Fréttablaðið - 05.02.2009, Side 2

Fréttablaðið - 05.02.2009, Side 2
2 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Fjölnir, hvernig er heilsan hjá hestunum? „Þeir eru við hestaheilsu.“ Fjölnir Þorgeirsson sýndi mikið snarræði við björgunaraðgerðir þegar á annan tug hesta og knapa féll niður um ís á Reykjavíkurtjörn í fyrradag. Fjölnir var á staðnum sem blaðamaður Hestafrétta. VINNUMARKAÐUR Jóhanna Sigurðar- dóttir forsætisráðherra hefur lýst yfir vilja til að vinna með aðilum vinnumarkaðarins og stefnir að fundi í vikunni. Gylfi Arnbjörns- son, forseti ASÍ, fagnar þessu en segir að dagsetning hafi ekki verið ákveðin. Kjarasamningar Starfsgreina- sambandsins koma til endurnýj- unar um í febrúar en kjarasamn- ingur ríkisstarfsmanna, til dæmis BSRB og BHM, rennur út í mars. Stefnt er að því að ljúka samning- um milli aðila vinnumarkaðarins með aðkomu ríkisins. - ghs Forseti Alþýðusambandsins: Fagnar fundi með ráðherra SEÐLABANKINN Eiríkur Guðna- son seðlabankastjóri vill ekkert segja til um hvernig og hvenær hann bregst við ósk forsætisráð- herra um afsögn bankastjórnar. Ekki náðist í Ingimund Friðriks- son og Davíð Oddsson er í útlönd- um. Eiríkur segir Davíð vera erlendis á vegum bankans, en vill ekki upplýsa hvaða erinda. Óski menn frekari upplýsinga sé rétt að skrifa bréf með vísan í upplýs- ingalög. Ágústa Johnson, ritari banka- stjórnar, segir bankastjórana munu svara „á þeirra forsendum“. „Þeir munu fyrst og fremst svara ráðherra, en ekki fólki úti í bæ.“ Í nýframlögðu frumvarpi um breytingar á lögum um Seðla- banka kemur fram að tveir banka- stjóranna eiga rétt á 12 mánaða biðlaunum og einn 6 mánaða, þar sem hann hefur ekki setið út heilt skipunartímabil. Er þar átt við Davíð Oddsson. Samanlagður kostnaður biðlauna sé því 44 millj- ónir króna. Fækkun bankastjóra um tvo lækki launakostnað um 32 milljónir króna á ári. - kóp, kóþ Davíð úti á vegum bankans: Ráðherra vænt- ir svara í dag VIÐSKIPTI Hópur sem kallar sig Almenningshlutafélag um Morg- unblaðið er einn fjögurra fjár- festa sem fá að gera bindandi tilboð í Árvak- ur, útgáfufélag Morgunblaðs- ins. Fimm fjár- festar uppfylltu skilyrði sölu- ferlis félagsins. Vilhjálmur Bjarnason, talsmaður almennings- hlutafélagsins, vildi ekki tjá sig um smáatriði tilboðsins í gær. Hópurinn hafi áhuga á að gefa út læsilegt og eftirsótt blað sem fólk myndi sakna klukkan sex á morgnana. Fjárfestarnir fjórir þurfa að leggja fram bindandi tilboð 17. febrúar, samkvæmt upplýsing- um frá Nýja Glitni, sem hefur umsjón með söluferlinu. - bj, kg Fimm hópar bjóða í Árvakur: Fjórir fá að gera bindandi tilboð VILHJÁLMUR BJARNASON DÓMSMÁL Ríflega þrítugur maður hefur verið dæmdur í níu mán- aða fangelsi fyrir að kýla annan og skera hann í andlitið með hníf fyrir utan skemmtistað í Hafnar- firði í fyrra. Fullnustu sjö mán- aða af refsingunni er frestað. Maðurinn segist hafa reiðst þegar einhver hrifsaði af honum bjór, en hann hafi þó aðeins verið að verja sig þegar hnífur hans slæmdist óvart í andlit manns. Það þótti ótrúverðugt. Fórnar- lambið hlaut átján sentimetra skurð í andlit. Hann segist nú vera kallaður „Scarface“ í bænum, að því er segir í