Fréttablaðið - 05.02.2009, Side 52

Fréttablaðið - 05.02.2009, Side 52
36 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR Héraðsdómur Reykja- ness hefur staðfest lög- bannskröfu STEFs gegn skráaskiptasíðunni Torrent. is. Framkvæmdastjórinn Svavar Lúthersson ætlar að áfrýja málinu til Hæsta- réttar. „Ég fer örugglega fyrir Hæstarétt en áður en ég kem með slíkar yfir- lýsingar ætla ég að lesa yfir dóm- inn og forsendur hans. Það er mjög líklegt að ég fari lengra með það,“ segir Svavar um málið. Honum var jafnframt gert að greiða eina milljón króna í málskostnað en hann hefur þegar þurft að reiða fram háar upphæðir á meðan málið hefur velkst um í dóms- kerfinu. „Ef einhverjir rétthafar ákveða að fara í mál neyðist ég til að verja mig sjálfur. Það gæti farið þannig.“ Á Torrent.is gátu notendur hlaðið niður innlendu og erlendu tónlistar- og myndefni án endur- gjalds. Vakti starfsemin spurn- ingar um brot á höfundarrétt- arlögum, enda hafði hún áhrif á lífsviðurværi fjölmargra fyrir- tækja og listamanna. Pálmi Guðmundsson, sjónvarps- stjóri Stöðvar 2, er einn þeirra sem hafa kvartað sáran undan starfseminni enda hafa þættir á borð við Nætur- og Dagvakt- ina verið sóttir á skráaskipta- síður í þúsundatali. Hann telur að tap stöðvarinnar vegna þessa nemi tugum og jafnvel hundruð- um milljóna króna. „Við erum mjög ánægð með að það sé búið að úrskurða að þetta sé ólögmætt og að það sé komin viðurkennd bóta- skylda í málum sem þessum. Við erum búin að reka einkamál í vel á annað ár til að kanna réttarstöðu okkar og þessum málum hefur verið vísað út og suður. Niðurstað- an er algjörlega skýr og þetta er stærsta skrefið sem hefur verið stigið í þessari baráttu okkar,“ segir Pálmi. Snæbjörn Steingrímsson hjá Smáís, samtökum Myndrétthafa á Íslandi, lýsti einnig yfir ánægju sinni með niðurstöðuna. „Ef þessi dómur er ekki víti til varnaðar fyrir aðra sem eru að reka svona síður eða ætla að gera það, þá eru þeir bara næstir. Öllum þeim rökum sem Svavar og hans lög- fræðingur höfðu sín megin er hafnað gjörsamlega,“ segir Snæ- björn. „Það er mjög skýrt að með því að reka svona vef ertu bæði skaðabótaskyldur og meðsek- ur. Miðað við hvernig vefurinn er uppbyggður ertu að hvetja til brota.“ Hann segir að þrjár skráaskipta- síður séu reknar hér á landi, þar á meðal Viking Bay. Næst verði kastljósinu beint að stjórnend- um þar enda hafi dómsmálið for- dæmisgildi. „Ég er nokkuð viss um að ef þeir færu og töluðu við sína lögfræðinga fengju þeir vin- samlega ábendingu um að loka í hvelli,“ segir hann. „Það er mjög skýr krafa að fara á eftir þessum mönnum sem eru í okkar huga ekkert annað en á góðri íslensku þjófar.“ freyr@frettabladid.is folk@frettabladid.is HVAÐ? HVENÆR? HVAR? Fimmtudagur 05. febrúar 2009 ➜ Tónleikar 12.00 Alex Ash- worth baritón og Antonía Heversi píanóleikari, flytja verk eftir Mozart, Donizetti, Wagner og Bizet í Hafnarborg við strandgötu 34 í Hafnarfirði. 20.00 Trúbatrixur spila á Paddys Irish pub við Hafnargötu 38, Reykjanesbæ. Aðgangur ókeypis. 21.30 Matti sax heldur tónleika ásamt hljómsveit sinni M-blues project á Rósenberg við Klapparstíg. ➜ Síðustu forvöð Sýningu Ásdísar Kalman Lúmen, lýkur á laugardaginn. Opið alla daga nema sunnudaga kl. 13-16. Listasalur Mosfells- bæjar, Kjarna, Þverholti 2, Mosfellsbæ. ➜ Opnanir 17.00 Þrjár opnanir verða í START ART listamannahúsi. Ólöf Nordal sýnir í For- sal, Sigríður Melrós Ólafsdóttir í Vestur- og Austursal niðri og Kristín Pálmadóttir á Loftinu. 17.00 Yfirlitssýning á teikningum Alfreðs Flóka verður opnuð í dag í Listasafni Reykjavíkur í Hafnarhúsinu við Tryggvagötu. ➜ Kynningarfundur 20.00 Ferðafélag Akureyrar verður með kynningu í Ketilhúsinu við Kaupvangs- stræti á Akureyri. Nánari upplýsingar á www.ffa.is. ➜ Sýningar Rögnvaldur Skúli Árnason hefur opnað myndlistarsýningu í Gallerý Tukt í Hinu Húsinu við Pósthússtræti. Opið mán.