Fréttablaðið - 28.11.2008, Page 54

Fréttablaðið - 28.11.2008, Page 54
30 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR UMRÆÐAN Jón Baldvin Hanni- balsson skrifar um Evrópumál Hvers vegna hefur Sjálfstæðisflokkur- inn staðið þvert í vegi fyrir því að þjóðin gæti látið á það reyna, hvort brýnustu þjóðarhagsmunum væri betur borgið með aðild að Evrópusambandinu og upptöku evru? Hvers vegna hafa forystumenn flokksins ekki viljað heyra á það minnst, jafnvel þótt meirihluti þjóðarinnar og meirihluti þeirra eigin kjósenda hafi löngum viljað láta á þetta reyna? Hvers vegna þverskallast forystumenn flokks- ins við öllum slíkum kröfum, þótt flestir forvígismenn íslensks atvinnu- og fjármálalífs, sem reyndar gera flokkinn út, hafi snúist á þá sveif með vaxandi þunga í seinni tíð? Er þetta ekki í ósamræmi við þá viðteknu kenningu (eða goð- sögn) að Sjálfstæðisflokkurinn hafi ævinlega haft forgöngu um nánara samstarf Íslendinga við aðrar þjóðir á sviði verslunar og viðskipta, þegar á hefur reynt? Eða er sú kenning bara bábilja sem stenst ekki nánari skoðun? Sjálfstæðisflokkurinn íslenski er eini hægri flokkurinn í gervallri Evrópu sem hefur forherst í and- stöðu sinni við aðild að Evrópu- sambandinu. Meira að segja breska íhaldinu dettur ekki í hug að segja Stóra-Bretland úr Evr- ópusambandinu, þótt þeir hafi einatt allt á hornum sér þar innan dyra. Til þess eru viðskiptahags- munir Breta af Evrópusambands- aðild allt of ríkir. Hvað veldur þessari sérstöðu íslenska íhalds- flokksins í reynd? Sannleikurinn er sá að kenn- ingin um forystuhlutverk Sjálf- stæðisflokksins að því er varðar nánara samstarf við aðrar þjóðir á grundvelli fríverslunar stenst illa nánari skoðun. Þótt Sjálf- stæðisflokkurinn hafi haft ótví- ræða forystu um inngönguna í NATO og varnarsamstarfið við Bandaríkin á sínum tíma, gildir ekki það sama um frelsi í við- skiptum. Lengst af sögu sinnar hefur Sjálfstæðisflokkurinn verið ríkisforsjár- og haftaflokkur, í helminga- skiptum við Framsóknar- flokkinn. Valdakerfi flokksins var beinlínis byggt upp í kringum rík- isforsjá og pólitíska stjórnun á ríkisbönkum og sjóðum. Það borgaði sig fyrir atvinnurekend- ur að vera í Sjálfstæðis- flokknum. Og það gat nálgast að vera refsivert athæfi að vera það ekki. Stóra undantekningin frá ríkisforsjárstefnu Sjálfstæðis- flokksins var Viðreisnarstjórnin 1959-71. Hinn pólitíski frumkvöð- ull að auknu frjálsræði í við- skiptalífinu innan Viðreisnar- stjórnarinnar var Gylfi Þ. Gíslason, formaður Alþýðu- flokksins og viðskiptaráðherra Viðreisnar. Viðreisnarstjórnin afnam gjaldeyrishöft, skráði gengið rétt og jók frelsi í inn- flutningi. En því voru þröng tak- mörk sett sem Alþýðuflokkurinn gat tosað Sjálfstæðisflokknum í átt til aukins frjálsræðis. Það var einmitt á þessum árum sem land- búnaðurinn var í sívaxandi mæli gerður út á kostnað skattgreið- enda (útflutningsbætur). Ríkis- valdið ákvað fiskverð. Hvort tveggja gengi gjaldmiðilsins og vextir inn- og útlána var ákveðið af pólitíkusum. Útflutningurinn var háður pólitískum leyfisveit- ingum. Steingrímur Hermanns- son segir frá því í ævisögu sinni að meðal verkefna í fyrstu sam- steypustjórn