Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 24

Fréttablaðið - 05.02.2009, Síða 24
24 5. febrúar 2009 FIMMTUDAGUR UMRÆÐAN Helgi Hjörvar svarar grein Hallgríms Helga- sonar TEN MORE YEARS!“ sagði Hallgrímur Helgason að við segðum innst inni á tíu ára valda- afmæli Davíðs Oddssonar – ferski forsætisráðherrann eins og þá hét. Þá hryllti hann sig yfir því hve Ögmundur var gamaldags þegar Bjarni Ármanns kenndi honum á nýja hagkerfið í Kastljósi. „Þetta var ekki alþýðan,“ sagði hann um mótmælendurna á 1. maí 2001. Svo tók hann til við að mæra Ingi- björgu Sólrúnu sem þá var borg- arstjóri. Því næst kaus hann Björn Bjarnason sem borgarstjóra í stað Ingibjargar. Gekk svo til liðs við Samfylkinguna, en gerðist fyrst kórstjóri í útrásarkórnum og lof- söng „bestu viðskiptasyni Íslands“ og yfirburði okkar umfram aðrar þjóðir. Þá fannst honum Geir helvíti fínn og miðjan aðalmálið í pólitíkinni. Nú liggur hann á framrúðunni hróp- andi á Geir og kallar í Fréttablaðinu á laugardag á aðför gegn auðmönnum og „Nýtt Ísland“ (Bæ, bæ gamla Ísland!). Mörgu fólki þykir dálít- ið vænt um þennan fyr- irgang allan því hann er spegill á þjóðarsálina. Vitnar um grunnhyggni okkar sjálfra og hvernig við í persónu- dýrkun og patentlausnaleit sveifl- umst úr einum öfgunum í aðrar. En þetta sem var elskulegt ístöðuleysi í allsnægtasamfélagi er nú orðið eitthvað allt annað og verra. Nýjustu fötin Nýja Ísland er einsog nýja hagkerf- ið og Nýi Landsbankinn bara nýtt nafn á gjaldþrota kennitölu. Við þurfum ekki fleiri patentlausnir eða heimsendaspár, persónudýrk- un eða hatur, innihaldslausar upp- hrópanir og auglýsingamennsku. Við þurfum þvert á móti að láta af hjarðhegðuninni sem klæð- ist þeirri skoðun að morgni sem hún heldur að flestir verði á í dag. Þurfum að líta hvert og eitt í eigin barm og horfast heiðarlega í augu við það sem við hefðum mátt gera öðruvísi eða hugsa sjálfstæðar. Það er nefnilega jafn fáfengilegt að vera liðsforingi í hefndarsveit- unum nú og var að stjórna klapp- liðinu áður. Hrunið á að brýna okkur í því sem við þegar vissum í stað þess að flýja í nýjar patentlausnir. Það sem við vissum var að félagshyggju- fólk þarf að standa saman því annars deilir Sjálfstæðisflokkur- inn og drottnar áratugum saman. Að jöfnuður er forsenda hagsæld- ar en ekki öfugt. Að við eigum að hætta í sjálfumglaða víkingaleikn- um og verða ábyrgir þátttakendur í Evrópusamstarfinu með kostum þess og göllum. Að þau sem þora að gagnrýna eru ekki óflokks- holl eða kverúlantar heldur kjör- kuð. Og svo þurfum við að gera að lögum gömul frumvörp Jóhönnu og annarra jafnaðarmanna um stjórn- lagaþing, beint lýðræði og siðferði í viðskiptum og stjórnsýslu. Því gamla Ísland, þótt gallað væri, var býsna gott samfélag að mörgu leyti. Frá því eigum við ekki að hlaupa í eina bábiljuna enn, heldur bæta það sem okkur brast einurð til að ljúka. Að ljúga í gæsalöppum Það fylgir starfi mínu að vera rang- túlkaður og öll erum við stundum misskilin. En það er nýbreytni í grein Hallgríms að hann skáldar á mig ummælum í gæsalöppum. „Það er fáránlegt að okkar fólk segi af sér á meðan Sjallarnir gera það ekki,“ segir hann mig hafa sagt. Á fundinum fræga í Þjóðleik- húskjallaranum og raunar strax í haust sagðist ég vera því mótfall- inn að reknir væru einn eða tveir ráðherrar til að Geir Haarde og við hin gætum haldið áfram að stjórna landinu. Eins og Buiter sagði er ábyrgðin forsætisráðherra, seðla- bankastjóra, fjármálaráðherra og forstjóra Fjármálaeftirlits í þessari röð en um leið okkar allra í stjórnarmeirihlutanum. Mér fannst þessvegna hugleysi hjart- ans