gagn- rýnt er að eigendur gömlu bankanna makki á bak við tjöldin. - ikh Verklagsreglur við sölu eigna: Sala verði til- kynningaskyld EFNAHAGSMÁL Þróunarbanki Evr- ópu neitar að greiða lokagreiðslu umsamins láns til Orkuveitu Reykjavíkur (OR) þrátt fyrir að framkvæmdum sé lokið og úttekt hafi verið gerð á þeim. Lánið, sem tekið var vegna Hellisheiðarvirkj- unar, greiðist eftir framvindu verksins. Vegna slæms efnahags- ástands hér á landi vill bankinn ekki afhenda féð, rúmlega 6 milljarða króna. Hjörleifur Kvaran, forstjóri OR, segir dráttinn á afhendingu fjárins koma sér mjög illa. „Af okkar hálfu hafa engar vanefndir orðið en þeir vilja ekki lána peninga hingað vegna ástands- ins.“ Í haust samdi OR um 25 millj- arða króna framkvæmda- lán við Fjárfest- ingabanka Evr- ópu. Það lán fæst heldur ekki afgreitt af sömu ástæðum og hitt. Lánið var fyrst og fremst hugsað í framkvæmdir við Hverahlíða- virkjun og stækkun Hellisheiðar- virkjunar. Þeim framkvæmdum verður frestað. Þá verða engar nýjar framkvæmdir á næsta ári og dregið verður úr öðrum fram- kvæmdum. Er þar sérstaklega að nefna stórt og mikið fráveituverk- efni á Vesturlandi, en því verður seinkað og klárað 2010 í stað 2009. Hjörleifur segir að allt verði gert til að halda vinnu fyrir starfs- fólk fyrirtækisins og engar upp- sagnir séu fyrirhugaðar núna. Hluti af verkum sem áður voru boðin út, svo sem við viðhald og endurnýjun, verði nú unnin innan fyrirtækisins. Eigið fé Orkuveitunnar rýrnar hratt. Það var 46 prósent um síð- ustu áramót en 21 prósent í 9 mán- aða uppgjöri. „Fjárhagsleg staða okkar er engu að síður sterk,“ segir Hjörleifur. „Þó eigið fé yrði nei- kvætt höfum við nóg haldbært fé til að standa við skuldbindingar okkar. Ástandið þyrfti að vera mjög slæmt mjög lengi til að annað væri uppi á teningnum.“ Engin ákvæði eru í lánasamning- um OR um að lánin gjaldfalli ef eigið fé verður neikvætt, líkt og tíðkast víða. Ekki er fyrirhuguð gjaldskrár- hækkun hjá Orkuveitunni. Um 50 prósent rafmagns sem OR dreifir kemur frá Landsvirkjun. „Ef Landsvirkjun hækkar, eða Lands- net hækkar flutningskostnað, kemur sú hækkun þess vegna að einhverju leyti inn hjá okkur. En við munum ekki hækka okkar raf- magn, né heita vatnið miðað við áætlanir. Ef allt fer á versta veg gæti það eðlilega breyst.“ kolbeinn@frettabladid.is Óvissa um umsamið lán OR vegna kreppu Orkuveita Reykjavíkur fær ekki lokagreiðslu láns frá Þróunarbanka Evrópu vegna framkvæmda sem þegar hafa farið fram. Ekki er fyrirhugað að segja upp starfsfólki eða hækka gjaldskrá. Framkvæmdir verða skornar niður. HELLISHEIÐARVIRKJUN Orkuveitan á samkvæmt samningum að fá rúmlega 6 millj- arða króna í lokagreiðslu láns vegna framkvæmda við virkjunina. Þrátt fyrir að verkið hafi verið tekið út vilja lánadrottnar ekki afhenda féð vegna efnahagsástandsins á Íslandi. FRÉTTABLAÐIÐ/VILHELM HJÖRLEIFUR KVARAN SAMFÉLAGSMÁL Við vorum rétt í þessu að skella restinni af lagernum á fimmtíu prósenta afslátt,“ sagði Einar Valdimarsson, sem ásamt eiginkonu sinni, Jóhönnu Sigurðardóttur, rekur verslunina Þingholt á Grundarstíg. Þau hjónin voru í óðaönn að ganga frá seinnipartinn í gær, þar sem verslun- inni verður lokað í dag. Einar og Jóhanna hafa rekið Þingholt undanfar- in ellefu ár. Saga hennar er þó enn lengri en þangað hafa íbúar Þingholtanna getað leitað í um sextíu ár. Opnun Bónusverslunar í næsta húsi gerði það að verkum að þau hjónin sjá ekki grundvöll fyrir rekstri verslunarinnar lengur. „Við erum búin að vera mjög lengi í verslunarbrölti og sáum að það myndi aldrei ganga að vera með verslun á borð við okkar við hliðina á stórverslun.