Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 42

Fréttablaðið - 28.11.2008, Side 42
10 föstudagur 28. nóvember ✽ hver ætli sé efstur á lista? heima MARTA MARÍA JÓNASDÓTTIR martamaria@365.is Veggfóður getur búið til rétta stemningu inni á hverju heim- ili ef það er bara valið nógu vel. Á þessu heimili sést hvernig vegg- fóður er notað á öðruvísi hátt en við eigum að venjast. Íslendingar eru oft ansi hræddir við veggfóð- ur eftir að þjóðin veggfóðraði yfir sig fyrir um 40 árum. Þetta gæti þó orðið það sem koma skal því í raun er það ekki mikið dýrara að veggfóðra en að mála veggina. martamaria@365.is Veggfóður notað á sniðugan hátt Breyttu hreysi í höll Veggfóðraðu smábút Hér sést hvernig hægt er að veggfóðra að hluta til án þess að það verði eitthvað klúðurslegt. Baðherbergi Hér sést hvernig veggfóð- ur er notað utan um klósettkassann. Til að veggfóðrið þoli álagið á svona stöðum borgar sig að lakka yfir það með sérstöku glæru veggfóðurslakki svo það sé auð- veldara að þrífa það. Borðstofan Veggfóðrið býr til flotta stemningu. EPAL Í SKULD Verslunin epal á Laugavegi hefur flutt sig um set, í verslunina Skuld á Laugavegi 51. Í versluninni má finna bæði íslenska og erlenda gæðahönnun. EP DAUÐALISTINN Fyrr á árinu fékk ég hótunarbréf frá Intrum og mér tilkynnt að ég skuldaði 1.300 krónur hjá mynd- bandaleigu í Fákafeni. Bréfinu fylgdi nafn myndar- innar ásamt dagsetningu og ásökun um að mynd- inni hefði verið skilað of seint. Þótt 1.300 kall komi mér yfirleitt ekki úr jafnvægi fór þetta svolítið fyrir brjóstið á mér því ég kannaðist ekkert við að hafa leigt myndina. UNDARLEGUR EIGANDI Um það bil mánuði síðar kom annað bréf og hafði upphæðin hækkað nokkuð síðan síðast. Þá tók ég mig til og fletti því upp að ég hefði verið erlendis þegar myndin var tekin. Þegar ég hringdi í Intrum var mér tjáð að hringja á myndbandaleig- una og tala við eigendann. Þegar ég hringdivar mér sagt að eigandinn væri ekki við og stúlkan sem svaraði í símann gat ekki gefið mér upp hvenær eigandinn yrði næst við. Ég gafst því eiginlega upp. SÍMTAL Á MATMÁLSTÍMA Nokkrum mánuðum síðar fékk ég símtal frá Intrum þar sem ég var beðin um að borga skuldina. Ég sagði kon- unni í símanum að ég kannaðist ekkert við umrædda mynd og spurði hana hvort myndbandaleigan gæti sannað að myndinni hefði verið skilað of seint. Þá varð lítið um svör. Eftir samtalið fékk ég frið í nokkrar vikur þangað til enn eitt bréfið barst og upphæðin var orðin eins og á meðal skópari. EIGINMAÐURINN RANKAR VIÐ SÉR Þá ofbauð eiginmanninum þetta allt saman og krafðist þess að myndbandaleigan sannaði að ég hefði tekið myndina því hann hélt jafnvel að hann hefði sjálfur verið að verki. Nokkrum vikum síðar kom sannleikurinn í ljós. eiginmaðurinn hafði sem sagt labbað inn á myndbandaleiguna, leigt mynd á annarri kennitölu, borgað með sínu korti og allt var klappað og klárt. Í fram- haldinu fór ég að velta því fyrir mér hvort þetta kerfi væri ekki orðið svolítið úrelt. Það er lítill vandi að leggja kennitölur fólks á minnið og það er greinilega leikur einn að misnota þetta út í hörgul. DAUÐALISTINN Í fórum mínum á ég lista yfir fólk sem mér er mein- illa við. Ég hef þó hamið mig hingað til og ekki farið út í neinar svæsnar hefndaraðgerðir. Nú er ég hins vegar búin að finna töfra- lausnina enda hefur þetta ár meira og minna farið í bögg frá Intrum út af myndbandsspólu sem ég leigði aldrei. Næst þegar mig þyrstir í hefnd ætla ég að rölta niður í Fákafen, leigja klámmynd eða eitthvað þaðan af verra á nafni viðkomandi, borga með peningum og skila henni aldrei … L istakonan Valgerður Magnúsdóttir eða, Vala eins og hún er kölluð, hefur dundað sér við það síð- asta mánuðinn að framleiða jólasveina og jólatré. Jólasveinarnir eru ákaflega krúttlegir og hægt að stilla þeim upp einum og sér eða raða þeim saman í hópum. Það er ekki hægt að segja annað en að þeir komi með sannan jólaanda inn á hvert heimili. Þeir eru úr þæfðu ullarfilti og það skemmtilega við sveinana er að enginn þeirra er eins. Í botni hvers jólasveins og hvers jólatrés eru steinar úr nátt- úrunni sem gerir formið breytilegt og þeir verða stöndugri. Þegar Vala er spurð um jólasveina- framleiðsluna segist hún hafa dreymt um að vera sinn eigin herra og hafi því bara kýlt á það. „Ég hef alltaf unnið mikið í höndun- um. Í október byrjaði ég að leika mér heima og fannst þetta vera eitthvað sem ég gæti framleitt. Ég er í skóla og heima með lítið barn. Í kreppunni vildi ég skapa sjálfri mér atvinnu. Mig hefur alltaf langað að fara út í framleiðslu en hef hingað til bara hannað og saumað eitt og eitt eintak af hverju,“ segir hún. Um þessar mundir stundar Vala nám á listnámsbraut við Iðnskólann í Hafnarfirði en hún lærði keramik og skúlptúr í Engelsholm í Dan- mörku. Hún starfaði einnig sem aðalhönnuður hjá tímaritinu Fimum fingrum auk þess að hafa leiðbeint á fjölda nám- skeiða í keramikmálun, tré- málun og almennum hann- yrðum. Þegar kom að því að koma jólasveinun- um í verslanir gerði hún lista yfir þær sem hana langaði að selja í; Kokku, Iðu, Rammagerðinni og Lífi og list. Það vildi ekki betur til en að öllum verslunum leist vel á jóla- sveinana og því eru þeir til sölu í þeim öllum. „Þetta kom mér mjög mikið á óvart en auð- vitað er ég himinlifandi að íslenskar verslan- ir skuli styðja við bakið á íslenskri hönnun,“ segir Vala. Fljótlega mun hún opna heimasíð- una Valadesign.is og hyggur hún á frekari framleiðslu. martamaria@365.is Valgerður Magnúsdóttir hefur framleitt undurfagra jólasveina KOMA MEÐ RÉTTA JÓLAANDANN Valgerður Magnúsdóttir hönnuður

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.