sem hann tók þátt í hafi verið að ákveða verð á kók og prins póló. Helmingaskipti og ríkisforsjá Allt var þetta ríkisforsjárkerfi niðurnjörvað út í ystu æsar sam- kvæmt helmingaskiptareglu Sjálfstæðisflokks og Framsókn- ar: Þetta handa okkur – hitt handa SÍS. Hlunnindum á vegum ríkis- ins var úthlutað eftir pólitískum verðleikum. Skjólstæðingar flokkanna höfðu forgang um lán- veitingar úr bönkunum sem lutu stjórn pólitískra bankastjóra og bankaráða. Lánin voru óverð- tryggð í 35-40% verðbólgu og því eftirsótt gæði; nánast pólitísk gjafavara. Þetta kerfi hélt velli og færðist raunar í aukana, eftir fall Viðreisnar 1971 og á fram- sóknaráratugunum sem tóku við. Það var ekki fyrr en verðtrygg- ing fjárskuldbindinga og raun- vextir komu til sögunnar og koll- vörpuðu SÍS, sem hafði undir lokin lifað af nær eingöngu vegna pólitískrar fyrirgreiðslu, að helmingaskiptakerfi flokkanna skekktist á grunninum og hrundi loks saman. Það var reyndar í tíð vinstri- stjórnar Steingríms Hermanns- sonar (1988-91)sem fyrstu skref- in í frjálsræðisátt voru tekin á ný: Frelsi í útflutningi, afnám gjaldeyrishafta og takmarkað frelsi til fjármagnsflutninga milli landa; einkavæðing Útvegsbank- ans og sameining banka. Síðast en ekki síst EES-samningurinn sjálfur, sem breytti öllu efna- hagsumhverfi á Íslandi í frjáls- ræðisátt. Stiklum á stóru um stefnu Sjálfstæðisflokksins í Evrópu- málum á sl. tveimur áratugum. Segja má að Davíð Oddsson hafi hafið landsmálaferil sinn sem formaður aldamótanefndar Sjálf- stæðisflokksins, þar sem hann lagði eindregið til að Ísland stefndi að inngöngu í Evrópu- sambandið. Þrátt fyrir þetta vegarnesti Davíðs var Sjálfstæð- isflokkurinn í stjórnarandstöðu (1988-91), undir forystu Þorsteins Pálssonar, andvígur EES-samn- ingnum. Í staðinn boðuðu sjálf- stæðismenn tvíhliða fríverslun- arsamning við Evrópusambandið um fisk, sem þeir vissu allan tím- ann að stóð ekki til boða. Þannig hikuðu þeir ekki við að láta ótví- ræða þjóðarhagsmuni víkja fyrir meintum flokkshagsmunum. Þegar Framsóknarflokkur og Alþýðubandalag hlupust undan ábyrgð á EES-samningnum fyrir kosningar 1991, átti ég ekki ann- arra kosta völ en að semja við Davíð Oddsson um stjórnar- myndun til að tryggja framgang EES-samningsins. Davíð tvínón- aði ekki við að falla frá stefnu flokks síns í stjórnarandstöðu og styðja EES-samninginn, sem flokkurinn hafði áður lýst sig andvígan, til þess að komast í stjórn. Enn og aftur var það valdastaða flokksins sem skipti mestu máli. Sjálfstæðiflokkurinn hafði því ekkert frumkvæði að EES-samningnum og lét aldrei brjóta á sér í málinu. Þegar mest- ur styrr stóð um EES-samninginn fyrir kosningarnar 1991, fór Sjálfstæðisflokkurinn með lönd- um. Hann óttaðist klofning. Það var ekki að ástæðulausu. Það var hörð andstaða við samninginn í landsbyggðararmi Sjálfstæðis- flokksins allan tímann þannig að það mátti vart tæpara standa að samningurinn hlyti meirihluta- stuðning á þingi (33 atkvæði gegn 23, og 7 sátu hjá). Landráðabrigsl Það var ekki síst fyrir áhrif EES- samningsins sem Ísland náði sér aftur á skrið eftir lengsta sam- dráttarskeið á lýðveldistímanum (1988-94). EES-samingurinn