Fréttablaðið - 28.11.2008, Page 38

Fréttablaðið - 28.11.2008, Page 38
6 föstudagur 28. nóvember núna ✽ stígvéladrottningin Getur þú lýst þínum stíl? Hann fer mikið eftir því hvað ég er að fara að gera og í hvaða stuði ég er. Ég er til dæmis í allt öðrum stíl í skólanum en í vinn- unni. Af þessum ástæðum held ég að ég sé frekar ósamkvæm sjálfri mér í fatasmekk. Hvað dreymir þig um að eignast í vetur? Nýju lakk- skóna frá Gull í Grjóti skóversl- un. Hvað keyptir þú þér síðast? Ég missti mig í Urban Outfitters í Hamborg. Mér finnst oft erfitt að finna föt sem eru töff og á sama tíma mjög þægileg. Uppáhaldsverslun? Mamma á Gull í Grjóti, Skólavörðustíg, enda á ég stóran þátt í því að velja það sem er pantað. En annars versla ég mest úti á Ít- alíu en þangað fer ég nánast á hverju ári í innkaupaferð fyrir búðina. Þá er það helst Mass- imo Dutti, Penny Black og fleiri sætar búðir í Mílanó. Að sjálf- ögðu nýtir maður svo ferðina í að kíkja í Promod og H&M. Uppáhaldsfatamerki? Mass- imo Dutti, New Penny (sem er undir Penny Black) og Moda Di Fausto klikka aldrei. Ég myndi heldur aldrei slá hendinni á móti 66° norður og Cintamani. Eins hef ég sérstakan veikleika fyrir íþróttafatnaði frá Puma. Finnst þér merki á fötunum skipta máli? Á sumum, já. En stundum finnst mér fínt að versla eitthvað tískubundið í merkjum sem eru ekki eins dýr. Annars held ég að ég sé kröfuharðari á merki og gæði í skóm frekar en fatnaði kannski vegna þess að ég hef meira vit á því. Í hvað mynd- ir þú aldrei fara? Tísk- an er alltaf að breytast og ég hef oft farið í eitthvað sem ég veit að fer mér ekki sem best en mér finnst flott. Þannig ég yrði þá bara að skóta á pungbindi. Af hvaða líkamsparti ertu stoltust og hvern- ig undirstrikar þú það með klæða- burði? Ég hef frek- ar nett mitti svo mér finnst gaman að undirstrika það. Hvert er skugga- legasta fata- tímabilið þitt? Skopparatímabil- ið í byrjun í gagn- fræðaskóla. Þess- ar pokabuxur og derhúfur voru ekki alveg að gera sig á mér þá. Mér finnst það eitthvað svo mótsagnakennt við okkur núna. ✽ algjört möst 1 2 4 1. Mamma Mia! er komin út á DVD með „sing along“ diski. Settu græjurn- ar í botn og syngdu með. 1 Thelma í stívélum frá Neri úr Gull í Grjóti, sokka- buxum út United Colors of Benetton, skyrtu og vesti frá Massimo dutty og pilsi frá Gull í Grjóti. Skartið er frá Swarovski og Candino. 2 Converse strigaskór frá Bandaríkjunum og Ítalíu, en stígvélin eru keypt í Köben frá merki sem heitir Graceland. 3 Rauðir lakk- skór og taska frá Moda Di Fausto úr Gull í grjóti. 4 Kjóll frá 101 Skjöldur sem ég Thelma klæddist í Bandinu hans Bubba. 5 Ed Hardy bolur úr Reykja- vík Ink. á Frakkastíg. 6 Svört stígvél frá Il Renzoni úr geitarleðri sem er einstaklega mjúkt, eins og hanski. 7 Kjóll úr All Saints og hálsmen frá Topshop. Thelma Hafþórsdóttir söngkona: KRÖFUHÖRÐ Á GÆÐI 3 6 21 4 5 74. Endurbætt meik frá HR sem gefur jafna og létta áferð. 3. Sprengjuhöllin sendir sínar bestu kveðjur á nýjum geisla- disk. Góð lög og flottir textar. 2. Djúpblátt og dularfullt naglalakk frá Lancome sem myndar stjörnu á nöglinni þegar segull á glasinu er bor- inn að því. 3 55. Réttirnir frá Móður nátt-úru fást nú í Bónus. Keyptu þér pakka af buffum og búðu til ljúffengan hamborgara.Þetta er bæði hollt, ljúffengt og ódýrt! KORT EFTIR RAGNHILDI ÁGÚSTSDÓTTUR Jólakortin í ár eru án efa kortin sem mynd eftir Ragnhildi Ágústsdótt- ur myndlistarkonu prýðir. Kortin eru til styrktar Fjölskylduhjálp Íslands og rennur ágóðinn óskiptur til hennar. Kortin eru seld hjá Ásgerði hjá Fjölskylduhjálpinni. Vinnufatabúðin Laugarvegi 76 - S: 551-5425 Opið virka daga frá 9:00 – 18:00 / laugardaga frá 10:00 – 18:00.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.