dómi. Árásarmaður- inn þarf að greiða honum um 260 þúsund krónur í miskabætur. - sh Í fangelsi fyrir að skera mann: Fórnarlambið kallað Scarface LÖGGÆSLUMÁL Mikill kurr var í lögreglu- mönnum á fundi Lögreglufélags Reykja- víkur í gær. Þar var rætt um fyrirhugaðar skipulagabreytingar, þar með talið áform um að setja lögreglumenn á tólf tíma vaktir. „Í því álagi sem þegar er á lögreglumenn hugnast mönnum ekki að vinna á tólf tíma vöktum,“ segir Snorri Magnússon, formað- ur Landssambands lögreglumanna. Bera þarf slíkar breytingar undir lögreglumenn í atkvæðagreiðslu, og segist Snorri þess full- viss um að slík tillaga yrði felld. Samkvæmt upplýsingum Fréttablaðsins hafa svo langar vaktir lögreglumanna verið bannaðar innan Evrópusambandsins. Stefán Eiríksson, lögreglustjóri á höfuð- borgarsvæðinu, kynnti skipulagsbreytingar á almennum fundi með lögreglumönnum á þriðjudag. Um er að ræða stóreflingu fimm hverfalögreglustöðva, sem verða sjálfstæð- ar einingar með almennri löggæslu og rann- sóknardeildum, auk sérhæfðrar rannsókn- ardeildar sem sinna mun fíkniefnamálum, kynferðisbrotamálum og heimilisofbeldis- málum, svo dæmi séu nefnd. „Ástandið er orðið grafalvarlegt og á enn eftir að versna ef til frekari niðurskurðar kemur árið 2010,“ segir Snorri. Lögreglu- mönnum á höfuðborgarsvæðinu hafi fækk- að um rúmlega fjörutíu frá sameiningu umdæmanna árið 2007, úr 340 niður fyrir 300. „Okkur líst vel á margt í þessum breyt- ingum,“ segir Snorri. „Hins vegar er ljóst að það er verið að setja þessa vinnu á undir mikilli peningapressu. Á sama tíma og verið er að koma fram með góðar hugmyndir er verið að segja að þær séu nauðsynlegar núna, því ekki séu til nógir peningar.“ - bj, jss AUKNING Í AFBROTUM Formaður LL segir að afbrotum í umdæminu fjölgi meðan lögreglumönnum fækki vegna fjárskorts. Formaður Landssambands lögreglumanna segir ástandið grafalvarlegt eftir fækkun lögreglumanna: Vilja ekki skipta í tólf tíma vaktakerfi FRAMKVÆMDIR Nýr menntamálaráð- herra, Katrín Jakobsdóttir, telur heppilegast úr því sem komið er að lokið verði við Tónlistar- og ráðstefnuhúsið við Austurhöfn í Reykjavík. Hlé er nú á fram- kvæmdunum að mestu. Ráðherra segir að mikill kostnaður geti hlot- ist af löngu framkvæmdahléi. „Ég tel að það verði að klára húsið, vonandi með einhverjum sparnaðarútfærslum. Það yrði hins vegar gert með þeim formerkjum að framlag ríkisins ykist ekki, það yrðu ekki auknar veðskuldbind- ingar af hálfu þess,“ segir Katrín. Hún tekur fram að viðræður þurfi að fara fram um málið, bæði við borgina og eins framkvæmdaað- ila. Ríkið og Reykjavíkurborg eiga saman fyrirtækið Austurhöfn sem sér um verkið og á ríkið 55 prósent og borgin 45. Katrín segir að verkhlé geti þýtt gríðarlega mikinn aukakostnað, allt frá sex til 20 milljarða kostn- að eftir því hve hléið er langt. Þá séu hundruð starfa í húfi sem verði að taka tillit til. „Þetta hús hefur verið draum- ur fjölmargra tónlistarmanna um langt árabil. Ég er að ganga inn í verkefni sem farið er af stað eftir forsendum sem ég hefði aldrei farið af stað með. Ég tel að það verði að velja skynsömustu útfærsluna úr því sem komið er.