er ekki bara venjulegur fríverslun- arsamningur sem tryggir okkur nær ótakmarkaðan markaðs- aðgang á stærsta fríverslunar- svæði heimsins. Vaxtarhömlur hins örfámenna heimamarkaðar hurfu á svipstundu. Íslenskum fyrirtækjum opnuðust ný tæki- færi á þrjú hundruð milljóna manna heimamarkaði. Sömu reglur giltu á svæðinu öllu um vöruviðskipti, fjármálamarkaði og á vinnumarkaði, auk þess sem samkeppnisreglur færðust í svip- að horf. Þetta skapaði forsendur fyrir nýju framfaraskeiði, sem ekki létu á sér standa. Af pólitískum ástæðum áttu aðstandendur EES-samningsins, sem fyrst og fremst var að finna meðal stuðningsfólks Alþýðu- flokksins og Sjálfstæðisflokks- ins, fullt í fangi með að tryggja honum framgang með þjóðinni og á Alþingi. Andstæðingar samn- ingsins úthrópuðu hann sem land- ráðagerning; þeir sögðu hann tákna endalok sjálfstæðis og framsal fullveldis; þeir héldu því fram að útlendir veiðiflotar mundu leggja undir sig Íslands- mið, að náttúruperlur og laxveiði- ár mundu færast í eigu útlend- inga og að landið mundi fyllast af erlendu verkafólki.Ekkert af þessu átti þá við rök að styðjast. En það er hollt að minnast þessa málflutnings í aðdraganda næstu kosninga sem væntanlega munu snúast fyrst og fremst um eitt mál: Aðild Íslands að Evrópusam- bandinu og upptöku evru.Það verður ekki allt í anda kristilegs bróðurþels sem þá verður látið flakka af hálfu þeirra sem þykj- ast bera íslenskt þjóðerni utan á sér umfram annað fólk. Minn- umst hins fornkveðna að þjóð- remban er ævinlega seinasta athvarf skúrksins í allri pólitík. Nú eru liðin fjórtán ár – þrjú og hálft kjörtímabil – frá því að EES- samningurinn gekk í gildi. Hing- að til hefur það verið nær ágrein- ingslaust að samningurinn hafi reynst íslensku þjóðfélagi öflug lyftistöng til alhliða framfara. Meira að segja þeir sem voru harðir andstæðingar samnings- ins og fundu honum flest til for- áttu hafa, eftir á að hyggja og að fenginni reynslu, sungið samn- ingnum lof og prís. Helstu rök andstæðinga Evrópusambands- aðildar í öllum flokkum hafa reyndar verið þau að EES-samn- ingurinn væri svo góður og tryggði svo vel hagsmuni Íslands í samskiptum við Evrópusam- bandið, að það væri óþarfi að stíga skrefið til fulls. Við nytum flestra þeirra réttinda sem Evr- ópusambandsaðild mundi veita okkur (aðild að innri markaði Evrópu á jafnréttisgrundvelli), án þess að þurfa að taka á okkur íþyngjandi skuldbindingar á móti. Pólitískt þrotabú Alþýðuflokkurinn tók af skarið þegar fyrir kosningar 1995 um það að Ísland ætti að semja um aðild að Evrópusambandinu og að taka upp evru í stað krónu um leið og við fullnægðum settum skilyrðum. Samfylkingin, sem var mynduð við samruna fólks, sem áður hafði fylgt þremur flokkum að málum, þ.e. Alþýðu- flokki, Alþýðubandalagi og Kvennalista, erfði Evrópustefnu Alþýðuflokksins og hefur fylgt henni síðan, þótt með hangandi hendi sé. Sjálfstæðisflokkurinn, undir forystu Davíðs Oddssonar og síðar Geirs Haarde, hefur hins vegar staðið þvert á móti. Vinstri græn eru samkvæmt stefnuskrá sinni andvíg Evrópusambandsað- ild, þótt brátt kunni að renna á þau tvær grímur. Framsóknar- flokkurinn hefur verið tvíátta. Undir