Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 30

Fréttablaðið - 05.02.2009, Blaðsíða 30
 5. FEBRÚAR 2009 FIMMTUDAGUR2 ● fréttablaðið ● veljum íslenskt Vanalega er ekki til siðs að vera með uppsteyt, en nú þykir það bera vott um góðan smekk og fágaðan lífsstíl. „Skartgripalínan heitir Uppsteyt því í henni brjótum við upp hefðbundna skartgripagerð en höldum okkur innan ráðandi tískustrauma með eigin ákveðna stílbragði sem blómstrar eftir óhefðbundnum leiðum,“ segir gullsmiðurinn Berglind Snorra, sem einnig er húsgagna- og vöruhönnuður. Uppsteyt hann- aði hún í samstarfi við hinn rómaða gullsmið Snorra Sig- urðsson, en leiðir þeirra í skartgripahönnun lágu saman hjá skartgripaframleiðandanum Jens, sem notið hefur fá- dæma vinsælda meðal þjóðarinnar í árafjöld og bæði hafa hannað eðalskart fyrir. „Uppsteyt olli heilmiklum uppsteyt þegar vörulínan var sett í prufusölu um jólin og nokkrir vöruflokkar seldust upp. Skartið er unnið úr silfri með hvítagullshúð, sem hentar sérstaklega vel íslenskum aðstæðum því síður fell- ur á það,“ segir Berglind um Upp- steyt sem inniheldur falleg sett skartgripa fyrir dömur og karl- mannlegt herraskart. „Eftir störf mín sem gullsmiður hjá Jens veit ég hvað fólk vill og hvað er vinsælt. Uppsteyt hefur því engin aldurstakmörk en er hugsað fyrir þá sem vilja skapa sér sérstakan eigin stíl og karakter, því skartið er sannarlega ekki eitthvað sem vanalega sést.“ Uppsteyt fæst hjá Jens í Kringlunni og í Leðurheimum á Barónsstíg 11a. Einnig á www.uppsteyt.is. - þlg Kurlproject Iceland er fatalína sem hönnuð er af Ernu Óðins- dóttur klæðskerameistara sem býr og starfar á Flúðum. „Þetta er fyrsta línan mín undir þessu vörumerki sem varð til síð- asta vor,“ segir Erna Óðinsdótt- ir klæðskerameistari sem hannar fatalínuna Kurlproject Iceland. Enn eru fötin eingöngu fáanleg hjá Ernu en til stóð að þau færu í sölu. „Ég er með ágætis vinnu- stofu þar sem ég get tekið á móti fólki en ég ætlaði að setja fötin í sölu og var búin að fá beiðni um að þau yrðu í þremur búðum. En ég vil starfa ein og hef í raun ekki annað eftirspurn vegna annríkis,“ segir hún einlæg. „Eftir sýninguna Handverk og hönnun í haust jókst eftirspurnin og hef ég haft mjög mikið að gera síðan,“ segir Erna en bætir við að líklega komi að því að fötin fari í verslanir. Erna segir að þótt hún búi og starfi á Flúðum þá veigri fólk sér ekki við að koma til hennar. „Fólk gerir sér alveg ferð til mín og hér er góður vinnufriður,“ segir hún. Erna notar aðallega íslensku ullina og segist ganga mestmegnis út frá henni í hönnun sinni. „Ég blanda líka ullinni við önnur efni eins og bómull og nota hana í skraut og pífur. Áherslan er hins vegar á ullina og það að nýta hráefni sem til er í landinu,“ segir hún og bætir við: „Ég er mjög fastheldin á að gera allt sjálf og handþrykki skraut á fötin og prjóna efnin sjálf í prjónavél.“ Erna reynir að gera fötin þannig að þau klæði sem flesta. „Fólk er alla vega í laginu en markmiðið er að fötin séu klassísk og klæði- leg en samt einstök,“ segir hún og útilokar ekki að stækka við sig og bæta við starfskrafti en seg- ist aldrei myndu fjöldaframleiða fötin. „Ég þarf að vera með puttana í þessu sjálf,“ segir hún og brosir. Erna verður með sýningu í Kirsuberjatrénu 10. til 30. mars næstkomandi en helstu upp- lýsingar um Kurlproject Iceland má finna á vefsíðunni www. kurlproject.is. -hs Skapað í sveitinni Erna segist ganga mestmegnis út frá íslensku ullinni í hönnun sinni og leggur upp úr að nýta það hráefni sem til er í landinu. MYND/EYÞÓR ÁRNASON Erna er klæðskerameistari að mennt og ber fallega sniðinn fatnaðurinn sem frá henni kemur þess merki. Erna þrykkir sjálf myndirnar á fötin. Með silfraðan uppsteyt Fagurt, sterkt og öðruvísi fyrir fólk sem vill standa upp úr og vekja athygli fyrir eigin stíl og karakter. „Við höfum fundið fyrir veru- legri söluaukningu á bolun- um hvort sem það stafar af því að þessi hönnun fellur betur í kramið en annað sem við höfum gert eða af því að ferðamenn fá einfaldlega meira fyrir aurana sína en áður. Kannski bara sam- bland af hvoru tveggja,“ segir Gísli Eysteinsson hjá fyrirtæk- inu How do you like Iceland, sem hannar og selur áprentaða boli og fatnað. Nýjasta afurð fyrirtækis- ins eru áðurnefndir bolir með slagorðunum How do you like Reykjavík og How do you like Iceland sem rokseljast að sögn Gísla. Hann fer ekki leynt með þá staðreynd að hugmynd- ina megi rekja til frasa eins og How do you like New York sem prentaðir eru á boli erlend- is. „Við erum alls ekki að finna upp hjólið, en erum að fara nýja leið með „konseptið“. Höfum til að mynda skipt hjartanu út fyrir mynd af Íslandi sem ég veit ekki til að hafi verið gert áður. Ferðamönnum virðist líka uppátækið; þeir virðast hrifnari af þessum frösum en útúrsnún- ingum á íslenskum orðatiltækj- um sem þarfnast auðvitað alltaf útskýringa við.“ - rve Játa landinu ást sína Áhersla er á Ísland og íslensk sér- kenni á bolum frá fyrirtækinu How do you like Iceland. MYND/ÚR EINKASAFNI ENDURFUNDIR 31. janúar – 30. nóvember Spennandi leikir og verkefni fyrir fjölskyldur og skólahópa! SÝNING FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA Suðurgata 41 101 Reykjavík sími 530 2200 www.thjodminjasafn.is/endurfundir Opið alla daga vikunnar nema mánudaga kl. 11–17· · · · Á sýningunni má sjá gripi sem fundust við fornleifarannsóknir á mörgum helstu sögustöðum þjóðarinnar sem styrktar voru af Kristnihátíðarsjóði 2001–2005.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Fréttablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.