“ Óskar Bergsson, forseti borgar- stjórnar, segir afstöðu ráðherra gleðiefni. „Þetta eru jákvæðar fréttir, enda er það fyrst og síðast á ábyrgð ríkisins, sem er bæði meirihlutaeigandi Austurhafnar og eigandi Landsbankans, að taka forystu í málinu.“ Óskar segir full- snemmt að spá fyrir um hverjar lyktir málsins verði. Óskar segir það vera almenna skoðun að húsið muni á endanum rísa. Það skipti hins vegar miklu máli hvað verkið kosti, það sé það sem hljóti að ráða för á endanum. „Viðræður eru í gangi og þeim er ekki lokið. Vonandi enda þær vel og hægt verður að landa málinu.“ Fyrirtækið Portus, sem stóð fyrir byggingu hússins, fór í þrot í lok nóvember, en það var eignar- haldsfélag í eigu Björgólfs Guð- mundssonar. Síðan hefur óvissa ríkt um framtíð verksins. Fulltrú- ar gamla og nýja Landsbankans, Reykjavíkurborgar, ríkisvalds- ins og aðalverktakans, Íslenskra aðalverktaka, hafa staðið yfir um nokkra hríð. Nú hefur nýr mennta- málaráðherra opinberað hug sinn. kolbeinn@frettabladid.is Ráðherra vill ljúka við Tónlistarhúsið Nýr menntamálaráðherra telur heppilegast að lokið verði við Tónlistar- og ráð- stefnuhúsið í Reykjavík. Formaður borgarráðs segir það jákvæð tíðindi. Hundr- uð starfa eru í húfi og langt framkvæmdahlé gæti kostað milljarða. KATRÍN JAKOBSDÓTTIR ÓSKAR BERGSSON VILL LJÚKA VIÐ HÚSIÐ Nýr menntamálaráðherra segir það hagkvæmustu lausnina úr því sem komið er að ljúka við Tónlistar- og ráðstefnu- húsið. Viðræður um það eigi þó eftir að fara fram við hlutaðeigandi. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON MENNTUN Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra hefur sagt stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna upp störfum og hyggur á skipan nýrrar stjórnar í lok vik- unnar. Hún vill láta gera grund- vallarúttekt á úthlutunarreglum sjóðsins. „Við munum skoða breytingar til framtíðar og hvort forsendur séu fyrir því að breyta kerfinu í átt til þess sem er á Norðurlöndunum, að hafa samtímagreiðslur í stað eftirágreiðslna. Þá losna náms- menn við yfirdráttarkostnað,“ segir Katrín. Hún segir hafa verið orðið tímabært að koma með nýja hugsun inn í Lánasjóðinn. Sama stjórn hafi verið þar síðan Sjálf- stæðisflokkurinn komst til valda árið 1991. Árið 1992 var lögum breytt og námslán greidd eftir á. Katrín segir ekki ákveðið hverj- ir setjist í nýju stjórnina, en það verði vonandi ljóst fyrir helgi. Hún muni leita til fólks sem þekki vel til innan námsmannahreyfingarinn- ar. Nýrrar stjórnar bíði að starfa með menntamálanefnd að tillögum um breytta tilhögun sjóðsins. „Fulltrúar allra flokka hafa lýst sig reiðubúna til að skoða sam- tímagreiðslur lánanna. Það verð- ur því vonandi samstaða um þetta mál. Hins vegar er ljóst að það þarf að horfa á þetta til framtíð- ar þar sem þessi stjórn hefur ekki mikinn tíma né svigrúm.“ - kóp Nýr menntamálaráðherra segir stjórn LÍN upp og mun skipa nýja: Vill samtímagreiðslur lána SKIPTIR UM STJÓRN Katrín Jakobsdóttir hefur sagt stjórn Lánasjóðs íslenskra náms- manna upp störfum og vill uppstokkun á reglum sjóðsins. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON SPURNING DAGSINS

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.