forystu Halldórs Ágríms- sonar daðraði flokksforystan dálítið við hugsanlega Evrópu- sambandsaðild, án þess þó að verulegur hugur fylgdi máli. Nú er hins vegar svo komið að Evr- ópusambandsandstaðan hefur orðið fv. formanni flokksins, Guðna Ágústssyni, að fótakefli. Hann er stokkinn frá borði en flokkurinn mun væntanlega taka stefnuna á Evróðusambandsaðild á flokksþingi í janúar nk. Frjáls- lyndi flokkurinn stendur nú fyrir skoðanakönnun meðal fylgis- manna sinna, sem verður birt innan tíðar. Stærstu tíðindin eru hins vegar þau að nú er brostinn á flótti meðal andstæðinga Evrópusam- bandsaðildar í þingflokki Sjálf- stæðisflokksins. Samkvæmt skoð- anakönnunum er flokkurinn að vísu rúinn trausti og fylgi. For- ystumenn hans gera sér helst vonir um að þeir geti stöðvað fylg- ishrunið og endurheimt glatað fylgi með því að kúvenda enn einu sinni í Evrópumálum. Flestir spá því að á landsfundi flokksins í lok janúar á næsta ári verði stefnu- breytingin formlega staðfest. Þar með hefði pólitísk arfleifð Davíðs Oddssonar beðið endan- legt skipbrot: Efnahagsstefnan leiddi til neyðarástands; peninga- málastefnan leiddi til hruns fjár- málakerfisins og falls gjaldmið- ilsins; og andstaðan við Evrópusambandsaðild og upp- töku evru hefur hingað til komið í veg fyrir fyrirbyggjandi björg- unarráðstafanir. Þetta er trúlega stærsta pólitískt þrotabú Íslands- sögunnar. Þessi dapurlega niðurstaða hefur ásamt öðru afsannað tvær lífseigar kenningar um íslensk stjórnmál: Sú fyrri er að sjálf- stæðismönnum sé betur treystandi fyrir fjármálum ríkis- ins en öðrum af því að þeir hafi vit á peningum. Það þarf meira en meðalkokhreysti til þess að dirfast að halda fram slíkri firru upp í opið geðið á greiðsluþrota þjóð eftir sautján ára fjármála- stjórn sjálfstæðismanna. Hin kenningin er sú að Sjálf- stæðisflokkurinn taki ævinlega forystu fyrir þjóðinni þegar á það reynir að taka erfiðar ákvarðanir um nánara samstarf við aðrar þjóðir á sviði viðskipta og efna- hagsmála. Sú kenning stenst reyndar ekki dóm staðreynd- anna. Hringlandaháttur Sjálf- stæðisflokksins í Evrópumálum hefur verið með endemum. Það er fjarstæða að kenna flokkinn við stefnufestu á því sviði. Stað- reyndirnar tala sínu máli í þessu efni. Getuleysi forystu Sjálfstæð- isflokksins til þess að taka vanda- samar en erfiðar ákvarðanir um nánara samstarf við önnur lýð- ræðisríki í Evrópu á efnahags- sviðinu hefur reynst þjóðinni dýrkeypt. Sú staðreynd að óttinn við klofning flokksins hefur ráðið meiru en skylduræknin við hags- muni þjóðarinnar í þessu máli er þungur áfellisdómur yfir Sjálf- stæðisflokknum, sem mun fylgja honum um ókomna framtíð. Höfundur var formaður Alþýðu- flokksins 1984-96, sem fyrstur flokka boðaði inngöngu Íslands í Evrópusambandið og upptöku evru, þegar fyrir kosningar 1995. Davíð tvínónaði ekki við að falla frá stefnu flokks síns í stjórnarandstöðu og styðja EES-samninginn, sem flokk- urinn hafði áður lýst sig andvígan, til þess að komast í stjórn. Enn og aftur var það valdastaða flokksins sem skipti mestu máli. JÓN BALDVIN HANNIBALSSON Flokkshagsmunir gegn þjóðarhagsmunum

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.