að láta einn eða tvo almenna ráðherra axla ábyrgð okkar allra. Réttara væri að við gerðum það öll með því að boða til almennra kosninga. Við þyrftum að biðja þjóðina afsökunar á því sem gerð- ist. Ekki ef okkur hefði orðið eitt- hvað á, heldur vegna þess að við öll brugðumst. Og þau okkar sem vildu sækja umboð sitt aftur þyrftu að skýra býsna vel hvers- vegna treysta ætti okkur og til hvers. Þetta sagði ég en það mis- heyrist margt þegar traustið er farið í samfélaginu. Það væri synd ef lýðskrumar- ar legðu undir sig lýðræðisbylt- inguna. Því hún var ekki gerð af þeim, þótt þeir hafi margir joggl- að með. Búsáhaldabyltingin var gegn þeim sem alltaf dansa með, ekki síður en valdinu. Hana gerðu alþýða manna, grandvart fólk með gefandi hugmyndir og krefjandi gagnrýni og vonandi finnur það henni áfram skapandi farveg. Þess þurfum við með en ekki þessa. Höfundur er alþingismaður. (Titillinn er vísun í titil greinar Hallgríms, sem aftur vísar í sýn- ingu á Akureyri í fyrra). UMRÆÐAN Anna M.Þ. Ólafsdóttir skrifar um Hjálparstarf kirkjunnar Eftir annasöm jól við úthlutun matar og gjafa til rúmlega 2% landsmanna tekur nýtt ár við. Þá verður markmið Hjálparstarfs kirkjunnar á innan- landsvettvangi að hjálpa fólki að halda heimilum sínum gangandi, hjálpa því að eiga mat á borð og láta lífið ganga sinn vanagang, eins og hægt er. Þar vill stofnun- in leggja hönd á plóginn og hjálpa fjölskyldum sem hafa orðið – og verða illa úti á næstu mánuðum vegna efnahagsáfalla þjóðarinn- ar. Fyrir jól fjölgaði umsóknum um rúmlega 1000 og urðu 2.691. Á bak við hverja þeirra voru 2,5 einstaklingar eða rétt rúm- lega 2% landsmanna. Mest aukn- ing, eða 3%, var í hópi 20 ára og yngri. Við búumst við að ástand- ið versni á næstu mánuðum enda voru flestir í hópi nýrra umsækj- enda, fólk sem aldrei áður hafði þurft að leita sér aðstoðar, fólk sem hafði misst vinnuna eða misst tökin á fjárhag heimilisins í kjölfar efnahagsástandsins. Net Hjálparstarfs kirkjunnar dekkar landið Þjónustusvæði Hjálparstarfsins er allt landið. Hjálparstarf kirkj- unnar er eina hjálparstofnun- in sem veitir fólki á öllu landinu aðstoð. Það er gerlegt með sam- vinnu við presta í rúmlega 100 prestaköllum, félagsráðgjafa á stofnunum um land allt og námsráðgjafa í fram- haldsskólum landsins. Net Hjálparstarfsins er þéttriðið og eiga ekki aðeins allir greiða leið að aðstoð heldur er okkar fólk vakandi fyrir þeim sem gætu verið í vanda staddir. Á síðasta ári fékk fólk úr 54 sveitarfélögum aðstoð, eða úr 70% sveit- arfélaga. Þar áður úr 62 þeirra. Bjargráðin eru þessi Og hver eru bjargráðin sem Hjálparstarfið býður? Félags- ráðgjafi sem veitir innanlands- deild Hjálparstarfs kirkjunnar forstöðu tekur alla þá sem í neyð eru, í viðtal. Þar er grafist fyrir um aðstæður hvers og eins og hverju sé brýnast að leysa úr. Á landsbyggðinni þjóna prestar og félagsráðgjafar á stofnunum þessu hlutverki og senda umsókn- ir til okkar. Aðstoð er svo veitt á grunni upplýsinga úr viðtalinu svo hún miðist við þörf umsækj- anda en ekki það sem okkur væri útbært af birgðum á þeirri stund- inni. Mataraðstoð er fyrirferðar- mest og það sem ekki fæst gef- ins kaupum við svo matarpakkinn sé rétt samsettur og dugi fólki í nokkrar máltíðir. Annað inni- hald pokanna er sífellt endur- metið til að svara þörfum hvers og eins, verðbreytingum eða öðru sem hefur áhrif á innkaupag- etu fólks. Nú verður aðstoð við fólk utan Reykjavíkursvæðisins aukin, svo jafnræðis sé gætt, þar sem fólk þar getur ekki leitað til annarra samtaka. Fötum er deilt út eftir þörfum sem lýst hefur verið í viðtalinu. Fólki er