Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 36

Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 36
4 föstudagur 28. nóvember núna ✽ fötin skapa manninn Leikarinn James Lafferty og leikkonan Sophia Bush úr þáttunum One Tree Hill mættu í nýopnaða herrafataverslun Andersen & Lauth á Laugavegi 7 á þriðjudaginn. James Lafferty kunni svo sannarlega að meta hönnun Gunnars Hilmarssonar og Kolbrúnar Petreu Gunnars- dóttur því Föstudagur hefur heimildir fyrir því að hann hafi keypt sér jakkaföt, skyrtu, leðurjakka, peysu og trefil. Í ofanálag hafi hann pantað jakka sem verður sérsaumaður á hann. Þegar James Laffer- ty var búinn að dressa sig upp fóru þau upp Laugaveginn í kven- fataverslun Andersen & Lauth þar sem hún keypti sér silkiskyrtu, boli og slá. Á meðan þau dvöldu í versluninni hópaðist fólk í kring- um þau til að fá eiginhandaráritanir en þau tóku því létt og voru al- þýðleg að sögn strákanna í Andersen & Lauth. Hafði James orð á því að hann vildi óska þess að versl- unin væri fataskápurinn hans. Þetta eru líklega bestu meðmæli sem nokkur verslun getur fengið. James og Sophia eru í fríi á Íslandi um þessar mundir en sagan segir að þau hafi skipulagt það fyrir hálfu ári. Nú verð- ur spennandi að sjá hvort ís- lensk hönnun rati á rauða dregilinn en James er að leika í mynd- inni S. Darko sem frum- sýnd verð- ur á næsta ári. -mmj James Lafferty og Sophia Bush elska íslensk föt Keyptu hálfa búðina SKYLDULESNING Þeir sem eru ekki búnir að lesa Myrká eftir Arnald Indriðason ættu að drífa sig í það. Plottið er flott og sagan skemmtileg og ekki skemmir að fá smá innsýn inn í líf Elínborgar. Loksins fékk hún að blómstra! É g var ofvirkur með athyglisbrest sem barn sem fylgdi mér yfir á fullorðinsár. Þegar ég breytti um mataræði hurfu þessi ein- kenni,“ segir Óli Solimann sem hefur opnað skyndibitastaðinn Solimanns í Kringlunni þar sem hann býður upp á skyndimat án aukaefna. Fyrir fimm árum fór hann að verða meðvitaður um eigin mataræði og hætti að setja ofan í sig aukaefni. Hann sleppti öllum hvítum sykri, hvítu hveiti og annarri óhollustu. „Eftir að ég hætti að neyta hvíta sykurs- ins hvarf hausverkurinn fyrir fullt og allt en ég hafði verið að berjast við mígreni um margra ára skeið.“ Með breyttu mataræði segist hann geta borðað mun meira en áður. „Hér áður fyrr var ég alltaf að ham- ast í ræktinni en nú þarf ég þess ekki því mataræð- ið skiptir öllu máli þegar kemur að holdafari.“ Hann segist jafnframt hafa hætt að borða ger og þar með hafi sveppasýkingin sem hann var með á fótunum horfið. „Ég var líka með gigt um tíma en hún hvarf um leið og ég hætti að borða aukaefni. Ef ég fer út af sporinu poppar hún hins vegar upp aftur.“ Óli er mikill ævintýramaður og þar sem hann er lærður matreiðslumaður ákvað hann að þróa þetta matarverkefni og er nú búinn að opna eigin veit- ingastað. Staðurinn er sérstakur að því leytinu til að hann býr til allt frá grunni, notar engin aukefni og setur eigið skyr í brauðin til að gera þau próteinrík- ari. „Ég er búinn að vinna í þessu í þrjú ár, þetta er komið úr því að vera einn skyrdrykkur upp í 50 rétti. Áherslan á bak við vörumerkið Solimanns á að vera traust. Það er alltaf verið að blekkja kúnnann en við pössum okkur á því að það sé ekki eitt efni í vörunni sem er hægt að negla mig á,“ segir hann. Óli Solimann býr til eigið skyr sem hann notar í brauð LÆKNAÐIST MEÐ BREYTTU MATARÆÐI Dreifingaraðili: Fæst í verslunum um land allt NÝTT Á ÍSLANDI Hin geysivinsæla Disney útgáfa er komin í verslanir: Opnaðu töfraheim Disney og spilaðu Trivial Pursuit með allri Fjölskyldunni. Allt pottþétt Óli Solimann býr til allt frá grunni og er nú að búa til skyr úr byggi, sitt eigið sojaskyr og svo mætti lengi telja.

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.