Fréttablaðið


Fréttablaðið - 28.11.2008, Qupperneq 62

Fréttablaðið - 28.11.2008, Qupperneq 62
38 28. nóvember 2008 FÖSTUDAGUR HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Föstudagur 28. nóvember 2008 ➜ Tónleikar 17.30 Blúsmaðurinn ET Tumason flytur nýtt efni í bland við eldra í 12 Tónum við Skólavörðustíg. 21.00 Dúndurfréttir verða með óraf- magnaða tónleika í Dalvíkurkirkju á Dalvík þar sem flutt verða lög Led Zeppelin, Pink Floyd, Deep Purple og Uriah Heep. 22.00 Hlynur Ben mun spila lög af plötu sinni Telling Tales á Rósenberg, við Klapparstíg. 22.00 Margrét Guðrúnar og Bandið hans pabba spila á Græna Hattinum, Hafnarstræti 96 á Akureyri. Húsið opnar kl. 21.00. ➜ Leiklist 20.00 GRAL Grindvíska atvinnuleik- húsið sýnir leikverkið 21 manns saknað í Saltfisksetrinu, Hafnargötu 12a, Grinda- vík. Nánari upplýsingar á www.gral. blog.is. 20.00 Síðasta sýning fyrir jól á rokk- söngleiknum Janis 27 í Íslensku óper- unni við Ingólfsstræti. ➜ Opnanir 17.00 Karl Jóhann Jónsson opnar sýningu í sýningasalnum Hurðir, Virtus á Laugavegi 170, 3. hæð. ➜ Síðustu Forvöð Kling & Bang vs. Torstrasse 111 Sýn- ing á verkum sextán listamanna frá Berlín ásamt verkum níu íslenskra lista- manna. Opið fim.-sun. 14-18. Aðgangur ókeypis. Sýningu lýkur 30. nov. Kling & Bang, Hverfisgötu 42. Lendið Færeyski listmálarinn Bárður Jákupsson sýnir verk í Gallerí Fold við Rauðarárstíg. Opið virka daga 10-18, lau. 11-16 og sun. 14-16. Sýningu lýkur á sunnudag. ➜ Myndlist Picasso á Íslandi Styttan „Jacqueline með gulan borða“ eftir Picasso er til sýnis á Listasafni Árnesinga ásamt verk- um 26 íslenskra listamanna þar sem gætir áhrifa frá listamanninum. Lista- safn Árnesinga, Austurmörk 21, Hvera- gerði. Opið fim.-sun. 12-18. Aðgangur ókeypis. Vinnustofumyndir Elfar Guðni Þórðar- son er með yfirlitssýningu á verkum sínum í Svarta-kletti, sýningarsal í Menningarverstöðinni, Stokkseyri. Sýn- ingin er opin daglega frá 14-18. Í bókinni eru allar ljóðabækur Sjóns endurprentaðar í tímaröð sem hefst á Söng steinasafnarans frá fyrra ári og lýkur með þrítugum Sýnum. Bókinni fylgir fræðandi eftirmáli eftir doktor Guðna Elísson sem létt- ir ritskýrendum (lesendum) aðför að ljóðum skáldsins, ekki síst með áherslunni á „frelsunina frá oki raunhyggjunnar“ sem veldur því að „merkingin verður ekki fönguð með tækjum rökvísinnar“. Vel mælt. „Vandi“ lesandans er því í senn ærinn og ægilega spennandi, „hið óræða“ fær alræðisvald, frelsi les- andans er þá „ótakmarkað“ en um leið algjörlega skilyrt af eigin (myndvísu) ímyndunarafli, jafnvel bannað að ráða tákn. En frelsi felst ekki í því að banna, eða hvað? Alræði frjálsræðisins? Er einhver leið út úr þversögnum skáldskapar- ins?, liggur hún vestur á Mela? Hún hlýtur að enda í hring, annað er mótsögn. Lesandi ljóðs hefur fullt frelsi til að lesa það hvort heldur með eða á móti skáldi sínu, leita að meintum ásetningi, eða því sem skáldið vildi ekki sagt hafa (gera) eða lesandinn einn getur fundið, og ákvarða síðan sjálfur þann „vanda“ sem það hefur í för með sér – eða lesa það bara alveg vandræðalaust í sérgóðum „misskilningi“, e.t.v. er slíkur lest- ur einmitt framsæknastur þegar upp er staðið. Sjálfsagt er líka að hvetja til frumtáknslesturs á „súr- realískum ljóðum“, annað er lítils- virðing við Freud og alvísa