Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 6

Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 6
6 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR ■ Sendið umboðsmanni neytenda ábendingar eða sparnaðarráð á neytendur@ frettabladid.is DR. GUNNI neytendur@ frettabladid.is Mér berast margar rosalegar sögur af hækkunum. Gengi krónunnar er auðvitað í ruglinu, en seljendur vöru og þjónustu verða að athuga að fólk er enn þá með sömu launin og þegar dollarinn var á 60 kall. Það þýðir því lítið að hækka bara og hækka og búast við að einhver kaupi. Að minnsta kosti er ég persónulega ekkert á leiðinni á Pizza Hut til að kaupa stóra Super Supreme-pitsu með ostfylltum kanti á 6.120 krónur. Sem dæmi. Þótt ótrúlegt megi virðast reyna sumir að ströggla með fólkinu í landinu. Mexikóski veitingastaðnum Santa María hefur ekki hækkað verðið hjá sér um eina einustu krónu síðan staðurinn var opnaður í vor. Þar kostar enginn réttur meira en þúsund kall. Tikk Takk á Akureyri hefur heldur ekki hækkað verðið hjá sér. Brauðstangirnar hafa meira að segja lækkað hjá þeim. Og meira jákvætt. Undir5000.is er nýopnuð vefsíða með hagkvæmum jólagjafahugmyndum sem eiga það sameiginlegt að kosta ekki meira en 5.000 krónur. Gjafirnar skiptast í flokka eftir aldri og kyni. Í Jólagjafasmiðju Skólavefs- ins (skolavefurinn.is) er að finna hug- myndir að fjölmörgum jólagjöfum, sem fólk getur útbúið með litlum sem engum tilkostnaði. Geisladiskar, bækur og dagatöl eru meðal þess sem boðið er upp á. Neytendur: Jákvæðar kreppufréttir Veitingastaðir sem hækka ekki STRÖGGLA MEÐ FÓLK- INU Santa María hefur ekki hækkað verð á matseðlinum enn þá. ÍSLENSKU TÓNLISTARVERÐLAUNIN verða afhent í 15. skipti í janúar 2009 Óskað er eftir tillögum að tilnefningum Skilafrestur til 28. nóvember 2008 Nánari upplýsingar á www.iston.is ATVINNUMÁL Nærri 7.000 einstakl- ingar eru nú skráðir atvinnulaus- ir á Íslandi en þeir voru um 4.000 í lok október. Hátt í 150 manns skrá sig atvinnulausa á degi hverjum. Karl Sigurðsson, for- stöðumaður vinnumálasviðs Vinnumálastofnunar, segir að fyrstu dagana í október hafi talan nálgast 200 manns á dag en það tengist uppsögnum fyrir síðustu mánaðamót. Hann býst ekki við eins miklum uppsögnum um næstu mánaðamót. „Í október og fram í nóvember var þetta fyrst og fremst bundið við höfuðborgarsvæðið og Suður- nesin en síðan hefur atvinnuleysi verið að aukast nánast alls staðar annars staðar,“ segir Karl. Hann segir þó minna um atvinnuleysis- skráningar á Vestfjörðum og Norð-vesturlandi. „Atvinnuleysi er mest á Suður- nesjum. Þar var meira undirliggj- andi atvinnuleysi áður en þessi kollsteypa kom en síðan jókst það mjög hratt, meðal annars vegna samdráttar í flugrekstri og bygg- ingariðnaði,“ segir Karl. Hann segir karla í byggingar- iðnaði langmest áberandi hópinn meðal þeirra sem skrá sig atvinnulausa. Þá segir hann fólki með stúdentspróf hafa fjölgað mikið á atvinnuleysisskrá. Það sé meðal annars fólk sem vann ýmis konar skrifstofu- og bakvinnslu- störf. Karl segir meira um að ungt fólk skrái sig atvinnulaust. Þeir sem tilheyri hópnum 16 tl 29 ára leiti í mun meira mæli til Vinnu- málastofnunar en þeir sem eldri eru. Þá segir hann starfsreynslu vega þungt. „Í október og framan af nóvem- ber fjölgaði útlendingum á atvinnu- leysisskrá langt umfram íslenska ríkisborgar en það hefur hægt mjög mikið á því,“ segir Karl. Hann telur það tengjast miklum upp- sögnum í byggingariðnaði í október þar sem margir útlendingar störf- uðu. Þegar uppsagnir fóru að auk- ast í öðrum greinum hafi Íslend- ingum einnig fjölgað á atvinnuleysisskrá. „Á heildina litið, ef við horfum á tölurnar frá sept- emberlokum, er aukningin þó mun meiri meðal útlendinga,“ segir Karl. olav@frettabladid.is Sjö þúsund manns skráðir án atvinnu Á einum mánuði hafa nærri þrjú þúsund einstaklingar skráð sig atvinnulausa. Atvinnuleysi er mest á Suðurnesjum og höfuðborgarsvæðinu. Meirihluti at- vinnulausra er ungt fólk. Aukningin er meiri meðal útlendinga en Íslendinga. BYGGINGAFRAMKVÆMDIR Mesta hlutfallslega fjölgun atvinnulausra er meðal karlmanna í atvinnugreinum tengdum byggingariðnaði. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Bótaréttur miðast við vinnu og starfshlutfall síðastliðna 12 mánuði. Atvinnuleysisbætur eru tekju- tengdar í þrjá mánuði eftir 10 daga frá umsókn. Miðað er við 70 prósent af meðaltali heildarlauna sex mánaða tímabils sem hefst tveimur mánuðum fyrir umsókn. Hámark bóta er 220.729 kr. miðað við óskerta atvinnuleysistryggingu. Eftir þriggja mánaða tekjutengingu greiðast grunnatvinnuleysisbætur. Fullar grunnatvinnuleysisbætur nema 6.277 kr. á dag eða 136.023 kr. að jafnaði á mánuði miðað við 1. feb. 2008. Atvinnuleysisbætur eru hlutfallslega lægri sé um lægra starfshlutfall en 100 prósent að ræða. HEIMILD: VINNUMÁLASTOFNUN ATVINNULEYSISBÆTUR SAMFÉLAGSMÁL Reykjavíkurborg ætlar að ganga til samninga við Alþjóðahús um eins árs þjónustu- samning. Mannréttindaskrifstofu hefur verið falið að sjá um samningsgerðina af hálfu Reykjavíkurborgar. Gert er ráð fyrir að þjónustu- samningurinn taki við af núgild- andi samningi um næstu áramót. „Með samningnum vill Reykjavík- urborg styðja við öfluga starfsemi Alþjóðahúss og stuðla að því að íbúar nýti kosti fjölmenningarlegs samfélags þar sem jafnrétti og gagnkvæm virðing einkenna samskipti fólks af ólíkum uppruna,“ segir í tilkynningu frá Reykjavíkurborg. - hhs Alþjóðahúsið í örugga höfn: Reykjavík semur við Alþjóðahús ALÞJÓÐAHÚSIÐ Reykjavíkurborg hefur endurnýjað þjónustusamning við Alþjóðahúsið. FRÉTTABLAÐIÐ/ARNÞÓR VIÐSKIPTI Samkeppniseftirlitið hefur birt drög að skýrslu um uppbyggingu og opnun markaða. Drögin voru kynnt á blaða- mannafundi í gær. Þar er meðal annars fjallað um uppbyggingu atvinnulífsins, opnun markaða og eflingu atvinnustarf- semi og samkeppni. Þá eru greindir fimmtán markaðir og dregnar fram hindranir sem ný eða smá fyrirtæki standa frammi fyrir. Þá er bent á að tryggja verði fagmennsku og gagnsæi í ákvörðunum nýju ríkis- bankanna. Drög að skýrslunni liggja fyrir og eru birt á vef eftirlits- ins. Óskað er umsagna og hugmynda. Þá vinnur Samkeppniseftirlitið að skýrslu um eignatengsl í íslensku atvinnulífi, lærdóm sem draga má af þeim og leiðir til úrbóta. - ikh Samkeppniseftirlitið: Ákvarðanir verði gagnsæjar PÁLL GUNNAR PÁLSSON ALÞINGI Ekki kemur til greina að fara út í tíu prósenta flatan niður- skurð í velferðarkerfinu, sagði Jóhanna Sigurðardóttir félags- málaráðherra á Alþingi í gær. Fjár- málaráðuneytið hefur sent ráðu- neytum bréf þar sem farið er fram á að þau komi með tillögur að tíu prósenta niðurskurði. „Ég hef ekki vitað til þess að það sé boðaður neins staðar tíu pró- senta flatur niðurskurður,“ sagði Jóhanna. „Það hefur ekki verið fallist á það í ríkisstjórn, eða sam- þykkt þar.“ Þetta kom fram í svari Jóhönnu við fyrirspurn Jóns Bjarnasonar, þingmanns Vinstri grænna. Hann spurði til hvaða aðgerða ráðuneyt- ið muni grípa vegna aðgerða á vinnumarkaði. Hann vísaði til frétta af flötum niðurskurði. Jóhanna benti á að lög um upp- sagnir og hópuppsagnir séu í fullu gildi, og allir flokkar séu sammála um að tryggja lög sem tryggi að þeir sem þurfa að minnka starfs- hlutfall fái hlutfallslegar atvinnu- leysisbætur. Jóhanna sagði það verða tryggt að ekki verði gengið á félagsleg réttindi fólks. Þá ítrekaði hún að bráðlega verði kynntar öflugar aðgerðir fyrir fyrirtækin í landinu, og enn frekari aðgerðir til að tryggja hag heimilanna. - bj Jóhanna Sigurðardóttir segir flatan tíu prósenta niðurskurð ekki koma til greina: Ekki verður gengið á réttindi NIÐURSKURÐUR Ríkisisstjórnin hefur ekki samþykkt að grípa til tíu prósenta flats niðurskurðar, segir Jóhanna. FRÉTTABLAÐIÐ/STEFÁN ÍSRAEL, AP Tzipi Livni, utanríkis- ráðherra Ísraels, skoraði í gær á Ehud Olmert, fráfarandi forsætis- ráðherra, að segja af sér hið snarasta í ljósi þess að allt stefnir í að honum verði brátt stefnt fyrir rétt fyrir meinta spillingu. Olmert hefur þegar sagt að hann hyggist hætta eftir kosning- ar sem áformaðar eru í febrúar. En á fundi í Kadima-flokknum í gær lagði Livni á það áherslu að hann viki fyrr. Hún tæki þá við sem starfandi forsætisráðherra fram að kosningum. Daginn áður hafði ríkissak- sóknari sagst vera að íhuga að ákæra Olmert fyrir fjárdrátt. - aa Ísraelsk stjórnmál: Livni þrýstir á Olmert að víkja Finnur þú fyrir vöruskorti? Já 27,7% Nei 72,3% SPURNING DAGSINS Í DAG: Er reykskynjari á þínu heimili? Segðu skoðun þína á vísir.is KJÖRKASSINN

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.