“ Hann segir að þau hjónin eigi eftir að sakna fólksins í hverfinu og ekki síður menntskæling- anna sem þangað sækja í hádegis- og kaffihléum. Einar og Jóhanna hafa lifað og hrærst í verslun- arrekstri nær allt sitt líf og ráku meðal annars kaupfélagið á Kirkjubæjarklaustri um árabil. Hvað nú tekur við er óráðið. „Á meðan heilsan er í lagi hefði maður viljað vinna lengur. Það getur vel verið að manni leggist eitthvað til.“ - hhs Verslunin Þingholt hreinsar út og selur allt, nema tóbak, á helmingsafslætti: Verslunin Þingholt kveður VERSLUNIN HÆTT Jóhanna Sigurðardóttir og Einar Valdimars- son voru í óða önn að pakka saman í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN TÉKKLAND, AP Efri deild tékkneska þingsins samþykkti í gær samninga sem ríkisstjórn landsins hefur gert við þá bandarísku um uppsetningu ratsjár í grennd við Prag. Búnaðurinn á að verða hluti af hnattrænu eldflaugavarnakerfi Bandaríkjamanna. Neðri deild þingsins á enn eftir að leggja blessun sína yfir áformin, en þar ræður stjórnin ekki yfir meirihluta og getur því ekki gengið að samþykki vísu. Pólska þingið á líka eftir að staðfesta samninga um uppsetn- ingu gagneldflauga fyrir kerfið þar í landi. Barack Obama, verðandi forseti Bandaríkjanna, hefur ekki gefið upp hvernig hann metur þessa samninga. - aa Eldflaugavarnaáform: Tékknesk þing- deild samþykk VERSLUN Verslunin Kraum hlaut í gær Njarðarskjöldinn, hvatning- arverðlaun Reykjavíkurborgar og Íslenskrar verslunar. Er þetta í þrettánda sinn sem Njarðarskjöldurinn er afhentur en markmið með veitingu verðlaunanna er að hvetja til bættrar og aukinnar verslunar- þjónustu við ferðamenn í Reykjavík. Í niðurstöðum dómnefndar segir að það sem upp úr standi við valið að þessu sinni sé einkar glæsilegt úrval íslenskrar hönnunar í versluninni. - ovd Ferðamannaverslun ársins: Kraum hlýtur Njarðarskjöld HVATNINGARVERÐLAUN Óskar Bergs- son, formaður Borgarráðs, afhendir Höllu Bogadóttur, framkvæmdastjóra Kraums, Njarðarskjöldinn. FRÉTTABLAÐIÐ/VIL- Af okkar hálfu hafa engar vanefndir orðið en þeir vilja ekki lána peninga hingað vegna ástandsins. HJÖRLEIFUR KVARAN FORSTJÓRI ORKUVEITUNNAR DÓMSMÁL Áburðarverksmiðjan hefur verið dæmd til að greiða konu tæpar 200 þúsund krónur í bætur vegna óþæginda sem hún hlaut af heitri ammoníaksgufu. Það var haustið 1998, að verið var að ræsa sýruverksmiðju í Áburðarverksmiðjunni í Gufu- nesi. Fyrsta ræsing mistókst og því þurfti að endurræsa sýru- verksmiðjuna og hleypa þar með í tvígang út heitri ammoníaks- gufu, sem fylgir ræsingunni. Konan, sem bjó í næsta nágrenni, fann til óþæginda og kvartaði strax en ekki var brugð- ist við því. Ekki var fallist á bóta- kröfu konunnar vegna varanlegs heilsutjóns en hins vegar tíma- bundins og voru henni dæmdar þjáningabætur. Konan krafðist um 4,4 milljóna króna í bætur. Hún taldi sig hafa orðið fyrir miklu tjóni við það að Áburðarverksmiðjan sleppti út í andrúmsloftið hálfu tonni af 140 gráða heitu ammoníaki. Niðurstaða Héraðsdóms Reykja- víkur var sú að konan hafi ekki hlotið varanlegan miska og varanlega örorku af völdum amm- oníaksins. Hins vegar var fallist á að Áburðarverksmiðjan bæri ábyrgð á tímabundnu tjóni hennar vegna ammoníaksgufunnar. - jss Áburðarverksmiðjan í Gufunesi dæmd til að greiða þjáningabætur: Bætur vegna ammoníaks ÁBURÐARVERKSMIÐJAN Óhappið átti sér stað í Áburðarverksmiðjunni í Gufunesi. MÓTMÆLI Borgarahreyfing um þjóðfund stendur fyrir fundi á Arnarhóli 1. desember næstkom- andi. Í tilkynningu frá hreyfing- unni eru landsmenn hvattir til að sýna samstöðu og krefjast breytinga á stjórn landsmála og breytinga á stjórnsýslu með því að leggja niður vinnu og mæta á þjóðfundinn klukkan 15 á mánudaginn. Þá hvetur Borgar- hreyfingin til þess að samtök launþega veki athygli félags- manna sinna á fundinum og að Samtök atvinnulífsins sýni vilja sinn til þjóðarsáttar og hvetji aðildarfélög sín til að gefa starfsfólki leyfi frá störfum. - ovd Landsmenn sýni samstöðu: Þjóðfundur á Arnarhóli SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.