Fréttablaðið - 28.11.2008, Page 34

Fréttablaðið - 28.11.2008, Page 34
2 föstudagur 28. nóvember Þ að er barnabók og barn á leiðinni,“ segir Guð- mundur Steingrímsson sem hefur lokið við skrif á barnabók um svínið Pétur. „Halldór Baldursson skopmyndateikn- ari myndskreytir bókina og það vantar bara nokkrar teikningar upp á að hún sé tilbúin,“ segir Guðmundur sem mun sjálfur gefa bókina út eftir jól. „Sagan er skrifuð í miðju góðærinu og fjallar um svínið Pétur sem er nægjusamt og hafnar öllum gylliboðum um óhóf. Hann klæðist bara einum dopp- óttum sandala og spilar á gítar á meðan önnur dýr bjóða honum völd og auðæfi fyrir það sem hann á. Hann lætur samt ekki blekkjast og á endanum fá dýrin leið á þessu,“ útskýr- ir Guðmundur sem segir samfélags- andann svo sannarlega hafa breyst í kjölfar kreppunnar. „Fyrir hálfu áru voru kringum- stæður hérna svo bren- glaðar að fólk var nán- ast hætt að nenna að fara til útlanda nema á sinni eigin þotu og var að kaupa hluti á ótrúlega uppsprengdu verði. Þeim, sem héldu sínu striki, líður eflaust best núna, svo þessi saga á ekki síður við í dag,“ bætir hann við. Guðmundur hefur í nógu að snú- ast um þessar mundir því auk þess að vera að leggja lokahönd á bókina, vinnur hann að væntanlegri plötu með hljómsveitinni Ske og á von á barni með Alexíu Björgu Jóhannesdótt- ur leikkonu, en fyrir á hann dótturina Eddu sem er fimm ára. Alexía Björg er ekki síður önnum kafin því hún leikur í leiksýningunni Óþelló, heldur nám- skeið í leiklistartengdri sjálfsstyrkingu hjá Hringsjá og rekur fyrirtækið Reykja- vík Casting. „Við Alexía eigum von á dreng í mars. Þegar maður stendur frammi fyrir svoleiðis tíðindum skiptir efnahagslífið engu máli,“ segir Guðmundur sem er heimspeki- menntaður, en er nú í mastersnámi í hagfræði við Háskóla Íslands. „Ég er búinn að vera að lesa hagfræði- bækur á meðan allt þetta hefur dunið yfir og öll þjóðin er orðin að hagfræðingum. Maður er eiginlega alveg kominn með nóg af þessu, en núna eru prófin að fara að byrja svo ég sit með stafla af bókum fyrir framan mig. Hagfræðingar eru náttúrulega aðalstjörnurnar í dag, en það er spurning hvort það verði enn þá svoleiðis þegar ég útskrifast,“ segir Guðmundur og hlær. alma@365.is núna ✽andlegt góðæri... Útgáfufélag 365 prentmiðlar Ritstjóri Marta María Jónasdóttir martamaria@365.is Penni Alma Guðmundsdóttir alma@frettabladid.is Forsíðumynd Arnþór Birkisson Útlitshönnun Kristín Agnarsdóttir Auglýsingar Sigríður Dagný Sigurbjörnsdóttir sigridurdagny@365.is sími 512 5462 Föstudagur Skaftahlíð 24, 105 Reykjavík, sími 512 5000 augnablikið ALEXÍA BJÖRG OG GUÐMUNDUR VÆNTA PLÖTU, BÓKAR OG BARNS: EIGA VON Á DRENG Í BYRJUN MARS „Mig langaði að rifja upp kynnin við leikhúsið,“ segir Tómas Lemarquis sem kom sérstaklega til lands- ins til að leika í sýningunni Stein- ar í djúpinu í Hafnafjarðarleikhús- inu. „Ég hef ekki leikið á sviði í átta ár svo ég hef lært mikið af þessu ferli,“ segir Tómas, en aðeins fjór- ar sýningar eru eftir af verkinu sem hefur hlotið góða dóma. Síðastliðin tvö ár hefur Tómas