- föst. kl. 9-17. Í Hafnarborg við Strandgötu 34 í Hafn- arfirði, standa yfir tvær sýningar. Jónatan Grétarsson sýnir ljósmyndir og Björg Þorsteinsdóttir sýnir akrýlverk á striga. Opið alla daga nema þriðjudaga kl. 11- 17 og fimmtudaga til kl. 21. ➜ Listamannaspjall 17.00 Oddný Eir Ævarsdóttir og Birta Guðjónsdóttir ræða við Davíð Örn Hall- dórsson um yfirstandandi sýningu hans í 101 Projects við Hverfisgötu 18a. Allir velkomnir. Sýningin er opin mið.-lau. kl. 14-17. Upplýsingar um viðburði sendist á hvar@frettabladid.is. Svavar fer fyrir hæstarétt Breski grínistinn Ricky Gervais ætlar að koma fram í bandaríska barnaþættinum Sesame Street. Í þættinum, sem verður tekinn upp í New York í næsta mánuði, mun Gervais syngja eigið lag með hjálp rauða skrímslisins Elmo. „Ég hef alltaf haft gaman af þættinum og sem misheppnuð rokkstjarna reyni ég að koma á framfæri mínum eigin lögum eins oft og mögulegt er,“ sagði Gervais. Hann hefur áður sungið í sjónvarpi því í Simpsons-þætti árið 2006 söng hann eigið lag til heiðurs Marge. Aldrei hafa fleiri horft á Simpson-þátt á bresku sjónvarpsstöðinni Sky en einmitt þá. Syngur eigið lag í Sesame Kvikmyndir.is hefur verið valinn besti afþreyingarvefurinn fyrir árið 2008 af Samtökum vefiðnaðarins. Bar hann sigur- orð af Tónlist.is, Vísir.is, Skjárinn og Ice- land Socks. „Það er mjög ánægjulegt að fá þessi verð- laun. Þau eru viðurkenning á þeirri miklu vinnu sem býr að baki vefnum og er jafn- framt viðurkenning á miklu skemmti- og afþreyingargildi hans,“ segir Þóroddur Bjarnason, annar af eigendum Kvikmynd- ir.is. „Vefurinn hefur verið að festa sig enn frekar í sessi meðal bíóáhugafólks og hins almenna bíógests, sem er einmitt það sem að var stefnt. Við erum rétt að byrja og not- endur mega eiga von á stöðugri framþróun vefjarins hér eftir sem hingað til.“ Í umsögn dómnefndar segir að vefurinn hafi yfir að ráða miklu og góðu magni af afþreyingu og upplýsingum sem séu vel settar fram. Einnig kemur fram að hönn- unin sé létt og góð og að gott samfélag hafi myndast á vefnum. - fb Kvikmyndir.is besti vefurinn SINDRI OG ÞÓRODDUR Sindri Bergmann og Þóroddur Bjarnason, eigendur verðlaunavefsins Kvikmyndir.is. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA Listahópurinn Weird Girls Project verður áberandi á alþjóð- legu kvikmyndahátíðinni Nort- hern Wave Festival sem verður haldin á Grundarfirði í annað sinn í lok febrúar. Þar ætla stúlkurnar að frum- sýna nýtt tónlistarmyndand auk þess sem nýjasta uppá- tæki þeirra verður framkvæmt á hátíðinni. Einnig mun for- sprakki Weird Girls, Kitty Von- Sometime, spila í „næntís“ partíi ásamt Dj Mokki og útvarpskon- unni Margréti Maack. Fyrsta Northern Waves-hátíð- in í fyrra heppnaðist einkar vel og í ár voru sendar til keppni yfir níutíu stuttmyndir og tón- listarmyndbönd. Úr þeim bunka voru fimmtíu myndir valdar frá fimmtán löndum. Hátíðin fer fram dagana 27. febrúar til 1. mars. Skrítnar stelpur á kvikmyndahátíð WEIRD GIRLS Skrítnu stúlkurnar verða áberandi á alþjóðlegu kvikmyndahátíðinni Northern Wave Festival. > FÚLASTA ALVARA Joaquin Phoenix hefur stað- fest að hann hafi gefið leiklist- ina upp á bátinn og ætli þess í stað að gerast rappari. „Þetta er ekkert gabb,“ sagði hann. „Á þetta eftir að koma fáránlega út? Verður hleg- ið að mér? Það er mögu- legt en vonandi á það ekki eftir að gerast,“ sagði Phoenix, sem er greini- lega fúlasta alvara með uppátækinu. MÓTHERJAR Svavar Lúthersson (til vinstri) og Snæbjörn Steingrímsson hafa deilt hart um síðuna Torrent.is. Svavar vill áfrýja til Hæstaréttar á meðan Snæbjörn ætlar að herja á aðrar síður á borð við Viking Bay. 9. HVER VINNUR ! SENDU SMS ESL PSV Á NÚMERIÐ 1900 OG ÞÚ GÆTIR UNNIÐ BÍÓMIÐA! VINNINGAR ERU BÍÓMIÐAR, DVD MYNDIR, TÖLVULEIKIR, PEPSI OG MARGT FLEIRA Vinningar verða afhendir hjá ELKO Lindum – Skógarlind 2. M eð því að taka þátt ertu kom inn í SM S klúbb. 149 kr/skeytið. Frumsynd 30. janúar‘ WWW.SENA.IS/SKOGARSTRID BÚI OG ELLI ERU MÆTTIR AFTUR Í FRÁBÆRRI TEIKNIMYND FYRIR ALLA FJÖLSKYLDUNA! MEÐ ÍSLEN SKU TAL I!

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.