hjálp- að að greiða nauðsynleg lyf en lyfja- og lækniskostnaður sligar marga sem litlar tekjur hafa. Séð er fram á aukningu í þessum þætti. Mikil áhersla er lögð á að láta börn sem minnst verða þess vör að foreldrar þeirra glími við fátækt. Sérstakir fjármunir eru til þess að styðja tómstundastarf þeirra, fatakaup, skóladót og sum- arnámskeið. Reynsla áranna hefur einnig sýnt að unglingar í efnaminni fjöl- skyldum eiga á hættu að heltast úr námi og verða þannig líklegri til að fá aðeins láglaunavinnu á fullorðinsárum. Til að koma í veg fyrir þetta rekur Hjálpar- starfið Framtíðarsjóð sem styð- ur krakkana til að kaupa bækur, ritföng og greiða skólagjöld o.fl. Tilvist sjóðsins hefur nú verið ítrekuð við námsráðgjafa í fram- haldsskólum landsins. Lyf, nám- skeið og gjöld eru greidd beint til seljanda eða gegn kvittun. Þannig er tryggt að styrkir fari í það sem þeir eru ætlaðir til. Ofan á efnislega aðstoð er nauðsyn- legt að hlusta og við þessar erf- iðu aðstæður nú, er teymi þjálf- aðra sérfræðinga tilbúið að veita ókeypis viðtöl. Hver sem er getur borið sig eftir þeim hjá okkur og við getum jafnvel greitt túlkun fyrir erlenda umsækjendur. Áhersla á fagmennsku og traust Hjálparstarf kirkjunnar leggur mikið upp úr faglegum vinnu- brögðum, gætir jafnræðis og starfar um allt land. Þess vegna skipuleggur félagsráðgjafi starf- ið. Þess vegna er matarpakkinn alltaf fjölbreyttur og vel samsett- ur, af því magni sem fjölskyldu- stærð segir til um. Ekki stundum stór og stundum lítill. Þess vegna fær fólk föt sem passa á það og henta. Þess vegna er biðstofa, hlý og björt. Þess vegna eru skráð helstu atriði í frásögnum skjól- stæðinga til að geta fylgt þeim eftir og veitt meiri og langvar- andi aðstoð gerist hennar þörf síðar. Eins dregur það úr hugs- anlegri misnotkun. Við höfum fundið mikinn stuðn- ing fólks og fyrirtækja í þreng- ingum síðustu vikna. Kirkjurn- ar hafa líka aukið framlög sín til Hjálparstarfsins, jafnvel minnstu sóknir sem glíma við fjárskort. Við finnum að á þessu sviði vill fólkið í landinu standa saman um að hjálpa þeim sem eru hjálp- ar þurfi. Hjálparstarf kirkjunn- ar þakkar velvild í hug og verki. Við vitum að þörfin mun aukast á næstu mánuðum og vonumst til að mega treysta á áframhaldandi stuðning fólks og fyrirtækja. Höfundur er verkefnastjóri hjá Hjálparstarfi kirkjunnar. HELGI HJÖRVAR Bæ bæ, Nýi Hallgrímur ANNA M.Þ. ÓLAFSDÓTTIR Höldum heimilum gangandi UMRÆÐAN Karl V. Matthíasson skrifar um sjávarútveg Í þeirri endurskoðun sem nú fer fram á fjár- málum þjóðarinnar verð- ur að huga að því hvort kvótakerfið hefur skilað eiganda sínum – þjóðinni – eðlilegum arði. Auðæfi sjávar eru sameign þjóðarinnar og hún á að fá fullan arð af eign sinni. Til að hamla gegn ofveiði var tekið upp aflamarkskerfi í hring- nótaveiðum á síld árið 1975. Næstu ár á eftir voru tvö önnur kerfi prófuð, skrapdagakerfi og sókn- ardagakerfi. Þessi kerfi reyndust misjafnlega og var því ákveðið að taka upp aflamarkskerfi. Frá árinu 1984 var það samhliða sókn- arkerfi sem smám saman var látið víkja og er nú horfið með öllu. Með vissum undantekningum má segja að stjórn fiskveiða hafi byggst á sömu meginreglu allt frá árinu 1984. Á því ári var kvótan- um að miklu leyti úthlutað í sam- ræmi við aflareynslu skipa þrjú ár þar á undan. Kvótakerfið var lögfest til eins eða tveggja ára í senn fyrstu árin, en árið 1990 var kerfið fest í sessi ótímabund- ið. Rökin fyrir þessari breytingu voru þau, að slíkt skapaði stöðug- leika og öryggi í greininni. Framsal á fiski Með fyrrnefndum lögum frá 1990 var gerð önnur afdrifarík breyt- ing; kvótinn