verið búsettur í Berlín þar sem hann hefur fengist við kvikmynda- leik og myndlist. Nýverið lauk hann við tökur á svissneskri mynd þar sem hann fór með aðalhlutverk. „Ég þurfti að læra þýsku sérstak- lega fyrir þá mynd,“ segir Tómas sem talar einnig frönsku og Ít- ölsku, en hann fer með aðalhlut- verk í franskri stuttmynd sem verð- ur sýnd á frönsku sjónvarpsstöð- inni Canal plus í desember. - ag Tómas Lemarquis á sviði eftir átta ára hlé Gerir það gott í leiklistinni Önnum kafinn Tómas hefur í nógu að snúast. Hann leikur nú í Steinum í djúp- inu og fram undan eru hlutverk í tveimur kvikmyndum í Frakklandi og á Spáni. Drengur á leiðinni Guðmundur og Alexía Björg hafa í nógu að snúast og eiga von á litlum dreng í byrjun mars. Svínið Pétur Guðmundur segir frá svíninu Pétri sem lifir mjög nægjusömu lífi í væntan- legri bók sinni. SIGRÍÐUR THORLACIUS Á morgun ætla ég að skunda á Austurvöll og vona að sem flestir geri slíkt hið sama. Á sunnudaginn ætla ég svo ásamt fríð- um flokki að syngja á Gilligill-tónleikum í Salnum í Kópavogi, vonandi fyrir full- um sal af skemmtilegum börnum. Að því loknu ætla ég svo að láta vinkonur mínar kenna mér að prjóna, sem ég geri ráð fyrir að taki langan tíma. Arnar Gauti selur íbúðina Arnar Gauti Sverrisson, sjónvarpsmað- ur í Innliti/útliti, hefur sett glæsiíbúð sína við Naustabryggju í Reykjavík á sölu. Íbúðin hefur birst bæði í sjónvarpi og í hönnunartímaritum og hlotið athygli fyrir smekklegheit. Þótt fasteignamark- aðurinn sé við frostmark um þessar mundir ætti Arnar Gauti þó varla að ör- vænta því stjörnufasteignasalinn Hann- es Steindórsson hjá Remax er með íbúðina á sölu. Hann er einn af fáum sem selja eitthvað þessa dagana. Hvaða Spirulina ert þú að taka? Árangur fer eftir gæðum Gott fyrir ræktina og mikið álag. Spirulina inniheldur mikið af blaðgrænu og glyccogen, því meira glycogen sem er til staðar í líkamanum við æfingar því betri árangur. Blaðgræna eykur súrefnisflutning í blóðinu. Ef Spirulina er tekið inn 1/2 tíma fyrir æfingar eða annað álag gefur það aukið þrek, úthald og einbeitingu. Dregur úr pirringi, sleni og sætindaþörf, truflar ekki svefn. Gæðastaðall ISO9001, ISO1401. 29 vítamín og steinefni · 18 aminósýrur · Blaðgræna · Omega GLA fitusýrur · SOD eitt öflugasta andoxunarensím líkamans Eingöngu lífræn næringarefni tryggja betri upptöku og nýtingu í líkamanum. Fæst í apótekum, heilsubúðum og Fríhöfninni. Aukið úthald, þrek og betri líðan V o ttað 100 % lífræ nt www.celsus.is Keypti beljuskinn Athafnamaðurinn Róbert Wessman lét sig ekki vanta á útsölu í Habitat á dögunum. Hann gerði ótrúlega góð kaup þegar hann fjárfesti í kol- svartri beljuhúð sem hann fékk á 40 prósenta afslætti. Ferð hans á útsöluna segir ýmislegt um ástandið í þjóðfélaginu. þetta HELST Lady Gaga fer ótroðnar slóðir þegar kemur að klæðaburði og mætti í þessum flippaða kjól á American Music Awards á dögunum. Pilsið tók hún svo af þannig að dressið breyttist í samfellu þegar hún söng í eftirpartíinu. helgin MÍN

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.