dulvit- und skáldsins. Slík leit endar 80 prósent í því að lesandinn hlær að sjálfum sér – sem fer súrrealískum ljóðum afar vel, og 10 prósent í stóra sannleik sem fer þeim afar illa (eftirlifandi 10 prósent eru síðan galdurinn sjálfur eða algjör glötun). Sakar því ekki að „gera tilraun“ og „sjá í orðunum táknræna dýpt“, það vindur ofan af eigin vitleysu með skapandi hætti og réttir lesandan- um hjálparhönd á vit hins óræða. Tákn eru ljósberi, ekki lykill. Lesa ljóðin, umbreyta orðum þeirra í mynd, skynja síðan myndina í stað þess að skilja orðin, þar er merking þeirra fólgin? Má vera. En þá verð- ur skynjunin að vera í vídd sem varpar af sér oki raunveruleikans, hvað merkir það? Það sem gerir ljóð að ljóði, frelsi þess frá rökvísi, stefnumót við óendanleika … þetta eru bara orð, orð sem fara í hring, það er ekki hægt með orðum að lýsa því sem kviknar handan orða, bara í ljóðinu sjálfu (sem er úr orðum). Ha? Svo er almættinu fyrir að þakka að skáld yrkja ljóð, ekki við bók- menntafræðingar, þá myndi orðið vefjast endalaust fyrir, betra að hafa bara sjón. Sjón skáldsins, skáld- skapur sjónarinnar, gegnumlýst orð, það er lykillinn. Samt ekkert víst að hann passi, það er ótakmarkað framboð af skrám, ekki síst í safnbókum. Skiln- ingur skálda (á Vesturlöndum) á náttúrunni var til dæmis til skamms tíma bara af tvennum toga, annað hvort var maðurinn hluti af henni (heiðna viðhorfið) eða yfir hana settur (kristna viðhorfið). Í nátt- úruljóðum Sjóns er önnur vídd, önnur skrá, annar krókur fram hjá þeirri keldu að list er í eðli sínu andóf gegn lögmálum náttúrunnar og lofgjörð hennar því hræsni í garð jarðar; skáldið endurskapar manninn í mynd náttúrunnar, yrkir honum þar nýtt upphaf innan ramma skáldskaparins, þar sem hann er hvorki af jörðu né yfir hana settur, finnur list hans stað í lifandi steini sem líka er dýr og maður og skáld, og orð. Í óræðum tíma og rými. Ha? Dauði og líf eru á tungunnar valdi, segir Salómon og grýtir þann sem ekki hlýðir. Bókin er á sama máli en grjótið er úr orðum (ekki sjón). Sigurður Hróarsson Fyrirsögn rímar við gögn BÓKMENNTIR Ljóðasafn Sjón Bjartir ★★★★ Eðalskáldskapur Lab Loki kynnir í samstar vi Hafnarfjararleikhúsi Hafnarfjararleikhúsi - Miasala á midi.is og í síma 555-2222 Sningin hefur hloti frábærar vitökur og einróma lof gagnrnend a. Sjá nánar á labloki.is. Föstudag 28. k l . 20.00 Laugardag 29. k l . 20.00 Fimmtudag 4. k l . 20.00 Sunnudag 6 . k l . 20.00 ATH. eingöngu þessar sýningar Skilaboðaskjóðan Þorvaldur Þorsteinsson og Jóhann G. Jóhannsson sun. 30/11, örfá sæti laus Allra síðasta sýning Gjafakort á Kardemommubæinn ÞJÓÐLEIKHÚSIÐ Þjóðleikhúsið Miðasala í síma 551 1200 og á www.leikhusid.is Utan gátta Sigurður Pálsson Snarskemmtileg sýning. JVJ, DV fös. 28/11 uppselt lau. 29/11 örfá sæti laus Sýningum lýkur 13. desember! Hart í bak Jökull Jakobsson Verk sem snertir okkur öll. EB, FBL fim. 27/11 uppselt, fös. 28/11 uppselt, lau. 29/11 uppselt Aukasýningar í sölu Leitin að jólunum Þorvaldur Þorsteinsson Aðventusýning Þjóðleikhússins hefst 29/11 Örfá sæti laus í desember Gefum góðar stundir Gjafakort Þjóðleikhússins er sígild gjöf kynntu þér málið á www.leikhusid.is
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80

x

Fréttablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.