var gerður fram- seljanlegur. Þeir sem kusu að selja kvóta og snúa sér að öðru fengu skyndilega mjög háar fjár- hæðir upp í hendurnar, fjárhæð- ir sem þeir fengu án eðlilegs vinnuframlags. Kvótinn var nú orðinn eins konar séreign sem hægt var að kaupa, selja, leigja og jafnvel veðsetja með óbein- um hætti. Kvótinn varð fljótlega mjög dýr. Útgerðir hafa jafnvel talið hag sínum betur borgið með því að leigja frá sér kvóta í stað þess að veiða fiskinn. Eigandinn, þjóðin sjálf, hefur ekki fengið þá peninga í hendur. Þetta háa verð hefur leitt til mikillar skulda- söfnunar útgerðar í landinu auk þess sem nýliðun í greininni er nánast engin. Þetta fyrirkomulag, að afhenda fáum aðilum stóran hluta auð- linda þjóðarinnar, var umdeilt frá upphafi. Fjöldi breytinga á lögunum frá 1990 endurspeglar það. Á næstu átta árum eftir að kvótakerfið var fest í sessi voru ekki færri en sex breytingar gerðar á lögunum. Segja má að nú sé búið að breyta öllum grein- um upphaflegu laganna, nema þeirri fyrstu, en hún kveður á um eignarétt þjóðarinnar á auð- lindinni. Ófáir dómar sem fallið hafa vegna kvótakerf- isins endurspegla líka þessi átök sem og nýleg- ur úrskurður Mannrétt- indanefndar Sameinuðu þjóðanna um jafnræði til veiða. Hver á fiskimiðin? En hvað sem hinum almenna borgara finnst um réttlæti þessa kerf- is, er það enn við lýði. Það við- horf að handhafar kvótans séu eigendur hans hefur hreiðrað um sig hjá þeim sjálfum og þeir verja hagsmuni sína með kjafti og klóm, jafnvel með þeim rökum að andstæðingar kerfisins vilji rústa útgerðinni og koma fjölda fólks á vonarvöl. Margir hafa hins vegar bent á þá staðreynd að heilu byggðarlögin hafi misst næstum allan rétt til fiskveiða vegna kvótakerfisins. Það sjónarmið að aflaheim- ildirnar séu meðhöndluð sem séreign handhafa þeirra stríð- ir gegn fyrstu grein laga um stjórn fiskveiða, en hún er svona: „Nytjastofnar á Íslandsmiðum eru sameign íslensku þjóðarinn- ar. Markmið laga þessara er að stuðla að verndun og hagkvæmri nýtingu þeirra og tryggja með því trausta atvinnu og byggð í land- inu. Úthlutun veiðiheimilda sam- kvæmt lögum þessum myndar ekki eignarrétt eða óafturkallan- legt forræði einstakra aðila yfir veiðiheimildum.“ Við þessa mót- sögn getur þjóðin ekki búið! Ýmsar röksemdir eru færðar fyrir því að arður af auðlindum í höndum einkaaðila skili sér til viðkomandi þjóðar, m.a. að eig- andinn hafi hag af því að nýta auðlindina sem best til lengri tíma og að umframhagnaður komi því að lokum fólkinu til góða. Aðrir telja líklegt að í svona kerfi sitji eigendurnir einir að hagnaðinum. Þeir skeyti lítt um eiganda auð- lindarinnar, þjóðina, eða jafnvel um starfsfólk sitt þegar stórar ákvarðanir eru teknar um sölu eigna eða hagræðingu. Sáttaleiðin Aflamarkskerfið hefur reynst sæmilega til að stjórna veiðum á ýmsum fisktegundum. Eignar- hald útgerðanna á veiðiréttinum er hins vegar í algerri mótsögn við hagsmuni og vilja þjóðarinnar. Í því felst ranglæti sem vegur að mannréttindum og grefur undan búsetu á landsbyggðinni. Ég tel að sáttaleið þessa mikla deilumáls felist í því að stjórnvöld gæti að fullu eignarhalds á auðlindinni fyrir hönd þjóðarinnar og jafn- ræðis útgerðarmanna til nýting- ar hennar. Þetta er hægt að gera á grundvelli aflamarkskerfisins og án þess að kollvarpa útgerð í landinu. Höfundur er alþingismaður. Auðlind í þágu þjóðar KARL V. MATTHÍASSON Samtök um sorg og sorgarviðbrögð Samvera í Fella- og Hólakirkju í kvöld kl. 20. Svavar Stefánsson ræðir um sjálfsvíg. Allir velkomir. Sorg og sjálfsvíg

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.